Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FROSTIÐ í Kohnen-stöðinni á Suðurskauts-landinu var orðið 47 gráð-ur á Celsíus og þegar svo er komið er tími kominn til að pakka saman og koma sér í burtu, en frost- ið verður mest um 70 gráður þarna,“ segir Sverrir Hilmarsson, sem fyrir skömmu kom ásamt Steinunni Jak- obsdóttur, eiginkonu sinni, frá Suð- urskautslandinu eftir að hafa verið þar í tæpa þrjá mánuði við rann- sóknarstörf. Sverrir, sem er húsasmíðameist- ari og tæknimaður, hefur starfað við ískjarnarannsóknir undanfarin ár, eða síðan hann fór í fyrsta leiðang- urinn til Grænlands sumarið 1996. Þangað hefur hann farið á hverju sumri síðan nema í fyrra, þegar rannsóknir lágu niðri, en verkefninu þar lýkur í sumar. Steinunn var með honum 1999, 2000 og 2001, um þrjár vikur í hvert sinn, en fór nú í fyrsta sinn á Suðurskautslandið þar sem Sverrir var einnig veturinn 2000 til 2001 og svo aftur í fyrravetur. Samevrópskt verkefni „Verkefnið í Kohnen-stöðinni er á vegum Alfred Wegener-stofnunar- innar í Bremerhaven í Þýskalandi og er um samevrópskt verkefni að ræða, svonefnt Epica-verkefni, í þeim tilgangi að rannsaka veðurfarið undanfarin 150.000 til 200.000 ár með ískjarnaborunum, en verkefnið á Grænlandi er á vegum Kaup- mannahafnarháskóla,“ segir Sverrir. Gert er ráð fyrir að bora niður á um 2.700 metra dýpi, en sunnar, á Dome Concordia, hefur verið borað niður á um 3.200 m dýpi þar sem er um 700.000 ára gamall ís, en það er elsti ís sem rannsakaður hefur verið. Ískjarninn segir til um hvernig veðr- ið hefur verið á hverjum tíma og með því að rannsaka fortíðina geta vís- indamennirnir að einhverju leyti sagt til um við hverju megi búast í framtíðinni Þjóðverjar, Danir, Svíar, Norð- menn, Belgar, Frakkar og Sviss- lendingar hafa tekið þátt í þessum verkefnum, en Sverrir og Steinunn eru einu Íslendingarnir, sem hafa tekið þátt í því í Kohnen. Þar hafa verið um 23 til 27 manns hverju sinni og þar af einn læknir. Kjarninn er mældur, merktur og skorinn í eins metra langa búta en síðan er honum pakkað í kassa og þeir sendir til Bremerhaven til frekari rannsóknar. Tengist rannsóknum á Grænlandi Sverrir segir að sér hafi boðist að vinna að verkefninu á Grænlandi 1996 og það hafi síðan hlaðið utan á sig, en þegar Þjóðverjarnir hafi ákveðið að hefja rannsóknir í Kohn- en hafi þurft mannskap til að setja upp búðirnar og hann hafi slegið til. „Ég reikna með að fara til Græn- lands í maí og verð þá væntanlega í mánuð til að byrja með, kem síðan heim í þriggja vikna frí og fer svo aftur út til að ljúka verkinu. Það er miklu auðveldara að vinna við þessar rannsóknir á Grænlandi en á Suð- urskautslandinu, vegna þess að það er mun styttra að fara. Í fyrra var ég til dæmis fimm vikur á leiðinni í vinnuna í Kohnen, vann þar í sex vik- ur og var svo fimm vikur á leiðinni heim. Þá sigldum við frá Höfðaborg til Neumayer og lentum í miklum ís, en siglingin, sem tók 12 daga árið áð- ur, tók um þrjár vikur í fyrra. Og svo þurfti að bíða í Neumayer eftir flugi til Kohnen. Nú flugum við alla leið. Fyrst til Frankfurt í gegnum Kaup- mannahöfn og þaðan til Höfðaborg- ar, sem tekur um 13 tíma. Frá Höfðaborg flugum við til rússnesku stöðvarinnar Nowolasarewakaja og tók flugið um 6 tíma en frá rúss- nesku stöðinni til Kohnen er síðan um tveggja tíma flug. Við lögðum af stað frá Íslandi 29. nóvember og komum til baka sunnudaginn 23. febrúar, en í fyrra var ég mánuði lengur í ferðinni.