Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 39 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Hef starfað við útfarir í 20 ár Sími 567 9110 www.utfararstofan.is ✝ GunnþórunnÞorsteinsdóttir fæddist á Reynistað í Garði 2. mars 1958. Hún lést á heimili sínu, Gauksstöðum í Garði, hinn 25. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín Ingi- mundardóttir hús- móðir frá Hala í Djúpárhreppi, f. 11.5. 1916, og Þor- steinn Jóhannesson útgerðarmaður og framkvæmdastjóri frá Gauksstöðum, f. 19.2. 1914, d. 24. 6.1995. Börn þeirra auk Gunn- þórunnar eru: 1) Sigríður Inga, f. 11.7. 1940, maki Guðmundur Guð- mundsson, f. 22.9. 1936, d. 6.3. 2001, 2) Helga Jóhanna, f. 14.2. Ingi, f. 10.10. 1978, maki Hjaltlína Sólberg Pálsdóttir, þau eiga eina dóttur Kristjönu Margréti, f. 24.6. 2001, og Þórunn Helga, f. 30.1. 1982, maki Gunnar Geirsson, f. 2.2. 1977. Eftirlifandi sambýlis- maður Gunnþórunnar er Ólafur Sævar Elísson, f. 3.5. 1957. Dætur hans eru Sonja Dögg, f. 1.3. 1980 og Eva Rut, f. 24.5. 1987. Foreldr- ar Sævars voru Guðrún Valfríður Oddsdóttir húsmóðir og Jens Elís Jóhannsson bóndi í Sælingsdal. Þau eru bæði látin. Gunnþórunn starfaði í fyrstu við fiskvinnslufyrirtæki fjölskyldu sinnar, Gauksstaði h.f., en eftir að hún giftist var hún fyrst og fremst húsmóðir, en vann einnig við Fisk- verkun Sigurðar Guðmundssonar sem hún stofnaði ásamt manni sín- um og rak um skeið eftir lát hans 1987. Auk þess var hún um árabil umboðsmaður fyrir happdrætti DAS og SÍBS. Síðustu árin stund- aði hún verslunarstörf meðan heilsa hennar leyfði. Útför Gunnþórunnar var gerð í kyrrþey að hennar ósk. 1942, maki Þórður Guðmundsson, f. 28.1. 1934, 3) Unnur, f. 26.2. 1944, maki Árni Valur Viggósson, f. 7.4. 1931, 4) Erla Kristín, f. 3.10. 1950, maki James Norbert Robertson, f. 14.4. 1954, og 5) Ingibjörg Jóna, f. 22.12. 1955, maki Bragi Árnason, f. 20.12.1952. Eiginmaður Gunn- þórunnar var Sigurð- ur Guðmundsson, f. 14.9. 1957, d. 23.1. 1987. Foreldrar hans eru Guðríð- ur Þórðardóttir húsmóðir og Guð- mundur Ívar Ágústsson útgerðar- maður í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Börn þeirra Gunnþórunn- ar og Sigurðar eru: Jóhannes Við kveðjum nú kæra systur og vinkonu. Hún var búin að eiga við erfið veikindi að stríða um árabil og hrakaði mjög síðasta árið, en samt brá okkur illa er við fengum and- látsfregnina, kannski mest vegna þess hve dugleg hún var að fela van- líðan sína. Það má segja um Tótu að hún hafi tekið söguna um Pollýönnu full svo alvarlega, því það var alltaf allt í stakasta lagi hjá henni og vol og kvartanir fengum við aldrei að heyra frá henni. Þó duldist engum að hún var fársjúk. Það er vissulega gott að bera sig vel, en það er líka nauðsynlegt að sýna stundum pínu- lítið af veikari hliðinni líka og láta þá sem elska okkur vita ef okkur líður ekki vel. Leyfa þeim að umvefja okkur líknandi kærleika og hlýju. Við hefðum svo gjarnan viljað létta henni lífið meira en við gerðum, en það var oft erfitt vegna fjarlægð- arinnar milli heimila okkar. Hún var stolt og dul og í símtölum okkar var það henni meira áhugamál að frétta af okkar högum en að ræða um sína eigin. Hennar vilji var að standa sig í hvívetna, að vera góð og trú sínum nánustu og standa upprétt meðan stætt var. En allt of snemma varð hún að lúta í lægra haldi og nú er hennar lífsbók lokið. Eftir standa minningarnar og þakklæti fyrir það góða og fallega sem við deildum með henni. Við minnumst allra gleðistund- anna. Við munum hana glaðsinna, hjartahlýja, ljúfa og prúða í fasi, vissulega örlaði á skaphita en það var bara nauðsynlegt fyrir yngsta