Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 37

Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 37 Aðfaranótt 30. des- ember sl. lést í Caen í Normandí Frédéric Durand, fyrrverandi prófessor við háskól- ann í Caen og stofn- andi norrænu deildarinnar við sama háskóla. Hann var Íslendingum að góðu kunnur, hafði dálæti á landi og þjóð og sérstalega í sagnaarfi okk- ar. Hann fæddist í París árið 1920, sonur kennslukonu, nam germönsk fræði við Sorbonne-háskóla og var að auki nemandi prófessors Alfred Jolivet í norrænum fræðum. Mikill áhugi vaknaði hjá honum á Norð- urlöndunum sem varð til þess að hann helgaði þeim líf sitt og starf. Doktorsritgerð sína ritaði Frédéric Durand um rithöfundinn danska J.P. Jacobsen (Jens Peter Jacobsen ou la gravitation d’une solitude) sem hann þýddi margar sögur eftir á eft- irminnilegan hátt. Sænsk nútíma ljóðagerð var honum einnig hugleik- in og gaf hann út bókina Suéde moderne terre de poésie (Aubier- Montaigne, 1965) svo sem sögu danskra bókmennta Historie de la littérature danoise (Aubier/Gyld- endal, 1967). Ungur heillaðist hann af Svíþjóð og sænsku kvenfólki en gekk samt að eiga franska konu Helenu, unga og efnilega sem hann eignaðist með fjórar dætur, tvívegis tvíbura á þremur árum, og sem lifir hann og syrgir í dag. Eftir agréga- tion gráðu 1945 og eftir að hafa dvalið í þrjú ár í Finnlandi, fékk Frédéric Durand ungur stöðu við háskóla í heimalandi sínu, fyrsta ár- ið í Rennes, síðan í Caen þar sem hann setti á fót norrænu deildina Institut Scandinave, árið 1951, og þar sem kennd voru norræn fræði og síðan öll Norðurlandamálin, fyrst danska, síðan sænska, norska, íslenska – frá og með 1961 með stofnun sendikennarastöðu – og síð- ast finnska seint á níunda áratugn- um. Hann var mikill leiðtogi og góð- ur talsmaður síns fags og gerði mikið í að vekja áhuga landa sinna á Norðurlöndunum, m.a. með skemmtikvöldum þar sem hann lék sjálfur á trompett en samt sérstak- lega með fræðistörfum sínum. Í Caen var einnig sagnfræðingurinn Lucien Musset sem var orðinn þjóð- kunnur og sameiginlega stofnuðu þeir „Le Centre de recherche sur les pays du Nord et du Nord- Ouest“, rannsóknarstofnun sem gaf út fræðirit og gerði þeim kleift að kaupa bækur eins og allar Íslend- ingasögurnar í útgáfu Íslenskra fornrita, Atlas Paul Gaimard og aðra dýrgripi sem annars væru ekki til á bókasafni skólans í dag. Frédéric Durant var mjög hrifinn af Íslendingasögunum og skrifaði tíðum greinar um þær í tímarit og í bækur sínar sem fjölluðu um nor- rænar bókmenntir eins og Littérat- ures scandinaves (Que sais-je?), þó þýddi hann aðeins eina þeirra á frönsku: Kormáks sögu, en gerði það með afbrigðum vel. Hann var mjög germanskur í sér og hafði mikla tilfinningu fyrir norrænum skáldskap og þýddi yfirleitt á mjög glæsilega frönsku hvort sem um fornbókmenntir var að ræða eða nú- tímarit. Síðar á ævinni fékk hann tækifæri til að þýða úr nútímaís- lensku, glæpasöguna Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk Símonarson fyrir Boréales-hátíðina og hafði mikla ánægju af, enda bauð hann höfundinum heim til sín í Caen er hann kom árið 1997 og fékk verð- laun fyrir bókina sem þótti mjög vel þýdd. Árið eftir þýddi hann bókina Ósögð orð eftir Kristjönu Sig- mundsdóttur sem reyndist honum FRÉDÉRIC DURAND ✝ Frédéric Durandfæddist í París 23. desember 1920. Hann lést í Caen í Normandí 30. des- ember síðastliðinn. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk ekkju hans og dætra. erfiðara verkefni enda efnið dapurlegra, en þetta gerði hann vegna vináttu við okkur Ís- lendinga. Undirrituð átti því láni að fagna að vera nemandi hans bæði við að þýða úr ís- lensku á frönsku og í norrænum málvísind- um ásamt Jean Ren- aud sem nú stýrir deildinni, síðan trúnað- ar- og samstarfsmaður um árabil og var mælska hans og orð- fimi okkur sérstaklega minnisstæð. Þegar jarðskjálfri reið yfir farnska háskóla ef svo mætti segja árið 1968 breyttist allt skipulag, yf- irmenn nutu ekki sömu forréttinda og áður og allt þurfti að ræða og vera sem lýðræðislegast og um allt átti að kjósa. