Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rósa Vagnsdótt-ir Davis fæddist í Aðalvík 28. nóvem- ber 1930. Hún lést á heimili sínu í Fair- banks í Alaska 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Vagn Jóns- son, f. 26. júlí 1895, d. 3. júlí 1965 og Jak- obína Hallvarðsdótt- ir, f. 19. desember 1896, d. 1. desember 1990, þau bjuggu í Látrum í Aðalvík. Systkini Rósu eru: Sigríður Kristjana, f. 29. júlí 1920, Jóhannes, f. 24. júlí 1922, d. 4. febrúar 1945, Brynhildur Þór- unn, f. 2. júní 1925, d. 17. nóv. 1980, Guðmundur, f. 19. júlí 1927, Jón Elías, f. 3. mars 1929, Hinrik Pétur, f. 30. mars 1933, Jakobína Þorgerð- ur, f. 7. sept 1935, og Anna Jónína Svan- hildur, f. 11. janúar 1939. Rósa giftist 1957 James L. „Red“, Davis, f. 12. septem- ber 1928, d. 23. febr- úar 2000. Börn þeirra eru Helen Jóna, f. 8. mars 1956, James, f. 7. febrúar 1959, Don- ald, f. 14. maí 1960 og Andrew, f. 17. júlí 1964. Þau búa öll í Alaska. Útför Rósu var gerð í Fair- banks 13. desember. Hún Rósa er farin en hún féll hljóðlega frá á heimili sínu í Fair- banks í Alaska 8. desember síðast- liðinn. Hún hafði nýverið haldið upp á 72 ára afmæli sitt á þakkargjörð- ardag í faðmi vina og fjöldskyldu og var því ekki háöldruð þótt kallið kæmi. Rósa naut þess að komast í til Ís- lands síðastliðið sumar með syni sín- um Donald og sonardóttur Jamie og man ég hve himinlifandi hún var eft- ir að hafa séð systkini sín aftur eftir mörg ár. Don sagði mér að hún hefði pressað á þessa heimsókn síðastliðið ár og kannski vissi hún betur en við hin. Rósa og Red maður hennar voru miklir ferða- og náttúruunnendur og ferðuðust um flest öræfi Íslands ásamt fjöldskyldu og þeirra tíma fé- lögum, einn úr þeirra flokki var Hemmi heitinn í Axminster, sem var mikill vinur þeirra hjóna og svo kom sjálfur konungur öræfanna oft við sögu hjá þeim en það var Guðmund- ur Jónasson, sem var lærifaðir þess- ara, þá ungu, ferðagarpa. Þetta voru allt alvöru ferðamenn og þau skildu eftir sig slóðir inn á öræfi sem eru alfaraleiðir í dag. Árið 1964 fluttu þau Red og Rósa með börn og bú frá Íslandi vegna samdráttar hjá bandaríska hernum og undu sér ekki fyrr en þau komust á svipaða breiddargráðu og Ísland en það var í Fairbanks í Alaska. Redhafði fengið vinnu þar hjá bandaríska hernum og aftur tóku við frístundaferðalög og veiðiferðir þar í landi. Árin sem við hjónin bjuggum þar fengum við tækifæri til að kynnast þeim betur, ferða- máta og veiðiferðum á þeim slóðum. Þar var báturinn eitt aðal ferðatæk- ið ásamt snjósleða og árnar sem þjóðvegir, því ekki var mikið um vegakerfi á freðmýrunum. Þau Red og Rósa slógu ekkert af á þessum nýju slóðum hvorki í ferðalögum né veiðiskap. Rósa hafði gaman að veiða á stöng og var aldrei eins kát og þegar hún setti í stóra Kyrrahafslúðu eða lax sem gátu oft verið þyngri en hún sjálf. Rósa var mikill búkona, enda komin af miklu bú- og veiðifólki og hafði alist upp við það að safna mat- vælum fyrir oft harða vetur vestur í Aðalvík. Veiðibráðin var öll verkuð og fryst og áttu þau hjón yfirleitt birgðir af lax, lúðu og Alaska Moose (elg) eða hreindýrum, sem entust allt árið og það sem vantaði uppá í fæðukeðjunni ræktaði Rósa sjálf í jurtagarðinum sínum og gróðurhús- inu. Á hverju vori voru svo haldnar stórar veislur fyrir vini og nágranna og eldað það sem var afgangs í frystinum og það voru eftirminnan- legar stundir. Það kom engin að tómu búi hjá Rósu og Red og það vantaði heldur ekkert á rausn þeirra hjóna við verr setta, þá oft inn- fædda. Ég minnist þess ennþá