Morgunblaðið - 05.03.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 29
ÁRIÐ 1992 var haldin alþjóðleg ráð-
stefna í Río de Janeiro í Brasilíu sem
markaði þáttaskil í umhverfismálum.
Þar voru settar fram grundvall-
arreglur sem unnið hefur verið eftir í
samstarfi þjóða. Í 10. reglu yfirlýs-
ingar ráðstefnunnar er mörkuð sú
stefna að virkja almenning til lýð-
ræðislegrar þátttöku í umhverf-
ismálum. Á grundvelli þessarar reglu
og fjölda annarra alþjóðasamþykkta
um umhverfismál gerðu 39 ríki með
sér samning í Árósum hinn 25. júní
1998 um aðgang almennings að upp-
lýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku
og aðgengi að réttlátri málsmeðferð í
umhverfismálum jafnt fyrir stjórn-
völdum sem dómi. Guðmundur
Bjarnason, þáverandi umhverf-
isráðherra Framsóknarflokksins,
undirritaði samninginn fyrir Íslands
hönd. Tekið er fram að Árósasamn-
ingurinn sé ný tegund samnings um
umhverfismál. Í formála samningsins
eru umhverfisvernd og mannréttindi
tengd saman og réttindum í umhverf-
ismálum veitt sama staða og öðrum
mannréttindum. Samningurinn beinir
sérstaklega athygli að gagnverkandi
áhrifum almennings og stjórnvalda í
lýðræðislegu samhengi og kveður á
um ný ferli varðandi þátttöku al-
mennings. Í 9. gr. samningsins er
fjallað um aðgang að réttlátri máls-
meðferð. Þar er meðal annars mælt
fyrir um að tryggja skuli mönnum
aðgang að endurskoðunarleið fyrir
dómstólum eða öðrum hlutlausum að-
ilum og fljótvirkri meðferð sem sé
ókeypis eða ódýr. Í lögum nr. 2/1993
um Evrópska efnahagssvæðið segir
einnig í inngangi að samningsaðilar:
„Eru sannfærðir um að ein-
staklingar muni gegna mikilvægu
hlutverki á Evrópska efnahagssvæð-
inu vegna beitingar þeirra réttinda
sem þeir öðlast með samningi þess-
um og þeirrar verndar dómstóla sem
þessi réttindi njóta:
Hafa einsett sér að varðveita,
vernda og bæta umhverfið og sjá til
þess að náttúruauðlindir séu nýttar
af varúð og skynsemi, einkum á
grundvelli meginreglunnar um sjálf-
bæra þróun og þeirrar meginreglu að
grípa skuli til varúðarráðstafana og
fyrirbyggjandi aðgerða.“
Í ljósi þessara lýðréttinda er fróð-
legt að skoða afstöðu Sivjar Friðleifs-
dóttur, umhverfisráðherra Fram-
sóknarflokksins, í deilu við fjölmarga
einstaklinga og félagasamtök sem
hafa látið úrskurð Skipulagsstofn-
unar um mat á umhverfisáhrifum
Kárahnjúkavirkjunar til sín taka.
Reynsla mín er þessi.
Ég sendi inn athugasemdir til
Skipulagsstofnunar vegna skýrslu
Landsvirkjunar um mat á umhverfis-
áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Meg-
inröksemdir mínar og fjölmargra
annarra lutu að því að framkvæmdin
gengi gegn grunnreglunni um sjálf-
bæra þróun og gegn varúðarreglunni.
Nægir að vísa til þess að fyrirséð er
að Hálslón muni fyllast af aur á 150
til 200 árum, framkvæmdin er því
ekki sjálfbær. Þá er ótalinn skaði á
ómetanlegum náttúruperlum,
jarðfræðiminjum, gróðurlendi, vatna-
sviði, lífríki o.fl. Skipulagsstofnun
lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun
vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa.
Úrskurðurinn var kærður til ógild-
ingar en ég kærði hann til staðfest-
ingar og gerði varakröfu þess efnis
að málinu yrði vísað á nýjan leik til
Skipulagsstofnunar aðallega vegna
þess að málinu var lagður nýr grund-
völlur á kærustigi með ótal nýjum
gögnum. Jafnframt krafðist ég þess
margsinnis að fá að tjá mig um allar
kærur og kærugögn. Skemmst er frá
því að segja að umhverfisráðherra
sinnti í engu kröfum mínum um and-
mælarétt. Hún tók í engu á ítarleg-
um röksemdum mínum. Hún var
jafnframt vanhæf til að úrskurða í
málinu þar sem hún hafði á vettvangi
Framsóknarflokksins og ríkisstjórnar
tekið afstöðu til málsins löngu áður
en það kom til hennar kasta.
