Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 40
A-SVEIT Taflfélags Reykjavíkur
sigraði óvænt A-sveit Hróksins í 5.
umferð Íslandsmóts skákfélaga á
föstudagskvöld og hleypti mikilli
spennu í keppnina, en fyrir tvær
síðustu umferðirnar, sem fóru fram
í gær, laugardag, var Hrókurinn
með hálfs vinnings forskot á A-sveit
Hellis.
Hrókurinn á titil að verja og var
með 32 vinninga fyrir síðasta
keppnisdag í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, en TR, sem vann
4½-3½, var í þriðja sæti með 26
vinninga. Önnur úrslit urðu þau að
A-sveit Hellis vann B-sveit TR
6½/-1½, B-sveit SA vann B-sveit
Hellis 4½ - 3½ og A-sveit SA vann
Bolungarvík 4½ - 3½.
Fyrir síðustu umferðirnar var
Hrókurinn efstur í 2. deild með 23,5
vinninga, en Vestmannaeyjar í 2.
sæti með 19 vinninga. Í 3. deild var
Hrókurinn í 1. sæti með 19. vinn-
inga, en Selfoss í 2. sæti með 18½
vinning. Í 4. deild voru Haukar
efstir eftir skákir föstudagsins með
24 vinninga, KR í 2. sæti með 21½
vinning og Hrókurinn í því þriðja
með 18 vinninga.
Hrókurinn tapaði fyrir TR
Morgunblaðið/Ómar
Frá viðureign TR og Hróksins. Margeir Pétursson fer fyrir liði TR en Ivan
Sokolov er á móti honum á 1. borði Hróksins.
FRÉTTIR
40 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
TIL LEIGU
Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir
allar kröfur til skrifstofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg
bílastæði. Frábært útsýni.
6. hæð ca 430 fm
7. hæð (efsta) 850 fm
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 822 8242
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
Vesturberg 103
Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17
Í dag, sunnudag, á milli 14-17 sýnum
við vel hannað og fallegt ca 320 fm
einbýlishús á 4 pöllum. Útsýnisstað-
ur. Húsið stendur neðst í botnlanga
og er góð aðkoma að því. Lóðin er
stór og með miklum og sérstökum
gróðri. Einnig er u.þ.b. 15 fm garð-
skýli/geymsla með góðri lofthæð við
húsið. Húsið stendur ofan við skógi
vaxna brekku með göngustígum niður í Elliðaárdal og víðar. Bílskúrinn er
í sérstæðri bílskúralengju, 29,2 fm, með mjög góðri lofthæð (jeppaskúr).
V. 23,9 m. 3457
OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12 OG 14
LEIRUBAKKI 22
4RA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ
Vorum að fá í einkasölu fallega
4ra herb. 95 fm horníbúð á
2. hæð í nýlega standsettu fjölb.
3 rúmg. svefnherb. Rúmg. og
björt stofa. Hús nýl. tekið í gegn
að utan, góð sameign. Í kjallara
sameignar er 80 fm aukarými.
ÍBÚÐIN GETUR LOSNAÐ FLJÓT-
LEGA. Verð 12,5 millj.
Eiður og Arnrún sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-17.
OPIN HÚS Í DAG Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM
SKELJANES 4
3JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ
Vorum að fá í einkasölu 3ja herb.
íbúð í lítið niðurgröfnum kjallara í
fallegu og virðulegu þríbýli. Íbúð-
in skiptist í rúmgóða stofu með
útg. í garð, rúmgott herb., eldhús
og baðherb. Á hæðinni er rúm-
gott aukaherb. sem fylgir eign-
inni. Að utan er húsið í mjög
góðu standi og mikið endurnýjað.
ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX.
Verð 8,8 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17.
FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810
GIMLI I LIG
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
Forvarnaverkefnið „Hættu áður
en þú byrjar“ verður með fræðslu-
fundi um fíkniefnamál fyrir foreldra
grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk.
Vikuna 3.–9. mars, sem hér segir:
Mánudaginn 3. mars kl. 20–22 í
Breiðholtsskóla og þriðjudaginn 4.
mars kl. 20–22 í Háteigsskóla.
Hugleiðslunámskeið hjá Karuna
verður mánudaginn 17. mars nk. kl.
20–21:30, í Karuna búddamiðstöðinni
Bankastræti 6. Elín Agla kennir
hvernig öðlast megi hugarró ásamt
því að leysa úr daglegum vanda-
málum. Námskeiðið er opið öllum.
Þorsteinn Helgason dósent við
Kennaraháskóla Íslands heldur
fyrirlestur á vegum Rannsókn-
arstofnunar KHÍ miðvikudag 5. mars
kl. 16.15, í salnum Skriðu í Kenn-
araháskóla Íslands v/Stakkahlíð og
er öllum opinn. Í fyrirlestrinum verð-
ur altaristaflan ,,afhjúpuð“ – mynd-
efnið (sem að hluta til er mjög sjald-
gæft) verður skýrt og túlkað, leitað
hliðstæðna og fyrirmynda erlendis,
grafist verður fyrir um gefendurna
og hvatir þeirra og þræðirnir ofnir
saman og skoðaðir í ljósi hugmynda-
strauma og atburða á fyrra helmingi
sautjándu aldar.
Námskeið fyrir aðstandendur
geðklofasjúklinga verða haldin
fimmtudagskvöldin 6. og 13. mars í
húsi iðjuþjálfunar að Kleppi (austan
við skrifstofubyggingu) kl. 19.30–22.
Námskeiðin eru á vegum geðsviðs
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Námskeiðið er þátttakendum að
kostnaðarlausu. Skráning fer fram á
netfanginu soleydd@landspitali.is.
Kynning á framhaldsnámi við
Kennaraháskóla Íslands verður
þriðjudaginn 4. mars kl. 16.15, í
Bratta, fyrirlestrarsal í Hamri, ný-
byggingu Kennaraháskólans við
Stakkahlíð. Sautján námsbrautir
verða í boði og eru allar námsbrautir
í framhaldsdeild með fjarnámssniði.
Rétt til að sækja um inngöngu eiga
þeir sem lokið hafa fullgildu starfs-
menntanámi á sviði kennslu, þjálf-
unar, uppeldis og umönnunar. Að
jafnaði er miðað við að umsækjendur
hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu.
Umsóknarfrestur er til 17. mars nk.
Kynningarfundurinn er öllum opinn.
Á NÆSTUNNI