“ Undirbúningsvinna vegna rann- sóknanna á Suðurskautslandinu hófst fyrir rúmum tveimur árum og var Sverrir þá í þrjá og hálfan mán- uð í Kohnen-stöðinni. „Við byrjuðum á því að útbúa 70 metra langa gryfju, sex metra djúpa og fimm metra breiða. Síðan settum við þak yfir og klæddum milliveggi og gólf auk þess sem við þurftum að fóðra borholuna niður í 100 metra. Í fyrra settum við upp alla aðstöðuna, en borinn með öllu er 11 metra langur. Á tveimur til þremur vikum boruðum við síðan niður á 450 metra dýpi, en á und- anförnum mánuðum bættum við 1.100 metrum við og erum því komin niður á um 1.550 metra dýpi,“ segir hann og bætir við að kuldinn í gryfj- unni sé frá um -25 til -35 gráður á Celsíus. Áhugamál á vöktum Steinunn, sem er jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að þessar rannsóknir séu í raun áhuga- mál hjá sér. „Þegar ég hef farið til Grænlands hef ég getað notað sum- arfríið en nú varð ég að taka þriggja mánaða launalaust frí hjá Veðurstof- unni til að taka að mér þetta verk- efni,“ segir hún. Að sögn Steinunnar kynntist hún þessum borunum þegar hún lærði hjá Sigfúsi Johnson í Kaupmanna- höfn, en Sigfús hefur unnið við ís- kjarnarannsóknir í áratugi og hann- aði ásamt fleirum borinn sem er notaður í Kohnen. „Ég þekkti því þessar rannsóknir miklu betur en Sverrir þegar hann byrjaði að vinna við þetta,“ segir hún. Unnið er á vöktum frá klukkan átta á morgnana til miðnættis auk næturvakta. Fyrir utan boranirnar segist Sverrir vinna mikið við bor- inn, endurbæta hann og stilla, en á milli vakta segja þau að starfsmenn- irnir sitji mest og spjalli auk þess sem horft sé á myndbönd. „Það er í raun ekkert að fara nema hvað sum- ir fara í stuttar gönguferðir eða skíðagönguferðir,“ segir Steinunn. „Það fór vel um okkur þarna og ekki er yfir neinu að kvarta.“ Ljósmynd/Sepp Kipfstuhl Hjónin Steinunn Jakobsdóttir og Sverrir Hilmarsson fyrir miðri mynd við boranir í Kohnen. Til hægri má sjá Frank Wilhelms borstjóra. Ljósmynd/Sepp Kipfstuhl Ljósmynd/Sepp Kipfstuhl Þegar leiðangursmenn komu á svæðið fyrr í vetur þurfti Sverrir að byrja á því að opna leiðina að gryfjunni og tók það hann einn og hálfan dag. Íslensk hjón störfuðu við veðurrannsóknir á Grænlandi og Suðurskautslandinu Hefur verið fimm vikur á leiðinni í sex vikna vinnu Íslensk hjón eru nýkomin heim eftir nær þriggja mánaða rannsóknarstörf á Suð- urskautslandinu. Steinþór Guðbjartsson ræddi við hjónin um störf þeirra. Þriggja metra kjarni er boraður í einu og búturinn skorinn í þrjá hluta. steg@mbl.is ATVINNUMIÐSTÖÐ stúdenta og Vinnumiðlun skólafólks telja að samdráttur verði í framboði á sum- arstörfum í ár. Bergur Felixsson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, reiknar með að eitt- hvað minna verði um sumarráðn- ingar í ár borið saman við síðasta ár, en fækkunin verði þó að öllum líkindum óveruleg. Samdráttur hef- ur orðið í sumarstörfum margra borgarstofnanna en Vinnumiðlun skólafólks vonast er til að aðgerðir borgarinnar og Orkuveitunnar til að bregðast við auknu atvinnuleysi komi til með að gagnast námsmönn- um. „Í fyrra kom slæmt atvinnu- ástand okkur í opna skjöldu, en í ár erum við betur undirbúin, opnum 3. mars í stað 3. apríl á síðasta ári, munum hafa lengur opið á daginn og ætlum að ganga frá ráðningum fyrir 31. apríl,“ segir Auður Kristín Welding, verkefnastjóri Vinnumiðl- unar skólafólks. Hanna María Jónsdóttir, rekstr- arstjóri Atvinnumiðstöðvarinnar, segir framboð sumarstarfa hjá miðl- uninni hafa dregist saman á síðasta ári og telur ástandið verða svipað nú, eða verra, ef marka má umfjöll- un um atvinnumál í samfélaginu að undanförnu. Hún segir þó enn of snemmt að segja til um hvert fram- boðið verður. „Við merkjum ekki nákvæmlega hvernig þetta mun verða. Á skrá hjá okkur er svipaður fjöldi stúdenta og var á sama tíma í fyrra en við finn- um fyrir áhyggjum stúdenta og að þeir eru óöruggir með sumarið.