Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 34
UMRÆÐAN
34 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í MORGUNBLAÐINU 21. jan-
úar er greint frá áætlun um nýja
og mikla flóðlýsingu í miðbæ
Reykjavíkur, svo sem við Aust-
urvöll, Tjörnina og í Hljómskála-
garðinum. Þessi hugmynd gengur
þvert á þá stefnu sem nú er uppi í
nágrannalöndum okkar, að draga
sem mest úr óþarfa lýsingu í borg-
um og bæjum. Þar hafa menn gert
sér grein fyrir því að ljósmengun
er vandamál sem taka þarf tillit til.
Reykjavík er nú þegar meira upp-
lýst um nætur en flestar borgir af
svipaðri stærð og ljósadýrðin sést
langt út fyrir borgarmörkin. Frá
sjónarmiði þeirra sem vilja njóta
fegurðar stjörnuhimins og norður-
ljósa eru það bein umhverfisspjöll
ef lýsingin í borginni verður aukin
án þess að nokkra nauðsyn beri til.
Margir myndu telja það brýnna að
lagfæra fyrri mistök við lýsingu
mannvirkja. Sem dæmi um slæma
lýsingu má nefna ljósin við Perl-
una á Öskjuhlíð og flóðlýsinguna
við Hallgrímskirkju og Háskóla-
bíó, þar sem ljósin beinast að
verulegu leyti í augu manna eða
upp í himininn, engum til gagns.
Hér er ekki farið fram á að
borgin verði myrkvuð, aðeins að
ljósum sé beitt af skynsemi og þar
sem þeirra er þörf. Minna má á að
Þennan hluta er smám saman
verið að skerða án umræðu eða
umhverfismats. Borgarbúar eru
þannig hægt og bítandi sviptir
fegurð náttúrunnar án þess að fá
rönd við reist.
Tími er til kominn að yfirvöld
umhverfismála taki þessi mál til
athugunar og líti þá til
nágrannalanda um fyrirkomulag.
Um ljósmengun
Eftir Gunnlaug
Björnsson og
Þorstein Sæmundsson
Höfundar eru stjörnufræðingar við
Raunvísindastofnun Háskólans.
„Náttmyrkrið og nætur-
himinninn eru hluti af
náttúrunni.“
Í MORGUNBLAÐINU föstu-
daginn 24. jan s.l. birtist grein eftir
Almar Grímsson varabæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Með þessari grein tel ég með ólík-
indum hversu langt frá raunveru-
leikanum sjálfstæðismenn eru
reiðubúnir að fara til að fegra sínar
fyrri gerðir í bæjarmálum, og að
sama skapi vanmeta viðleitni Sam-
fylkingarinnar til aukins aðhalds í
málefnum borgaranna.
Tökum fyrst fyrir fasteignagjöld-
in. Almar fullyrðir að Samfylkingin
hafi hækkað fasteignagjöldin úr
0,32% í 0,36% en sjálfstæðismenn
hafi lagt til óbreytt gjald. Um hvað
er maðurinn þá að tala? Upphæð
álagðra gjalda sjálfstæðismanna í
fyrra? eða gjöld eftir endurgreiðslu
Samfylkingarinnar að loknum kosn-
ingunum? Einfaldara hefði verið
fyrir varabæjarfulltrúann að nefna
raunhæf dæmi um hækkunina, það
gerir hann ekki vegna þess að þá
kemur í ljós að gjöldin hafa lækkað
frá álagningu sjálfstæðismanna fyr-
ir árið 2002. Álögð fasteignagjöld
2002 í tíð Sjálfstæðisflokksins af
tveggja herbergja íbúð (sem er
dæmigerð íbúð eldri borgara). voru
kr. 60.722. Eftir endurgreiðslu
Samfylkingarinnar, sem lofað var
fyrir kosningarnar, voru þessi gjöld
kr. 56.701 sem er lækkun álagðra
gjalda um kr. 4.012.
Álagning fasteignagjalda á sömu
íbúð 2003 er kr. 59.664 sem er þrátt
fyrir þessa prósentuhækkun eru
gjöldin nú 1.058 krónum lægri en
álagning sjálfstæðismanna í fyrra.
Þökk sé Samfylkingunni. Mér þykir
ákaflega leitt að Samfylkingin
skyldi valda þeim þessu mikla hug-
arangri, með því að samþykkja til-
lögu þeirra um 10% hækkun við-
miðunartekna ellilífeyrisþega og
öryrkja til lækkunar á fasteigna-
skatti.
Varðandi hækkun leikskólagjalda
held ég að það sé alveg í samræmi
við það sem er í öðrum sveitarfélög-
um þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé í
meirihluta, enda hafa þeir ekki af
miklu að státa þeim efnum, frá sín-
um valdaferli eins og viðskilnaður
þeirra í fjármálum bæjarins ber
með sér og bæjarbúar súpa nú
seyðið af, má þar nefna Norður-
bakka-málið, einkaframkvæmda-
samninga ofl., ofl.
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar-
firði hlýtur að hafa lært það á
valdatíma sínum að peningar verða
ekki tíndir af trjánum. Tekjur bæj-
arins koma að stærstum hluta frá
borgurunum, og þeim ber að verja
skynsamlega sérstaklega hér í
Hafnarfirði, til þess að vinna upp
mistök í valdatíð Sjálfstæðisflokks-
ins síðustu ár.
