Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bolla og kaffi
195,-
H
ÉR er mikið af pappírsfólki. Og þó alltaf tínist papp-
írsfólk út þá er annað pappírsfólk borið inn í staðinn.
Sumt af þessu pappírsfólki setur upp sparibrosið. Og
er í nýju fermingarfötunum fyrir fullorðna. Papp-
írsstúlkurnar eiga það til að vera ögrandi og djarfar –
eins og þær séu pínulítið skotnar í blaðamanni. Aðrar eru hátíðlegar,
enn aðrar hneykslaðar og allt aðrar ljúfar og góðlegar. Innanum
pappírsfólkið liggja svo legsteinar. Þeir eru ólíkir legsteinum í kirkju-
görðum, úr pappír, og í stað mosa safnast á þá ryk.
Pappírsfólkið sem flatmagar á borðum bókamarkaðarins í Smára-
lind er í eðli sínu hugsanir fólks á pappír. Líka legsteinarnir. Og um
salinn ganga leitandi líkamar að hugsunum. Blaðamaður er þar á
meðal og líkaminn er orðinn eins og skúffa troðin af sokkum og nær-
buxum mikilmenna sögunnar.
Hann er að virða fyrir sér Myndina af afa á borðinu með ljóðabók-
unum. Ásamt tómhentum íslenskufræðingi.
– Finnurðu ekkert sem þig langar í, spyr blaða-
maður með áhyggjur af því hvernig komið sé fyrir ís-
lenskri menningu.
– Ég nenni ekki að halda á þeim öllum í einu, svar-
ar hún. Ég legg þær bara á minnið fyrir seinni
hringinn.
– Já, auðvitað, segir blaðamaður sem er með fullt
fangið af bókum. Hann hefur einmitt beðið færis að losa sig við stafl-
ann svo lítið beri á, því nú langar hann í aðrar bækur. En það er
bara svo mikið af fólki að leita að skyndikynnum við hugsanir ann-
arra, að hann fær ekkert næði til þess. Einn þeirra er framámaður í
viðskiptalífinu með allar bækurnar í innkaupakerru.
– Ég kaupi það sem ég á eftir að lesa, segir hann.
– Þetta er allt siðfræði og kristindómur, segir blaðamaður undr-
andi.
– Maður kemur ekki hingað að kaupa viðskiptabækur.
– Nú?
– Ég vil ekki diskútera það sem ég kaupi, svarar hann og stormar
áfram á stefnumót við Jesú Krist.
Það virðist lítið ganga á staflann með bókinni Ég ótrú eiginkona,
en blaðamann langar pínulítið í Bósasögu í bílaverkstæðisútgáfunni.
Einhvern veginn eru flestir á markaðnum einsamlir og hálfskömm-
ustulegir eins og þeir hafi laumast úr vinnunni eða frá makanum og
megi ekki vera þarna. Þetta er framhjáhald bókaormanna.
Svo leiðist inn par í rómantískum hugleiðingum.
– Að hverju leitar þú, spyr blaðamaður stúlkuna.
– Skáldsögum, svarar hún.
– En þú, spyr blaðamaður strákinn.
– Við erum svo heppin að vera bæði alætur á bækur, svarar stúlk-
an og teymir strákinn áfram að borðinu með skáldsögunum.
Blaðamaður rekur augun í Karlafræðarann og hristir höfuðið. Eins
og karlmenn eigi við einhver vandamál að stríða. Svo sér hann sér til
mikillar furðu að Persaflóastríðið hófst ekki árið 1991 heldur 1986.
Kápumynd Skákstríðs við Persaflóa er af ansi töffaralegu skáklands-
liði á Miami Vice-tímabilinu og engum þeirra stekkur bros, enda ekki
á hverjum degi sem Íslendingar taka þátt í stríði.
Þarna er bankastjóri með knippi af þýddum skáldsögum í inn-
kaupakerrunni.
– Ertu búinn að lesa allar íslensku skáldsögurnar, spyr blaðamað-
ur.
