Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 53

Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 53 KÆRU lesendur.Ég verð víst aðhryggja ykkur með þvíað upplýsa að þettaverður í síðasta skipti, fram að kosningum, sem ég get deilt með ykkur hugsunum mínum í þessum pistlum. Það hefur orðið að samkomulagi milli mín og ritstjóra Morgunblaðsins að hlé verði gert á þessum skrifum fram yfir kosn- ingar. Mogginn er vandur að virðingu sinni og getur ekki leyft einum fram- bjóðanda þau forréttindi að hafa sérstakan dálk út af fyrir sig, þegar þjóðin færir sig ofan í skotgrafirnar til að vígbúast fyrir kosningarnar. Allir settir á sinn bás, ekki satt, all- ir merktir í bak og fyrir og sam- kvæmt þeirri uppskrift hafa það þótt hálfgerð drottinsvik af minni hálfu að fara í framboð fyrir einn flokk meðan ég er flokksbundinn í öðrum. Sem eru auðvitað óþæg- indin við það að skipta um skoðun. Það er ekki reiknað með því í þess- ari pólitísku formúlukeppni, að manni snúist hugur. Enda er ég bú- inn að senda mínum gamla flokki lettarbréf með úrsögn, þannig að nú vita allir hver er í hvaða liði. Sömuleiðis er ég sjálfur búinn að taka þá ákvörðun að koma ekki op- inberlega fram fyrir hönd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands með- an á þessari orrahríð stendur, svo enginn ruglist á frambjóðandanum og forsetanum. Ellert Schram verð- ur sem sagt ekki endilega Ellert Schram þegar þið hittið hann næst. Eða þannig! Ég verð að dansa eftir þessum leikreglum! Þannig skilst mér að menn vilji hafa það. Að því er varðar afstöðu Morg- unblaðsins er hún skiljanleg og ég virði hana og sömuleiðis skil ég það sosum vel að flokkarnir vilji vita hvaða bás þær hafa, kýrnar, sem reknar verða inn í fjósið í kosning- unum í vor. Eða þegar hlaupið verður inn á völlinn. Þetta er allt eftir þeirri kokka- bók, sem segir að það sé óþægilegt fyrir pólitíkina að einhver hugsi upphátt og hugsi öðruvísi og rugli þá einföldu og aðgengilegu mynd að ganga megi að hverjum og einum vísum. Það liggur við maður verði að biðjast afsökunar, ef maður rétt- ir ekki upp höndina og hrópar húrra fyrir sínum flokki í fjörutíu ár samfleytt. Ein rödd, ein skoðun, einn alvitur flokkur. Nú er það svo með mig að ég hef verið í alls kyns félögum og sam- tökum um ævina. Í KR frá barn- æsku en á löngum ferli í íþrótt- unum hef ég haft góð samskipti við önnur félög og veit ekki betur en ég sé ennþá skráður í félagatali hjá Fram og einu sinni var ég styrkt- araðili hjá Víkingi og ég er skráður í því félagatali hjá Skagamönnum, þar sem ég greiði framlag til stuðn- ings þeim. Ekkert þessara félaga hefur heimtað úrsögn mína, enda þótt allir viti að ég er KRingur og þar slær hjarta mitt. Einu sinni gekk ég í Óháða söfn- uðinn og man ekki heldur til þess að ég hafi gengið úr þeim söfnuði né þess verið óskað, enda þótt ég hafi ekki sótt þar messur eða sinnt þar neinu starfi í áratugi. Er í minni Neskirkju og allir una glaðir við sitt. En svo kemur að pólitíkinni og þá kemur herpingurinn og menn bíta í skjaldarrendur og líta það mjög alvarlegum augum og kalla það að leika tveim skjöldum, þegar það ferst fyrir að senda úrsagnir út og suður, af því maður hefur álpast til að hafa skoðun; af því maður hefur ekki sömu skoðun ævina á enda. Mér datt í hug um tíma að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á starfs- lokasamning eins og nú tíðkast fyr- ir þá og handa þeim, sem eru til óþurftar á fleti fyrir. En starfsloka- samningar eru ekki fyrir seglskip. Að minnsta kosti ekki fyrir þá sem eru óþægir. Enda hef ég engin starfslok í hyggju. Öðru nær. Ég er rétt að byrja. Á hverju? Jú, ég ætla að einhenda mér í þessa baráttu og halda áfram að hugsa upphátt um það sem mér sýnist. Þar á meðal og aðallega um þá grundvallarspurn- ingu og helga rétt, sem við höfum öll, lesendur og kjósendur, flokks- bundnir og óflokksbundnir, að gera það upp við okkur hvar og hvernig við verjum atkvæði okkar. Viljum við vera í liði með þeim sem skara eld að sinni köku og fleyta rjómann ofan af þeim gróða, sem skapast hefur, m.a. með því að sameign þjóðarinnar er afhent ókeypis, þeim til prívateignar? Eða viljum við standa þeim megin sem almanna- hagsmunir eru virtir og fólkið ræð- ur en ekki fjármagnið? Ég fyrir mitt leyti veit í hvoru liðinu ég vil vera. Þeir ríku og vold- ugu sjá um sig. Og þurfa ekkert á mér að halda. Hvers vegna skyld- um við hin kyssa vöndinn og greiða götu þessarar misskiptingar, þess- arar sérhagsmunagæslu, með at- kvæðum okkar? Það er hér sem ég dreg mörkin. Það er um þetta sem slagurinn stendur. Valið er mitt og þitt. Þar með er enginn að segja að þannig verði um aldur og ævi. Að línurnar verði sífellt svona skýrar. Kannske hætti ég að styðja Sam- fylkinguna einhvern tímann í fram- tíðinni og kýs aftur Sjálfstæð- isflokkinn. Eða einhverja aðra. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég lofa engu um það. Það á mig enginn nema ég sjálfur, hversu mörgum flokkum og félögum sem ég tilheyri, hversu mörgum félögum og flokkum sem ég geng úr. Réttur okkar og ábyrgð eru sem sagt í því fólgin, að hugsa upphátt, hugsa sjálfstætt, frá einum tíma til ann- ars. Að vera sjálfum okkur trú. Ég þakka ritstjóra Morgunblaðs- ins og starfsmönnum fyrir að hafa leyft mér að láta gamminn geisa síðustu sjö árin. Ég skil afstöðu blaðsins þegar það vill gera hlé á þessum skrifum og virði hana. Ég þakka fyrir mig. Sjáumst í kosningaslagnum. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram Með allt á hreinu bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Kynning í Lyfju: Mánudaginn 3. febrúar Smáratorgi. Fimmtudaginn 6. febrúar Spönginni. Fimmtudaginn 6. febrúar Smáralind. Föstudaginn 7. febrúar Smáralind. Laugardaginn 8. febrúar Smáralind. ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar snyrtivörur og verðið, það gerist ekki betra... GOSH cosmetics Kaupauki: Glæsileg taska að gjöf þegar keypt er fyrir 2.000 kr. www.lyfja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.