Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 36

Morgunblaðið - 02.02.2003, Side 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF lífið hefur almennan tilgang þá er hann sá að auka kyn sitt, fæða af sér afkvæmi og ala þau upp á þann veg að þeim megi vegna sem best. Þetta gildir jafnt um menn og dýr, þetta er mark- mið sköpunarverksins og þá sér- staklega mannsins þar eð Guð seg- ir við karlinn og konuna þegar hann hefur skapað þau: Verið frjó- söm, margfaldist og uppfyllið jörð- ina. (1. Mós. 1:28.) Ekkert virðist heldur veita mönnum meiri fullnægju þegar hallar út ævi og horft er yfir far- inn veg en að geta glaðst yfir niðj- um sínum. Vel unnin verk eru góð en betri eru góð börn sem bera nafn manns og minningu á jörðinni eftir manns dag. Þetta er innbyggt í okkur sem lifandi skepnur eins og alla aðra skepnu Skaparans. Þetta er sjálfgefin forsenda framþróunar lífsins á jörðunni. Það er ekki öllum gefin sú gæfa að geta börn og koma þeim til manns. Samt er þetta almennur tilgangur lífsins. Sérstakur til- gangur okkar hvers og eins kann að gegna öðru máli og það er hann sem er ákvarðandi fyrir einstak- lingana. Þannig er það einatt í líf- inu að hin almenna regla hefur takmarkanir, lífið er stöðug við- leitni, sókn eftir marki sem næst sjaldnast að fullu. Þau sem falla hins vegar undir hina almennu reglu í þessu efni standa þá um leið undir almennum kröfum og skilyrðum. Hin almenna krafa er að koma afkvæmum sín- um til manns eftir því sem það má auðnast. Skilyrðin eru hæfileikar okkar og aðstaða til þess að koma þessu verkefni fram. Verkefnið er að ná þeim besta árangri sem skil- yrðin leyfa. Þetta eru hinar heimspekilegu forsendur barnauppeldis. Tæpt var á trúarlegri forsendu og að henni vikið nánar síðar en hin manneskjulega forsenda snertir næsta mjög tilfinningarnar. Nátt- úran hefur lagað okkur þann veg að verkefnið veitir gleði í sjálfu verkinu. Það veitir móður líkam- lega ánægju að leggja barn sitt á brjóst. Að hjúfra að sér lítinn barnunga veitir jafnt körlum sem konum ljúfa tilfinningu. Þakklæti barns og ánægja vekur sanna gleði með foreldrum þess. Innsæi okkar veitir okkur hvatningu til þess að leggja okkur fram. Það er í allra hag að uppeld- ið lánist sem best. Hin uppvaxandi mannvera á allt undir því að upp- alendunum lánist sem best að efla mannkosti hennar. Góð börn bera foreldrum sínum gott vitni og verða ellistoð þeirra þegar þar að kemur. Við eigum því í vændum laun fyrir vel unnið dagsverk. Við megum áreiðanlega treysta því að með hlutverkinu hafi Skap- arinn lagt okkur í brjóst hæfileik- ann til þess að annast börn vel. Þetta er einkar ljóst í stúlkum á þroskaskeiði sem eins og af nátt- úru virðast vita hvernig þær eigi að meðhöndla lítil börn. Það kann því að vera verkefni að hlusta eftir rödd eðlisávísunarinnar í þessu efni og láta ekki tíðarandann villa sér sýn. Hins vegar hefur samtíðin skip- að háttum samfélagsins svo að lítið rúm er skapað fyrir börnin. Þau eru aðþrengd í tíma og rúmi. Fyr- irferðin á öðrum hlutun ryður þeim