að þegar ég var ungur maður á leið í frí til Ís- lands gáfu þau mér 5 kílóa hunangs- krukku til að taka með mér heim en þau voru með býflugnabú og skildu ekki af hverju ég mátti ekki taka með heim elgskjöt, sem er eins og besta nautakjöt. Kannski varð þögull draumur Vagns og Jakobínu að veruleika í gegnum börnin og barnabörnin, því eins og svo marga aðra Íslendinga á þeim árum dreymdi þau um að kom- ast til Ameríku. Jón Ólafsson fékk leyfi forseta Bandaríkjanna til að stofna íslend- inganýlendu í Alaska. Þegar hann var þar um 1860 til að kanna landið fyrir væntanlega landnema orti hann Ég hvíli hér í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávarhamra við. Hér finnur hjartað fró og létti meina við fuglasöng og mararbáru nið. Mér finnst ég þekkja að fornu þennan klið, mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma, mér finnst, að hér ég geti fundið frið, mér finnst, að hér sé gott að eiga heima. Rósa var einn af þessum íslensku landnemum sem Jón Ólafsson ruddi braut fyrir í Alaska. Hún skaut þar rótum ásamt mörgum öðrum Ís- lendingum og þær rætur munu halda áfram að sprota. Það er ný- lenda Jóns Ólafssonar. Valdimar. RÓSA VAGNS- DÓTTIR DAVIS Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hvíldu hugann, hvíldu hjartað. Farðu í friði mamma mín. Þakkir færðu, blíðar, bjartar. Ásta dóttir minnist þín. Ásta Björnsdóttir. Þá er hún látin hún amma mín í Reykjavík, eins og ég kallaði hana alltaf þegar ég ræddi um hana Sig- ríði Guðrúnu Þorleifsdóttur Jörfa- bakka 12 Reykjavík. Loksins fékk hún að hvíla sig frá öllum sínum veikindum, og núna er hún búin að hitta vinkonu sína og fermingar- SIGRÍÐUR GUÐRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR ✝ Sigríður GuðrúnÞorleifsdóttir fæddist á Blönduósi 8. maí 1909. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 20. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingveldur Guðmundsdóttir og Þorleifur Jónsson. Sigríður Guðrún átti eina dóttur, Ástu, með unnusta sínum Birni Jónssyni. Útför Sigríðar var gerð frá Bústaða- kirkju 29. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. systur hana Ingi- björgu Sigfúsdóttur frá Forsæludal en hún var amma mín. Ingi- björg Sigfúsdóttir lést fyrir rúmu ári á hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi. Sigga eins og hún var alltaf kölluð í fjöl- skyldunni, gerðist ráðskona hjá honum Jóhanni afa mínum á Refsteinsstöðum um árið 1943 og hafði hún Ástu dóttur sína með sér til afa. Faðir minn Þórir var þá um tveggja ára aldur og þurfti Ásta uppeldissystir hans að passa hann í sveitinni. Um 1959 flutti svo Sigga til Reykjavíkur og hefur hún búið þar síðan með Ástu dóttur sinni. En síðasta árið var hún á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, þar sem hún lest 20. janúar. Frá barnæsku vorum við systk- inin alltaf velkomin til Reykjavíkur til Siggu og Ástu og var iðulega gist hjá þeim ef við fórum í bæinn. Þegar ég sem unglingur fór að fara sjálfur til Reykjavíkur, tóku Sigga og Ásta alltaf á móti mér. Sigga hafði mjög gaman af því að fara með mér í bæinn og sýna mér merkisstaði í Reykjavík. Við fórum víða um. Hún kenndi mér sveita- manninum á strætókerfið, og lóðs- aði mig um Reykjavík. Sýndi mér hvar helstu bíóin voru, leikhúsin o.fl. o.fl. Þegar ég svo flutti til Reykjavík- ur var ég alltaf velkominn til þeirra hvenær sem var. Í fyrstu leigði ég íbúð rétt fyrir neðan Suð- urlandsbrautina og var ég þar í tæp tvö ár. En þá missti ég það húsnæði og þurfti þá að leita mér að nýju. Fyrir ungan mann var ekki gott