Umhverfisráðherra úrskurðaði eins
og fyrirséð var í stíl við fyrirfram
gefna afstöðu sína og felldi úr gildi
úrskurð Skipulagsstofnunar. Þar með
er ekki öll sagan sögð. Í dómsmáli
undirritaðs, tveggja annarra ein-
staklinga og Náttúruverndarsamtaka
Íslands vegna úrskurðar umhverf-
isráðherra hefur hún gert allt sem í
hennar valdi stendur til að koma í
veg fyrir aðgengi okkar að dóm-
stólum með því að krefjast þess
ítrekað að málinu verði vísað frá
dómi. Nú hefur Hæstiréttur gert
héraðsdómi að taka efnislega á mál-
inu, taka á kröfu okkar um að úr-
skurður umhverfisráðherra frá 20.
desember 2001 verði ómerktur.
Það vantar mikið á að umhverf-
isráðherra hafi virt alþjóðlegar
skuldbindingar okkar Íslendinga og
verra er að hún hefur reynt að tor-
velda aðgengi að dómstólum þrátt
fyrir að um mannréttindi sé að ræða
sem tryggð eru með 60. gr. stjórn-
arskrárinnar. Því miður hafa Sam-
fylkingin og Sjálfstæðisflokkur einnig
brugðist í Kárahnjúkamálinu, þessu
veigamikla framtíðarmáli afkomenda
okkar. En umhverfisráðherra er ein-
faldlega ótrúverðug og ekki treyst-
andi fyrir því mikilvæga hlutverki að
vera málsvari náttúrunnar. Fögur
orð á alþjóðavettvangi hafa litla þýð-
ingu ef athafnir heima fyrir ganga í
þveröfuga átt. Er mál að linni og að
ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun lúti
leikreglum lýðræðis.
Ótrúverðugur
umhverfisráðherra
Eftir Atla Gíslason „Það vantar mikið á að umhverfisráðherra
hafi virt alþjóðlegar skuldbindingar okkar
Íslendinga.“
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skip-
ar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Reykjavík norður.
HIÐ mikla tízkufyrirbrigði, skoð-
anakannanir, ríður nú húsum manna
sem aldrei fyrr. Flokkum er úthlutað
þingsætum í komandi alþingiskosn-
ingum og tekur margur niðurstöðum
hverju sinni sem úrslitum kosninga.
Stjórnmálafræðingar láta ljós sitt
skína og mynda ríkisstjórnir í gríð
og erg og hafa ekki undan að gefa
mönnum og flokkum einkunnir. Ekki
virðast þeir allir óvilhallir, enda
kenna fræðin þeim að aka seglum
eftir vindi eins og hann blæs þeim
sjálfum byrlegast hverju sinni.
Ágreiningur er djúpstæður milli
flokka sem líklegt er. Um eitt er
hinn gamli svonefndi fjórflokkur ein-
huga: Að þegja Frjálslynda flokkinn
í hel ef þess er nokkur kostur. Því
verkefni sinna dyggilega þeir stjórn-
málafræðingar, sem kallaðir hafa
verið til vitnisburðar. Í þjónkun sinni
við flokkinn sinn hentar þeim ekki að
taka allar líkur með í reikninginn. Til
dæmis ekki þær, að flokkur þarf ekki
að fá nema 5% – fimm prósent – at-
kvæða á landsvísu til að fá kjörna
menn á þing. Flokkur sem nær því
marki myndi sennilega fá þrjá þing-
menn kjörna. Það er af sem áður var
að flokkur þurfti að fá mann kjörinn
á lista í kjördæmi til að fá uppbót-
armann eða -menn. Nú er þetta
breytt eftir nýju kosningalögunum,
fimm prósent á landsvísu nægja eins
og áður sagði.
Þetta hafa fræðingarnir aldrei
nefnt í vangaveltum sínum og úthlut-
unum á þingsætum til flokkanna
sinna.
Hversvegna ekki? Af því sem það
á að telja kjósendum trú um að
flokkur þurfi 8–10% atkvæða til að
ná kjördæmakjörnum manni, eða
sem næst helmingi fleiri atkvæði
hlutfallsleg í kjördæmi en á lands-
vísu. Og læða því um leið að mönnum
að þeir séu að kasta atkvæði sínu á
glæ með því að kjósa flokk sem ekki
er líklegur til að ná hinni hærri hlut-
fallstölu.
Á hverju ættu fræðingarnir að
byggja álit sín ef þeir vilja ekki við
það láta sitja að gleypa hrátt mæl-
ingar skoðanakannana hverju sinni?
