Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 45
í gegnum tíðina og varst alltaf svo
mömmuleg í þér við alla, en auðvitað
sérstaklega við okkur börnin þín.
Seinustu árin voru þér erfið af því
að þú þjáðist af versta og erfiðasta
sjúkdómi sem ég get ímyndað mér
og þú varst alltaf svo hrædd og leið
og enginn gat hjálpað þér og mér
fannst svo erfitt að horfa upp á þig
svona dapra og ég hefði gert allt til
þess að þú gætir notið þess að vera
til, en þrátt fyrir öll þín veikindi þá
var nú alltaf stutt í hláturinn og eins
og allir sem þekktu þig vita hafðir
þú einstakan húmor og einstakan
hlátur og áttir auðvelt með að láta
fólki líða vel.
Núna er ég ekki bara að kveðja
mömmu mína. Ég er líka að kveðja
bestu vinkonu mína og það er svo
erfitt að þurfa að vera án þín vegna
þess hve samrýndar við vorum og
ég held að enginn viti hve sérstök
tengsl við höfðum og auðvitað rif-
umst við, en sættumst alltaf strax
aftur vegna þess að við gátum ekki
verið vondar hvor út í aðra lengi, en
ég vil að þú vitir að ég elska þig og
sakna þín og mun alltaf hugsa til þín
með söknuði vegna þess að ég hef
misst það sem mér var kærast. Þú
munt alltaf verða í hjarta mínu
vegna þess að þú ert hjarta mitt. Því
kveð ég litlu dúlluna mína með þá
vissu í hjarta mínu að við hittumst
aftur á endanum og ég veit að þú
verður alltaf hjá mér.
Ég kveð þig með söknuði.
Þín
Hildur.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 45
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VILBORGAR ANDRÉSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Guðjón Valgeirsson, Hafdís Björk Hafsteinsdóttir,
Valgeir Valgeirsson, Lilja Þórey Þórðardóttir,
Sigurlína Björk Valgeirsdóttir, Pétur V. Hansson
og fjölskyldur.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGLAUGS BRYNLEIFSSONAR,
Hábergi 3,
Reykjavík.
Þorsteinn Siglaugsson Guðrún Siglaugsdóttir
Dóróthea Júlía Siglaugsdóttir Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir
Brynleifur Siglaugsson Sigþrúður Siglaugsdóttir
Margrét Birna Sveinsdóttir Brynleifur Gísli Siglaugsson
Jóhanna Sigurveig Ólafsdóttir Guðbrandur Siglaugsson
Guðmundur Breiðfjörð Brynleifsson Júlía Siglaugsdóttir
Björn Alexander Þorsteinsson Hallgrímur Siglaugsson
Pétur Þórarinsson
Hjörleifur Gíslason
Anna Árnína Stefánsdóttir
Óttar Ármannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Það er ekki sjálfgefið
að samferðamenn á
lífsins göngu séu þeim
fágætu kostum búnir
að geta miðlað af þekk-
ingu sinni með þeim
hætti að aldrei líði þeim
er þiggur úr minni. Ég var svo hepp-
inn að kynnast miklum mannkostum
Mile sem 16 ára unglingur, æfandi
knattspyrnu hjá Breiðabliki. Á ein-
ungis nokkrum mánuðum tókst Mile
að búa til hjá mér algerlega nýja og
framandi vídd við æfingar og keppni
í knattspyrnu. Mile kveikti „neist-
ann“ og alltaf virtist þjálfarinn geta
bætt nýjum og spennandi hlutum við
æfingarnar. Þeir sem af velli gengu
urðu flestir reynslunni ríkari og jafn-
framt fullir áhuga að hittast aftur.
Ekkert breyttist þó svo að Mile hætti
sem þjálfari. Við héldum áfram að
hittast og í spjalli okkar í gegnum ár-
in varð umræða okkar alltaf upp-
byggileg og fræðandi. Síðasti fundur
okkar var rétt fyrir jólin og umræðu-
efnið sem áður, uppblásin og spenn-
andi framtíðarsýn Mile á knatt-
spyrnunni hér á Íslandi. Fyrir
samveruna og leiðsögnina er ég sem
og aðrir gamlir knattspyrnuiðkendur
ákaflega þakklátir og færum honum
kærar þakkir fyrir.
Ég sendi eiginkonu Mile, börnum,
barnabörnum sem og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur og óska þeim öllum Guðs
blessunar!
Þorsteinn Geirsson.
Það var mér mikið áfall er ég frétti
um andlát þitt, kæri vinur og félagi í
gegnum árin. Fyrstu minningarnar
sem koma upp í hugann við andlát
þitt eru hversu mikið þér var umhug-
að um aðra, hvort sem það var þín
nánasta fjölskylda, sem þú ræktaðir
svo vel hér á landi, ástvinir þínir í
fyrrum Júgóslavíu, en núverandi
Serbíu, eða fjölskylda mín og félagar
sem þú kynntist á þínum fyrstu árum
heima á Siglufirði, þá nýfluttur ung-
KRSTA KRISTINN
STANOJEV
✝ Krsta Stanojevfæddist í Júgó-
slavíu 5. júní 1944.
Hann andaðist á
heimili sínu aðfara-
nótt 2. febrúar og
var útför hans gerð
frá Háteigskirkju 10.
febrúar.
ur maður frá framandi
landi.