að fá húsnæði nema eitt herbergi fyrir normal verð. En hún Sigga mín dó nú ekki ráðalaus þó að hún væri farin að eldast. Hún fór á mjög margar fast- eignasölur án þess að ég vissi og þar fann hún ódýra og ósamþykkta kjallara íbúð sem var á mjög góðu verði. Síðan kom hún til mín og sagði mér að koma að skoða þessa íbúð. Þessa íbúð ætti ég að kaupa og sagðist hún ætla að hjálpa mér við það. Allt gekk upp í þeim kaup- um og kom það nú ekki til að hún þyrfti að hjálpa mér en dugnaður- inn í henni Siggu verður seint þakkaður. Einnig hjálpaði Ásta mér að kaupa þessa íbúð með því að redda láni sem ég gat sett á íbúðina. Þannig að ég á Siggu og Ástu í Jörfabakkanum mikið að þakka og er í rauninni hægt að segja að þær hafi hjálpað mér að koma undir mig fótunum 18 ára gömlum sveitamanninum. Sigga mín, við munum ætíð minnast þín og við þökkum þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Öll ferðalögin sem við fórum sam- an, í Stykkishólm, Húsafell, Flúðir, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur og víðar. Megi guð varðveita þig. Ástu sendum við styrk og eilífa vináttu í þessum söknuði sem hún þarf að ganga í gegnum núna. Við stöndum saman í þessari sorg og megi stjarnan hennar Siggu lýsa skært á himninum til að vísa okkur leiðina í lífinu sem heldur áfram hjá okkur hinum. Bergþór Valur Þórisson, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir. Kæru vinir nær og fjær. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og virðingu við and- lát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBJÖRNS ÞÓRHALLSSONAR, Kirkjugötu 3, Hofsósi. Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Guðjónsdóttir, Guðjón Ingi Friðbjörnsson, Rósa Eiríksdóttir, Helga Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson, Fanney Friðbjörnsdóttir, Árni Jón Geirsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ingibjörg Rósa Friðbjörnsdóttir, Ingimar Jónsson, afabörn og langafabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem minntust mannsins míns, föður okkar, tengda- föður, bróður, afa og langafa, VALDEMARS HALLDÓRSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Helga Sigurlaug Baldvinsdóttir, Ásgeir Valdemarsson, Baldvin Valdemarsson, Magnea Steingrímsdóttir, Soffía Valdemarsdóttir, Eyþór Gunnþórsson, Páll Helgi Valdemarsson, Bjarnfríður Jónudóttir, Björn Valdemarsson, Berglind Rafnsdóttir, Soffía Kristjana Halldórsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innlegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, FRIEDEL KÖTTERHEINRICH, Túngötu 49, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á gjörgæsludeild og deild B6 á Landspítalanum í Fossvogi. Ingibjörg Sveinsdóttir, Kristín Luise Kötterheinrich, Markús Sveinn Kötterheinrich. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar MIKAELS GABRIELSSONAR (Mijo Benkovic), Ljósavallagötu 22, Reykjavík. Sigríður Ósk Guðmundsdóttir, Anna Benkovic Mikaelsdóttir, Paula van der Ham, Stefán Benkovic Mikaelsson, Hildur Björg Hafstein, Elísabet Benkovic Mikaelsdóttir, Ólafur H. Jónsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og úför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INDRIÐA EINARSSONAR bónda, Melum, Kjalarnesi. Sérstakar þakkir til deildar 13d, Landspítala við Hringbraut. Ólafur Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Sigurrós Indriðadóttir, Örnólfur Björgvinsson, Einar Indriðason, Vilborg Guðmundsdóttir, Oddgeir Indriðason, Birna Halldórsdóttir, Guðni Indriðason og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.