Morgunblaðið - 05.03.2003, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÖÐUGT bætast nýjar upplýsingar á
svarta listann yfir afleiðingarnar af stór-
iðjufárinu, sem Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Samfylking eru að leiða
yfir þjóðina. Nú liggur það fyrir að ál-
bræðslan sem Alcoa hyggst reisa á
Reyðarfirði muni losa 4 sinnum meira af
brennisteini (SO2) út í andrúmsloftið en
sú sem Norsk Hydro hugðist reisa, jafn-
vel þótt Alcoa bræðslan eigi að vera
fjórðungi minni en sú norska og án raf-
skautaverksmiðju. Um þetta atriði skrif-
aði Bergur Sigurðsson ágæta grein í
Morgunblaðið 13. febrúar sl. Svo er kom-
ið í ljós að vafamál er hvort Holl-
ustuvernd/Umhverfisstofnun hafi verið
heimilt að auglýsa starfsleyfistillögu
vegna Alcoa bræðslunnar þar sem mati á
umhverfisáhrifum var ólokið á stjórn-
sýslustigi. Því lýkur ekki fyrr en búið er
að skera úr um kæru vegna úrskurðar
Skipulagsstofnunar, sem heimilaði
bræðsluna án þess að hún færi í gegnum
matsferlið eins og lög gera ráð fyrir. Og
nú er það nýjasta að Eftirlitsstofnun
EFTA hefur óskað eftir frekari gögnum
um ívilnanir stjórnvalda til Alcoa svo
skera megi úr um það hvort „meðgjöf“
hins opinbera, eða niðurgreiðsla á orku
og aðstöðu, stangist á við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið.
Framtíðarþróun
Þegar skoðaðar eru útstreymistölur
brennisteins vegna álverksmiðjanna sem
þegar eru starfandi á Íslandi, að við-
bættu útstreymi frá fyrirhugaðri verk-
smiðju á Reyðarfirði og frá fyrirhug-
uðum stækkunum verksmiðjanna á
Grundartanga og í Straumsvík, bregður
manni heldur en ekki í brún. Þá blasir
það við að heildarmagnið sem stóriðjan
losaði yrði tæp 13 þúsund tonn á ári.
Þannig myndi losun frá stóriðju aukast
um 9.736 tonn, sem bættust við þau
9.570 tonn, sem Hagstofan gefur upp að
sé heildarlosun Íslendinga 2001. Það ger-
ir 19.300 tonna heildarlosun brennisteins
út í andrúmsloftið á ári. Skoðum þetta
aðeins nánar í töflu:
Langt umfram viðmiðunarreglur
Nú er rétt að taka það fram að losun
brennisteins er grafalvarlegt mál og
áhrif hans á umhverfið eru óumdeild.
Þau 3.864 to
hugsanleg ál
upp um sína
myndi jafnas
af brennistei
rúmsloftið m
loftgæðum. O
stóriðju á Ís
SO2 losun ok
værum við a
unarreglum
varðar. Meir
gengur út fr
viðmiðunum
góðum framl
Getum við fengið ferskt
Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Eru þingmenn með bundið
eða finnst þeim þetta bara a
ÞÓ AÐ skógrækt sé til þess að gera
ung atvinnugrein á Íslandi er þegar far-
inn að falla til viður þegar grisjun
skóga á sér stað. Ég hef lagt fram á Al-
þingi þingsályktunartillögu þar sem
hvatt er til þess að landbúnaðarráð-
herra móti stefnu í því á hvern hátt
þessi viður verði nýttur. Hér er um
mikil verðmæti að ræða sem mjög
brýnt er að nýta betur en gert hefur
verið til þessa. Ýmsir hafa bent mér á
talsvert magn af trjáviði, sem þegar
hefur verið höggvinn en er á engan hátt
nýttur. Talsvert magn er t.d. í Heið-
mörk, á Mógilsá, í Haukadal og víðar
um land.
Talið er eðlilegt að 30 til 50 ár líði frá
gróðursetningu skógarplantna þar til
grisjunarviðurinn er nýtanlegur. Benda
má á fjölmargar leiðir til þess að nýta
þennan við og hámarka verðmæta-
sköpun og nýta þær afurðir sem skóg-
urinn gefur.