til hliðar. Umferðin skapar þeim alvarlegar hættur. Hönnun tekur fyrst mið af fullorðnu fólki, síðar börnunum. Vinnutími for- eldranna tekur næsta lítið tillit til barnanna og þreyttir og tímalausir foreldar eiga það á hættu að fá samviskubit gagnvart börnunum. Slæm samviska er ekki gott veganesti í uppeldismálum og leið- ir oft til jafnvægisleysis í uppeldi barnanna. Þau eru í senn svelt af ástúð en ofalin í dekri. Þessar mótsagnir reynast mörgum börn- um erfiðar. Nær er að leggja grunn að meginákvörðunum um ráðstöfun tímans með fyrirhyggju og af raunsæi en ekki síst með réttri forgangsröðun. Ekkert foreldri vill barninu sínu annað en hið besta og ef það vegur og metur hlutina af yfirvegun þá verða hlutföll lífsins rétt. Þá verð- ur í flestum tilfellum tími til að vera með barninu eins og þarfir þess standa til. Þar sem er eft- irspurn eftir vinnu foreldranna þar eru jafnan einnig góð laun. Uppeldi í jafnvægi markast af því að nægur tími er settur til þess að sinna þörfum barnanna. Þann tíma er hægt að nýta til þess að sinna heimilisstörfum og gera börnin að einhverju leyti þátttak- endur í þeim eftir þroska þeirra. Þau njóta líka nærveru foreldr- anna þótt þau séu að sinna öðru, ef þau aðeins hafa hugann við nær- veru barnsins og senda því bros og jákvæðar athugasemdir. Æðrusemi foreldra veldur stundum óþolinmæði við krakka- skinnin sem ekki vita oft betur og fara að eðli sínu. Þolinmæði skap- ar traust og betri líðan með börn- um. Hrós og glaðværð skapa ör- yggi og gera allt auðveldara. Samhjálp og samræður skapa samstöðu og andlega vellíðan. Agi er nauðsynlegur börnum. Þau verða ávallt að vera viss um mörk siðsemdar og tillitssemi. Þau eru ekki altaf ánægð með nei en meðan þau hafa grundvallartraust á foreldrum sínum sætta þau sig við það og finna til öryggis yfir því að einhver hefur stjórn á málun- um. Samkvæmni er lykilorðið í þessum efnum. Börn eiga að sínu leyti rétt á uppeldi og aðhlynningu. Sá réttur byggist á nauðsyn þeirra. Þau kváðu ekki sjálf dyra á tilverunni. Þau eru boðsgestir foreldra sinna og skulu því njóta gestagriða. Sálir þeirra eru viðkvæmar og þau eru að læra og mótast alla stund, því er mikilvægt að við hugsum um það hvað fyrir þeim er haft. Þó er það nú svo að ef barn fær haldgóð- ar útskýringar frá einhverjum sem það treystir þá vinnur það úr flestu sér til uppbyggingar. Við erum ekki öll með daglega ábyrgð á börnum, en öll eigum við óskipta ábyrgð á almennri heill þeirra. Okkur ber að setja börnin í fyrirrúm í þjóðfélaginu. Þau sem sinna þeim í daglegu samhengi eiga að fá til þess hið besta næði, tækifæri og stuðning. Kennarar þeirra vinna hin mikilvægustu störf í hverju þjóðfélagi og eiga í öllu að vera metnir samkvæmt því. Þau sem koma að verki þegar á miklu ríður og sinna heilbrigði þeirra og vernd eru þær sérsveitir samfélagsins sem bestan viðbúnað þurfa að hafa. Menntun þeirra og þroski og tækifæri í lífinu síðar eru hin veigamiklu keppikefli og mikilvægustu umræðuefni sam- félagsins. Mikilvægast er þó að hafa það í huga að