Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 47

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 47 KIRKJUSTARF Í BÓKINNI Dagamunurgerður Árna Björnssynisextugum, 16. janúar 1992,ritar Þóra Kristjánsdóttireftirfarandi: Hætt er við að kyndilmessa fari fram hjá ýmsum í þeim einkennilega og tíð- indamikla erli þeirra daga sem við nú lifum. Í mesta lagi að stjórnendur morgunútvarpsins fletti upp á því í einhverju almanaki, af því að þeir vita ekki í firringu sinni hvað þeir eiga að tala um, kannske jafnvel fletta upp í Sögu daganna, eða hringja í Árna. En hvað segir þetta heiti okkur? Flestir munu svara því á þá leið, að þetta sé eitthvað úr kaþólsku, sem eig- inlega komi okkur ekkert við, nema sem kúríósa eða skemmtilegt en gagnslaust fræðagrúsk. Menn hafa borið einhverja kyndla, giskum við á, – marsérað einhvers staðar, – jafnvel inn í kirkjurnar, með þessi ljós sín. Og fyrir hverju voru menn þá að bera ljós? Til að lífga upp á skammdegið kannski? Þóra hittir naglann beint á höfuðið í ofannefndum pælingum sínum, því íslenski nútímamað- urinn veit sjaldnast hvað liggur að baki gömlum dögum í alman- akinu, enda er meginparturinn arfur úr rómversk-kaþólskum sið hér á landi fyrrum, og því ekkert undarlegt, að einhver bönd hafi þar rofnað, er frá leið. Hitt er annað, að þótt ýmis framandi nöfn megi líta í alman- akinu, sem e.t.v. hafa litla þýð- ingu fyrir Íslendinga á 21. öld, sem þar að auki eru flestir til- heyrandi evangelísk-lútherskum sið, er ástæðulaust að kasta þeim sisona, enda er margt af þessu samofið menningu okkar og allri sögu. Og þar á ofan ennþá lifandi veruleiki meira en helmings allra kristinna manna, trúsystkina okkar, u.þ.b. 1.500.000.000 tals- ins, eða um 25% allra jarðarbúa. Þetta eru nánar tiltekið róm- versk-kaþólska kirkjan, rétttrún- aðarkirkjan og enska bisk- upakirkjan. En þá aftur að kyndilmessu. Í Þriðju Mósebók, 12. kafla, segir: Drottinn talaði við Móse og sagði: „Tala þú til Ísraelsmanna og seg: Þeg- ar kona verður léttari og elur svein- barn, þá skal hún vera óhrein sjö daga. Skal hún vera óhrein, eins og þá daga, sem hún er saurug af klæðaföll- um. Og á áttunda degi skal umskera hold yfirhúðar hans. En konan skal halda sér heima þrjátíu og þrjá daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur. Hún skal ekkert heilagt snerta og eigi inn í helgidóminn koma, uns hreins- unardagar hennar eru úti. En ef hún elur meybarn, þá skal hún vera óhrein hálfan mánuð, sem þá er hún er saur- ug af klæðaföllum, og hún skal halda sér heima sextíu og sex daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur. En þegar hreinsunardagar hennar eru úti, hvort heldur er fyrir son eða dóttur, þá skal hún færa prestinum að dyrum sam- fundatjaldsins sauðkind veturgamla í brennifórn og unga dúfu eða turtildúfu í syndafórn. Skal hann fram bera það fyrir Drottin og friðþægja fyrir hana, og er hún þá hrein af blóðlátum sín- um.“ Þessi eru ákvæðin um sængurkonuna, hvort heldur barnið er sveinbarn eða meybarn. En ef hún á ekki fyrir sauðkind, þá færi hún tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur, aðra í brennifórn, en hina í syndafórn, og skal presturinn frið- þægja fyrir hana, og er hún þá hrein. Þegar stúlkan unga gekk inn í helgidóminn, eins og minnst er á hér í inngangsorðum, 40 dögum eftir fæðingu Jesú, var hún ein- faldlega að fylgja þessu ákvæði lögmálsins. Frá þessu er nánar sagt í Lúkasarguðspjalli, 2. kafla. Sérstakrar hreinsunarhátíðar Maríu sést fyrst getið í Jerúsal- em á 4. öld. Um miðja 5. öld er farið að tendra ljós á kertum, en það benti aftur til orða Símeons gamla í musterinu, um Jesú sem „ljós til opinberunar heiðingjum“ (Lúkasarguðspjall 2: 29–32). Gel- asíus páfi kom hreinsunarhátíð- inni formlega á í rómverskri kristni (vesturkirkjunni), á seinni hluta 5. aldar, að talið er, en Jús- tíanus keisara í Miklagarði í grískri kristni (austurkirkjunni), árið 524. Árið 690 bauð Sergíus páfi í Róm, að á hreinsunarhátíðinni skyldi vígja öll þau kerti, sem ætluð væru til notkunar í guðs- þjónustuhaldinu á árinu. Á þeim degi var einnig farin mikil skrúð- ganga innan kirkju og utan og bar þá hver maður logandi kerti, jafnt prestar og söfnuður. Af þessu öllu fékk hátíðin nafnið missa candelarum á latínu; það merkir „kertamessa“, og sést það orð tíðum í íslenskum bréfum frá 15. öld og fyrri hluta 16. aldar. En fyrir þann tíma og eftir sið- breytingu, 1550, er hins vegar orðið kyndilmessa allsráðandi. Vera má, að hljóðlíking við eng- ilsaxneska orðið candlemæsse hafi leitt til þess nafns, en þaðan mun orðið hafa borist í íslensku, eins og margt fleira í kirkjumáli. Einnig getur verið, að ekki hafi á þeim tíma verið nein glögg skil á milli þessara ljósfæra beggja, hvað merkingu varðar. Og ein skýring enn kann að vera sú, að í áðurnefndri skrúðgöngu utan kirkju hafi í norrænu þorraveðri reynst ómögulegt að notast við logandi kerti, og því verið afráðið að skipta yfir í traustari eldbera, þ.e.a.s. kyndla. En ljósið er – burtséð frá öllu – enn sem fyrr og ávallt, dreng- urinn frá