Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 33
skilyrði verði sköpuð að íslensk tónlist og tónlist-
armenn hér á landi fái aukin tækifæri til að kynna
umheiminum list sína. Þær hugmyndir um sjóð-
inn sem þegar hefur verið greint frá eru samt
nokkuð óljósar þar sem menntamálaráðherra tel-
ur enn ekki tímabært að segja frá því hvernig
hann verður útfærður. Samt sem áður er ljóst að
ýmis samtök tónlistarfólks búa yfir þekkingu sem
vert er að nýta í þessu sambandi, svo sem Tón-
skáldafélagið, Íslensk tónverkamiðstöð og Félag
tónskálda og textahöfunda, svo nokkur dæmi séu
nefnd. Öll hafa þessi samtök sankað að sér mik-
ilvægri þekkingu og reynslu um tengsl íslenskrar
tónlistar inn í hinn alþjóðlega tónlistarheim, þótt
þau hafi fæst haft bolmagn til að sinna þeim
tengslum að nokkru marki. Með samstilltu átaki
hagsmunaaðila í gegnum tónlistarsjóð ætti því að
vera hægt að tryggja að fagmannlega sé staðið að
útrás íslenskra tónlistarmanna í framtíðinni. Þess
ber þó að gæta að þegar sú útrás skilar tilætl-
uðum árangri þarf einnig að vera víst að helstu
vaxtarsprotunum séu tryggð nægilega lífvænleg
vaxtarskilyrði hér á landi til þess að þeir sjái sér
jafnmikinn hag í að vinna að ferli sínum héðan og
að utan. Að öðrum kosti verða aðrir en Íslend-
ingar líklegri til að njóta margföldunaráhrifanna
af þeim sköpunarkrafti sem leynist í vöggu ís-
lenskrar tónlistar.
Kröfur um sam-
tímalistastofnun
Í Lesbók í dag, laug-
ardag, greinir Laufey
Helgadóttir listfræð-
ingur frá þeim undir-
búningi sem nú stendur yfir vegna þátttöku Ís-
lands í Feneyjatvíæringnum í vor. En eins og
kunnugt er hefur hún verið ráðin sýningarstjóri
verkefnisins. Af orðum hennar má ráða að viljinn
til þess að standa vel að þessum viðburði er vissu-
lega fyrir hendi hjá menntamálaráðuneytinu. Til
marks um það hefur framlagið til verkefnisins
verið hækkað til muna, eða um það bil um helming
frá því sem síðast var, en samt sem áður er veru-
leikinn sá, að sögn Laufeyjar, að fjármagnið
hrekkur ekki til. Hún bendir jafnframt á að ekk-
ert upplýsingarkerfi um tvíæringinn og fram-
kvæmd hans virðist vera til staðar hjá mennta-
málaráðuneytinu fyrir þá sýningarstjóra sem
ráðnir eru til að sinna starfinu hverju sinni, svo
nokkuð virðist skorta á að markvisst sé haldið ut-
an um þá reynslu sem fastlega má gera ráð fyrir
að áunnist hafi í gegnum árin. Í því sambandi má
geta þess að þátttaka í Feneyjatvíæringnum hef-
ur verið með reglubundnum hætti allt frá árinu
1984.
Aðspurð segist Laufey lítið hafa getað nýtt sér
gögn frá fyrri árum, þótt hún hafi ýmislegt fengið
að vita frá forverum sínum, „[…] það er t.d. ekki
til neinn kynningar- eða nafnalisti, né neinar þess
háttar upplýsingar. Þar af leiðandi þarf að forma
allt kynningarferlið frá upphafi til enda. Mér
finnst því nauðsynlegt að taka alla vinnuna í
kringum framkvæmdina föstum tökum svo
reynslan skili sér áfram. Ég ákvað t.d. að taka
þátt í sýningarstjórafundi í Feneyjum í haust,
sem mér skilst að hafi ekki verið gert áður. Það
var þó auðsótt mál að fá að fara, enda kom í ljós að
þetta var óskaplega mikilvægur byrjunarpunkt-
ur, svo vera má að við höfum fram að þessu ekki
nýtt öll þau tækifæri til fullnustu sem gefast í
sambandi við þetta verkefni,“ segir Laufey. Er
það ennfremur mat hennar að Íslendingar þurfi
að eiga samtímalistastofnun til að sinna þeirri
vinnu sem nauðsynleg er til að halda uppi kynn-
ingarkerfi um íslenska listamenn erlendis. „Þang-
að til komast þessi kynningar- og markaðsmál
ekki í ákjósanlegan farveg,“ segir hún.
