Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 48

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 48
48 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. OPIÐ bréf til Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Hér með vil ég óska þér til ham- ingju með nýja starfið og að það verði þér og Reykjavíkurborg til heilla. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er svokölluð „gjöf Jóhannesar Kjarvals listmálara“. Í þessu bréfi ætla ég að reyna að halda mig við staðreyndir sem allir eru sammála um og reyna að hafa stjórn á tilfinningum mínum. Ég sleppi öllu því sem við gætum deilt um. Haustið 1968, 7. október eða nóv- ember, fóru þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Geir Hallgrímsson, og Alfreð Guðmundsson, þáverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar, á vinnustofu Jóhannesar Kjarvals list- málara og gerðu ráðstafanir til að fjarlægja 153 kassa sem í voru yfir 5000 listaverk og settu í geymslu hjá Reykjavíkurborg. Þessir kassar voru síðan geymdir innsiglaðir í 17 ár, þangað til þeir voru fluttir á Kjarvalsstaði og opnaðir. Geir, þáverandi forsætisráðherra, lýsir ástandi Kjarvals þetta haust á fundi 1982 hjá þáverandi borgar- stjóra Reykjavíkur, Davíð Oddssyni, á þessa leið (samkvæmt minnisblaði borgarstjóra): „... að menn færu til hans og notfærðu sér einsemd hans og væru að slá hann um fé og fjár- muni. Hann mundi hvergi una sér nema á Hótel Borg. Ákvað þá Geir í samráði við borgarráðsmenn að leigja handa honum herbergi á Hót- el Borg, og þar bjó hann um alllangt skeið á kostnað borgarinnar“. Jóhannes Kjarval var lagður inn á Borgarspítalann 28. janúar 1969, vegna þess að hann var orðinn ósjálfbjarga. Ég læt svo aðra dæma um hvort hann hafi verið hæfur til að gefa allt sitt, tveimur eða þremur mánuðum áður. Þetta haust var sonur Jóhannesar Kjarvals sjúklingur í Danmörku hjá systur sinni, ekkert samráð eða samband var haft við þau systkinin frá Reykjavíkurborg þetta haust og engin skjöl voru undirrituð um að þetta væri gjöf, þá eða seinna. Reykjavíkurborg tilkynnir síðan op- inberlega stuttu fyrir andlát Jó- hannesar Kjarvals að hann hafi gefið Reykjavíkurborg þessa hluti. Fjölskyldan hefur margsinnis reynt að hreyfa við þessu en ekki getað fengið hjálp til þess á Íslandi fyrr en núna. Þetta eru allt staðreyndir sem enginn getur deilt um. Það eru aðrir hlutir sem gera þetta mál ljótara, en ég sleppi að sinni. Þú sem borgarstjóri erfir þetta mál og ég öfunda þig ekki af því, en þú ættir að hafa í huga sorgina í minni fjölskyldu út af þessu. Þetta óréttlæti hefur viðgengist í áratugi og tími til kominn að hlutur Kjar- vals-fjölskyldunnar sé réttur. INGIMUNDUR KJARVAL, 332 Hayes Road Dehli NY 13753. Borgin og verk Kjarvals Frá Ingimundi Kjarval: KRISTINN á ofvirkan son svo að reynsla hans ætti að vera næg í þeim efnum. Hans aðferðir til að halda of- virkninni niðri er að leyfa drengn- um að fá útrás í leik. Kristinn er ekki að dæma einn né neinn heldur er hann að benda á nýjar að- ferðir til að leysa vandann. Ritalin er vanabindandi (Lyfjubókin bls. 213) og minnkar matarlyst. Bein tilvitnun: „Metýfenídat getur verið vanabindandi. Áhættan er meiri eftir því sem lyfið er notað lengur og hjá þeim sem hafa notað áfengi eða lyf.“ (Lyfjubókin bls. 213.) Önnur tilvitnun: „Lyfið minnkar matarlyst og veldur oft þyngdartapi. Þetta getur haft áhrif á vöxt barna sem taka lyfið lengi.“ (Lyfjubókin bls. 213.) Kristinn heldur því ekki fram að þetta sé tískusjúkdómur, heldur að það sé allt í lagi að skoða hlutina í öðru samhengi. Einstaklingar hvort sem það eru börn/fullorðnir eru ýmist örlynd eða rólynd. Það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. Hins vegar er ekki verið að gera lítið úr vandræð- um Önnu Maríu og þeim upplýsing- um sem hún hefur aflað sér. Kristinn elskar son sinn eins og hann er og þess vegna finnst honum mjög rætið að tala um að fá staðhæf- ingar um „galla“ drengsins. Það getur einnig verið að ástæðan fyrir þjáningu barns (barna) að um- hverfið vill gera alla eins og þess vegna sé erfitt að „vera ekki eins og hinir“ og synda á móti straumnum. Það er mjög skiljanlegt að foreldrar leiti allra lausna til að leysa vanda barna sinna – en þarf alltaf að leysa allt með lyfjum? Það ætti heldur að láta þau fá sitt svigrúm og útrás og leyfa þeim að spyrja og spyrja og láta það fara bara inn um annað og út um hitt. Lokaorð greinar Önnu Maríu eru mjög ósmekkleg og gera lítið úr skoðunum Kristins. Það er mál- og skoðanafrelsi í landinu. Því eiga allar skoðanir hversu „vitlausar“ eða órökréttar sem þær eru rétt á sér. Ég vona að Önnu Maríu gangi vel í sinni baráttu. Ég á sjálf fatlað barn og ég veit hvernig líðan það er þegar eitthvað er að hjá börnunum okkar hvort sem það er andlegt eða lík- amlegt. KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Laugateigi 58, 105 Reykjavík. Svar til Önnu Maríu Frá Kristjönu Jónsdóttur, íslenskunema og móður: Kristjana Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.