hvert barn er sem sköpun Guðs einstakt og þarfnast sér- stakra taka sem byggjast á virð- ingu fyrir eðliseiginleikum þess og elsku á því sem einstakri mann- eskju sem enginn getur komið í hennar stað. Þannig er menneskj- an í hinni mikilvægustu þjónustu við lífið og þann sem það gefur þegar hún gengur inn í verkefni barnauppeldis og umönnunar. Þá sinnir hún frumlægasta þætti köll- unar sinnar sem manneskja og fær ekki æðra hlutverk. Þannig verður hún þá fyrst dæmd á grundvelli þess hversu hún lagði sig fram á því sviði. Hún á þar einn hlut með öllu samfélaginu og menningarstig þess dæmist fyrst og fremst út frá því hvernig það býr að börnum og tryggir velferð þeirra og framtíð. Guð, hvernig sem við skiljum hann, stendur á bak við hvert barn og það ber í senn mynd hans og erindi við manninn og samfélag mannanna. Það þarfnast öryggis, viðurkenningar og örvunar. Því þarf að tryggja frið og farsæld og gera að brýnu þjóðfélagsverkefni. Því þarf einnig að virða hvert barn fyrir það sem það er og sýnir á grundvelli vaxandi þroska síns. Sömuleiðis þarf að sýna börnunum að þeirra framlags sé þörf þótt í smáu kunni að virðast og að það sé innan þeirra marka sem þroski þeirra og samfélagsleg staða set- ur. Okkar Íslendinga bíður það hlutverk að endurskoða þjóðfélag okkar á grunni þessara mikilvægu staðreynda. Við verðum að hefjast handa um það að breyta forgangs- röðun málefna okkar. Hverjum ætlum við að geyma ósnortna nátt- úru landsins? Hverjir eiga að njóta ávaxtanna af fórn og virkjun nátt- úruauðlinda? Hverjum á hagkerfið að þjóna? Hver á að erfa kvótana? Hverra er framtíðin? Þeirra manna sem nú eru í mót- un sem börn. BÖRN FYRST OG FREMST Eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson „Okkur ber að setja börnin í fyr- irrúm í þjóð- félaginu.“ Höfundur er prestur Dómkirkjunnar í Reykjavík. VANDRÆÐI þingmanna okkar þessa dagana eru að verða átak- anleg. Ég heyri engan þeirra kann- ast við barn sitt sem getið var með núgildandi lögum um kjördæma- skipan. Sá sem hér skrifar gerði fyrir mörgum árum tillögur um jöfnun atkvæða og setti fram á fundi í ráðhúsi Reykjavíkur sem sjónvarpað var og setinn var af helstu forkólfum stjórnmálaflokk- anna. Einnig dreifði ég boðskapn- um síðar meðal áhugamanna um málefnið en enginn þeirra hlustaði, enda ekki þeirra hugmyndir. Menn, sumir stærðfræðikempur, reyndu að reikna barn í beljuna með flökk- urum og fráleitum nálgunum eins og að láta einn nálgast tvo í heiltölu kerfi án þess að nota venjulegan hlutfallsreikning. Þannig næst aldr- ei fullkomið réttlæti, bæði milli flokka og landsmannra allra. Þó er þetta svo einfalt sem hér greinir. Leyfið mér að kynna þetta í Morgunblaðinu með því sem áður kom fram á fundum. Tillaga til stjórnarskipunar, bor- in fram á borgarafundi 1. október 1994 ásamt stuttum skýringum. 1. Fjöldi þingmanna verði 60 og skipt á milli kjördæma sem næst í sömu hlutföllum og giltu fyrir síð- ustu breytingar á lögum það er, engum uppbótarþingsætum verði úthlutað. 