En það eru fleiri en Laufey Helgadóttir sem
orðið hafa til að benda á þau margvíslegu tæki-
færi sem íslenskum myndlistarmönnum bjóðast í
hinum alþjóðlega listheimi. Hingað til hefur það
þó að mestu leyti verið í höndum myndlistar-
manna sjálfra að fylgja ferli sínum eftir og nýta
þá möguleika sem gefast. Fyrir utan þátttökuna í
Feneyjatvíæringnum hefur enginn formlegur
farvegur til kynningar á íslenskum myndlistar-
mönnum verið fyrir hendi þótt menntamálaráðu-
neytið hafi vissulega verið fólki innan handar með
margvíslegum hætti við að koma áhugaverðum
verkefnum í framkvæmd. Umræður um nauðsyn
þess að koma á stofn samtímalistastofnun, eða
innra kerfi af einhverju tagi, til að tryggja útrás
íslenskrar myndlistar hafa því verið öflugar að
undanförnu, ekki síst eftir að Listasafn Íslands
efndi til málþings um alþjóðleg tengsl myndlistar
og stöðu íslenskra listamanna í því samhengi.
Eins og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Lista-
safnsins, benti þar á bera „stjórnvöld að sjálf-
sögðu ákveðna ábyrgð hvað þetta varðar [því]
hluti þeirra kringumstæðna sem hér ríkja [er]
markaður af pólitískum ákvörðunum“. Af ein-
dregnum málflutningi þeirra myndlistarmanna,
kennara og fræðimanna á sviði myndlistar, sem
tóku til máls á þessu málþingi, má ráða, að tíma-
bært er að Íslendingar fylgi fordæmi annarra
þjóða hvað þetta varðar og hefji undirbúning að
því að stofnun er starfar á áþekkum grunni og
FRAME í Finnlandi, IASPIS í Svíþjóð, DCA í
Danmörku eða Office for Contemporary Art
[Skrifstofa samtímalista] í Noregi verði sett á
laggirnar.
Í ítarlegu viðtali sem birtist hér í blaðinu við
hinn íslenska myndlistarmann Ólaf Elíasson
haustið 2001 kom fram hversu mikilvægt hann
telur að íslenskir myndlistarmenn hafi aðgang að
slíku kynningarkerfi. Sjálfur talar hann af
reynslu því danska samtímalistastofnunin hefur
stutt dyggilega við bakið á honum með öflugu
kynningarstarfi allt frá upphafi. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur Ólafur nú náð þeim árangri á alþjóða-
vettvangi sem fæstir ná nokkru sinni á listferli
sínum, sem sýnir ef til vill best hvaða möguleika
hæfileikaríkir listamenn eiga ef þeir eru kynntir
með markvissum hætti.
Búin að slíta
barnsskónum
Íslenskt samfélag
stendur um þessar
mundir á nokkrum
tímamótum hvað
menningarlífið varðar. Óhætt er að segja að upp-
bygging undanfarinna áratuga hafi skilað ótrú-
lega miklu á tiltölulega stuttum tíma. En barns-
skónum hefur nú verið slitið og því er tími til
kominn að horfa lengra fram á veginn við mótun
menningarumhverfisins. Með þeim kynslóðum
sem nú eru að störfum í íslensku menningarlífi
hafa orðið þau umskipti að hér, ekki síður en ann-
ars staðar, skipar vel menntað atvinnufólk nánast
hvert einasta rúm. Margir hafa aflað sér fram-
haldsmenntunar erlendis og bera því með sér inn
í íslenskan veruleika þær hræringar sem þar ber
hæst. Með stofnun Listaháskóla Íslands var í
rauninni séð til þess að hinn listræni grundvöllur
íslensks samfélags væri tryggður til frambúðar.
En þá stendur eftir vinnan við að koma öllum
þeim skapandi frumkrafti sem þar er ræktaður til
skila, ekki einungis hér heima, heldur einnig í al-
þjóðlegu samhengi.
Eins og Ólafur Elíasson segir í fyrrnefndu við-
tali er brýnt að íslensk stjórnvöld, í þessu tilfelli
menntamálaráðuneytið, axli ábyrgð á því að koma
íslenskri listsköpun á framfæri með markvissari
hætti en verið hefur fram að þessu. Ólafur vísar til
þess að dönsk stjórnvöld „styðji listamenn sína á
erlendum vettvangi vegna þess að þeir [líti] á þá
sem fulltrúa sína í alþjóðlegri orðræðu, þar sem
þeim finnst nauðsynlegt að láta að sér kveða“. Sú
hugmyndafræði er eftirbreytni verð. Með því að
vera virkur þátttakandi í útrás íslenskra lista-
manna getur menntamálaráðuneytið tryggt
helstu forsendur þess að afraksturinn af íslenskri
listsköpun skili sér inn í samfélagið með enn
áþreifanlegri hætti í framtíðinni en hingað til.
Morgunblaðið/ÓmarSmáfuglar á vírum í vetrarsól.
Með samstilltu átaki
hagsmunaaðila í
gegnum tónlist-
arsjóð ætti því að
vera hægt að
tryggja að fagmann-
lega sé staðið að út-
rás íslenskra tónlist-
armanna í
framtíðinni. Þess
ber þó að gæta að
þegar sú útrás skil-
ar tilætluðum ár-
angri þarf einnig að
vera víst að helstu
vaxtarsprotunum
séu tryggð nægilega
lífvænleg vaxt-
arskilyrði hér á
landi til þess að þeir
sjái sér jafnmikinn
hag í að vinna að
ferli sínum héðan og
að utan.
Laugardagur 1. febrúar