Morgunblaðið - 02.03.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 02.03.2003, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ERU mikil viðbrigðiað koma yfir finnskulandamærin til Rúss-lands. Eftir ítarlega ogmargendurtekna vega- bréfaskoðun rússnesku landamæra- varðanna ókum við í gegnum þéttan skóginn á Kirjálaeiðinu í átt til St. Pétursborgar. Blómleg bóndabýli, sem höfðu verið áberandi Finn- landsmegin, hurfu og við tóku yf- irgefin samyrkjubú. Aflagðir akrar tóku við af nýslegnum túnum og ræktun, þar sem skógarnir virtust hægt og bítandi fá að sá sér óheft út á ræktunarlandið. Gamlar konur að selja kartöflur í fötum í lítravís við þjóðveginn. Í húsagörðum voru ekki skrautblóm eða grasflatir heldur þaulræktaðir kartöflu- og matjurtagarðar. Skógarnir virtust endalausir sam- síða veginum. Á Kirjálaeyðinu vaxa fallegir og afar víðfeðmir blandskóg- ar með hengibjörk, rauðgreni, skóg- arfuru og blæösp. Mikill straumur var af timburflutningabílum og lest- um á leið vestur yfir landamærin til Finnlands, mest með birki og asp- arvið. Nærri þorpinu Raivola (Roschino), skammt utan við Péturs- borg beygðum við út af veginum. Við vorum á leiðinni að skoða frægasta lerkiskóg í heimi, Raivola-lundinn við Lindulovskaya-ána. Frá dögum Péturs mikla Lerkiskógurinn í Raivola á sér einstaka sögu, en uppruna hans má rekja aftur til Péturs mikla Rússa- keisara. Undir stjórn Péturs, árin 1672–1725, urðu miklar breytingar á rússneska ríkinu. Hann lagði áherslu á að opna landið til vesturs og varð fyrir miklum áhrifum frá evrópskri menningu. Sést það kannski best í byggingu nýrrar höf- uðborgar Rússlands, St. Péturs- borgar, sem byggð var í anda evr- ópskrar byggingarhefðar. Á valdatíma hans náðu Rússar mikl- um áhrifum við Eystrasalt. Pétur lagði áherslu á að byggja upp rúss- neska Eystrasaltsflotann. Hann hafði mikinn áhuga á skipasmíðum og hafði kynnst þeim að eigin raun við dvöl í Hollandi á yngri árum. Skipasmíðar þessara tíma kölluðu á mikið framboð af heppilegum trjá- við. Pétri virðist hafa verið ljós nauðsyn þess að gera áætlanir um skipasmíðar til margra alda. Í þeim áætlunum þyrfti að gera ráð fyrir ræktun nýrra skóga af heppileg- ustu trjátegundum, þótt það tæki meira en öld áður en nýskógurinn yrði að efni til skipasmíða. Að und- irlagi hans var þýskur skógfræð- ingur, að nafni Ferdinand Gabriel Fockel, ráðinn til starfa. Verkefni hans var fólgið í því að velja og út- vega heppilegt fræ af lerki til þess að gróðursetja og rækta nærri ströndinni. Lerki vex ekki náttúrulega að ströndum Eystrasalts, en nokkrar lerkitegundir vaxa víða í skógum austar í Rússlandi, allt austur að Kyrrahafi. Lerkiviðurinn er eftir- sóknarverður til skipasmíða, enda harður, eðlisþungur og fúnar seint. Einnig geta trén verið afar beinvax- in og því gefið beina, gilda boli, m.a. sem siglutré. Þessu til viðbótar er lerkið mjög hraðvaxta í æsku, sem gefur því ótvírætt forskot í sam- keppni við ýmis hægvaxta lauftré eins og eik, sem algengt er að nýta til skipasmíða. Fockel þurfti því að leita allt norður að ströndum Hvíta- hafs til að finna nálægustu lerki- skógana. Fór hann ásamt fjórum rússneskum aðstoðarmönnum norð- ur til Arkhangelsk-héraðs, en þar er vestasta útbreiðslusvæði rússa- lerkis. Í Arkhangelsk fór hann um skógana og valdi fræ af úrvalstrjám til undaneldis og sneri þaðan til baka að átta árum liðnum, en þá var Pétur mikli látinn fyrir nokkru. Árið 1738 hófst Fockel handa við ræktunina í Raivola, á frjósömu svæði á bökkum Lindolovskaja ár- innar, skammt frá botni Finnska flóa. Á ræktunarsvæðinu hafði skógurinn verið höggvinn, landið brennt og akuryrkja stunduð um nokkurt skeið. Birki og víðir úr ná- grenninu hafði síðan náð að sá sér