Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 50
Frábært þorrablót
ÉG vil þakka Aftureldingu
fyrir frábært þorrablót sem
félagið stóð fyrir laugar-
daginn 25. janúar í Mos-
fellsbæ. Þrátt fyrir að þetta
hafi verið frumraun hjá fé-
laginu mættu þarna um 500
manns og skemmtu sér
konunglega fram eftir
nóttu. Veislustjórn, matur
og skemmtiatriði voru til
fyrirmyndar og ekki
skemmdi fyrir að hinir frá-
bæru Papar léku fyrir
dansi. Vonandi verður
þetta árviss viðburður hér í
Mosfellsbæ því eitt er víst
að ég mæti aftur að ári.
Hanna Margrét
Kristleifsdóttir.
Svar við fyrirspurn
Í VELVAKANDA í síðustu
viku var fyrirspurn beint til
ÍTR varðandi gjaldskrá
sundstaða og hvers vegna
hætt hefði verið sölu 30
miða korta í sundlaugum í
Reykjavík.
Því er til að svara að þeg-
ar sú ákvörðun var tekin nú
um áramótin að hætta sölu
30 miða korta lá fyrir að af-
greiðslukerfum sundstað-
anna í Reykjavík yrði
breytt og tekið upp rafrænt
afgreiðslukerfi. Þetta raf-
ræna kerfi mun gjörbreyta
því kerfi sem notast er við í
dag varðandi afslátt svo
sem vegna 30 miða, 10 miða
og sölu árskorta og vænt-
anlega bjóða upp á fleiri og
margþættari möguleika
fyrir viðskiptavini sund-
staðanna. Í samþykktum
um fjárhagsáætlanir stofn-
ana ÍTR er ákvæði um að
gjaldskrár taki breytingum
í takt við hækkanir á vísi-
tölu, launabreytingar o.fl.
Gjald fyrir fullorðna hafði
ekki hækkað frá 1998 og
því þótti ástæða til að
hækka það nú.
Anna Kristinsdóttir,
formaður ÍTR.
Athugasemd við
Íslendingabók
ÉG undirrituð vil geta þess,
að burtséð frá ókostulegri
rangfærslu, ól ég ekki
ónefnt piltbarn 1973, og
allra síst eingetið, svo ég sé
mér ekki annað fært en af-
neita móðerninu.
Með fullri virðingu að
öðru leyti fyrir „fræði-
mönnum“.
Guðrún Jacobsen,
Bergstaðastræti 34, R.
Tapað/fundið
Bleikur heitur pottur
HEITUR pottur, bleikur
að lit, hvarf frá Sandtaki,
Skútahrauni 11, Hafnar-
firði, aðfaranótt sl. fimmtu-
dags.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar um afdrif pottsins
hafi samband í síma 892-
7995 eða lögregluna í Hafn-
arfirði.
Rauður svefn-
poki týndist
RAUÐUR, lítill svefnpoki
týndist 30. desember sl. á
leiðinni frá Grettisgötu eða
í nágrenni Hlemms.
Skilvís finnandi hringi í
síma 483 0391 eða sendi
póst á netfangið: laukki-
mus@hotmail.com
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
DAGBÓK
50 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag, Hvid-
björnen fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Splittnes kemur í dag.
Regina fer í dag.
Mannamót
Aflagranda 40. Fé-
lagsvist á morgun kl.
14.
Árskógar 4. Þorrablót
verður laugardaginn
15. febrúar, húsið opn-
að kl. 17. Hljómsveit
Hjördísar Geirs leikur
fyrir dansi. Ýmis
skemmtiatriði.
Félag eldri borgara í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi
og Kjós. Félagsstarfið
opið mánu- og fimmtu-
daga. Púttkennsla í
íþróttahúsinu á sunnu-
dögum kl. 11.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi,
blöðin og matur í há-
degi. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Skrifstofa fé-
lagsins er í Faxafeni
12, sími 588 2111.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Bilj-
ardstofan opinn alla
virka daga frá kl 13.30–
16.
Félagsstarfið Sléttu-
vegi 11. Á morgun kl. 9
leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Í dag mynd-
listarsýning Árna Sig-
hvatssonar opin frá kl.
13–16 listamaðurinn á
staðnum.