Nýta viðinn til handverks- og list-
munagerðar. Einnig er eðlilegt að nýta
viðinn til handmenntakennslu í skólum
landsins. Þannig hefur viðurinn uppeld-
islegt gildi fyrir nemendur og í því er
fólgin kynning á því hvernig nýta má
afurðir skógarins. Þeir Guðmundur
Magnússon, listasmiður á Flúðum, og
Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógrækt-
ar ríkisins, hafa unnið gott starf við
kynningu á því hvernig nýta má viðinn
til listmunagerðar nú síðast með útgáfu
bókarinnar Lesið í skóginn, tálgað í tré.
Margir aðilar hafa þegar unnið mjög
merkilegt starf í þessum efnum s.s. Vík-
ingaeyjan á Höfn, listafólkið á Mið-
húsum á Héraði, Sigríður Guðmunds-
dóttir listakona á Grund í
Villingaholtshreppi, Félag rennismiða
og skemmtilegt var að sjá níræðan
höfðingja, Ríkharð Long Ingibergsson
sem skar út í íslenskan við milli þess
sem hann stundaði gömlu dansana og
marga fleiri áhugamenn og listamenn
mætti nefna
Límtré
byggingaref
timburs er a
steinsteypu
ins og á útiv
gerðar úr vi
Lerki e
framleiðslu
palla svo dæ
Héraði hefu
ur o.m.fl. dæ
Allan a
nýta til eldi
ur er til hei
og járnblen
nýta úrgang
sem hentar
Enn ei
hefur verið
Íslenskur trjáviður – ón
Eftir Ísólf Gylfa Pálmason „Talið er eðlilegt að 30 til 50
gróðursetningu skógarplant
grisjunarviðurinn er nýtanle
MEÐ þeirri efnahags- og atvinnustefnu
sem ríkisstjórnin hefur mótað og fram-
fylgt er nú svo komið að grundvöllur hef-
ur skapast til frekari breytinga á skatt-
kerfinu þannig að fólkið í landinu njóti
ávaxtanna. Að undanförnu hefur athyglin
ekki síst beinst að stöðu venjulegs fólks
með meðaltekjur – fjölskyldufólks í því
samhengi. En í efnahagsmálum þarf
fleira skoðunar við, t.d. vaxtastefna
Seðlabankans sem er að sliga jafnt at-
vinnulífið sem heimilin í landinu. Það er
samdóma álit fólks að vextir hér á landi
verði hreinlega að lækka.
Færa má gild rök fyrir því að vextir
séu of háir hér á landi og jafnframt gengi
krónunnar miðað við núverandi stig hag-
sveiflunnar og horfur í efnahagsmálum.
Þessi samsetning vaxta og gengis getur
skaðað hagvöxt til lengri tíma og ég
skora á Seðlabankann að skoða gaum-
gæfilega hvort bankinn sé á réttri leið í
stefnu sinni.
Við endurmat vaxtastefnunnar þarf að
skoða hversu hratt er farið í styrkingu
gjaldeyrisforðans og lánastýringu hins
opinbera með tilliti til endurgreiðslu á
innlendum og erlendum lánum. Það gæti
leitt til hagstæðara starfsumhverfis fyrir
atvinnulífið og dregið úr sveiflum í hag-
kerfinu. Það er margt sem bendir til þess
að minni vaxtamunur gagnvart útlöndum
og nokkru lægra gengi gæti stuðlað að
meiri atvinnu og framleiðslu við núver-
andi aðstæðu
ugleika í tvís
Það er og
miða Frams
stjórnmálum
hagstjórnina
stöðugleikan
var m.a. að a
banka Ísland
bólgumarkm
ráðstöfun át
dag um að þ
að færa Seðl
Vextir verða að lækka
Eftir Björn Inga Hrafnsson „Færa má gild rök fyrir því a
háir hér á landi og jafnframt
unnar miðað við núverandi s
unnar og horfur í efnahagsm
2002 losuð
tonn af SO2
Fyrirsjáanleg
tonnum sk
Grundartangi1 756 2,50
Straumsvík1 2,499 6,62
Reyðarfjörður2 0 3,86
Samtals 3,254 12,99
1) Tölurnar eru úr matsskýrslum fyrir stækkunaráform fyrirt
heimildir verði rýmri þegar til kemur, sbr. 17% afslátt sem N
tíma skv. starfsleyfistillögu Hollustuverndar. Þar voru 828 to
966 tonn í tillögu að starfsleyfi.
2) Tölurnar eru úr drögum að starfsleyfi Reyðaráls ehf. auglýs
17. desember 2002.