“ Vinnumiðlun skólafólks miðlaði 1.973 störfum til reykvísks skóla- fólks á síðasta ári og eru þá með- talin störf leiðbeinenda Vinnuskóla Reykjavíkur og sumarafleysingar Orkuveitunnar. Alls fengu 2.800 grunnskólanem- ar vinnu síðastliðið sumar hjá Vinnuskólanum. Vegna mikillar ásóknar voru með aukafjárveitingu frá borginni sköpuð 500 störf um- fram þau sem upphaflega voru í boði til að anna eftirspurn sl. sumar. „Við sjáum að ástandið er slæmt núna miðað við tölur frá Vinnumála- stofnun og ekki kemur það til með að batna þegar skólafólk fer að leita sér að vinnu líka,“ segir Auður Kristín. Hún bindur miklar vonir við störf vinnuhóps sem skipaður var af borgarráði og á m.a. að fara yfir at- vinnu mál skólafólks í Reykjavík. Þá segist hún vonast til þess að með ákvörðun um að flýta framkvæmd- um á vegum Orkuveitunnar skapist fleiri störf fyrir námsmenn. Hugsanlega fleiri ráðningar á gæsluvelli Í fyrra voru á bilinu 40-50 manns ráðnir í sumarstörf á leikskóla og gæsluvelli borgarinnar en þeir gætu orðið upp undir 40 í ár, segir Berg- ur Felixsson, framkvæmdastjóri Leiskóla Reykjavíkur sem fengu um níu milljónir króna í fyrra í til að standa straum af launakostnaði sumarstarfsmanna. Að sögn Bergs er enn beðið eftir niðurstöðum úr viðhorfskönnunum meðal foreldra barna á leikskólum varðandi sum- arlokanir til að hægt sé að ákveða hvenær þeir loka og hver þörfin er á sumaropnunum. Bergur á von á að það skýrist í lok næsta mánaðar hver þörfin sé eftir sumarfólki og hve marga þarf að ráða. Um 40 manns starfa á gæsluvöllum borg- arinnar og hefur þeim farið fækk- andi á undanförnum árum. Bergur segir að meðal þess sem rætt sé um sé að bæta við starfsfólki í afleys- ingar á gæsluvellina yfir sumarmán- uðina. Sem dæmi um ásókn í sumarstörf einstakra fyrirtækja má nefna að yfir 800 umsóknir hafa borist um sumarstörf í Alcan í Straumsvík. Er það mun meira en á síðasta ári, sem þó sló fyrri met, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Vonast til að aðgerðir stjórnvalda skili sér í fleiri störfum fyrir námsmenn Margar borgarstofnanir munu draga saman seglin NÝTT lagafrumvarp um stækkun álverksmiðju Norðuráls í Grundar- firði gerir ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækisins verði lækkaður úr 33% í 18%. Þetta eru sömu skatta- kjör og kveðið er á í samningi við álfyrirtækið Alcoa vegna fyrirhug- aðs reksturs álvers þess í Reyð- arfirði. Samkvæmt samningi frá árinu 1996 er Norðuráli á Grundartanga ætlað að greiða 33% tekjuskatt en í samtali við Morgunblaðið um miðj- an febrúar sl. sagði Ragnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs fyrirtækisins, að ekki hefði reynt á þetta ákvæði samn- ingsins ennþá þar sem skattalegar afskriftir hefðu verið hærri en reikningslegar afskriftir. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er ekki gert ráð fyrir að skattapró- senta Norðuráls lækki fyrr en árið 2009. „Hins vegar byrjar Alcoa lík- lega ekki starfsemi fyrr en árið 2007 þannig að það má í raun segja að þetta verði um svipað leyti,“ seg- ir hún. Tekju- skattur Norðuráls lækkar í 18%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.