Á morgun vinnustofur
opnar frá 9–16.30, frá
hádegi spilasalur op-
inn. Allar upplýsingar
um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Myndakvöld frá ferð-
um sundhópsins og Fé-
lagsstarfs aldraðra frá
síðastliðnu sumri verð-
ur í Gjábakka mið-
vikudagskvöldið 5.
febrúar kl. 20. Þar
verða einnig kynntir
ferðamöguleikar sum-
arsins 2003.
Vesturgata 7. Bíósýn-
ing í Háskólabíó. Stella
í framboði. Þriðjudag-
inn 11. febrúar kl.14.30.
Farið frá Vesturgötu
kl.14. Skráning í síma
562 7077, allir vel-
komnir.
Kristniboðsfélag
karla. Aðalfundur fé-
lagsins verður í
Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58–60
mánudaginn 3. febrúar
kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Allir karl-
menn velkomnir.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar, aðalfundurinn
verður þriðjudaginn 4.
febrúar kl. 20 í safn-
aðarheimilinu, venju-
leg aðalfundarstörf,
upplestur félagsvist,
fánakynning. Konur
eru beðnar um að
mæta vel.
Kvenfélag Fríkirkju-
nar í Hafnarfirði. Aðal-
fundur verður haldinn
4. febrúar í safn-
aðarheimilinu við Linn-
etsstíg kl. 20.30. Gestur
fundarins verður Irma
Sjöfn Óskarsdóttir.
Kvenfélagið Fjallkon-
urnar heldur rabbfund
þriðjudaginn 4. febrúar
kl. 20 í Safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju.
Allar konur velkomnar.
Kvenfélag Seljasóknar
heldur aðalfundinn
þriðjudaginn 4. febrúar
sem hefst kl.19. 30.
Venjuleg aðalfund-
arstörf og léttur kvöld-
verður.
Kvenfélag Garða-
bæjar heldur aðalfund
sinn þriðjudaginn 4.
febrúar á Garðaholti kl
20.30. Atriði úr Sello-
fon verður sýnt. Konur
beðnar um að mæta
vel.
Félag breiðfirska
kvenna, aðalfundurinn
verður mánudaginn 3.
febrúar kl. 20.
Rætt um framtíð fé-
lagsins, kaffi, nýir fé-
lagar velkomnir.
Kvenfélag Breiðholts,
heldur aðalfundinn,
þriðjudaginn 11 febr-
úar kl. 20. Þorramatur,
venjuleg aðalfund-
arstörf.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur aðal-
fundinn mánudaginn
10. febrúar kl. 20 í
Safnaðarheimilinu.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar, aðal-
fundur félagsins er á
morgun, 3. febrúar, kl.
20 í safnaðarheimilinu.
Kvenfélagið Heimaey,
fundur verður á Ársal
Hótel Sögu mánudag-
inn 3. febrúar kl. 20.30.
Sýndar verða gamlar
myndir frá Vest-
mannaeyjum.
Kvenfélag Árbæj-
arsóknar. Aðalfundinn
verður haldinn mánu-
daginn 3. febrúar á
veitingastaðnum Aski,
Suðurlandsbraut 4, kl.
19. Venjuleg aðalfund-
arstörf, umræður um
úrsögn úr BKR.
Í dag er sunnudagur 2. febrúar,
33. dagur ársins 2003. Kynd-
ilmessa. Orð dagsins: Aflið
yður eigi þeirrar fæðu, sem
eyðist, heldur þeirrar fæðu,
sem varir til eilífs lífs og Manns-
sonurinn mun gefa yður. Því
á hann hefur faðirinn, Guð
sjálfur, sett innsigli sitt.
(Jóh. 6, 27.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI rakst á dögunum inn áheimasíðu þar sem fjallað er um allt
er viðkemur meðgöngu og fæðingu.
Meðal annars er þar að finna sam-
skiptavettvang þungaðra kvenna þar
sem sjá mátti ýmsar vangaveltur þeirra.
Víkverji komst til að mynda að því að
líklega eru norskar konur duglegri en
aðrar að halda í sér börnum því nú er
rætt um að loka fæðingadeildinni í Gjø-
vik í Noregi milli 20. júní og 20. ágúst í
sumar. Einhverjar höfðu þó áhyggjur af
þessu.