DREIFÐ EIGNARAÐILD KOSTUR
Í samtali við Morgunblaðið í gær segirGarth Leder, hlutabréfasérfræðing-
ur hjá fjárfestingarbankanum Fox-
Pitt,Kelton, sem nýlega gerði hluta-
bréfagreiningu á Íslandsbanka:
„Íslandsbanki er áhugaverðari fjár-
festingarkostur á alþjóðavettvangi en
Landsbanki og Búnaðarbanki vegna
þess að eignaraðild að bankanum er
dreifð … Íslandsbanki hefur enga kjöl-
festufjárfesta þannig að öll þeirra bréf
geta gengið kaupum og sölum. Flestir
aðrir bankar í Evrópu hafa einn eða tvo
stóra hluthafa, sem minnkar það
hlutafé, sem hægt er að eiga viðskipti
með.“
Þetta eru athyglisverð ummæli hins
erlenda sérfræðings, ekki sízt í ljósi
þeirra umræðna, sem hér hafa farið
fram sl. 4–5 ár um dreifða eignaraðild
að bankakerfinu. Í þeim umræðum hafa
ýmsir sérfróðir menn innan bankakerf-
isins íslenzka haldið því fram, að hug-
myndir um dreifða eignaraðild að
bankakerfinu væru tóm vitleysa. Á
tímabili bryddaði á þeirri kenningu að
talsmenn dreifðrar eignaraðildar væru
eins konar sósíalistar!
Nú er veruleikinn orðinn sá, að eign-
araðild að Íslandsbanka er orðin mjög
dreifð. Þar er enginn sérstakur kjöl-
festufjárfestir. Stærsti hluthafinn í
bankanum er Lífeyrissjóður verzlunar-
manna með rúmlega 10% hlut. Ekki
verður séð að þessi dreifða eignaraðild
hafi valdið Íslandsbanka neinum sér-
stökum vandamálum í rekstri. Raunar
virðist meiri friður um eignarhald á
bankanum en var á meðan þar voru
hluthafar, sem réðu yfir stærri hlut.
Síðan kemur hingað erlendur sér-
fræðingur, sem segir að það sé beinlínis
kostur fyrir Íslandsbanka að hafa enga
svokallaða kjölfestufjárfesta, þannig að
öll bréf geti gengið kaupum og sölum og
að Íslandsbanki sé af þessum sökum
áhugaverðari fjárfestingarkostur fyrir
alþjóðlega fjárfesta en Landsbanki og
Búnaðarbanki.
Svo virðist sem hinir íslenzku sér-
fræðingar þurfi að endurmeta afstöðu
sína bæði vegna reynslunnar, sem nú
þegar er fengin af hinni dreifðu eign-
araðild að Íslandsbanka, en líka vegna
þess, að auðveldara verði með þessum
hætti fyrir íslenzka banka að fá erlenda
fjárfesta til þess að kaupa hlutabréf í
bönkunum hér. Það hefur ekki lítil vinna
verið lögð í að fá erlenda banka til þess
að kaupa hlut í bönkunum hér.
Morgunblaðið hefur hvatt mjög ein-
dregið til þess á undanförnum árum, að
lögð verði áherzla á dreifða eignaraðild
að íslenzka bankakerfinu, ekki fyrst og
fremst á þeim forsendum, sem hinn er-
lendi sérfræðingur byggir mat sitt á,
heldur af þjóðfélagslegum ástæðum. Að
það sé einfaldlega ekki hollt fyrir ís-
lenzkt samfélag að bankarnir skiptist
upp á milli örfárra aðila.
Í ljósi þeirra umræðna, sem hér hafa
farið fram undanfarin ár, er þess að
vænta að íslenzkir fjármálasérfræðingar
sjái dreifða eignaraðild að bankakerfinu
í nýju ljósi. Þeir hafa væntanlega eftir
sem áður áhuga á því að fá erlenda fjár-
festa til þess að leggja fé í íslenzka
bankakerfið.
ÍSLENDINGAR AXLA ÁBYRGÐ
Meiri og meiri þungi er lagður íþátttöku Íslendinga í friðar-gæslustarfi í heiminum. Nú hef-
ur íslensku friðargæslunni verið falið að
stýra alþjóðaflugvellinum í Pristina í
Kosovo næsta árið í umboði KFOR-fjöl-
þjóðahers Atlantshafsbandalagsins,
NATO. Þetta er stærsta verkefni ís-
lensku friðargæslunnar frá upphafi.