– Þetta er í þriðja skipti sem ég kem hingað, svarar hann. Nú fór
ég að borðinu með þýddu skáldsögunum.
Allt þetta fólk í lokuðu gluggalausu rými. Samt er nóg útsýni. Ef
maður er nógu duglegur við að tína upp hugsanirnar sem liggja á víð
og dreif og hengja þær upp á sjóndeildarhringinn. Og vingast við
pappírsfólkið. Ætli maður nái nokkurn tíma svo langt að verða blað-
síða í bók?
Morgunblaðið/Sverrir
SKISSA
Pétur Blöndal
blandaði geði
við bókaorma
Fólkið á bóka-
markaðnum
FULLTRÚAR yfir 170 þjóðlanda
komu sér í gær saman um fordæma-
laus áform um hömlur á tóbaks-
auglýsingar og -merkingar, svo og
um átak gegn sígarettusmygli og
óbeinum reykingum. Eru vonir
bundnar við að aðgerðirnar hjálpi til
við að draga úr þeirri miklu fjölgun
dauðsfalla af völdum reykinga sem
orðið hefur í heiminum á síðustu ár-
um.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar
lögðu hins vegar strax fram alvarleg-
ar athugasemdir við vissa þætti drag-
anna að hinum nýja alþjóðlega tób-
aksvarnasáttmála, þar sem þar er
gert ráð fyrir mun róttækari ráðstöf-
unum en búizt hafði verið við. Fulltrúi
Þýzkalands sagði áformin fela í sér
allt of þröngar hömlur á auglýsingar.
Og fulltrúi Kína – þar sem ríkið rekur
gríðarlega umfangsmikinn tóbaks-
iðnað – setti fyrirvara við ákvarðana-
tökuferlið.
Fulltrúi Japans líkti því verki að
afla stuðnings í heimalandi sínu fyrir
hinum ströngu tóbaksvarnaaðgerð-
um við erfiða fjallgöngu.
Þrátt fyrir mótbárurnar sam-
þykktu fulltrúarnir, sem voru komnir
saman í Genf í Sviss fyrir tilstilli Sam-
einuðu þjóðanna, að afgreiða textann
– án þess að ganga til atkvæða – eins
og hann er og leggja hann fyrir næsta
árlega ráðherrafund Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, WHO.
Strangur alþjóðasátt-
máli um tóbaksvarnir
Genf. AP.
EISTAR ganga að kjörborðinu í
þingkosningum í dag og kjósa þar
með nýja ríkisstjórn sem mun leiða
þjóðina inn í Evr-
ópusambandið og
Atlantshafs-
bandalagið á
næstu misserum.
Jafnvel þótt
hagvöxtur sé nú
um 6% á ári og
höfuðmarkmið
utanríkisstefn-
unnar, ESB- og
NATO-aðild, séu
svo gott sem í höfn, er sennilegt að
ekki verði framhald á stjórnarsam-
starfi flokkanna sem staðið hafa að
ríkisstjórninni undanfarið kjörtíma-
bil.
Eins og títt er í nýfrjálsum ríkjum
Austurblokkarinnar fyrrverandi er
mikið um sveiflur á fylgi stjórnmála-
flokka frá einum kosningum til ann-
arra. Í þetta sinn hefur alveg nýr
flokkur, Res publica, mælzt með
16% í skoðanakönnunum. Þessi nýi
flokkur hefur rekið kosningabaráttu
sína á baráttu gegn spillingu og fyr-
ir lögum og reglu. Velgengni nýlið-
anna hefur ýtt öðrum stjórnar-
flokknum, hinum frjálshyggju-
sinnaða Umbótaflokki forsætis-
ráðherrans Siim Kallas, niður í
þriðja sæti, með 15% fylgi.
Mests fylgis nýtur hins vegar
hinn „stóri“ stjórnarflokkurinn,
Miðflokkurinn, með um 27%.