Það virtist reyndar vera eitt og annað
sem konurnar höfðu áhyggjur af ef
marka má vefsíðuna. Ein konan kvart-
aði sáran undan manni sínum sem henni
fannst lítið áhugasamur um undrið
mikla í vömbinni á henni. Önnur hafði
þungar áhyggjur yfir því að hún hefði
ekki „fengið æði“ fyrir neinu eins og
hún hafði heyrt að allar óléttar konur
fengju.
Viðbrögð vefkvenna létu ekki á sér
standa og deildu þær óspart reynslu
sinni af því að geta ekki verið án tiltek-
inna matartegunda. Má þar nefna dökkt
súkkulaði, græn epli, kavíar, tómata og
grænar baunir.
x x x
VÍKVERJI man eftir sögum semhann hefur heyrt af þunguðum kon-
um sem tóku upp enn furðulegri mat-
arvenjur en að ofan greinir. Má þar
fyrsta nefna móður hans sem játaði eitt
sinn að hafa ávallt fundið óstjórnlega
þörf fyrir að borða malað kaffi þegar
hún var með barni. Önnur kona um ní-
rætt sagði Víkverja frá því að hafa gert
sér ferðir á byggingastaði þegar hún
var ólétt til að næla sér í svolítið múrryk
sem hún síðan japlaði á.
Einhverju sinni las Víkverji um
dyggan eiginmann sem rauk að kvöldi
dags út í búð til að seðja löngun þung-
aðrar konu sinnar í ananas úr dós. Þeg-
ar hann kom til baka með dósina brast
sú ólétta hins vegar í grát. Í ljós kom að
ananasinn varð að vera í hálfum dósum
til að geta talist gjaldgengur.
x x x
Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingursegir frá því í bók sinni „Pabbi“ að
þegar hann og kona hans áttu von á sínu
fyrsta barni hafi þau verið búsett í
Lundi í Svíþjóð. Kom þá yfir hina verð-
andi móður ómótstæðileg löngun í
Royal karamellubúðing. Eftir að Ing-
ólfur hafði þrætt allar matvöruverslanir
í Lundi rann upp fyrir honum að slíkt
hnossgæti væri ekki að finna þar í landi.
Hann dó þó ekki ráðalaus heldur fékk
föður sinn í lið með sér sem sendi dá-
góðan forða af búðingnum með næstu
vél frá Keflavík til Kaupmannahafnar
þangað sem hinn ráðagóði eiginmaður
sótti góssið.
Undarlegustu sögurnar að mati Vík-
verja eru þó af konu einni sem sleikti
dagblöð í gríð og erg á meðgöngunni.
Fylgir ekki sögu hvort hún hafi verið
blaðamaður. Og svo má ekki gleyma
vinkonu Víkverja sem uppljóstraði að
þegar hún gekk með börn sín hafi hún
verið sólgin í Lúx-handsápu og átti þá
jafnvel til að sleikja hendur sínar við
þvotta.
Góð fæða fyrir verðandi mæður?
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT
1 skóflar, 4 frækinn, 7
veslast upp, 8 ásjóna, 9
vindur, 11 húsaskjól, 13
andvari, 14 tæla, 15
óbangin, 17 undur, 20
bókstafur, 22 tréð, 23
duftið, 24 ljúka, 25 híma.
LÓÐRÉTT
1 fýll, 2 kiðlingarnir, 3
kyrrir, 4 snjókoma, 5 hef-
ur, í hyggju, 6 brúkað, 10
fárviðri, 12 reið, 13 op, 15
ís, 16 kistan, 18 hökur, 19
kona, 20 auk þess, 21
heiti.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hjásvæfan, 8 sýpur, 9 logns, 10 tíu, 11 tjara, 13
nánar, 15 fiska, 18 satan, 21 rek, 22 skott, 23 apans, 24
sannaðist.
Lóðrétt: 2 japla, 3 sorta, 4 ætlun, 5 angan, 6 ósæt, 7 ós-
ar, 12 rak, 14 áma, 15 foss, 16 Skota, 17 artin, 18 skarð,
19 trafs, 20 næst.