í aflagða akrana. Að forskrift Fock- els var svæðið brennt aftur og jarð- unnið og rússalerkifræinu frá Ark- hangelsk síðan sáð í um 17 ha lands. Fræið spíraði ágætlega og upp af sáningunum óx vöxtulegur lerki- skógur. Plönturnar komu nokkuð þétt upp og var hluti þeirra því stunginn upp og trén gróðursett í annan reit í nokkrum áföngum. Þannig er lerkiskógur af mismun- andi aldri á um 60 hekturum lands í Raivola í dag. Finnur fljótt til smæðar sinnar Þorpið Raivola er um 50 km utan við Pétursborg. Þar ókum við útaf aðalveginum í átt til sjávar og eftir að hafa ekið í gegnum þorpið kom- um við að snyrtilegum áningarstað. Þar áttum við stefnumót við full- trúa skógstjórnar svæðisins, þá Sergiey Galafeev og Vladimir Narubov, sem síðan leiddu okkur um skóginn. Leið okkar lá eftir skógarstíg niður í átt að Lindolovs- kaja-ánni, þar sem Fockel valdi lerkinu stað á sínum tíma. Í fyrstu áttar maður sig ekki á stærð lerki- trjánna sem gnæfa á stangli upp úr greni- og furuskógunum í kring. Skógurinn breytist síðan í hreinan lerkiskóg þegar nær dregur ánni og uppgötvar maður þá hversu magn- aður hann er. Inni á milli lerkitrjánna er maður fljótur að finna til smæðar sinnar enda eru hæstu trén um 50 metra há. Í hefðbundnum samanburði er turn Hallgrímskirkju í Reykjavík til dæmis um 70 m. Trén eru hins vegar ekki mjög gild, enda lund- urinn á köflum nokkuð þéttur. Áberandi er að trén eru bogin í toppinn þar sem þau gnæfa orðið uppúr skógunum í kring. Innan um eru síðan fjöldamörg tré sem hafa vaxið áfallalaust og fengið rými til að gildna eðlilega miðað við hæð. Sverasta tréð er þannig um 1,4 m í þvermál í brjósthæð. Væntanlega væri það Pétri keis- ara að skapi að koma til Raivola nú og sjá allt þetta frábæra skipa- smíðaefni orðið fullvaxið. Reyndar hefði skógurinn verið orðinn hæfur til fellingar fyrir um 150 árum! Á þessum tæpu 270 árum hefur ýmislegt orðið til þess að setja mark sitt á skóginn. Tré hafa reglu- lega rifnað upp með rótum og brotnað í stormum og er nú svo komið að árlega fjúka nokkrir tugir trjáa um koll. Ónóg grisjun á skóg- inum hefur orðið til þess að krónur trjánna eru víða afar litlar og stofn- arnir hlutfallslega grannir miðað við hæð. Einnig hafa hernaðarátök haft áhrif en í seinni heimsstyrjöld- inni lá víglínan nokkrum sinnum í gegnum skóginn. Þá er talið að um 30% trjánna hafi orðið fyrir skemmdum eftir byssuskot og eins eru sár á berki eftir skriðdreka víða enn sýnileg. Núna eru rótarfúa- sveppir áberandi í lundinum þannig að allt útlit er fyrir að gömlu trén haldi áfram að týna tölunni. Að sögn Galafeevs skógarvarðar eru uppi áform um að höggva gren- iskóginn næst elsta lerkinu, vinna landið og sá þar lerkifræi á svip- aðan hátt og gert var upphaflega, til þess að endurnýja lerkiskóginn. Við slíkar aðgerðir þarf einnig að taka mikið tillit til þess að svæðið er Lerkiskógurinn í Raivola Pétur mikli hafði mik- ilfengleg áform fyrir rúss- neska herskipaflotann í huga er hann fyrirskipaði ræktun lerkilundanna í Raivola. Áform hans áttu ekki eftir að verða að veru- leika, en lerkilundirnir eru nú þeir þekktustu sem um getur. Jón Geir Pétursson heimsótti lundina ásamt fé- lögum úr Skógræktarfélagi Íslands. Raivola-skógurinn er nú fjölsótt úti- vistarsvæði. Þessi mynd er tekin við innganginn í skóginn. Ljósmynd/Jón Geir Pétursson Lerkiskógurinn er mjög þéttur í dag og hefði þurft að grisja hann fyrir löngu. Þegar litið er upp eftir trjánum er eins og krónur þeirra vefjist saman. Eftir að hafa vaxið í rúm 260 ár eru trén orðin stór og gild. Sum þeirra hafa fengið meira rými í skóginum og náð eðlilegum gildleika miðað við hæð. Þetta er eitt fallegasta tréð í lundinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.