Vísindamenn myndu draga ályktanir
af reynslu fyrri ára; reynslu sög-
unnar sem oftast er ólygnust. En
fúskarar og pólitískir attaníossar
fara sínu fram.
Fyrir kosningar 1999 mældu skoð-
anakannanir yfirleitt Frjálslynda
flokkinn með helmingi minna fylgi en
hann fékk þegar talið var upp úr
kjörkössum. Enda auglýstu heið-
ursmennirnir á DV kappsamlega
daginn fyrir kosningar að menn
myndu eyðileggja atkvæði sín með
því að gefa þau flokknum.
Síðastliðið vor, fyrir borgarstjórn-
arkosningar, gáfu kannanir til kynna
hið sama og áður: Um helming
þeirra atkvæða sem Frjálslyndir og
óháðir hlutu; milli 3 og 4% en nið-
urstaðan varð 6,2%.
Stjórnmálafræðingar þyrftu að
kynna sér þá staðreynd, aldargamla
a.m.k., að flokkur, sem lendir á milli
stórra og öflugra fylkinga í kosn-
ingum á afar erfitt uppdráttar.
Árið 1937 hlaut Sjálfstæðisflokk-
urinn tæp 700 atkvæði í Suður-
Múlasýslu. 1946 voru þau 240.
Hversvegna? Af því sem Framsókn,
Eysteinn Jónsson, og sósíalistar,
Lúðvík Jósepsson, háðu harða bar-
áttu í kosningum hverju sinni og
náðu þeirri spennu sín á milli að hin-
ir flokkarnir urðu undir og Alþýðu-
flokkurinn þurrkaðist nær alveg út.
En frjálslyndum tókst hins vegar að
fá mann kjörinn og 6,2 % atkvæða
þegar hinar tvær stóru fylkingar
öttu kappi í borgarstjórnarkosning-
unum sl. vor, sem var afrek eins og á
stóð.
Með þessar sögulegu staðreyndir í
huga ættu fræðingarnir að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir afgreiða
Frjálslynda flokkinn. Ennfremur
ættu þeir að huga að því að yf-
irgnæfandi líkur eru á að Samfylk-
ingu og vinstri-grænum takist ekki
tveim einum að velta núverandi vald-
höfum úr sessi. Það tekst ekki nema
að Frjálslyndi flokkurinn nái kjörn-
um mönnum á þing.
Skoðanakannanir
Eftir Sverri Hermannsson „Síðastliðið vor, fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar, gáfu kannanir til kynna hið sama og
áður: Um helming þeirra atkvæða sem
Frjálslyndir og óháðir hlutu; milli 3 og 4% en
niðurstaðan varð 6,2%.“
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.
onn sem gert er ráð fyrir að
lbræðsla á Reyðarfirði losi
a tvo 80 m háu skorsteina
st á við það að 6.000 tonnum
inssýru væri úðað út í and-
með tilheyrandi skerðingu á
Og verði öll þessi áform um
landi að veruleika og aukist
kkar í 19.300 tonn á ári þá
að brjóta gegn öllum viðmið-
Vesturlanda hvað losun
ra að segja Alþjóðabankinn
rá því í sínum umhverfis-
að nútíma álver sem beitir
leiðsluaðferðum losi ekki
meira SO2 en sem nemur 1 kg á brætt
tonn af áli. Þetta þýðir að fyrirhugað ál-
ver á Reyðarfirði fær heimildir til að losa
12 sinnum meira en það sem Al-
þjóðabankinn miðar við í þeim verk-
efnum sem hann fjármagnar.
Ábyrgð þingmanna
Þær tölur sem hér hafa verið settar á
blað hafa verið lagðar fyrir iðnaðarnefnd
Alþingis og við skulum gera ráð fyrir að
nefndin hafi fjallað um þær á fundum
sínum í tengslum við frumvarp iðn-
aðarráðherra um álver á Reyðarfirði. En
allt og sumt sem nefndin sér ástæðu til
að segja um málið er svohljóðandi:
„Meiri hlutinn gerir sér fulla grein fyrir
því að verkið muni hafa einhver skaðleg
umhverfisáhrif en í ljósi hinna sterku
efnahags-, atvinnu- og byggðaraka sé sá
fórnarkostnaður réttlætanlegur.“ Ég
leyfi mér að mótmæla þessum fullyrð-
ingum þingmanna Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylkingar í iðn-
aðarnefnd Alþingis. Og ég leyfi mér að
benda þjóðinni á það að ef þingmenn
þessara sömu flokka ætla að heimila
byggingu rafskautaverksmiðju á Grund-
artanga, sem sögð er losa fjórfalt meira
magn af SO2 en stækkað álver á Grund-
artanga (sjá fréttir í RÚV 29.01.03) þá
yrði heildarlosun okkar Íslendinga á
brennisteini út í andrúmsloftið orðin
meiri en heildarlosun Dana og Norð-
manna. Eru þingmenn með bundið fyrir
bæði augu eða finnst þeim þetta bara allt
í lagi? Ég get talað fyrir hönd þing-
manna Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs; við sættum okkur ekki við
þetta.
t loft?
fyrir bæði augu
allt í lagi?“
Höfundur er þingmaður VG.
a.