Krossgáta
Ég er hrærður,“ átti séraBolli Gústavsson
vígslubiskup að hafa sagt
eftir að sóknarbörn hans
höfðu fært honum öskju
að gjöf með vönduðum te-
skeiðum. Tilsvar séra
Bolla er lítið dæmi um
hnyttni prestastétt-
arinnar, sem er í senn
áhugaverð, alvarleg,
skemmtileg – og pólitísk.
Undanfarin tvö misserihefur meira borið á
því að prestar vilji auka
pólitíska boðskapinn í pré-
dikunum sínum og benda
á það sem betur má fara í
þjóðmálunum. Harðorðar
ræður, viðtöl í blöðum og
greinaskrif hafa vakið at-
hygli. Reyndar telja marg-
ir þeirra þessa leið var-
færna. Varast verður að
dragast inn í hringiðu
stjórnmálanna og ekki má
gleyma gildi trúarboð-
skaparins eins og sér.
Mikið væri þó af þeimtekið ef þeir gætu
ekki vísað í raunverulegt
líf fólks í prédikum sínum.
Séra Sigurður Árni Þórð-
arsson hefur meðal ann-
ars fjallað um Harry Pott-
er-æðið og sagt bækurnar
eins og hver önnur æv-
intýraguðspjöll. Herra
Karl Sigurbjörnsson
nefndi eina prédikun sína
fagnaðarerindi eða hagn-
aðarerindi? og taldi hina
sönnu auðlegð ekki fala
fyrir fé. Séra Hjálmar
Jónsson gagnrýndi komu
klámmyndaleikara sem
gerður var að hetju í fjöl-
miðlum og spurði: „Hvaða
brenglun er þetta eigin-
lega? Eruð þið brjálaðir,
fjölmiðlamenn?“
Já, þær yrðu heldur þurr-ar ræðurnar ef ein-
ungis væri vísað til ritn-
ingarinnar en ekki í
daglegt líf borgaranna.
Og þá er sjálfsagt að
benda á það sem betur má
fara. Slíkar ábendingar
eru í eðli sínu pólitískar
og persónuleg skoðun
prédikarans þótt e.t.v. sé
vísað í siðfræði biblíunn-
ar. Slíkt hefur viðgengist í
aldir og réttlætt margt.
Pólitík í prestastétt teng-
ist ekki bara viðhorfum til
þjóðmála heldur líka átök-
um um hempu og gott
brauð. Svokölluð kirkju-
pólitík ræður þar miklu
og hafa stjórnmálaflokkar
oft tengst þessum átökum,
enda sótt styrk í raðir
presta sem eru oft leiðtog-
ar í sinni sveit og söfnuði.
Margir þeirra eru líka
virkir þátttakendur í
stjórnmálaflokkum og
hafa setið á þingi.
Það er því verðugt verk-efni að hlusta á prédik-
un dagsins og rissa upp í
huganum hvert vegvísir
prestsins liggur. Kannski
verður sú leiðsögn ekki
eins augljós og á árum áð-
ur. Fræg er sagan af séra
Bjarna Jónssyni dóm-
kirkjupresti sem þótti frek-
ar hallur undir Sjálfstæð-
isflokkinn. Stuttu fyrir
borgarstjórnarkosningar
eitt vorið kvaddi hann
kirkjugesti með þessum
orðum: „Kæru sóknarbörn!
Kjósið D, kjósið D, ... kjósið
Drottin.“
STAKSTEINAR
Kirkjupólitík
VERNE Carter í Penticton
í Bresku Kólumbíu í Kan-
ada sendi Morgunblaðinu
meðfylgjandi mynd í
þeirri von að einhver
þekkti fólkið á myndinni,
sem Óskar Magnússon tók
sennilega á árunum í
kringum 1900 í Reykjavík.
Hún segir að amma sín,
Guðfinna Pétursdóttir,
sem fæddist 3. júní 1890,
sé væntanlega eitt
barnanna. Foreldrar Guð-
finnu hafi verið Pétur
Auðunsson, sjómaður, og
Guðrún Guðmundsdóttir,
en þau hafi einnig átt
börnin Guðmund, Þóru og
Óskar.
Hæg er að senda Verne
Carter tölvupóst (pee-
wee@telus.net) en heim-
ilisfang hennar er:
Verne Carter,
139 Redwing Place,
Penticton, British
Columbia,
Canada.
V2A 8K6.
Hverjir eru á myndinni?