Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ                            ! "  "#   # $   &     '$  ! # ( $  #  )  % $  ) ) *%+ #  )$  #  ,     # ') )  $  )    - ($ !.(       ) " $ "  / +  0 %) #  !    "#  !  $  %& # '% "#  !                     mikla trú á stjórnendum fyrirtækisins og starfs- fólki. Í stakk búið til frekari vaxtar Fram kemur í tilkynningunni að frá því að Bridgepoint Capital keypti Huurre Group árið 1998 hafi verið unnið að því að efla Huurre-sam- stæðuna bæði með innri og ytri vexti, til dæmis með kaupum á Prepan A/S í Noregi árið 1999 og Svensk Butiksservice árið 2000, sem er viðhalds- og kæliþjónustudeild sænsku verslunarkeðjunnar ICA. Haft er eftir Chris Busby, framkvæmdastjóra hjá Bridgepoint í fréttatilkynningunni, að Huurre sé komið með markaðsleiðandi stöðu á Norður- löndum þar sem það sé vel í stakk búið til frekari vaxtar undir forystu nýrra eigenda. Lars Lindell, framkvæmdastjóri Huurre Group, segir að stjórnendur félagsins hlakki til að vinna með Kaupþingi banka og sækja enn frekar fram og ná jafnvel enn betri árangri. Segir í tilkynningunni að nýir eigendur muni KAUPÞING banki hf. hefur keypt helmingshlut í finnska frysti- og kæliþjónustufyrirtækinu Huurre Group. Helstu stjórnendur Huurre Group undir forystu Lars Lindell, framkvæmda- stjóra félagsins, hafa keypt hinn helminginn. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Velta fyrirtæk- isins á síðasta ári var rúmir 12 milljarðar ís- lenskra króna. Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að Huurre Group sé leiðandi fyrirtæki í Evrópu í kæli- og frystiþjónustu. Huurre var áður í eigu evrópska fjárfestingarfélagsins Bridgepoint Capital, norska fjárfestingafélagsins Foinco A/S, finnska tryggingafélagsins Tapiola og stjórnenda Huurre. Helgi Bergs, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, segir ánægjulegt að með yfirtöku á Huurre Group sé Kaupþing banki kominn á kortið í kaup- um og fjármögnun fyrirtækja á finnska mark- aðinum. Hann segir að Huurre Group uppfylli all- ar þær kröfur sem Kaupþing geri til fyrirtækja sem bankinn fjárfesti í auk þess sem bankinn hafi leggja áherslu á að auka þátt Huurre Group í samþættingu evrópsks kæli- og frystiiðnaðar og auka innri vöxt félagsins með því að efla þjón- ustuþátt Huurre Group. Veltan rúmir 12 milljarðar Rekstrarniðurstaða Huurre Group á árinu 2002 var sú besta til þessa, samkvæmt fréttatilkynn- ingunni. Samstæðan velti 12,4 milljörðum króna (146,9 milljónir evra) og EBITDA félagsins var 1.210 milljónir króna (14,3 milljónir evra). Þá var EBIT félagsins 965 milljónir króna (11,4 milljónir evra). Starfsmenn voru alls 833 á árinu. Segir í tilkynningunni að fyrirætlanir Huurre Group fyrir árið 2003 séu byggðar á væntingum um vöxt þess á helsta markaðssvæði fyrirtæk- isins, Norðurlöndum og Norður-Evrópu. Þar megi búast við frekari fjárfestingum í kælivörum hjá fyrirtækjum í matvælaiðnaði, á smásölumark- aði og hjá veisluþjónustum. Þá lofi pantanir fyrir árið 2003 góðu. Bank of Scotland sá um lánveitingu við kaupin. Kaupþing kaupir helming í kælifyrirtæki í Finnlandi SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ fer ekki að tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar um lengingu veiðibanns til friðunar á hrygning- arþorski og verða reglur um frið- unina óbreyttar frá síðasta ári. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar segir að það muni hafa áhrif á tillögur stofnunarinnar um heild- araflamark á næsta fiskveiðiári. Hafrannsóknastofnunin lagði í lok síðasta mánaðar til að veiði- bann vegna friðunar hrygningar- þorsks yrði lengt um helming á einstökum svæðum, eða úr 21 degi í 40 daga. Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð um bann við veiðum til friðunar hrygningar- þorsks. Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar í 21 dag á svæði frá Stokksnesi vestur um að Skor. Fyrri hluta tímabilsins eru veiðar bannaðar að meginefni til innan fjögurra sjómílna frá fjörumarki en eftir það eru veiðar bannaðar á mun stærra svæði. Veiðibannið austan Dyrhólaeyjar hefst 8. apríl og stendur til og með 28. apríl en vestan Dyrhólaeyjar hefst veiði- bannið 1. apríl og stendur til og með 21. apríl. Þá eru veiðar bann- aðar innan þriggja sjómílna frá og með 15. apríl til loka aprílmánaðar á svæði frá Hornbjargsvita austur um að Stokksnesi, innan þriggja sjómílna við Grímsey og í öllu Ísa- fjarðardjúpi. Loks hafa allar veiðar með drag- nót, botnvörpu og kolanetum verið bannaðar allan aprílmánuð á þremur tilgreindum svæðum í Breiðafirði, á Hafnarleir og Sel- vogsbanka. Er þetta ákveðið að til- lögu Hafrannsóknastofnunarinnar til að hlífa skarkola meðan á hrygningu hans stendur. Reglurn- ar eru óbreyttar frá síðasta ári. Þá hefur ráðuneytið jafnframt ákveðið að frá 1. apríl 2003 verði einungis heimilt að nota þorskfisk- net með minni möskvastærð en 9 þumlungar. Þó verður frá 1. jan- úar 2004 aðeins heimilt að nota þorskfisknet með minni möskva en 7,5 þumlungar. Ráðuneytið mun á næstunni koma af stað vinnu þar sem hrygningarstopp og veiðar- færanotkun verða tekin til sér- stakrar athugunar. Tekið verður tillit til til- lagna um möskvastærðir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, seg- ir það vissulega miður að tillögur stofnunarinnar hafi ekki hlotið brautargengi, enda hafi stofnunin talið að bregðast þyrfti með rót- tækum hætti við þeirri þróun sem hún hefur merkt undanfarin miss- eri, það er að hlutfall stórra hrygna í þorskstofninum hefur verið að lækka og sóknin í þennan mikilvæga hluta stofnsins hafi far- ið hríðvaxandi. „Lokun hrygning- arsvæða á síðasta ári hafði minni áhrif en við höfðum vonast eftir og því töldum við lengri lokun myndi skila betri árangri til verndunar þessa fisks. Jafnframt töldum við ástæðu til að hagsmunaaðilar veltu fyrir sér hvort mögulegt væri að stíga skref í átt að því að tak- marka hámarksmöskvastærð í net- um á þessari vertíð. Það yrði að okkar mati skilvirkasta aðferðin til að ná þessum markmiðum, jafnvel þótt við gerðum okkur fulla grein fyrir því að útgerðarmenn eru búnir að netavæðast fyrir vertíð- ina. Við vildum koma þessum sjón- armiðum á framfæri nú svo aðilar gætu metið aðra leið en lengingu svæðalokana til að bregðast við óhagstæðri þróun mála. Því ber hins vegar að fagna að tekið verð- ur tillit til möskvastærðartillagna okkar á næsta ári.“ Höldum okkar striki Jóhann segir að vissulega hefðu tillögurnar mátt koma fyrr fram en þær séu hins vegar lagðar fram að vel athuguðu máli og af illri nauðsyn. Ljóst sé að ekki verði komið á virkum aðgerðum til verndunar stórþorsks á komandi vertíð og taka þurfi tillit til þess í tillögum stofnunarinnar til stjórn- valda að lokinni árlegri stofnúttekt á vori komandi. „Við höldum okkar striki í þessum efnum jafnt sem tillögum um vernd ungfisks. Ef við berum ekki gæfu til að takmarka sóknina frekar og vernda uppvax- andi árganga sem eru í farvatninu náum við þorskstofninum aldrei upp úr þeim öldudal sem hann er í,“ segir Jóhann. Ekki farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar Reglur um friðun hrygningar- þorsks verða óbreyttar                                                                              !"  !"  #!"  #!"  !"  $ %%!&'" ( "& ! &  " &    )'! *   * ! +' ' * !( !        Ríkið selur 9,11% í Búnaðar- bankanum RÍKISSJÓÐUR Íslands mun hefja sölu á öllum sínum hlut, 9,11%, í Búnaðarbanka Íslands næstkom- andi föstudag. Um rúmlega 493 milljón króna hlut er að ræða og verður útboðsgengið kynnt eftir lok- un Kauphallar Íslands á fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá rík- issjóði verður útboðsgengið ákveðið með hliðsjón af markaðsaðstæðum síðustu vikurnar fyrir útboðið og skuldbindur ríkissjóður sig til þess að selja bréfin á föstu gengi alla við- skiptadaga útboðsins, það er frá 7. mars til 14. mars. Allt hlutafé í útboðinu verður selt í samræmi við viðskiptareglur Kaup- hallar Íslands fyrir milligöngu Bún- aðarbankans Verðbréfa. Fjárfestar greiða Búnaðarbankanum ekki þóknun vegna viðskipta í útboðinu. Greining ÍSB spáir hækkun ávöxtunar- kröfu húsbréfa ● ÁVÖXTUNARKRAFA algengasta flokks húsbréfa var rúmlega 4,93% í gær og lækkaði lítillega frá deginum áður. Þetta á bæði við um 25 ára og 40 ára bréf og hefur í för með sér að afföll við sölu 25 ára bréfanna er um 1,9% og 40 ára bréfanna um 2,6%. Greining Íslandsbanka spáir því að ávöxtunarkrafa hús- og hús- næðisbréfa þokist upp á við fram eftir þessu ári og að sú þróun haldi áfram á næsta ári. Frá þessu er greint í Markaðsyfirliti bankans fyrir marsmánuð, sem gefið var út í gær. Segir í Markaðsyfirlitinu að í ljósi þróunar undanfarinna daga og vikna geri Greining ÍSB ráð fyrir því að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hafi náð lágmarki um mánaðamótin janúar/febrúar og að ekki sé að vænta verulegrar lækkunar kröf- unnar frá því sem nú er. Þá segir að fjárfestar hafi verið að færa sig yfir í styttri bréf, sem bendi til auk- innar óvissu varðandi þróun ávöxt- unarkröfunnar á næstu mánuðum. Pólitísk óvissa sé nú í algleymingi og eðlilegt að ávöxtunarkrafan taki mið af því. Einnig virðist bjartsýni neytenda vera að aukast og því auknar líkur á því að stýrivextir Seðlabanka verði hækkaðir á síð- ari helmingi þessa árs. Seðlabanki breytir bindiskyldu ● SEÐLABANKINN tilkynnti á föstu- daginn breytingar á bindiskyldu lánastofnana. Frá 21. mars 2003 verða bindihlutföll, þ.e. hlutföll inn- lánsbindingar lánastofnana, sem nú eru 1,5% og 4%, lækkuð í 1% og 3%. Þá verður svigrúm lánastofnana til að nýta bundið fé til tryggingar fyrir uppgjöri í greiðslukerfum tak- markað við helming umsaminnar tryggingarfjárhæðar, frá 1. apríl 2003. „Þessi takmörkun er til þess ætluð að tryggja að lána- stofnanir hafi svigrúm á bindireikn- ingi til að mæta sveiflum í lausa- fjárstöðu,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Í þriðja lagi tilkynnti Seðlabank- inn að fyrir lok ársins væru fyr- irhugaðar frekari breytingar, svo sem að færa bindigrunninn og bindihlutföll til samræmis við regl- ur Seðlabanka Evrópu. Jafnframt fellur þá niður heimild til að nota bundið fé til tryggingar fyrir upp- gjöri í greiðslukerfum. Í fréttatilkynningu bankans segir að búast megi við að fram- angreindar breytingar geti leitt til um helmings lækkunar á bindi- skyldu íslenskra lánastofnana. BAUGUR-ID hefur fest kaup á tveimur milljónum hluta í breska matvörufyrirtækinu Big Food Group til viðbótar við þann eignarhlut sem félagið átti fyrir. Samtals á Baugur nú 75.941.564 hluti í Big Food Group, eða 22,1% hlutafjár í fyrirtækinu. Bréf í Big Food Group hækk- uðu lítillega í verði í Kauphöll- inni í London, eða um 3 pens, þegar tilkynnt var um kaup Baugs í gær. Baugur með 22,1% í Big Food ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.