Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
...fegurð og ferskleiki
20% kynningarafsláttur af allri
Karin Herzog línunni í öllum verslunum
Lyf & heilsu dagana 3. til 15. febrúar
Austurveri mánudag 3. febrúar.
Melhaga mánudag 3. febrúar.
Glæsibæ þriðjudag 4. febrúar.
Domus þriðjudag 4. febrúar.
Suðurströnd fimmtudag 6. febrúar.
Glerártorg Akureyri
mánudag 3. febrúar.
Akranes fimmtudag 6. febrúar.
Selfoss föstudag 7. febrúar.
Apótekarinn Akureyri
föstudag 7. febrúar.
Mosfellsbæ fimmtudag 6. febrúar.
Austurstræti föstudag 7. febrúar.
Firði föstudag 7. febrúar.
Kringlu laugardag 8. febrúar.
Kynningar og ráðgjöf í Lyf & heilsu í Reykjavík:
Kynningar og ráðgjöf í Lyf og heilsu á landsbyggðinni:
WWW.FORVAL.IS
NETIÐ er ríkur þáttur ídaglegu lífi fjöldafólks. Það sækir þang-að afþreyingu, fróðleikog ekki síst fréttir auk
þess að kaupa inn og skrifast á við
vini og kunningja. Netið er ekki ýkja
gamalt, var opnað fyrir almenna
notkun í lok 9. áratugar 20. aldar.
Síðulýsingamálið HTML varð til hjá
CERN-rannsóknastofnuninni í Sviss
árið 1989 og þar með var lagður
grunnur að veraldarvefnum – www.
Þróunin hefur verið ótrúlega ör
frá fyrsta frumstæða vafranum og til
nútímans. Markaðsrannsóknafyrir-
tækið eTForecasts (www.etfore-
casts.com) telur að notendur Netsins
hafi verið fleiri en 665 milljónir í lok
síðasta árs. Á einu ári hafði þeim
fjölgað um 111 milljónir. Farið er að
hægja á útbreiðslu Netsins í iðnríkj-
unum en því er spáð að netnotkun
muni breiðast út í þróunarríkjum
næsta áratuginn. Talið er að notend-
ur verði fleiri en einn milljarður árið
2005.
Íslendingar hafa ekki látið sitt eft-
ir liggja þegar kemur að netvæðingu.
Kannanir hafa sýnt að allt að 80%
landsmanna á aldrinum 16–75 ára
hafi aðgang að Netinu. Mun það vera
útbreiddasti netaðgangur sem vitað
er um á byggðu bóli jarðar.
Morgunblaðið á Netið
Morgunblaðið hóf að koma út á
Netinu árið 1994 og varð allt ritmál
blaðsins aðgengilegt netáskrifend-
um hvar sem var í heiminum. Fyr-
irtækið Strengur annaðist þessa
þjónustu. Einnig opnaðist aðgangur
með áskrift að Gagnasafni Morgun-
blaðsins, en þar er allt efni blaðsins
frá 1987 að finna auk minningar-
greina. Morgunblaðið var fljótara til
að nýta sér þessa nýju tækni en
mörg erlend dagblöð. Nokkur dag-
blöð voru þá gefin út með sama
hætti, einkum í Bandaríkjunum, og
bresk blöð voru einnig að koma inn á
Netið. Margir buðu óheftan aðgang
að blöðum sínum á Netinu og litu á
það sem markaðssetningu. Ekki var
hægt að fá Morgunblaðið á Netinu
nema í áskrift og hundruð áskrifenda
um allan heim nýttu sér þennan kost.
Netútgáfa Morgunblaðsins fluttist í
hús árið 1998 og gagnasafnið ári síð-
ar.
Stórt skref var stigið í fréttaþjón-
ustu Morgunblaðsins 2. febrúar 1998
þegar fréttavefurinn mbl.is var opn-
aður. Ingvar Hjálmarsson, netstjóri
Morgunblaðsins, hefur stýrt upp-
byggingu vefjarins. Netdeildin
skiptist í tvær meginstoðir, tækni-
deild og fréttastofu, sem Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri stýrir.
Sjálfstæð fréttastofa
Ingvar segir að strax í upphafi hafi
verið tekin ákvörðun um að sjálfstæð
fréttastofa skrifaði fréttir fyrir
mbl.is. „Það má segja að á meðan við
vorum að fóta okkur hafi sumum
blaðamönnum prentmiðilsins þótt
óþægilegt að hafa þetta inni á gafli,“
segir Ingvar. „Því er lokið og nú líta
þessir miðlar hvor á annan sem upp-
sprettu og starfa í reynd á þeim nót-
um. Netdeildin lætur fréttadeildina
vita ef eitthvað er í gangi og öfugt.
Sami yfirmaður, ritstjóri Morgun-
blaðsins, er yfir báðum fréttastofun-
um.“
Hefur komið til tals að gefa les-
endum kost á að tjá sig um fréttir, til
dæmis með spjallrás?
„Við höfum velt því fyrir okkur og
verið með vísi að því á Formúlu-
vefnum. Það er mat okkar að það
verði að lesa allt yfir sem birtist á
vefnum, en við höfum ekki haft
mannafla til að lesa innsend skrif les-
enda. Maður sér á vefjum, þar sem
Fimm ár í netfrétt
Fréttavefur Morgun-
blaðsins, mbl.is, fagnar
fimm ára afmæli í dag.
