Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 23 GÖNGUHÓPUR kvenna sem var á heilsubótargöngu í Þjóðgarðin- um Snæfellsjökli meðfram strönd- inni úr Skarðsvík að Hellissandi í miðsvetrarblíðunni síðastliðinn laugardag gekk fram á nýrekinn hval rétt utan við Gufuskála. Nán- ar tiltekið niður af Írskabyrgi. Þetta er hrefna, um 5 metrar að lengd, ungt dýr, trúlega á öðru ári. Það er ekki líklegt að gestir í öðr- um þjóðgörðum á Íslandi og eins utan Íslands eigi von á því að ganga fram á sjórekinn hval við fætur sér til að skoða. Í marsmánuði er talið að hrefn- an haldi sig í suðurhöfum. Hval- rekinn kom því Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrann- sóknastofnun, nokkuð á óvart. Þess má geta að ein konan í gönguhópnum heitir Hrefna og auðvitað tók hún fyrst af konunum eftir nöfnu sinn í fjörunni. Örstutt gönguleið er frá bíla- stæðinu við Írskrabrunn að reka- fjörunni þar sem hvalurinn er og því auðvelt fyrir fólk að komast þangað til að sjá hann. Á myndinni má sjá hrefnuna þar sem hún liggur í fjörunni neðan við Írskabyrgi. Hvalreki í þjóðgarðinum Hellissandur VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell á Ak- ureyri hefur hafið framkvæmdir við gerð sneiðings niður í gilið við Innri-Kárahnjúk. Sneiðingurinn á að liggja að efri enda hjá- ganganna tvennra sem Jökulsá á Dal verður veitt um meðan á gerð Kárahnjúkastíflu stend- ur. Að sögn Sigurbergs Konráðssonar hjá Arn- arfelli verður sneiðingurinn 400 metrar að lengd með 12% halla. Sneiðingurinn liggur á bakvið klett sem skagar út í Jöklu og beygja er á honum niður undir gilbotninum við enda hjá- ganganna. Vinnu er lokið við að hreinsa laus jarðlög of- an af berginu á gilbarminum. Fyrstu bergfyll- urnar sem sprengdar voru ofan í gilið voru allt að 27 þúsund rúmmetrar og stífluðu Jökulsá í gilinu en það tók Jöklu aðeins um klukkustund að safna svo miklu vatni ofan stíflunnar að hún færi að renna yfir hana og hreinsa hana að miklu leyti burtu. Framkvæmd- ir eru hafnar við Innri- Kárahnjúk Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Það er ekki fyrir lofthrædda menn að vinna hjá verktakafyrir- tækinu Arnarfelli við gerð sneiðings ofan í gilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.