Ég tek undir niðurlag greinar
varabæjafulltrúans um að eldri
borgarar og öryrkjar kynni sér og
nýti rétt sinn til niðurfellingar á
fasteigna- og holræsagjaldi.
Fasteignagjöld, eldri
borgarar, öryrkjar og
Almar Grímsson
Eftir Hall
Sigurbjörnsson
„Gjöldin
hafa lækkað
frá álagn-
ingu sjálf-
stæðis-
manna fyrir árið 2002.“
Höfundur er fyrrv. fulltrúi,
ellilífeyrisþegi og félagi í
Samfylkingunni í Hafnarfirði.
ÞAÐ er greinilega fullt tilefni til
að rifja upp þær röksemdir sem
jafnréttissinnar hafa beitt fyrir
kynjakvóta eftir síðustu fréttir af
dómum EFTA-dómstólsins. Dóm-
stóllinn telur að lagaákvæði í Nor-
egi um að tiltekinn fjöldi stöðu-
gilda við Háskólann í Ósló ætti að
vera frátekinn fyrir konur, sam-
ræmist ekki grundvallarmannrétt-
indum einstaklinga til að fá stöður
byggða á hæfni en ekki kyni. Enn
og aftur snýst umræðan um rétt-
indi karlmanna til að standa vörð
um heim sem skapaður er af þeim
og utan um þá.
Ein af þeim leiðum sem konur
hafa farið til að rétta hlut sinn er
að auka menntun sína. Því hefur
verið haldið fram að því fleiri kon-
ur sem mennta sig þeim mun fleiri
konur fáum við í áhrifastöður inn-
an fræðasamfélagsins. Við byrjum
bara á grunninum og vinnum okk-
ur upp þaðan eins og karlarnir. Nú
sjáum við að þetta er ekki svona
einfalt. Konur skila sér ekki í
sömu hlutföllum og karlar í æðstu
stöður innan háskóla miðað við
menntun, því einhvers staðar á
leiðinni lekur kerfið og körlunum
virðist greiðari leið til metorða.
Það þarf einungis að rifja upp
könnun sænsku raunvísindakvenn-
anna Wold og Wennerås í Svíþjóð
til að fá pata af því hverju þetta
sætir. Þær sýndu óvéfengjanlega
fram á það að konum hefði verið
mismunað við úthlutun á styrkjum
hjá Rannsóknarjóði heilbrigðisvís-
inda í Svíþjóð. Þær þurftu að hafa
mun betri fræðilegan grunn en
karlmenn til að hljóta styrki, hafa
birt fleiri greinar og svo fram-
vegis. Reynt var að þagga niður í
þeim Wold og Wennerås og þurftu
þær að leita út fyrir Svíþjóð til að
fá niðurstöðurnar birtar.
Önnur mismunun er ekki jafn
augljós en það er launa- og fram-
gangskerfi háskólamanna sem rutt
hefur sér til rúms á undanförnum
árum hérlendis og erlendis. Það
kerfi er meðal annars byggt á
fjölda birtra greina eftir viðkom-
andi fræðimann og er greinafjöldi
talinn til marks um gæði fræða-
starfsins. Nýlegar rannsóknir sýna
hins vegar að konur birta að jafn-
aði færri greinar en karlmenn en
hver grein inniheldur meiri upp-
lýsingar og oftar er vitnað í þær.
Þarna erum við komin með dæmi
um kerfi sem er hannað af karl-
mönnum fyrir framgang karl-
manna.
Það er alveg ljóst að ungar kon-
ur aldar upp í frjálshyggjusam-
félagi þar sem þeim er talin trú
um að þær hafi jafna möguleika á
við karlmenn munu ekki láta sér
þetta lynda. Þegar komið er út á
vinnumarkaðinn þurfum við konur
allt í einu að sætta okkur við að
okkar aðferðir skila okkur hvorki
sömu stöðu né launum og hinu
kyninu.
Hvað er þá til ráða? Er ekki
kominn tími til að byrja á toppnum
og jafna kynjahlutföllin hjá þeim
sem stjórna launa- og framgangs-
kerfunum til að fá réttlátari út-
komu þar sem aðrar aðferðir hafa
brugðist? Eru handaflsaðgerðir
ekki réttlætanlegar þegar ekkert
annað virðist bíta á kynjamunin-
um?
Eftir allar lagasetningar undan-
farinna ára sem hafa ekki náð að
hagga glerþakinu er ljóst að sam-
félag með sjálfsvirðingu verður að
grípa til róttækra aðgerða til að
jafna kynjamuninn. Kynjakvótar í
stjórnsýslunni eru því bæði rétt-
lætanleg og æskilega leið í þá átt.
Þess vegna kynjakvótar.
Þess vegna
kynjakvótar
Eftir Drífu Snædal „Þegar kom-
ið er út á
vinnumark-
aðinn þurf-
um við allt í
einu að sætta okkur við
að okkar aðferðir skila
okkur hvorki sömu
stöðu né launum og
hinu kyninu.“
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Reykjavík norður.
Alltaf á þriðjudögum
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.