Á þeim tíma hafa mikl-
ar breytingar orðið í
netheimum og ekkert
virðist hægja á þróun-
inni. Guðni Einarsson
kynnti sér afmælis-
barnið og umhverfi
netmiðla.
AUK þess aðmæla notkun ávefsetrum vakt-
ar Modernus ehf.
„uppi- og tengitíma“
vefsetra – það er
hvort þau eru virk.
Jens lagði hugmynd-
ina um samræmda
vefmælingu fyrir
Verslunarráð Íslands í
ágúst árið 2000. Sam-
starf tókst við Versl-
unarráð sem felst í því
að Modernus fram-
kvæmir mælingarnar
undir eftirliti Versl-
unarráðsins, sem svo
birtir niðurstöðurnar. Þetta hefur
verið gert sleitulaust frá því í maí
2001.
Vefmælingin fer þannig fram að
þegar netnotandi skoðar t.d. mbl.is
tengist tölva hans netstöð hjá
Modernus og haldast þessi tengsl
á meðan verið er að skoða vefinn.
„Það er fylgst með öllum hreyf-
ingum á tölvu lesandans, en við
vitum aldrei hver situr við skjá-
inn,“ segir Jens. Jafnframt þessu
er sent lítið forrit inn í vafra
þeirra sem skoða vefinn. Netstöðin
hjá Modernus finnur þetta forrit
næst þegar sama tölva tengist
vefnum.
„Hafi tölvan komið fyrr þennan
sama dag er hún ekki talin aftur.
Við erum með ein-
kvæma mælingu,
mælum ýmist einu
sinni á dag, einu sinni
í viku eða mánuði.
Gestafjöldi á dag mið-
ast við að hver tölva
sé mæld einu sinni á
dag, gestafjöldi í viku
þýðir að hver tölva er
bara talin einu sinni í
viku.“
Í Morgunblaðinu á
þriðjudögum birtist
yfirlit yfir vefmæl-
ingu síðustu viku.
Síðastliðinn þriðjudag
sýndi mælingin að
mbl.is hafði fengið 123.300 gesti í
4. viku. Það þýðir að 123.300 tölvur
komu í heimsókn þá vikuna. Engin
leið er að vita nákvæmlega hve
margir einstaklingar lásu vefinn.
Í sömu viku voru innlit á mbl.is
721.625. Innlit merkir sama og ein
heimsókn og varir í 60 mínútur.
Þau geta því flest orðið 24 á sólar-
hring frá sama notanda. Flettingar
á mbl.is voru 2.555.018 í 4. viku.
Þær segja til um hve margar síður
voru skoðaðar. Auk þessa er ým-
islegt annað mælt, eins og t.d. hve
lengi fólk dvelur á hverri vefsíðu.
„Allir sem eru í samræmdri vef-
mælingu nota hugbúnaðinn Virka
vefmælingu,“ segir Jens. „Þetta er
algjörlega íslenskur hugbúnaður,
skrifaður af nemendum í tölv-
unarfræðiskor Háskóla Íslands og
starfsmönnum Modernus. Fyrsta
útgáfan af fría teljaranum var þó
skrifuð af Soffaníasi Rúnarssyni.“
En er hægt að lesa einhverja til-
hneigingu eða þróun út úr nið-
urstöðunum mælinganna?
„Ein tilhneiging, sem við sjáum,
er að stóru vefirnir eru að stækka
nokkuð á kostnað þeirra minni.
Eins sést að það hafði mikil áhrif
þegar símafyrirtækin fóru að bjóða
ADSL-tengingar snemma sumarið
2002. Heildarnotkun á Netinu
jókst um haustið, með mjög auk-
inni heimanotkun. Við sjáum
greinilega að heildarnotkun á Net-
inu dettur niður kl. 17.00 um 30%
og aftur kl. 18.00. Klukkan 19.00
dettur umferðin algjörlega niður
og byrjar aftur eftir kvöldfréttir
sjónvarpsstöðvanna. Internetið
virðist því draga fólkið frá sjón-
varpinu, nema það sé að horfa á
sjónvarpið á Netinu!“
Vefurinn mbl.is fékk metaðsókn
í 4. viku. Hvað segir þú um stöðu
vefjarins?
„Mbl.is hefur verið í forystu hjá
okkur, þetta er langstærsti vefur
landsmanna. Við höfðum áhyggjur
af því að það væri eitthvað bilað
hjá okkur því aðsóknaraukningin
var svo mikil í byrjun ársins. Mik-
ill samdráttur í desember, sér-
staklega yfir jólin, sýndi þó að
búnaðurinn mælir rétt. Þegar
tæknilegt aðgengi að Netinu batn-
ar og notendum fjölgar eykst notk-
unin á stóru vefjunum, eins og
mbl.is, sjálfkrafa.“
Stóru vefirnir stækka
Jens Pétur Jensen
Jens Pétur Jensen er framkvæmdastjóri Modernus ehf., fyr-
irtækis sem stundar samræmda vefmælingu. Fyrirtækið
var stofnað í mars 2000.