Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 37 Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Öskudagsgleði og börn skemmta. Bílaþjónusta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. Krakka- blúbbar í safnaðarheimilinu: 9-10 ára börn kl. 16-17 og 11-12 ára kl. 17.30- 18.50. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Alfa-námskeið kl. 19.30-22. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orelleik og sálmasöng. Allir velkomn- ir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðar- heimilinu (kr. 300) Kl. 13-16 opið hús fyr- ir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17-18.10 Krúttakórinn, 4-7 ára. Laugarneskirkja. Öskudagsball verður í kirkjunni í samvinnu Laugarneskirkju og Foreldrafélags Laugarnesskóla ætlað börnum í 1.-4. bekkur. Safnaðarheimilið opnað kl. 13, en ballið hefst kl. 14. Ferm- ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laug- arneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekk- ur). Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartans- dóttir tómstundaráðgjafi hjá Þróttheim- um. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12, kaffi og spjall, umsjón Elínborg Lárusdótt- ir. 7 ára starf kl. 14.30. Föstuguðsþjón- usta kl. 20. Elísabert Jökulsdóttir les úr ljóðum sínum. Kór Neskirkju syngur. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa-námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12. Kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13-16. Opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. „Kirkjuprakkarar.“ Starf fyrir 7-9 ára börn kl.16.30. TTT. Starf fyrir 10- 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM & KFUK kl. 20-21.45. (sjá nánar: www. digraneskirkja.is) Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. Námskeiðið „Að búa einn“ kl. 20-22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í Grafarvogskirkju kl.16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Rima- skóla kl. 17.30-18.30 fyrir 7-9 ára. TTT (tíu til tólf ára) í Rimaskóla kl. 18.30- 19.30. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20-22 fyrir 8.-9. bekk. Hjallakirkja. Fjölskyldurmorgnar kl. 10.TTT-starf kl. 17.Tólf spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börn- um í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börn- um TTT, á sama stað kl. 17.45-18.45. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19. Alfanám- skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Upp- sölum 3. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- un í kirkjunni í síma 567 0110. Æsku- lýðsfundur fyrir unglinga 14-15 ára kl. 20. Biblíulestraröð Seljakirkju kl. 19.30 ann- an hvern miðvikudag. Næsti lestur er miðv. 12. mars. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10-12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hittast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkj- unni. Ratleikur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Ratleikur. Sr. Þorvaldur Víð- isson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðs- félagið. Hulda Líney Magnúsdóttir. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10-12. Umsjón hefur Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjalta- dóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafells- kirkju. Unnið í tólf sporunum. Keflavíkurkirkja. Öskudagur. Kirkjan opn- uð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá 19.30-22.30. Umfjöllun um svefn, hvíld og streitu. Bænarefni tengd alþjóðlegum bænadegi kvenna sem er hinn 7. mars. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá 19.30- 22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Foreldramorgun í Safnaðarheimilinu mið- vikudaginn 5. mars kl.10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sig- urðardóttur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur Orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Borgin á himnum: Birna G. Jónsdóttir talar, vitnisburðir. Allir vel- komnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12-13. Orgelleikur, fyrirbænir, sakramenti. Léttur málsverður að helgistund lokinni í safn- aðaðarsal á vægu verði. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyrir börnin. ÆFAK, yngri deild kl. 20. Skálholtsdómkirkja Öskudagsmessa verður á miðvikudags- kvöld 5. mars kl. 21. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Í YFIR fjörutíu ár hafa kristnar konur á Íslandi komið saman fyrsta föstudag í mars til að biðja fyrir og með systrum sínum um heim allan. Þessi dagur, alþjóð- legur bænadagur kvenna, á sér rætur rúma öld aftur í tímann og nær til um 200 þjóða. Að þessu sinni koma bænarefni dagsins frá konum allra kristinna kirkju- deilda í Líbanon. Þær biðja um frið og jafnvægi inn í aðstæður síns stríðshrjáða lands og fyrir konur um heim allan, en yf- irskrift dagsins er: „Fyll oss, heilagi andi.“ Á bænastundum þennan dag ríkir mikil samkennd og það er gott að dvelja saman í nærveru heilags anda. Víða um land koma konur og karlar saman í stórum og smáum hópum, á öllum aldri og frá mörgum kristnum kirkju- deildum. Samkoman á höfuðborgarsvæð- inu er haldin í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti og hefst kl. 20, föstudaginn 7. mars. Ræðukona kvöldsins er Alda Baldursdóttir, lögreglukona, og fjölbreytt tón- list mun hljóma. M.a. munu Mar- grétarsystur syngja fyrir okkur lög af nýja diskinum sínum. Sam- skot kvöldins renna til Hins ís- lenska biblíufélags, sem er að safna fyrir Nýja testamentum til Konsó um þessar mundir. Allir eru velkomnir, konur sem karlar. F.h. landsnefndar um alþjóð- legan bænadag kvenna, sr. María Ágústsdóttir. Fræðslu- kvöld um Daníelsbók BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir fræðslukvöldi um spádómsbók Daníels í Gamla testamentinu fimmtudaginn 6. mars kl. 20 í húsi KFUM og KFUK á horni Sunnuvegar og Holtavegar í Reykjavík. Texti bókarinnar er yfir 2000 ára gam- all en á samt erindi til okkar í dag. Spilling, græðgi og öfund eru dæmi um einkenni þess um- hverfis sem bókin er skrifuð í. Höfundur hennar, Daníel, treystir á Guð og tekur ekki á einu ein- asta vandamáli án þess að byrja á því að gera öllum ljóst að Guð er sigurvegarinn. Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Há- teigskirkju, mun fjalla um bókina og velta upp þeirri spurningu hvort Guð Daníels sé sá sami og við treystum á og hvernig hann geti verið sigurvegari í okkar lífi. Fræðslukvöldið er liður í þriggja ára áætlun Biblíuskólans, „Þekktu Biblíuna betur“, sem hófst í haust með mánaðarlegum fræðslukvöldum sem hafa verið vel sótt. Einnig er boðið upp á fræðslu á vefsíðu skólans, www.bibliuskoli.krist.is. Aðgang- ur að fræðslukvöldinu er ókeypis og öllum opinn. Árdegismessur á miðvikudögum í Hallgrímskirkju FRÁ OG með miðvikudeginum 5. mars, sem er öskudagur, verður tekin upp sú nýbreytni í helgi- haldi að hafa stutta messu árdeg- is á miðvikudögum í Hallgríms- kirkju kl. 8.00. Í messunni er stutt hugleiðing og altarisganga og að henni lok- inni er einfaldur morgunverður í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Gert er ráð fyrir að þau sem eiga stutt að fara geti verið komin til vinnu kl. 9.00. Hér er á ferðinni spennandi ný- breytni í helgihaldi í Hallgríms- kirkju. Messurnar eru tilvaldar fyrir sérhvern sem vill taka þátt í helgihaldi í miðri viku og eiga ró- lega stund áður en haldið er af stað út í ys og þys vinnudagsins. Að messunum standa Hallgríms- kirkja og áhugahópur presta, guðfræðinga og starfsmanna af Biskupsstofu. Fjöldi presta og leikmanna munu koma að þeim. Hugmyndin að þessum messum er fæddist hjá mörgum sem eiga leið framhjá kirkjunni á leið til vinnu og er vonin sú að hægt verði að búa til áningarstað á virkum degi þar sem maður gengur fram fyrir Guð í miðri vinnuviku og þiggur næringu bæði líkamans og trúarlífsins. Verið velkomin í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgnum klukkan 8. Orgelnefnd Krists- kirkju, Landakoti, með bingó FIMMTUDAGINN 6. mars kl. 20.00 heldur orgelnefnd og kirkjukór Kristskirkju Landakoti bingó til fjáröflunar fyrir við- haldssjóð orgels kirkjunnar og kirkjukórsstarfið. Bingóið fer fram í safnaðarheimili Krists- kirkju í Landakoti að Hávalla- götu 14 í Reykjavík. Margir vinningar eru í boði en aðalvinningurinn er flugfar með Iceland Express til Kaup- mannahafnar eða London. Af öðr- um vinningum má nefna gjafa- kort á veitingastað í Reykjavík og gjafakort á heilsubaðstað í Vesturborginni. Að auki eru margir aðrir vinn- ingar. Hvert bingóspjald kostar 250 krónur, í hálfleik verður kaffi og kökuhlaðborð sem kostar hið sama, eða 250 krónur. Allur ágóði af bingóinu rennur til viðhalds orgels Kristskirkju og til reksturs og starfsemi kirkju- kórs kirkjunnar sem fyrr segir. Allir velunnarar Kristskirkju eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Mig langar til þess að minnast hennar ömmu minnar, hennar Lauf- eyjar. Hún var mjög ákveð- in, elskuleg, kærleiksrík og góð manneskja. Hún lagði líka mikla áherslu á að allir lærðu eitthvað og yrðu að manni. Ég man þegar við fórum eitt sinn í Hólminn, þegar ég var níu ára. Mamma, pabbi og afi fóru í afmæli út í eyjar, þannig að við amma vorum ein- ar eftir. Þá kenndi hún mér að búa til hálsmen úr melónusteinum. Ég var svaka montin með að hafa getað gert þetta. Hún sagði mér líka sögur af fólki sem hún þekkti. Ég efast um að ég muni gleyma þessu. Líka þegar ég var lítil fór ég oft nið- ur í fjöru fyrir framan húsið hjá LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR ✝ Laufey Sigurð-ardóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 9. ágúst 1920. