Morgunblaðið - 02.03.2003, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.03.2003, Qupperneq 60
GERÐ kvikmynda og sjónvarps- þátta um söguleg efni hefur farið mjög vaxandi víða um lönd á undan- förnum árum og átt vaxandi vinsæld- um að fagna, einkum þó sem sjón- varpsefni. Ýmissa grasa kennir í þessari framleiðslu, stundum eru gerðir yfirlitsþættir um lengri eða skemmri tímabil í sögu þjóða eða mannkynsins, en einnig styttri þættir um einstaklinga eða afmörkuð við- fangsefni. Af nógu er að taka og fjöl- breytnin vex stöðugt. Sama máli gegnir um framsetningu, hún er ærið fjölbreytileg. Í sumum tilvikum er einstaklingur, oft handritshöfundur sjálfur, í aðalhlutverki og leiðir áhorf- andann um söguslóðir og segir um leið frá atburðum, lýsir gangi sögunn- ar og ýmsu því sem fyrir augu ber. Í öðrum tilvikum er hvers kyns nútíma- tækni notuð til að endurgera sögusvið jafnvel ævafornra atburða, sem þá eru gjarnan leiknir, stundum af heimsþekktum atvinnuleikurum. Þriðja aðferðin, sem af augljósum ástæðum er mest notuð við gerð þátta og mynda um sögu 20. aldar, er sú að tengja samtímamyndir. Þar er oftast um kvikmyndir að ræða, en stundum eru ljósmyndir notaðar, oftast til að fylla í skörð. Þættirnir um sögu Íslands á 20. öld, sem nýlega voru sýndir í Ríkissjón- varpinu, falla undir síðastnefndu teg- undina. Þeir byggja fyrst og fremst á notkun kvikmynda, en í einstaka til- vikum virtist mér ljósmyndir vera notaðar, einkum í fyrsta þættinum. Alls eru þetta átta þættir, hver um sig 45 mínútur að lengd, en í sjónvarpinu voru þeir sýndir í fleiri og styttri hlut- um. Allmargir þættir um sögu Íslands á 20. öld hafa verið sýndir í sjónvarpi á undanförnum árum, ýmist yfirlits- þættir eða þættir um einstök afmörk- uð viðfangsefni. Að minni hyggju eru þættirnir, sem hér eru til umfjöllunar, metnaðarfyllstu yfirlitsþættir sem hér hafa verið gerðir, a.m.k. af þeim sem ég hef séð. Þeir ná yfir alla 20. öldina og spanna hinir tveir fyrstu tímabilið frá aldarbyrjun til 1940, en hinir sex síðari ná yfir skemmri skeið. Myndefni í þáttunum er yfirleitt gott og vel valið og víða hefur verið leitað fanga við öflun þess. Eins og vænta má eru gæði myndefnis í fyrstu þátt- unum lakari en í hinum síðari og sum myndskeiðin, sem sýnd eru í fyrstu þremur þáttunum, eru að verða ansi margþvæld. Við því er ekkert að gera, úrvalið er ekki mikið, en öllu lakara þótti mér að sjá sömu myndskeiðin ganga aftur í fleiri en einum þætti, t.d. af fólki á leið upp Bankastræti á hátíð- isdegi. Tónlist gegnir miklu hlutverki í þessum þáttum og á mikinn þátt í að skapa rétt „effect“. Því er ekki að neita, að á stundum þótti mér valið á tónlistinni ekki alls kostar viðeigandi og í vissum atriðum varð það svolítið þreytandi. Ég hef að vísu alltaf gam- an af að heyra „Nallann“, en of mikið má af öllu gera og óþarfi að spila hann í hvert skipti sem verklýðsbaráttu ber á góma. Notkun dægurtónlistar setur á hinn bóginn skemmtilegan blæ á suma þættina og svo var einkar vel til fundið að láta „Pomp and Circum- stance“ eftir Edward Elgar hljóma undir frásögn Íhaldsflokksins á sínum tíma. Sú söguskoðun sem fram kemur í þáttunum einkennist af framfara- hyggju í anda 19. aldar manna, og er hún mest áberandi í fyrstu þáttunum. Handritshöfundar eru vafalaust menn til að standa við þá sögulegu túlkun sem fram kemur, en hætt er við að ýmsir séu þeim ósammála um eitt og annað, jafnt í túlkun sem áherslum. Þeir verða hins vegar ekki sakaðir um neins konar áróður. Í einstaka atriðum mátti á hinn bóginn greina sögulega ónákvæmni og jafnvel villur. Þannig er t.d. hæpið að halda því fram eins og gert er í 1. þætti, að „þorri“ þjóðarinnar hafi lifað af landbúnaði í upphafi 20. aldar. Þá átti umtalsverður meirihluti þjóðar- innar að sönnu enn heimili í sveitum, en margir „sveitamenn“ höfðu höfuð- bjargræði sitt af sjávarútvegi og margir lifðu jöfnum höndum af sjó- sókn og landbúskap. Á sama hátt er hæpið að