Morgunblaðið - 02.03.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.03.2003, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 35 SAMTÖK banka og verðbréfa- fyrirtækja (SBV) kynntu þann 19. febrúar sl. skýrslu undir yfirskrift- inni „Markaðsvæðing húsnæðis- lána á Íslandi“. Þar eru dregnar upp þrjár mögulegar leiðir til að færa almenn húsnæðislán frá ríki til fyrirtækja á frjálsum markaði. Í skýrslunni er rakið hvernig ríkið hefur markvisst verið að feta sig frá beinum rekstri fjármálastarf- semi hérlendis á síðasta áratug og kynntur samanburður milli Íslands og nágrannalandanna á fyrirkomu- lagi húsnæðislána. Í þeim saman- burði kemur fram að sérstaða Ís- lands í þessum efnum er að verða alger. Útgangspunkturinn í öllum þeim leiðum sem SBV leggja fram er að engin breyting verði á kjörum lán- takenda til húsnæðiskaupa. Í tveimur leiðanna, yfirtökuleið og verðbréfunarleið, er þannig miðað við að ríkisábyrgð haldist á lán- unum og vaxtakjör breytist þannig ekki. Í þeirri þriðju, markaðsleið, er gert ráð fyrir að hækkun vaxta vegna afnáms ríkisábyrgðar verði mætt með hækkun vaxtabóta eða öðrum sambærilegum úrræðum. Í ljósi framangreinds vekur at- hygli að í leiðara Morgunblaðsins 25. febrúar virðist gæta ákveðins misskilnings um þau markmið sem búa að baki þessum tillögum. Virð- ist leiðarahöfundum vaxa það helst í augum að tilfærsla húsnæðislána frá ríki til markaðar muni auka um of samkeppnishæfni hérlendra fjármálafyrirtækja. Rekstur íslenskra fjármálafyrir- tækja hefur almennt verið að snú- ast til betri vegar á síðustu árum. Sú þróun er mikilvæg ef við ætlum að halda úti til framtíðar öflugum innlendum fyrirtækjum á þessum markaði. Hafa má í huga að um síðustu áramót voru erlendir bank- ar í fyrsta sinn komnir með meiri hlutdeild íslensks lánamarkaðar en innlend fjármálafyrirtæki, 27% á móti 26% af heildarlánamarkaði. Hefur hlutur erlendra banka þar hækkað úr 19% á einungis síðustu þremur árum en hlutur innlends bankamarkaðar hefur dregist sam- an. Ef okkar smáu fyrirtækjum, á alþjóðamælikvarða, á að takast að styrkja samkeppnishæfni sína og minnka enn frekar vaxtamun og kostnaðarhlutföll er brýnt að allar leikreglur séu sem skilvirkastar og að hlutdeild þeirra á markaði, ekki síst lánamarkaði, sé til jafns við það sem þekkist erlendis. Hús- næðislán eru þar mjög þýðingar- mikill þáttur. Afar mikilvægt atriði sem fram kom í kynningu á skýrslunni, en ekki hefur verið haldið nægjanlega á lofti, er það aukna öryggi sem það skapar fyrir viðskiptamann að eiga kost á að vera með öll sín fjármál hjá einu og sama fjármála- fyrirtækinu. Reynslan erlendis hefur sýnt að einfalt atriði eins og að fá á einu viðskiptamannayfirliti frá sínum viðskiptabanka eða sparisjóði upplýsingar um heild- arskuldabyrði getur skipt sköpun í afstöðu viðkomandi einstaklings til eigin fjármála. Þannig virðist bein tenging vera á milli slíks heildar- yfirlits og neysluhegðunar. Á sama tíma gæfi tilfærsla húsnæðislána frá ríki til markaðar þjónustufyr- irtæki hans kost á að veita honum enn betra aðhald í tengslum við alla hans fjármálaumsýslu en nú er mögulegt þegar rúmlega helm- ingur lánamarkaðar einstaklinga liggur hjá ríkinu. Rétt er að geta þess að aðilar eins og Húseigendafélagið hafa haft samband við SBV í framhaldi af birtingu skýrslunnar og lýst áhuga sínum á að vinna saman að framþróun í þessum efnum. Þá hafa SBV borist tölvupóstar frá Ís- lendingum búsettum á Norður- löndum, sem hafa frétt af málinu gegnum mbl.is og fagnað mjög framlögðum tillögum í ljósi reynslu sinnar af húsnæðislánafyr- irkomulagi í búsetulandi í saman- burði við hið íslenska fyrirkomu- lag. Einnig ályktuðu Samtök atvinnulífsins um nauðsyn slíkra breytinga á síðasta aðalfundi sín- um, þannig að ljóst virðist að mjög víðtækur stuðningur er að verða um þetta mál. SBV leggja áherslu á að tillög- um þeirra er ætlað að vera innlegg í umræðuna, en enginn stóridóm- ur, um hvernig megi með sem bestum hætti halda áfram á þeirri braut að ríkið hverfi af lánamark- aði hérlendis, enda muni húsnæð- iskaupendur njóta sambærilegra kjara en betri þjónustu en nú. Vonandi að sem flestir geti sam- einast um það markmið sem og það meginmarkmið að húsnæðis- lánakerfið eigi að vera hvati fyrir sem flesta að eignast eigið hús- næði. Markaðsvæðing húsnæðislána Eftir Guðjón Rúnarsson „Rúmlega helmingur lánamark- aðar ein- staklinga liggur hjá ríkinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Vantar herslumuninn? nb.is býður veðlán til allt að 25 ára með 6,90 –10,35% vöxtum. Hámarksveðhlutfall hefur verið hækkað í 75% af markaðsverði eigna sem er talsvert hærra en býðst víðast annars staðar. Lánin eru háð lánshæfismati nb.is. Eingöngu er hægt að veðsetja eigin eignir. 75% ve∂hlutfall! • Kauptu eldhúsinnréttingu • Kláraðu bílskúrinn • Gerðu allt þetta og meira til... • Leggðu lokahönd á íbúðina • Greiddu upp óhagstæð skammtímalán • Komdu garðinum í stand • Endurskipuleggðu fjármálin A B X / S ÍA 9 0 2 1 2 3 2 Spurðu fasteignasalann, kynntu þér málið á www.nb.is eða hringdu í síma 550 1800 Allt a∂ Banki með betri vexti Í Ármúla – TIL LEIGU Til leigu húsnæði við Ármúla 31, allt að 4.000 fm. Hentar fyrir ýmiskonar starfsemi s.s. framleiðslu, verslun, þjónustu og/eða lager. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyrirmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.