Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 7

Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 7
F í t o n / S Í A F I 0 0 6 3 3 9 www.lambakjot.is Skerið kjötið í gúllasbita. Setjið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjötið vel á öllum hliðum. Takið það upp með gataspaða og setjð á disk. Setjið kryddaða laukmaukið á pönnuna og látið það krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið oft á meðan. Hrærið svo jógúrt, vatni, teningum og tómatþykkni saman við, setjið kjötið aftur út í, leggið lok yfir og látið malla í um hálftíma. Takið þá lokið af pottinum og sjóðið í hálftíma í viðbót, eða þar til kjötið er meyrt og sósan hefur þykknað. Smakkið til með nýkreistum sítrónusafa og e.t.v. pipar og salti. Þetta er aðeins ein af ótal einföldum og góðum aðferðum við að elda lambakjöt. Ef kjöt er í réttinum, hikaðu ekki við að hafa það lambakjöt. 7 – 800 g lambakjöt, bein- og fituhreinsað 3 laukar, saxaðir 3 – 4 hvítlauksgeirar, saxaðir 4 – 5 cm bútur af engifer, saxaður 1 msk. karríduft, gjarna Madras 2 tsk. garam masala 1 tsk. kardimommur, malaðar 1 tsk. kanill ½ tsk. chilipipar, eða eftir smekk 50 g smjör 300 ml hrein jógúrt ½ l vatn 2 kjúklingakraftteningar 2 msk. tómatþykkni (paste) sítrónusafi e.t.v. pipar og salt Indverskt lambakarrí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.