2. Raðað verði samkvæmt áður- og núgildandi reglum í hverju kjör- dæmi og þingmenn ákveðnir sam- kvæmt hlutföllum. 3. Hver þingmaður fær atkvæði (hlut) samkvæmt heildarmagni gildra atkvæða, sem féllu til flokks hans eða lista í kjördæmi hans og stöðu hans á listanum, þannig að ekkert atkvæði fellur dautt í kjör- dæminu fáist maður kjörinn af list- anum. 4. Atkvæði hvers þingmanns er hlutur hans í heildaratkvæðum til hvers lista eða flokks á öllu landinu, skipt í hlutfalli við atkvæði hvers í sínu kjördæmi. Með þessu nýtast flokki, sem nær manni kjörnum á þing í einhverju kjördæmi, öll at- kvæði listans á landinu. 5. Atkvæði til þeirra lista, sem hvergi á landinu ná manni kjörnum í kjördæmi hans, falla dauð. Á þennan hátt má fullnægja þeim þörfum dreifbýlismanna, að fá að tala máli sínu, flytja tillögur, starfa í nefndum og greiða atkvæði í sam- ræmi við fjölda umbjóðendanna. Fullkominn jöfnuður næst á milli flokka, engin atkvæði flakka. Engir „uppbótarþingmenn“ verða. Þessi háttur fellur vel að núverandi tölvu- talningarkerfi. Sá jöfnuður verður að hver þingmaður þrýstir á einn takka við atkvæðagreiðslu en þó að sjálfsögðu með mismunandi áhrif- um. Flutningsmanni þessara tillagna, en hann er Reykvíkingur, þykir óþolandi að hafa ekki sama að segja með munni og hönd þingmanns flokksins, sem hann styður og margir aðrir landsmenn. Dreifbýlis- menn, sem ég met til jafns við mig, tönnlast alltaf á framleiðslu, pen- ingum og dreifingu þeirra. Það má vera að þeir telji sér nauðsynlegt að ná sér niðri á flutningsmanni í þeim efnum, en hversu mikið meira vita þeir um hegningarlög, skattalög, barnavernd, erfðir, hjúskap, fóstur- eyðingar eða kirkjumál en við hinir, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt þessu væru þing- menn Reykjavíkur 16, Reykjaness 11, Norðurlands eystra 7, Suður- lands 6, eins og einu sinni var. Vest- urland, Vestfirðir, Norðurland vestra og Austurland hefðu 5 í hverju kjördæmi. Hverjir fái kjör í sínu kjördæmi ákveðst eftir sömu hlutfallsreglu og nú gildir 1/1, 1/2, 1/3 … o.s.frv. Hvernig skipting at- kvæða milli flokksfélaga í hverju kjördæmi er má ræða um, en ég læt annan mann hafa helming á við þann fyrsta. Sá þriðji hefur einn þriðja o.s.frv. Samtals hafa flokks- félagar heildarfjölda atkvæða í kjördæminu, eftir að þeim atkvæð- um, er flokkur þeirra fékk þar sem flokkurinn fékk engan kjörinn, hef- ur verið skipt hlutfallslega á milli flokksins í öðrum kjördæmum. Þannig verður fullt jafnvægi á milli allra flokka á landinu sem á annað borð inn komast. Flutningsmaður setti kosningar 1995 upp í einföldu Excel-forriti til þess að prófa niðurstöður. Birtist þetta án ábyrgðar nema minnar, enda engin kjörstjórn bundin af þessu. Þingmenn voru þessir: Nafn þingmanns Atkv. Jóhanna Sigurðardóttir 11.806 Davíð Oddsson, 10.205 Kristín Ástgeirsdóttir 8.031 Ólafur G. Einarsson 7.196 Finnur Ingólfsson 6.495 Svavar Gestsson 6.472 Jón Baldvin Hannibalsson 6.343 Rannveig Guðmundsdóttir 5.585 Ólafur Ragnar Grímsson 5.480 Friðrik Sophusson 5.103 Siv Friðleifsdóttir 4.805 Árni M. Mathiesen 3.598 