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 13. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólms- kirkju 22. febrúar. ömmu og afa til að tína skeljar. Oft kallaði amma á mig í mat og þá var oftast fiskur, en hann var alltaf mjög góður. Líka var alltaf eitthvað bakað í kaffi- tímanum. Amma var mjög virk í öllu kórstarfi í Stykkis- hólmskirkju. Hún söng þar í mörg ár í alt-rödd. Hennar uppáhalds- sálmur var Heyr himna smiður. Þegar amma komst að því að ég var í kór og var látin syngja í fyrstu rödd varð hún svo stolt og það gerði mig svo glaða þá. Og nú þegar ég lít aftur þýðir það svo mikið fyrir mig að hún heyrði mig syngja þó að væri ekki nema einu sinni. Ég vil bara að þú njótir dvalarinnar þar sem þú ert, með ástvinum. Ég veit að ég á eftir að sakna þín, en ég veit líka að þér líður betur þar sem þú ert. Ég mun líka meta mikils ferðirn- ar í Hólminn og heimsóknir ykkar afa til Akureyrar og síðar Kópavogs. Það eina sem ég á eftir að segja er: Guð blessi þig, hvar sem þú ert. Lát hann gæta þín og styrkja. Lilja. Það er árið 1975 og ég vakna snöktandi í rúminu mínu hjá ömmu og afa í Búðardal. Ég heyri daufan óm sem kemur úr út- varpinu hennar ömmu sem hún hef- ur við höfðagaflinn sinn og veit að það er þá kominn morgunn. Ég tek þetta eina skref sem aðskilur rúmið mitt og rúm ömmu og afa og ýti við ömmu með tárin í augunum: amma, má ég koma til þín? Hún opnar aug- un og horfir hissa á mig, hvað er að, elskan mín? Ég skríð upp í hlýja hol- una á milli þeirra og hjúfra mig upp að henni, mig dreymdi svo illa, amma. Hún strýkur mér um vang- ann og spyr hvað hafi gert mig svo sorgmædda. Mig dreymdi að þú og afi væruð dáin segi ég og fer nú að hágráta. Hvað segirðu, vorum við afi dáin? segir hún, já, segi ég og ég átti aldrei eftir að sjá ykkur aftur. Hún brosir og tekur þétt utan um mig og fer að segja mér að þegar hún og afi deyi BORGHILDUR HJARTARDÓTTIR ✝ BorghildurHjartardóttir fæddist á Kjarlaks- völlum í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu 22. ágúst 1915. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi laugardag- inn 15. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 24. febrúar. fari þau til guðs. En ég vil það ekki, segi ég og verð reið inni í mér, af hverju þurfum við öll að fara þangað? Svona er nú lífið, elskan mín, segir hún og hlær lágt, en eitt skal ég segja þér að þegar við afi erum komin til guðs verðum við samt alltaf hjá þér og ég sé líka þá hvort þú sért eitthvað að óþekktast segir hún og hlær núna upphátt. Það er febrúar árið 2003 og ég sit hjá ömmu minni á spítalanum, þessi fal- lega dugnaðarkona er á 88. aldursári og ferðin til guðs framundan. Hún talar til mín í síðasta sinn, segir mér að guð sé hjá henni og hún og ég verðum alltaf saman. Þú ert góð stúlka, Bogga, og ég á svo mikið í þér. Og eins og forðum fer ég að gráta og langar mest að skríða aftur upp í hjá henni. Ég veit þér líður vel núna, amma, og veit að þegar sá tími kemur tekur þú á móti mér og ég þarf ekkert að óttast. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Borghildur Gunnarsdóttir. Ég er búinn að þekkja Jóhönnu lengi. Hún var ágæt og ég sakna hennar svo mik- ið. Ég man þegar við vorum úti í Nor- egi að leika. JÓHANNA SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna SigrúnGuðmundsdóttir var fædd á Fá- skrúðsfirði 27. júní 1965. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafar- vogskirkju 3. mars. Takk fyrir sam- veruna. Samhryggist fjöl- skyldu hennar. Ykkar vinur Sigfús. Kæra vinkona. Ég minnist þín sem góðs vinar þegar við bjugg- um saman á sambýli í Grundarlandinu. Ég á margar góðar minning- ar um þig. Ég vona að englar guðs leiki við þig núna. Ég votta öllum aðstandendum þínum samúð mína. Björgvin Kristbergsson. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.