Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 23 GÖNGUHÓPUR kvenna sem var á heilsubótargöngu í Þjóðgarðin- um Snæfellsjökli meðfram strönd- inni úr Skarðsvík að Hellissandi í miðsvetrarblíðunni síðastliðinn laugardag gekk fram á nýrekinn hval rétt utan við Gufuskála. Nán- ar tiltekið niður af Írskabyrgi. Þetta er hrefna, um 5 metrar að lengd, ungt dýr, trúlega á öðru ári. Það er ekki líklegt að gestir í öðr- um þjóðgörðum á Íslandi og eins utan Íslands eigi von á því að ganga fram á sjórekinn hval við fætur sér til að skoða. Í marsmánuði er talið að hrefn- an haldi sig í suðurhöfum. Hval- rekinn kom því Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrann- sóknastofnun, nokkuð á óvart. Þess má geta að ein konan í gönguhópnum heitir Hrefna og auðvitað tók hún fyrst af konunum eftir nöfnu sinn í fjörunni. Örstutt gönguleið er frá bíla- stæðinu við Írskrabrunn að reka- fjörunni þar sem hvalurinn er og því auðvelt fyrir fólk að komast þangað til að sjá hann. Á myndinni má sjá hrefnuna þar sem hún liggur í fjörunni neðan við Írskabyrgi. Hvalreki í þjóðgarðinum Hellissandur VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell á Ak- ureyri hefur hafið framkvæmdir við gerð sneiðings niður í gilið við Innri-Kárahnjúk. Sneiðingurinn á að liggja að efri enda hjá- ganganna tvennra sem Jökulsá á Dal verður veitt um meðan á gerð Kárahnjúkastíflu stend- ur. Að sögn Sigurbergs Konráðssonar hjá Arn- arfelli verður sneiðingurinn 400 metrar að lengd með 12% halla. Sneiðingurinn liggur á bakvið klett sem skagar út í Jöklu og beygja er á honum niður undir gilbotninum við enda hjá- ganganna. Vinnu er lokið við að hreinsa laus jarðlög of- an af berginu á gilbarminum. Fyrstu bergfyll- urnar sem sprengdar voru ofan í gilið voru allt að 27 þúsund rúmmetrar og stífluðu Jökulsá í gilinu en það tók Jöklu aðeins um klukkustund að safna svo miklu vatni ofan stíflunnar að hún færi að renna yfir hana og hreinsa hana að miklu leyti burtu. Framkvæmd- ir eru hafnar við Innri- Kárahnjúk Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Það er ekki fyrir lofthrædda menn að vinna hjá verktakafyrir- tækinu Arnarfelli við gerð sneiðings ofan í gilið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.