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Frédéric Durand sem var af gamla skólanum, einn af þessum eiginlegu yfirmönnum sem áttu síðan eftir að hverfa algerlega af sjónarsviðinu. Þó reyndi hann að bregðast vel við, opnaði skrifstofu sína upp á gátt, lét frá sér síma yfir á lesstofu nemenda, en eitthvað hafði brostið, hvort sem voru frama- vonir innan skólans eða annað. Frá því var sem áhuginn dofnaði og hann vísaði nemendum og undir- mönnum frá sér með umsjón dokt- orsritgerða, til Parísar þar sem Régis Boyer hafði tekið forystu og átti eftir að halda henni um langt skeið. François-Xavier Dillmann sem hafði samt ekki verið við nám hjá honum, þrjóskaðist einn við og varði nokkrum árum síðar dokt- orsrigerð sína í Caen. Frédéric Durand stofnaði síðast á áttunda áratugnum félag úti í bæ sem fékk heitið Basse-Normandie- Pays-Nordiques í samráði við ræð- ismenn Norðurlandanna í Caen sem voru allir kaupsýslumenn. Starf- semi hófst á Lúsíuhátíð í desember og á undirbúningi undir sumar- ferðalag til Íslands. Sendiherra Ís- lands í París, sem þá var Einar Benediktsson, var boðið til Caen á skemmtikvöld og kom hann ásamt konu sinni og tók síðan sjálfur að sér undirbúning ferðalagsins sem fór fram sumarið 1980 og tókst mjög vel. Félagsskapur þessi var rekinn af afli með aðstoð dótturinn- ar Elísabetar, sem var líkust pabba sínum af þeim dætrum, og eigin- kvenna ræðismanna sem voru hver annarri duglegri að baka skandin- avískar kökur. Félagið er enn starf- andi undir stjórn frú Reine Lenoble og enn eru haldnar árlegar Lús- íuhátíðir með norrænum máltíðum og kvikmyndasýningar varðandi Norðurlöndin með góðum bakstri og glasi í lokin. Frédéric Durand hafði dvalið þrjú ár sem menningar- fulltrúi við franska konsúlatið í Helsinki frá 1947 til 1950 og talaði finnsku ásamt dönsku og fleiri mál- um. Síðustu árin eftir að hafa hætt kennslu var Frédéric Durand and- lega mjög hress og hélt oft fyrir- lestra opinberlega um hin ýmsu áhugamál sín svo sem Grænlands- ferðir víkinga og siglingar, efni sem var honum mjög kært. Hann ritaði síðast merkilega bók um skipasmíð- ar víkinga og siglingar: Les Vikings et la mer (Errance, 1996). Hann var einnig meðlimur í stjórn vísindarits- ins Proxima Thulé og heiðursmeð- limur félagsins Société des études nordiques sem François-Xavier Dillmann stjórnar í París. Frédéric Durand var alla tíð mik- ill íþróttamaður og tíður gestur íþróttamiðstöðvar háskólans í Caen. Hann fór oft í sund, lék alltaf tennis og golf undir það síðasta og hafði verið mikill skíðamaður á yngri ár- um sínum og mikið ferðast um norð- urslóðir Norðurlandanna. Einnig hafði hann flugpróf og fengu sumir að njóta þeirra forréttinda að fara í flugferð með honum í nágrenni Caen. Einu sinni hafði hann víst flogið flugvél yfir Ísland um Vest- firði, en hvenær eða með hverjum veit ég ekki. Hann var vel að manni, næstum norrænn í útliti, hár og grannur, stundum svolítið fjarlægur og fráhrindandi, en samt svo inni- lega elskur að sínum fræðum og áhugamálum að það gerði hann að- laðandi. Fjögur síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar eftir erfiða magaskurðaðgerð. Ísland átti góðan vin þar sem Frédéric Durand var og hafði þakkað honum með Fálkaorð- unni sem hann var mjög stoltur af. Megi Ísland minnast hans í dag. Ég kveð með þakklæti og virðingu merkan persónuleika, kæran yfir- mann og afburða kennara. Steinunn Filippusdóttir Le Breton. Valdimar Þórarins- son í Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði, Valdi minn, er dáinn, og er þar göfugur maður genginn frá garði. Þessi mikli öðling- ur og mikilmenni er fallinn frá og er mörgum harmdauði, því þar var á ferð maður sem af góðmennsku sinni og gæsku gaf svo mikið af sér, án þess að