Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 48

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 48
48 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  ! "       ! # $ !  $         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SIGRÚN Jónsdóttir myndlistar- kennari beinir í bréfi til blaðsins í gær [miðvikudag] spurningum til Icelandair vegna ferðar sinnar norður til Longyearbyen á síðast- liðnu sumri. Hún hafði keypt far- seðil þangað hinn 10. júlí á ákveðnu verði með góðum fyrirvara en annar í fjölskyldu hennar keypti með skemmri fyrirvara farseðil hinn 12. júlí á töluvert lægra verði. Auk þess tók ferð Sigrúnar tvo daga, en ferð hins tók aðeins einn dag. Hvernig má þetta vera? spyr Sigrún. Sjálfsagt hefði verið að skýra málin fyrir Sigrúnu sjálfri, en úr því þetta ber fyrir augu lesenda Morg- unblaðsins er rétt að benda á að Longyearbyen á Svalbarða er ekki einn af áfangastöðum Icelandair. Sigrún fór með Icelandair til Ósló og þaðan með öðru flugfélagi (Braathens) norður í íshaf með við- komu í Tromsö. Kvörtun hennar bæði hvað varðar mun á verði og ferðatíma virðist snúast um flug Braathens frá Ósló til Longyear- byen. Icelandair hefur á að skipa starfs- fólki sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í því að leita að hag- kvæmustu ferðatilhögun fyrir við- skiptavini sem eru að fljúga til fjar- lægra staða. Félagið býður þá þjónustu að bóka og ganga frá far- seðlum fyrir viðskiptavini alla leið á áfangastað, hvort sem leið liggur til Svalbarða í norðri eða Svasílands í suðri, eða hvert sem er í heimi hér. Þessi þjónusta byggist á leit í al- þjóðlegum tölvukerfum flugfélaga og ferðaskrifstofa. Samgöngur til Svalbarða eru stopular, jafnvel yfir sumartímann. Suma daga flýgur Braathens sam- kvæmt áætlun tvisvar á dag, aðra daga einu sinni og þá með viðkomu í Tromsö. Vegna fámennis eru far- þegar til Svalbarða á sumrin eflaust mest ferðamannahópar. Þeir hafa þá sérstöðu að vera yfirleitt bókaðir með löngum fyrirvara, en geta einn- ig af ýmsum ástæðum dottið út með skömmum fyrirvara. Því er það full- komlega eðlilegt að þegar athugað er með góðum fyrirvara um sæti 10. júlí frá Ósló til Longyearbyen að þá sýni tölvuupplýsingar frá Braath- ens að fá sæti séu eftir laus. Því er farþega sem vill ferðast þann dag ráðlagt að festa sér sætið. Það breytir því ekki að einstaklingur sem hefur samband síðar og óskar eftir flugi á svipuðum tíma getur verið heppinn, t.d. ef stór ferðahóp- ur hefur hætt við för og sæti losnað. Sú virðist hafa verið raunin með fé- laga Sigrúnar. Í því felst hins vegar veruleg áhætta, því líklegra er að allt sé þá fullbókað. Sigrúnu, líkt og öllum öðrum, er auðvitað frjálst að taka þá áhættu og bóka sig seint eða snemma alveg eftir eigin hentug- leikum. En almennt er að sjálfsögðu betra að hafa góðan fyrirvara. Á síðasta ári flaug Icelandair með 1,2 milljónir farþega. Þessir farþeg- ar og fyrirspurnir þeirra koma úr öllum heimshornum. Það er heillandi verkefni að þjónusta alla þessa ólíku einstaklinga bæði áður en flogið er og eins meðan á ferð stendur og þar býr Icelandair að frábæru starfsfólki. Óánægja Sig- rúnar með þjónustu þessa fólks er okkur annars vegar ábending um að seint verður hægt að gera svo öllum líki og hins vegar hvatning um að gera enn betur. GUÐJÓN ARNGRÍMSSON, upplýsingafulltrúi Icelandair. Reykjavík – Longyearbyen Frá Guðjóni Arngrímssyni: MIG langar að vekja athygli á minn- ingargreinum um Kristleif Þor- steinsson frá Húsafelli sem birtust í Morgunblaðinu laugardaginn 15. og föstudaginn 21. febrúar sl., þá sér- staklega greinunum frá systrunum á Kóngsbakka (og Ljósheimum), þeim Brynju, Guðrúnu, Margréti og Kristínu Jónsdætrum Bergþórsson- ar systur Rúnu hans Kristleifs. Þær eru einstaklega skemmtilegar og lýsa þessum merkilega manni sér- staklega vel. Geinar þeirra eru skrif- aðar með glettnina að leiðarljósi, sennilega eins og Kristleifur hefði viljað hafa það. Þær segja allt um þennan mikla frumkvöðul og fram- kvæmdamann og hans persónu sem aldrei glataði barninu í sjálfum sér. Gat dottið út í fjörugu eldhúsi í djúpa íhugun eins og jógi til að ná í hug- myndir úr sviðinu sem er okkur öll- um opin, ef egóíski lægri hugur okk- ar gæti þagað smástund. Þessar greinar ættu að vera skyldulesning fyrir litla og stóra frumkvöðla til að viðhalda eldmóði þeirra og okkur hin sem festumst í hvunndagsveröldinni því; Í dásvefni lífsins hefur einfaldleikinn glatast í spennitreyju skyldunnar. Þá lýsi ég eftir húmorískum og heimspekilegum sagnaritara til að skrá ævisögu Kristleifs og bíð spennt eftir þeirri bók. SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR, Nökkvavogi 17. Skyldulesning fyrir litla og stóra frumkvöðla Frá Sigfríði Þórisdóttur:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.