Morgunblaðið - 05.03.2003, Side 13

Morgunblaðið - 05.03.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 13 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 47 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Baðinnréttingar Útlit: Perutré Breidd 65 sm Við látum verðið tala! Útlit: Spónl. hlynur Breidd 120 sm Útlit: Kirsuber Breidd 110 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 90 sm Útlit: Eplatré Breidd 160 sm Útlit: Spónl. kirsuber Breidd 120 sm Útlit: Spónl. kirsuber Breidd 140 sm Útlit: Hlynur Breidd 80 sm Útlit: Gegnheilt kirsuber Útlit: Hvít slétt Breidd 95 sm Útlit: Hlynur Breidd 120 sm Útlit: Græn fulning Breidd 130 sm Útlit: Hvít slétt Breidd 80 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 120 sm Útlit: Kirsuber fuln. Breidd 155 sm Gegnh. kirsuber Breidd 110 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Kirsuber fulning Breidd 95 sm Útlit: Hlynur Breidd 120 sm Útlit: Mahóní Breidd 80 sm Útlit: Kirsuber Breidd 90 sm Tauskápar f. baðherbergi • Nýtt útlit • Nýjar uppstillingar Uppgefnar breiddir miðast við neðri skápa, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgreiðslu af lager • 25-30% afsláttur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 17 18 19 20 21 22 16 SJÁLFKJÖRIÐ verður í bankaráð Íslandsbanka en frestur til að gefa kost á sér til setu í ráðinu rann út í gær. Nýtt bankaráð verður kjörið á aðalfundi bankans 10. mars næst- komandi. Af þeim sjö sem gefa kost á sér sem aðalmenn í ráðinu eru þrír sem ekki hafa setið áður sem aðal- menn. Guðmundur B. Ólafsson, lög- fræðingur VR, Gunnar Felixson, for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, og Jón Snorrason, fyrrum eigandi Húsa- smiðjunnar, gefa kost á sér í banka- ráðið en Guðmundur og Gunnar eru varamenn í því bankaráði sem nú sit- ur. Auk þessara þriggja gefa þeir fjórir sem nú sitja sem aðalmenn í ráðinu áfram kost á sér. Þeir eru Ein- ar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjó- vár-Almennra, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar, Kristján Ragnarsson, núverandi bankaráðsformaður og stjórnarfor- maður LÍÚ, og Víglundur Þorsteins- son, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sjö gefa kost á sér sem varamenn: Friðrik Jóhannsson, Guðmundur Ás- geirsson, Guðrún Helga Lárusdóttir, Halldór Björnsson, Halldóra Þórðar- dóttir, Hilmar Pálsson og Vilmundur Jósefsson og verða því sjálfkjörin sem varamenn. Sjálfkjörið í bankaráð Íslandsbanka EIGENDUR Hlutdeildar, innláns- reiknings hjá Íslandsbanka sem stofnaður var fyrir þremur árum, eiga enn höfuðstól sinn óskertan. Þetta þýðir að verðgildi innstæðn- anna hefur því lækkað um sem nemur verðbólgunni á þessum tíma. Íslandsbanki hefur sent við- skiptavinum sínum sem lögðu inn fjármagn á Hlutdeildarreikning bréf, þar sem inneignin á Hlutdeild er laus til útborgunar. Í bréfinu kemur fram að þegar reikningur- inn var settur á markað hafi mikill uppgangur verið á verðbréfamörk- uðum. Þrátt fyrir það hafi sérfræð- ingar varað við of mikilli bjartsýni í hlutabréfakaupum. Því hafi orðið til hugmynd um innlánsreikning sem gerði fólki kleift „að taka þátt í góðu gengi á hlutabréfamörkuðum með lágmarksáhættu.“ Fram kem- ur í bréfinu að fjölmargir hafi ákveðið að nýta sér þennan kost og öryggið sem honum fylgdi í stað þess að fjárfesta beint á hluta- bréfamörkuðum. Þá segir orðrétt: „Nú, þremur árum síðar, er ljóst að Hlutdeildin hefur skilað hlutverki sínu vel því þrátt fyrir mikla lækk- un á hlutabréfamörkuðum undan- farið eiga eigendur Hlutdeildar enn höfuðstól sinn óskertan.“ Í bréfinu er einnig nefnt dæmi um að ef við- komandi hefði keypt í hlutabréfa- sjóði fyrir þremur árum fyrir 100 þúsund krónur væri andvirði inn- stæðunnar 45 þúsund krónur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka er af samkeppnis- ástæðum ekki gefinn upp fjöldi reikninga eða fjárhæðir á ein- stökum tegundum reikninga. Neikvæð ávöxtun á Hlutdeildarreikningi Íslandsbanka Alltaf á þriðjudögum VÖRUR fyrir 16,1 milljarð voru fluttar frá Íslandi í janúarmánuði en innflutningur nam 11,4 milljörðum (fob), samkvæmt tölum frá Hagstof- unni. Vöruskiptin við útlönd voru því hagstæð um 4,8 milljarða króna á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutn- ingsins var 5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verð- mæti vöruinnflutnings var 6% minna. Sjávarafurðir voru fluttar út fyrir 8,8 milljarða króna í janúar síð- astliðnun en fyrir 10,6 milljarða króna í janúar 2001 og nemur sam- drátturinn 7,5%. Mest hefur dregist saman í útflutningi á frystum fiski. Álútflutningur dróst einnig saman en verðmæti hans nam um 3,5 millj- örðum króna í janúar 2003 en um 4,5 milljörðum í sama mánuði 2002. Verðmæti innflutnings á fólksbíl- um jókst um 75% og verðmæti inn- flurnings varanlegra neysluvara jókst um 19% milli tímabila. Vöruskiptin hagstæð um 5 milljarða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.