Betlehem og Nasaret. Kyndilmessa sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag er þess hátíð- lega minnst í kaþ- ólskum löndum, að María guðsmóðir lét hreinsast, 40 dögum eftir burð svein- barnsins Jesú, og fylgdi þar gyð- inglegri hefð. Sig- urður Ægisson út- skýrir hvernig sá atburður tengist heit- inu kyndilmessa. jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, OPIÐ HÚS í dag, frá kl. 14-16 í GRUNDARHVARFI 2A OG 2B, við Elliðavatn, útsýni Tvö mjög góð parhús við Grundarhvarf 2a og b á vatns- endasvæðinu eru nú til sýnis og sölu. Húsin eru timburhús með steypta gafla. Húsin eru um 170 fm hvert auk þess eru tveir 45 fm sérstæðir bílskúrar með húsunum. Húsin eru sér- lega vel staðsett, með mikið útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og Bláfjöll svo fátt eitt sé nefnt. Húsin seljast í því ástandi sem þau eru komin í nú, þ.e. fokheld að innan en tilbúið að utan, og lóð grófjöfnuð. Verð 17,9-18,6 millj. Dan Wiium tekur á móti ykkur milli kl. 14-16 í dag. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Höfum fengið í einkasölu eitt glæsilegasta einbýlishús borgarinnar. Stendur eitt og sér, efst á hæð, með stórkostlegu útsýni út á sundin og yfir borgina. Liggur að opnu og vernduðu óbyggðu svæði og sameinar þannig einbýlishús og sumarhús. Einstaklega glæsilega innréttað með sérstökum og stórum stofum. Séríbúð innifalin. Fallega ræktaður garður sem rennur saman við villta náttúruna umhverfis. Í garðinum er stór verönd með heitum potti sem snýr mót suðri og lokast af með gróðri á sumrin. Góð aðkoma er að húsinu, tvöfaldur bílskúr og mörg bílastæði. Tækifæri til að vera mikið út af fyrir sig í miðri höfuðborginni. Teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Einstök eign fyrir fagurkera. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. Eitt glæsilegasta einbýlishús höfuðborgarinnar er til sölu - Einstök staðsetning á fallegum útsýnisstað Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Langholtskirkja. Mánudagur: Kl. 15– 16.30 Ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7–9 ára krakka sem eru allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Mánudagur: Kl. 15.15 TTT í safnaðar- heimilinu. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13–15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju. Aðal- fundur félagsins verður haldinn í Graf- arvogskirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarsdtröf, laga- breyting. Erindi. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Stjórnin. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur 9–12 ára kl. 17.15 í kirkj- unni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Unglingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þver- holti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánu- dagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lága- fellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 14. Lofgjörð og fyr- irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6–12 ára á sama tíma. Kaffi og samfélagð eftir samkomu. Allir hjartan- lega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Sunnudag- ur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Lækningarsam- koma kl. 16.30. Charles Ndifon þjón- ustar og biður fyrir sjúkum. Gospelkor Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Mánud. 3. feb. kl. 19. Lækningasamkoma í Vetr- argarðinum Smáralind. Charles Ndifon þjónustar og biður fyrir sjúkum. Gosp- elkor Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Þriðjud. 4. feb. kl. 19. Lækningarsam- koma í Vetrargarðinum Smáralind Harles Ndifon þjónustar og biður fyrir sjúkum. Gospelkor Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Miðvikud. 5. feb. kl. 19. Lækningasam- koma í Vetrargarðinum Smáralind. Crles Ndifon þjónustar og biður fyrir sjúkum. Gospelkor Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Fjölskyldusamvera kl. 18. Fimmtudagur 6. feb. Samvera eldri borgara kl. 15. All- ir hjartanlega velkomnir. KFUM & K. Samkoma kl. 17. Upphafs- orð Margrét Reynisdóttir, ræðumaður Kristín Bjarnadóttir kristniboði. Ragnar Snær Karlsson kynnir „Prag2003“. Undraland fyrir börnin. Allir hjartanlega velkomnir. Vaka kl. 20, „Ertu farinn, Guð?“ í umsjá Elísabetar Haraldsdóttur. Allri velkomnir. Safnaðarstarf Línur féllu út Vegna tæknilegra mistaka féll út hluti tveggja málsgreina í grein Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins, á bls. 41 í blaðinu í gær. Réttar eru málsgrein- arnar þannig: „Eftir landsfund Sjálfstæðis- flokksins í október 2001, birtist eft- irfarandi á vefsíðu Ágústs, og einnig í Fréttablaðinu 16. október undir fyrirsögninni: ,,Merk tíðindi af landsfundi Sjálfstæðisflokksins“. Þar segir hinn nýi sessunautur þinn í þjóðmálum m.a.:“ (Neðst í öðrum dálki.) „Mundu orð mín: Ef Samfylkingin á eftir að semja við annan hvorn kvótaflokkanna um stjórn landsins, verður hin yfirborðskennda sjávar- útvegsstefna þeirra fyrsta málið sem þeir taka út af dagskrá.“ (Neðst í þriðja dálki.) Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.