halda því fram, að „nýir“ saltfiskmarkaðir hafi opnast á Spáni á öndverðri 20. öld. Markaðirnir voru þegar fyrir hendi á þessum tíma, en eftirspurnin jókst og þess vegna gátu Íslendingar selt allan sinn saltfisk þrátt fyrir stóraukinn afla. Alrangt er það, sem haldið er fram í fleiri en ein- um þætti, að bæjarútgerð hafi verið stofnuð á Ísafirði fyrir síðari heims- styrjöld. Þar mun átt við Samvinnu- félag Ísfirðinga, sem að sönnu naut velþóknunar bæjaryfirvalda en var aldrei bæjarútgerð. Loks þótti mér það full glannaleg fullyrðing að jarð- neskar leifar Jónasar Hallgrímssonar hafi verið jarðsettar á Þingvöllum. Um það vitum við fátt með sanni. Allar eru þessar athugasemdir smávægilegar. Eftir stendur að þess- ir þættir eru í senn fróðlegir og skemmtilegir og í heildina vel heppn- aðir. Framsetning myndefnis er ágæt og sömuleiðis lestur þular, sem skipt- ir miklu í gerð sjónvarpsefnis af þess- ari gerð. Íslandssaga í myndum og máli SJÓNVARP Ríkssjónvarpið TUTTUGASTA ÖLDIN Höfundar handrits: Hannes H. Giss- urarson og Ólafur Þ. Harðarson. Þulur: Ólafur Teitur Guðnason. Framleiðandi: Jónas Sigurgeirsson. Alvís 2002. Jón Þ. Þór Í umsögn segir að Tuttugasta öldin séu „metnaðarfyllstu yfirlitsþættir sem hér hafa verið gerðir ...“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ólafur Þ. Harðarson Fjaður- magnaðir feðgar Sagan af Rauða drekanum (Legend of the Red Dragon) Bardagamynd Hong Kong 1996. Sam myndbönd. VHS (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leik- stjóri: Wong Jing. Aðalleikendur: Jet Li, Tse Miu, Chingmy Yau, Deannie Yip. AÐDÁENDUR austurlenskra bardagaíþrótta, einkum gúmmíkarls- ins Jet Li, fá mikið fyrir sinn snúð yfir The Legend of Red Dragon, aðrir talsvert minna. Myndin er af gamla skólanum, samtölin í barnabókarstíl og persónusköpunin sáraeinföld blanda af þorpurum og val- mennum en slags- málaballettinn þeim mun magnaðri. Jet Li leikur stríðs- hetjuna Kwun sem finnur fjölskyldu sína myrta er hann kemur úr æfinga- búðum Shaolinreglunnar. Hann finn- ur son sinn á lífi í rústunum og saman leggja þeir land undir fót, fyrst á flótta undan óvinunum, síðan rennur upp stund hefndarinnar. Hraðinn er ótrúlegur í endalausum bardagaatriðum sem eru það fjöl- breytileg að jafnvel temmilegir aðdá- endur austurlenskra slagsmála- mynda á borð við undirritaðan hafa lengst af nokkurt gaman að. Til mik- illa bóta eru mæðgur tvær, útsmognir bragðarefir, sem halda húmornum gangandi. Bandarísk talsetning kem- ur eins og skrattinn úr sauðarleggn- um og gefur átökunum léttúðugan kærileysisblæ. Skaðlaus afþreying sem maður hlýtur að lofa fyrir fimi „leikaranna“ og útsjónarsemi leik- stjórans. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd 60 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.40. Enskur texti. Strangl.B.i. 16. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.. Sýnd kl. 2 og 8. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Stórkostlegt framhald af barna og fjölskyldumynd Disney sem allir þekkja! Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBL Radío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2  ÞÞ Fréttablaðið Radio X Sýnd kl. 2 og 4. Ísl.tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Norrænir kvikmyndadagar hefjast á fimmtudaginn. Sýnd kl . 2, 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 10, 11, 12, 2, 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 1.45, 3.50 , 5.50, 8 og 10.10. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Banda- ríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögn- uðu mynd. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjör. Með hasargellunni Michelle Rodrigue úr „The Fast and the Furious“. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK / AKUREYR TILBOÐ SEM GILDIR BARA Í KRINGLUNNI Tilboð 300 kr. kl. 10 og 11. Kl. 12. fá fyrstu 200 sem mæta í Disney-búningi fá frítt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.