biðja nokkurn tímann um þakkir fyrir sitt frábæra og góða lífs- starf. Hann og hans elskulega Unn- ur Hjörleifsdóttir höfðu búið í Húsa- túni í hartnær hálfa öld og veitt svo mörgum af sínum hlýhug og hjarta- gæsku. Þau voru eitt og vildu allt fyrir alla gera og margir standa þar í þakkarskuld. Valdi var einstakur, hógvær og hæverskur og vildi öllum vel, án þess að dæma, enda svo góðhjartaður að það hálfa hefði verið nóg. Það er margs að minnast úr VALDIMAR ÞÓRARINSSON ✝ Valdimar Þórar-insson, bóndi á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði, fæddist á Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð 5. sept- ember 1921. Hann lést á dvalarheim- ilinu Tjörn á Þing- eyri 14. janúar síð- astliðinn og var hann jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju 25. janúar. Haukadalnum, frá slóð- um Gísla Súrssonar, nema hvað þau Unnur og Valdi flúðu aldrei, heldur stóðu á sínum stað, staðföst og sam- heldin og ég veit að margir kunna þeim þakkir fyrir kærleik og umhyggju alla tíð. Ég var svo lánsamur að vera einn fyrsti strák- urinn í sveit hjá þeim og bý ég að því alla tíð. Ég reyndi alltaf að rækta samband við þessa fósturforeldra mína og nú verður Haukadalurinn aldrei samur án Valda, þótt ég viti að Unnur þraukar í Dalnum, svo ynd- isleg sem hún er. Unnur og Valdi gerðu allt fyrir mig og alla þá fjöl- mörgu krakka sem voru hjá þeim, farið á fjöll, spjallað í baðstofustíl og svo margt fleira. Hugur minn er hjá þér, elsku Unnur mín, og ég ætla að koma í Dalinn okkar í sumar og minnast þessa mæta manns, sem þú reyndist ætíð svo vel. Þó ég búi núna í Asíu, þá breytir það ekki ákvörðun minni um að koma heim að Húsatúni í vor og reynast þér vel, því þú átt það og meira en það skilið frá mér. Innilegar saknaðar- og samúðar- kveðjur. Þinn fóstursonur að eilífu, Hemmi Gunn. Hermann Gunnarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tegndafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Vonarholti, Kjalarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 31. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sæunn Andrésdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Ólafur Jónsson, Sigurveig Sigurðardóttir, Björn Þráinn Þórðarson, Ari Sigurðsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Freyr Sigurðsson, Mercedes Berger, Andrés Sigurðsson, Hjördís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar systur minnar og frænku okkar, SVÖVU ÓLAFSDÓTTUR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu- daginn 27. janúar, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Fjóla Ólafsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, Ólafur Björn Björnsson, Snorri Björnsson, Guðrún Svava Björnsdóttir, Fjóla Björnsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hamraborg 14, Kópavogi, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Hrönn Johnson, Margrét Shimko, Þorsteinn Johnson, Kristinn Óskarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN EINARSSON, Þórufelli 12, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 26. janúar, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Margrét Magnúsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Hannes R. Richardsson, Gunnar Örn Jónsson, Kristján Már Gunnarsson, Gísli Þór Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson, Fannar Freyr Hannesson, Richard Rafn Hannesson, Margrét Mist Hannesdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR JÓHANNESSON fyrrv. lögregluvarðstjóri, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi, sem andaðist miðvikudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðju- daginn 4. febrúar kl. 14.00. Fanney G. Jónsdóttir, Guðmunda Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson, Hulda Karitas Harðardóttir, José Antonio Rodriquez Lora, Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson, Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.