Þegar Íslendingar tóku formlega við
stjórn flugvallarins af Ítölum í fyrradag
var Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, viðstaddur, ásamt Filippo Bers-
elli, aðstoðarvarnarmálaráðherra Ítalíu,
og Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-hér-
aðs.
Af því tilefni sagði Halldór í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins: „Mikilvæg-
ast fyrir okkur er að það skuli nú vera
orðin staðreynd að okkur sé treyst fyrir
svona verkefni án þess þó að her sé til
staðar á Íslandi ... Það er nauðsynlegt að
við tökum þátt í friðargæslu eins og aðrar
þjóðir. Við eigum að leggja okkar af
mörkum og það er mikilvægt fyrir okkur
að öðlast reynslu á þessu sviði. Við eigum
mikið af hæfu fólki sem er komið hingað
og það eiga fleiri eftir að taka þátt í þessu
starfi.“
Sameinuðu þjóðirnar hafa stýrt Kos-
ovo-héraði síðan loftárásum NATO á
Júgóslavíu lauk í júní 1999, en þá var
bundinn endir á grimmdarverk öryggis-
sveita Serba í héraðinu. Uppbygging eft-
ir stríðsátökin gengur hægt, allt að 70%
atvinnuleysi er í landinu og undir niðri
kraumar mikið hatur á milli Kosovo-Alb-
ana og serbneskra íbúa héraðsins. Þetta
er því vandasamt verk sem Íslendingar
hafa tekið að sér.
Íslendingar munu vinna að því að koma
flugvellinum í Pristina undir borgaralega
stjórn Sameinuðu þjóðanna 1. apríl 2004
og er stefnan sú að þá verði rekstur flug-
vallarins í höndum heimamanna. Nú
starfa um eitt hundrað manns af fjórtán
þjóðernum við flugvöllinn í Pristina undir
yfirumsjón íslensku friðargæslunnar,
sem tók óformlega við stjórn flugvallar-
ins af Ítölum 20. janúar sl.
Framlag Íslendinga verður margþætt
og felst ekki aðeins í flugumferðarstjórn,
en tíu íslenskir flugumferðarstjórar
vinna nú við flugvöllinn. Það felst einnig í
rekstri slökkviliðs á vellinum, veður-
stofu, heilsugæslustöðvar og stjórn hlað-
manna. Auk þess felur verkefnið í sér
þjálfun 60 til 80 heimamanna, sem eiga að
leysa Íslendinga af hólmi.
Með forystu í þessu verkefni sýna Ís-
lendingar að þeirra þáttur í friðargæslu
skiptir máli, ekki síst vegna þess að um er
að ræða verðmæta starfsmenn, sem eru
dýrari en t.d. meðalhermaður. Ísland
hefur á að skipa eftirsóttum sérfræðing-
um, t.d. flugumferðarstjórum og læknum
og hjúkrunarliði, sem fengur er að á
stríðshrjáðum slóðum.
Hálf öld er liðin síðan Íslendingar tóku
fyrst þátt í friðargæslu og hefur þátttak-
an aukist jafnt og þétt frá 1994. Á leið-
togafundi NATO, sem haldinn var í nóv-
ember, skuldbatt Ísland sig til að efla
íslensku friðargæsluna með því að hraða
áður áformaðri uppbyggingu og fjölga
virkum friðargæsluliðum í áföngum úr 25
í 50 fram til ársins 2006. Gert er ráð fyrir
að kostnaður við íslensku friðargæsluna
verði þar með orðinn hálfur milljarður á
ári.
Þessum loforðum var vel tekið hjá
NATO og í höfuðstöðvum Brussel þóttu
þær falla vel að hugmyndinni um „sér-
hæfð framlög“ aðildarríkjanna, þ.e.
framlagið er raunhæft fyrir Ísland og
kemur bandalaginu í heild að gagni.
Ástæða er til að taka undir það með ut-
anríkisráðherra að herleysið megi ekki
verða til þess að Íslendingar sýni ekki
bandalagsríkjum sínum í NATO sam-
stöðu og taki þátt í því starfi sem unnið er
í þágu friðar í heiminum. Með því að efla
íslensku friðargæsluna er stigið mikil-
vægt skref í þá átt og um leið skapar
skuldbindingin Íslendingum trúverðug-
leika í samvinnu á alþjóðavettvangi.