é er talið mjög heppilegt
fni. Benda má á að ending
af mörgum talin betri en
. Allar brýr í skógum lands-
vistarsvæðum ættu að vera
iði.
er ákjósanlegur viður til
glugga, skjólgirðinga og sól-
æmi séu nefnd. Rauðgreni af
ur verið selt sem efni í trön-
æmi mætti nefna.
afgangs- og úrgangsvið má
iviðarframleiðslu hvort held-
imilisnota, eða eldiviðar í ál-
disframleiðslu. Þá má einnig
gsvið til framleiðslu á kurli
vel til göngustígagerðar o.fl.
nn þáttur, sem allt of lítið
fjallað um, er nýting trjá-
viðar til uppgræðslu á söndum. Sand-
urinn fýkur að trjáviðnum, í hann er
síðan sáð melgresi og fræið binst betur
við þessa aðferð. Góð dæmi um þetta
má sjá á fjörunni í Austur-Landeyjum
t.d. við Hallgeirsey og víðar.
Þá ættum við einnig að setja okkur
nýtingarstefnu á rekaviði sem hægt
væri að nýta mun betur en við gerum.
Þá væri brýnt að halda námskeið
fyrir fólk þar sem kynntar yrðu hug-
myndir um nýtingu þessara verðmæta.
Merkileg námskeið voru haldin á
Kirkjubæjarklaustri af hálfu Skógrækt-
ar ríkisins, Landgræðslunnar, Suður-
landsskóga og Félags skógarbænda.
Sundum benda andstæðingar stór-
iðjuframkvæmda á að það þurfi að gera
eitthvað annað. Þessar hugmyndir eru
svo sannarlega eitthvað annað sem við
getum verið samstiga um. Þetta er einn
steinninn í vörðuna þegar talað er um
sjálfbæra þróun og hugmyndir um nýt-
ingu náttúruauðæfa sem svo sannarlega
eru vannýtt í dag. Tökum höndum sam-
an og stuðlum að nýtingu trjáviðar sem
stóriðju framtíðarinnar.
nýtt verðmæti!
0 ár líði frá
tna þar til
egur.“
Höfundur er alþingismaður.
ur án þess að tefla verðstöð-
sýnu.
hefur verið eitt meginmark-
óknarflokksins í íslenskum
m að styrkja atvinnulífið, færa
a til nútímahorfs og viðhalda
num. Liður í þessari viðleitni
auka mjög sjálfstæði Seðla-
ds og taka upp s.k. verð-
mið í stjórn efnahagsmála. Sú
tti rétt á sér og enginn efast í
það hafi verið rétt ákvörðun
labankanum þannig aukin
völd. Þar með er ekki sagt að Seðlabank-
inn sé hafinn yfir gagnrýni í þessum efn-
um. Hann er það ekki frekar en aðrir og
ákvarðanir bankastjórnarinnar á hverj-
um tíma um vaxtabreytingar eiga að þola
gagnrýni eins og önnur mannanna verk.
Um leið er ástæða til þess að benda á, að
af einhverjum ástæðum hefur lækkun
stýrivaxta að undanförnu ekki skilað sér
nema að hluta til neytenda. Viðskipta-
bankarnir halda hluta af lækkuninni eftir
hjá sér og draga þannig umtalsvert úr
áhrifum vaxtabreytinganna.
Niðurstaðan er sú að í vaxtamálum
þurfa bæði Seðlabankinn og aðrar fjár-
málastofnanir að hugsa sinn gang.
Lækkun vaxta brennur á öllum lands-
mönnum, hinum efnaminni sem þeim
efnameiri og ekki síður fyrirtækjum. Við
óbreytt ástand verður ekki unað til
lengdar.
að vextir séu of
t gengi krón-
stig hagsveifl-
málum.“
Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsókn-
arflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
SO2 losun í
v. MÁU
Aukning í losun SO2 í
tonnum eftir 2002
02 1,746
24 4,125
64 3,864
90 9,736
tækjanna. Hugsanlegt er þó að
Norsk Hydro átti að fá á sínum
onn tilgreind í matsskýrslu en
st af Hollustuvernd ríkisins