Björn Bjarnason 3.402 Guðmundur Bjarnason 3.281 Ólafur Örn Haraldsson 3.248 Bryndís Hlöðversdóttir 3.236 Össur Skarphéðinsson 3.171 Guðmundur Árni Stefánsson 2.792 Steingrímur J. Sigfússon 2.741 Geir H. Haarde 2.551 Halldór Blöndal 2.512 Guðni Ágústsson 2.511 Hjálmar Árnason 2.402 Sigríður Anna Þórðardóttir 2.399 Þorsteinn Pálsson 2.351 Margrét Frímannsdóttir 2.101 Sólveig Pétursdóttir 2.041 Halldór Ásgrímsson 2.001 Ingibjörg Pálmadóttir 1.962 Árni Ragnar Árnason 1.799 Egill Jónsson 1.760 Sturla Böðvarsson 1.735 Lára M. Ragnarsdóttir 1.701 Valgerður Sverrisdóttir 1.640 Páll Pétursson 1.636 Drífa Jóna Sigfúsdóttir 1.602 Guðmundur Hallvarðsson 1.458 Kristján Pálsson 1.439 Hjálmar Jónsson 1.301 Hjörleifur Guttormsson 1.293 Pétur H. Blöndal 1.276 Tómas Ingi Olrich 1.256 Ísólfur Gylfi Pálmason 1.255 Einar K. Guðfinnsson 1.191 Jóhann Ársælsson 1.181 Árni Johnsen 1.175 Jóhann Ársælsson 1.094 Gunnlaugur M. Sigmundsson 1.086 Ragnar Arnalds 1.015 Jón Kristjánsson 1.000 Magnús Stefánsson 981 Sighvatur Björgvinsson 954 Guðjón Guðmundsson 867 Svanhildur Árnadóttir 837 Stefán Guðmundsson 818 Drífa Hjartardóttir 784 Pétur Bjarnason 717 Jóhannes Geir Sigurgeirsson 667 Vilhjálmur Egilsson 650 Einar Oddur Kristjánsson 596 Jóhanna Sigurðardóttir er at- kvæðamest á þingi. Sá kvenskör- ungur fer létt með öll atkvæði Þjóð- vaka. Fróðlegt er að sjá að nokkrir landsbyggðarmenn komast á þing hérna, en féllu í kosningunum 1995. Skyldi engum koma á óvart þótt efstu þingmenn teldust atkvæða- menn að lögum. Víst réðu þeir reyndar hvað mestu í raun á þinginu þá og þurftu ekki á óeðli- legu atkvæðamagni að halda. Menn eru dálítið viðkvæmir fyrir því að hafa ef til vill ekki jafnmörg at- kvæði og sessunautur á hinu þrönga þingi, en allir hafa jafnan rétt að tala sínu máli, og hver þing- maður hefur sinn takka á borðinu til þess að ýta á, þegar greidd eru atkvæði. Þetta mega menn þola í Flugleiðum, Landsbanka og Eim- skip. Um miðbik atkvæðamanna á þingi eru landsbyggðarþingmenn svo sem Halldór Blöndal, Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson með 2.000 til 2.500 atkvæði hver. Á hinum endanum sitja svo miklir áhrifamenn eins og Einar Oddur Kristjánsson með 596 atkvæði og félagi hans Vilhjálmur Egilsson, sem hafði 650 atkvæði. Pétur Bjarnason á Ísafirði fékk 717 at- kvæði og hefði átt að komast á þing. Betur væri, að Vilhjálmur Egilsson hefði barist fyrir mínum málum á þingi, í stað þess reyna að rugla al- heimsklukkuna okkar. Hann ætti nú næsta víst þingsæti á næsta komandi þingi, hefði málið fengið fram að ganga, og sæti þá ekki þar sem hann situr nú. Kæru þingmenn! Ef þið fallist á þetta mun hver flokkur hljóta svo mörg atkvæði sem hann fékk í hverju kjördæmi og landinu öllu. Hver þingmaður hefur þá og svo mikið atkvæði sem kjósandi hans hefur falið honum. Allir landsmenn yrðu jafnir að lögum. KJÖRDÆMASKIPAN Eftir Svein Guðmundsson „Hver flokk- ur mun hljóta svo mörg at- kvæði sem hann fékk í hverju kjör- dæmi og landinu öllu.“ Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.