Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 49 NOKKUR orð vegna brota úr ræðu forsætisráðherra Frakka er sagt var frá í Morgunblaðinu 20. janúar s.l. þar sem hann taldi að heimurinn væri orðinn sturlaður undir forustu Bandaríkjanna. Þjóðverjar og Frakkar eru þær tvær þjóðir sem báðar telja sig fremri öðrum í hugsun, tækni og menningu og krefjast ótakmarkaðr- ar virðingar þess vegna. Hið „klóka“ Frakkland eins og forsætisráðherrann komst að orði um ágæti þjóðar sinnar bar ekki síst ábyrgð á tveimur heimstyrjöldum á síðustu öld. Það hefur líklega verið af ást til Araba að hinir „klóku“ Frakkar háðu áratuga blóðuga styrjöld við Alsírbúa á síðustu öld. Líklega hefur Raffarin forsætisráð- herra Frakka aldrei heimsótt graf- reiti hundraða þúsunda bandarískra ungmenna er létu lífið í tveimur heimstyrjöldum til varnar Frakka- landi og lýðræðinu í Evrópu. Það væri hollt fyrir þennan sama Raffar- in og Schröder kanslara og reyndar alla stjórnmálamenn og blaðamenn að heimsækja Auswitz í Póllandi og grafreiti bandarískra og þýskra her- manna í Luxemburg svo þeir geti séð af eigin raun afleiðingar þess, hverju eftirgjöf við hin illu öfl kemur af stað. Styrkur NATO hefur fyrst og fremst verið sá að halda hinum stríðsglöðu Evrópuþjóðum í skefjum ekki síður en til varna hinum illu öfl- um í austri. Við, Íslendingar, erum nú þegar farnir að sýna einræðis- ríkjunum undirlægjuhátt eins og heimsókn forseta Kína til Íslands er svo gott dæmi um. Komúnisminn sem margir mörlandar vörðu með odd og egg og stunduðu hatursáróð- ur gegn Bandaríkjunum voru síðan verðlaunaðir fyrir að hafa logið að þjóðinni í áratugi gegn betri vitund með því að gera einn af þeim að sendiherra Íslands í NATO-ríki. Mér var og er misboðið og svo er um þúsundir aðra Íslendinga. Frakkar áttu í styrjöldum við svo til allar Evrópuþjóðir á árunum 1797 til 1814. Þeir áttu í styrjöld við Þjóð- verja 1871, 1914-1918 og 1939-1945 Nú þykjast forustumenn þessarar sömu þjóða vera friðarsinnar eins og reyndar fyrir báðar heimstyrjald- anna og telja sig geta haft vit fyrir Bandaríkjamönnum sem eru að verja sjálfan sig fyrir hryðjuverka- mönnum. Það er fyrst og fremst Bandaríkj- unum að þakka að þjóðir eins og Japanir og Þjóðverjar búa í dag við almenn mannréttindi. Það voru t.d Frakkar sem börðust við Bandaríkin í Alsír 1943 vegna undirlægjuháttar herforingja þeirra við leppstjórnina í Frakklandi. Eru það slík atvik sem forsætisráðherra Frakka er að vísa til er hann talar um að rödd Frakk- lands eigi að hljóma aftur í heims- málum? KRISTÓFER MAGNÚSSON, Miðvangi 41, 220 Hafnarfirði. Frakki í sturluðum heimi Frá Kristófer Magnússyni: Í FRAMHALDI af aukafjárveitingu sem ráðherrann beitti sér fyrir vegna heyrnatækjakaupa fyrir u.þ.b. ári síðan, langar mig að spyrjast fyr- ir um hvar málið er statt. Aukafjár- veitingin átti að tryggja jafna nið- urgreiðslu tækjanna til neytenda, en ekkert bólar á framkvæmdum. Ég hef beðið eftir úrlausn þessarra mála á þriðja ár og málið er brýnt fyrir stóran hóp fólks í sömu sporum.Það er því afar áríðandi að því sé sinnt hið fyrsta. Svar óskast. RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Efstahjalla 23, 200 Kópavogi. Opið bréf til heilbrigðisráð- herra, Jóns Kristjánssonar Frá Rannveigu Magnúsdóttur hefur borist svofelld fyrirspurn: Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Söluturn á góðum stað í vesturbænum. Þarfnast mikilla endurbóta.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtamöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Skyndibitastaður í atvinnuhverfi.  Góð sólbaðstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Þekkt fyrirtæki með íþróttavörur.  Lítill fótboltabar í úthverfi.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi í Stór-Reykjavík. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Þekkt lítil fiskbúð í vesturbænum.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi - framkvæmdastjóri óskast að húsgagnaverslun, sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.  Vélsmiðja/þjónustufyrirtæki í föstum verkefnum. Hentugt fyrir 2—3 menn eða sem viðbót við stærra fyrirtæki.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðborginni. Góð tæki, frábær staðsetning.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsiefna sem þykja mjög góð. Miklir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rekstrarleiga með kauprétti. Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur, sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirra leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is.  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarleiga möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður. Verð aðeins 3,8 m. kr. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Enn meiri afsláttur Opið frá kl. 10—18 Laugardaga frá kl. 11—15 Allir velkomnir NÁMSAÐSTOÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli íslenska - stærðfræði - enska - danska - spænska - þýska - franska - eðlisfræði - efnafræði - bókfærsla o.fl. www.namsadstod.is Innritun í síma 557 9233 kl. 17-19 virka daga Viðskiptavinir ath! Spes og Karitas hárstofa, Hátúni 6 a, hefur verið lokað Hársmiðjan, Smiðjuvegi 4, Græn gata, Kópavogi, s. 557 3232. Þökkum viðskiptin á liðnum árum Höfum hafið störf á nýjum stöðum Korner, Bæjarlind 14-16, Kópavogi, s. 544 4900. Guðrún AlfreðsdóttirSteinunn Ýr Randversdóttir ÖLDUVINNA (wave work) Ölduvinnan er öflug og þróuð aðferð og byggir á þeirri kenningu að tilfinningar sem ekki fá eðlilega útrás setjist að í líkamanum og haldi áfram að banka upp á hjá okkur þar til við gerum eitthvað í því. Öldutæknin er ótrúlega áhrifarík og einföld aðferð til að fást við tilfinningar. Á því lærum við stöðugt að sjá ótæm- andi möguleika okkar og öðlumst stöðugt dýpri sjálfsþekkingu og skilning. Helgarnámskeið, einkatímar og kvöldnámskeið Nánari upplýsingar og skráning í sími 562 0037 og 869 9293. Hómópatar og Heilsulausnir - Ármúla 17, 2. h., sími 588 8188. Guðfinna S. Svavarsdóttir, ölduv. og kripalujóga- kennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.