barnið í stórri fjölskyldu. Við mun- um litla stelpuskottið með spékoppa og lokkaflóð, sem óx úr grasi og var ætíð augasteinn foreldranna. Við munum hana hamingjusama önnum kafna fullorðna konu, móður og ömmu. Við munum líka sorgar- stundir og það sem betur hefði mátt fara, en við dveljum ekki við slíkar minningar því við snúum ekki til baka og fáum engu breytt. Við þökkum fyrir að hafa átt Tótu að systur, allt það góða sem hún gaf okkur og leggjum allt hennar í hendur þess sem æðstur er. Eftir að Tóta missti Sigurð eig- inmann sinn sinn í bílslysi árið 1987 átti hún eðlilega mjög erfitt um sinn, með tvö ung börn og fyrirtæki sem þurfti að reka, en hún stóð sig vel. Gæfan birtist henni að nýju þeg- ar þau Sævar hófu sambúð. Hann reyndist henni og börnunum í hví- vetna afburða vel og stóð sem klett- ur við hlið hennar í erfiðum veik- indum hennar. Við og fjölskyldur okkar biðjum algóðan Guð að vernda og hugga börnin hennar kæru, aldraða móður okkar og kæran ástvin hennar og vera þeim skjól í sorginni. Hvíldu í friði kæra systir. Drottinn, gefðu dánum ró en hinum líkn sem lifa. Unna og Inga. GUNNÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR Er ég fór að sofa að kvöldi 22. janúar sl. hugsaði ég með mér: Í nótt eru heil 30 ár síðan ég og fjöl- skylda mín flúðum gosið í Eyjum, en morguninn eftir var það horfið úr huga mér er ég vaknaði við þær frétt- ir að Hildur væri dáin. Hildi kynntist ég vel er hún varð amma Birgittu Maggý, hafði þó oft áður spjallað við hana þegar hún vann í kaupfélaginu á Hvammstanga. Birg- itta Maggý varð Hildi ömmu og Gunnari afa mikill gleðigjafi eins og öll hin barnabörnin sem á eftir komu. Mörg börn kölluðu Hildi ömmu, eins var það með börnin mín tvö sem ég átti síðar, þá voru það alltaf Hildur amma og Gunnar afi. Elsku Hildur mín, þín verður sárt saknað en góðu minningarnar ylja. Þú hafðir frá mörgu að segja, við sát- um margan morguninn og spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar og oft var mikið hlegið og rifjað upp eins og þegar Birgitta Maggý dreif HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR ✝ Hildur KristínJakobsdóttir fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd 7. mars 1935. Hún lést á Seli, hjúkrunar- deild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ak- ureyri 23. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 31. janúar. sig í heimsókn til ömmu og afa yfir götuna rúm- lega 2 ára gömul á stíg- vélunum einum klæða. Ógleymanlegt er síð- asta gamlárskvöld sem þið Gunnar bjugguð hér á Hvammstanga, þið borðuðu með okkur fjöl- skyldunni og fóruð síð- an með okkur til kirkju á miðnætti og þið glödd- ust með okkur þegar við hjónin giftum okkur, það þótti okkur vænt um. Það var alveg ótrúleg þrautsegja í þér, þó oft hafir þú átt mikið erfitt. Gunnar þinn var svo nat- inn og blíður við þig, enda varstu stolt af honum og talaðir um hve heppin þú værir að eiga hann að, enda fer ekki hver sem er í fótspor hans í þeim efn- um. Sl. sumar heimsóttum við ykkur á fallega heimilið ykkar á Akureyri og var vel á móti okkur tekið að vanda. Það hvarflaði að mér, er ég kyssti þig bless, að við mundum ekki hittast aft- ur hér í þessu jarðlífi og sú varð raun- in. En oft ræddum við líf eftir þetta líf en það tíunda ég ekki hér. Elsku Gunnar minn, við fjölskyld- an sendum þér og þínum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég veit að- síðustu ár hafa oft verið erfið hjá ykkur Hildi, en þú hefur staðið eins og klettur við hlið hennar, þú ert al- veg einstakur, Guð geymi þig. Þín Erna. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.