Þó að samverustund-
ir okkar hafi ekki verið
margar núna síðustu
árin þá eru þær fáu
stundir sem við höfum
átt saman þeim mun
eftirminnilegri er mað-
ur lítur til baka. Síðustu
verulegu samveru-
stundir okkar urðu
þegar við hittumst
óvænt úti á Krít sum-
arið 2000 og áttum þá
saman tvær góðar vik-
ur, sem við nýttum vel
til að rifja upp löngu liðnar stundir og
eftirminnileg atvik frá okkar fyrstu
kynnum heima á Siglufirði. Báðir
vorum við morgunmenn og nýttum
við þessar tvær vikur til gönguferða
og sjóbaða, og varst þú ótrúlega vel á
þig kominn líkamlega. En skjótt
skipast veður í lofti og varðst þú að
lúta í lægra haldi fyrir veikindum
þínum á ótrúlega skömmum tíma.
Þegar ég lít til baka og rifja upp
okkar fyrstu kynni sem voru fyrir
um það bil 25 árum, er þú komst til
Siglufjarðar sem knattspyrnuþjálf-
ari, þá leiddurðu sannarlega í ljós
fyrir okkur strákunum listir knatt-
spyrnunnar. Tilhlökkun hjá okkur
ungu strákunum á Siglufirði var mik-
il í þá daga, að fá þjálfara erlendis frá
sem hafði spilað með Rauðu stjörn-
unni í Belgrad og var menntaður í
þjálfun íþróttarinnar í sínu heima-
landi.
Með okkur tókust strax góð kynni
þrátt fyrir sjö ára aldursmun. Ég
varð fljótlega þinn trúnaðarvinur
heima á Siglufirði og hjálpaði þér við
skilning á okkar flókna og erfiða
tungumáli íslenskunni, við lestur, og
skriftir en það er mér enn í fersku
minni hversu mikinn trúnað þú sýnd-
ir mér þegar þú baðst um aðstoð
mína við lestur einkabréfa þinna.
Þegar þú komst voru miklar vænt-
ingar gerðar til þín og undir öllum
þeim væntingum stóðst þú fyllilega,
minn kæri vinur, í einu og öllu. Það
er mér mjög eftirminnilegt hversu
nýtinn þú varst á öllum sviðum, og
fórst vel með eigur þínar og annarra,
nokkuð sem mörgum landanum
mætti vera til eftirbreytni og fyrir-
myndar.
Ég kveð þig, Mile minn, með mik-
illi eftirsjá, og þakka samfylgdina í
gegnum árin. Þó að þú hafir þurft að
kveðja okkur svo skyndilega eftir
hatramma baráttu mun minningin
um góðan mann verða manni ávallt
efst í huga.
Að lokum sendi ég eiginkonu
þinni, börnum, barnabörnum, og fjöl-
skyldu þinni allri mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur, og bið góðan Guð um að
styrkja þau í sorginni.
Hvíl í friði.
Guðmundur Skarphéðinsson.
Kæri Jón Otti, elsku
vinur. Við söknum þín
sem varst okkur öllum
svo kær og þökkum
þér þann vinskap og
hlýju sem þú áttir svo
ríkulega og veittir okkur öllum. Vin-
skapur okkar sem byrjaði fyrir 17
árum hefur verið ómetanlegur, og
betri vin en þig vart hægt að eiga.
Við þökkum þér fyrir vinskapinn,
hlýjuna og gleðina öll þessi ár. Megi
góður guð gefa þér ró og gefa Berg-
lindi og börnum hans styrk í þeirra
stóru sorg. Hvíl í friði, elskaði vinur.
Svavar, Emilía, Kjartan,
Þóra, Þórunn og fjöl-
skyldur í Svíþjóð.
Ég vil minnast vinar míns, Jóns
Otta Gíslasonar löggæslumanns,
sem lést fyrir skömmu. Ég þakka
góðum Guði fyrir þau forréttindi að
hafa kynnst þér og fengið að njóta
kærleikans sem við nutum sem átt-
um þig að.
Þeir deyja ungir
sem guðirnir elska,
segir máltækið og nú
ertu kominn í gegnum
þokuna sem hylur
þennan heim og bíður í
musteri skaparans.
Þú skynjaðir veik-
indi mín og það var
gott að geta hallað sér
að vini til að lina þján-
ingar.
Alla aðstoð þína
þakka ég fyrir, að
koma mér á rétta braut
og jólagjafirnar sem þú gafst mér.
Starfssystkinum Jóns Otta votta
ég samúð og bið góðan Guð að
styrkja hans nánustu í þeirra sorg.
Blessuð sé minning Jóns Otta
Gíslasonar.
Jónas Bjarki Gunnarsson.
✝ Jón Otti Gíslasonfæddist í Reykja-
vík 15. apríl 1955.
Hann lést á heimili
sínu 26. janúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Bú-
staðakirkju 6. febr-
úar.
JÓN OTTI
GÍSLASON
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að símanúmer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími) fylgi með.
Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsing-
ar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling
birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu
ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög
(með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku,
KARLYAR BJARGAR KARLSDÓTTUR,
Hafnarstræti 15,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning-
ar á Akureyri og lyflækningadeilda FSA.
Erna Tom Karlsdóttir, Donald W. Morris,
Helga Sigurlína Karlsdóttir,
Ragnheiður Svava Karlsdóttir, Björn M. Snorrason,
Jón Emil Karlsson, Auður Sigvaldadóttir,
Svala Karlsdóttir, Bragi Þ. Stefánsson,
Sveinn Karlsson, Kristín E. Sveinbjörnsdóttir
og fjölskyldur.