Sex helztu flokkarnir eru í stórum
dráttum sammála um áherzlur í
efnahags- og utanríkismálum, svo
að kosningabaráttan hefur að miklu
leyti beinzt að einstaklingum. Eink-
um og sér í lagi hefur hún snúist um
Edgar Savisaar, formann Mið-
flokksins, sem stundum hefur verið
kallaður „hinn eistneski Nixon“.
Þann stimpil vann hann sér inn er
hann neyddist til að segja af sér sem
innanríkisráðherra árið 1995, eftir
að upp komst að hann lét gera leyni-
legar hljóðupptökur af samtölum
pólitískra keppinauta sinna. En
hann nýtur mikilla persónuvin-
sælda, einkum meðal eldri kynslóð-
arinnar.
Þó er alls óvíst að ósk hans um að
komast í forsætisráðherrastólinn
rætist. Fréttaskýrendur eiga allt
eins von á því, að fjórir af flokkunum
sex muni taka saman höndum um að
mynda meirihlutastjórn, sem þar
með myndi dæma Savisaar og hans
menn til að verma stjórnarand-
stöðubekkinn.
Undir þessar vangaveltur ýttu
ummæli sem forseti lýðveldisins,
Arnold Rüütel, lét falla nýlega, þar
sem hann gaf í skyn að hann myndi
ekki endilega fela formanni stærsta
flokksins stjórnarmyndunarumboð-
ið.
Búizt við nýju
stjórnarmynstri
Þingkosningar
fara fram í
Eistlandi í dag
Tallinn. AFP, AP.
Siim Kallas
GESTUR skoðar gipsmynd af hel-
grímu Jósefs Stalíns í nýju safni
um ógnarstjórn sovézka einræð-
isherrans fyrrverandi, sem dó
fyrir réttum 50 árum.
Sýningin, sem ber yfirskriftina
„1953: milli fortíðar og fram-
tíðar“, var opnuð nú um mán-
aðamótin, í húsnæði rússneska
ríkisskjalasafnsins í Moskvu. Þar
getur að líta ýmis skjöl og muni
sem rifja upp mál eins og sjúk-
dóma sem þjökuðu Stalín undir
andlátið, pyntingar í sovézkum
fangelsum og geðþóttahandtökur.
„Margt eldra fólk ber virðingu
fyrir Stalín, en einnig yngra fólk
hefur fengið sig fullsatt af glæp-
um og umboðslausu valdi. Fólk
man að það ríkti röð og regla
undir stjórn Stalíns, en hefur til-
hneigingu til að gleyma kúg-
uninni,“ segir sagnfræðingurinn
Júrí Pojakov, einn aðstandenda
sýningarinnar.
Að sögn Sergeis Mironenko,
forstöðumanns ríkisskjalasafns-
ins, eru skjölin sem til sýnis er
um veikindin sem drógu Stalín til
dauða hinn 5. marz 1953, ekki
sízt sýnd til að varpa ljósi á þrá-
látar sögusagnir um að einræð-
isherranum hafi verið byrlað eit-
ur.
Reuters
Horfzt í
augu við
Stalín
Fæst bros í höf-
uðborgunum
HÖFUÐBORGARBÚARNIR í Eng-
landi og Skotlandi brosa sjaldnar en
aðrir Bretar ef marka má niðurstöðu
nýlegrar könnunar sem birt var í dag-
blaðinu The Guardian.
Könnunin fólst í því að háskóla-
nemar í sálfræði gengu um götur 14
breskra borga í einn tíma, brostu til
fólks sem varð á vegi þeirra og skráðu
þá sem brostu á móti. Í ljós kom að
fæstir brostu í skosku höfuðborginni,
Edinborg, þar sem aðeins 4% sáu
ástæðu til að endurgjalda brosið. Út-
koman var ívið skárri í London, 18%.
Íbúar Bristol voru hýrastir, með 70
bros á hundraðið, og Glasgow-búar
gáfu þeim lítið eftir, með 68.