Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEGN óánægja er meðal forsvars- manna sumra framhaldsskóla lands- ins með stóraukinn kostnað vegna tengingar við nýtt háhraðanet menntastofnana, sem tekið var í notkun í byrjun febrúar. Heildar- kostnaður við netið er sagður vera um hálfur milljarður króna á fjórum árum. Margir skólastjórnendur vilja bíða og sjá hver endanlegur kostn- aður við tenginuna verður en Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir að upplýsingar um það hafi ekki enn borist frá mennta- málaráðuneytinu. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tölvuheims, sem fjallar um tilurð FS-netsins. Skýrr bauð í samvinnu við Landssíma Íslands lægst í að koma netinu á fót í útboði sem fram fór fyrir áramót. FS-netið mun tengja saman yfir 60 framhaldsskóla og símenntunarstöðvar um allt land. Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari Menntaskólans í Kópavogi, segir í blaðinu að á sínum tíma hafi hún látið undan miklum þrýstingi menntamálaráðuneytisins að skrifa undir viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu. Setti hún þann fyrirvara að í því fælist ekki aukinn kostnaður fyrir skólann. Már Vilhjálmsson seg- ist líka hafa sagt skólann hafa áhuga á þessu verkefni enda sagt að slík tenging myndi ekki verða dýrari og að öllum líkinum ódýrari en þær tengingar sem fyrir væru. Samkvæmt Tölvuheimi gæti kostnaðarauki skólanna tvö- eða þre- faldast með tengingu við FS-netið miðað við þær tengingar sem fyrir eru. Misjafnt er hvernig það skiptist á milli skólanna og fer það eftir stærð og hvernig tengingar eru í skólanum fyrir. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð, segir að miðað við bráðabirgða- tölur myndi tengikostnaður skólans meira en tvöfaldast. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, segist einnig bíða með ákvörðun og er ósáttur hvað þetta er „ofboðslega“ dýrt. Stórauknir möguleikar Arnór Guðmundsson, þróunar- stjóri hjá menntamálaráðuneytinu, segir afstöðu ráðuneytisins að hafa sama gjald fyrir skólana um allt land og ætlunin hafi verið að nota stærð verkefnisins til að ná niður verðinu fyrir heildina. Hann viðurkennir að þau markmið hafi ekki náðst eins vel og æskilegt var. Því hafi komið til veruleg niðurgreiðsla af hálfu ríkis- ins til að lækka kostnað skólanna. Magnús Böðvar Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri þjónustulausna hjá Skýrr, segir ánægjuraddir yfirgnæf- andi, jafnt meðal menntastofnana, ráðuneytis og opinberra stofnana. Hann segir misskilning að halda því fram að kostnaður við FS-netið sé meiri en talið var að hann yrði. Kostnaður hafi ekki verið ljós fyrr en útboð voru opnuð. Það hafi ekki breyst og miðað við gæði þjónust- unnar hafi hagkvæmni skólanna við rekstur netsins aukist. Einnig sé erf- itt að reikna til fjár stóraukna mögu- leika skólanna með tilkomu netsins m.a. til fjarkennslu, myndfunda og samreksturs tölvuneta. Nokkrir framhaldsskólar bíða með að tengjast háhraðaneti menntastofnana Skólastjórnendur gagnrýna tengikostnað ÞEIR bíða spenntir eftir merkjum frá þjálfara sínum, Labrador Retriever-hundarnir, sem Höskuldur Ólafsson er þarna að þjálfa til ýmissa kúnsta í hálfrökkrinu. Þessir hundar þykja afburða greindir og vinalegir og hafa vinsældir þeirra verið eftir því enda notaðir við hin fjölbreyttustu störf, mannfólkinu til aðstoðar. Þeir sjást gjarnan í sér- hæfðum hlutverkum, t.d. sem blindrahundar eða fíkniefnaleitarhundar og ófáir Retriever-hundar þjóna sem bestu vinir mannsins inni á heim- ili þess síðarnefnda. Morgunblaðið/Ingó Bestu vinir mannsins ÞRÁTT fyrir að enn hafi ekki tekist að gera við vatnsleiðslu sem liggur til Vestmannaeyja er fiskvinnsla í fullum gangi bæði í Vinnslustöðinni og Íshúsi Vestmannaeyja. Enn hefur ekki tek- ist að staðsetja skemmdina nákvæm- lega en hún er talin vera um kíló- metra út af ströndinni rétt vestan við ósa Markarfljóts. Friðrik Friðriksson veitustjóri sagði að erfitt væri að finna skemmdina þar sem hún sé grafin í sand. Hann sagði einnig að erfitt væri að komast að leiðslunni vegna öldugangs. Sigurgeir Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði vatnsskort- inn ekki farinn að hafa áhrif á fisk- vinnslu þeirra. „Þetta er ekki farið að há okkur ennþá, en við vitum af þessu. Þetta hamlar okkur ekki á meðan við förum sparlega með vatnið og reyn- um að passa okkur. Við notum heil- mikinn sjó í staðinn,“ sagði Sigurgeir. Hann vonast þó til að ástandið batni fljólega. „Þetta er sá tími sem skiptir okkur mestu máli núna og ef hann klikkar þá klikkar allt árið. Við erum byrjuð að vinna í loðnuhrognum og vonumst til að geta haldið áfram í þeim. Það má eiginlega segja að tím- inn fram undir páska sé tíminn okkar. Þá stendur netavertíðin sem hæst. Við veiðum þorskinn og loðnuna á þessum tíma,“ sagði Sigurgeir. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði að vatnsskortur sé enn ekki farinn að hafa áhrif á vinnslu félagsins. Vatnsskortur hamlar ekki fiskvinnslu UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti forstöðumanns Rannsóknar- miðstöðvar Íslands rann út sl. mánu- dag. Menntamálaráðuneytinu bárust sextán umsóknir um embættið. Um- sækjendur eru: Ármann Höskulds- son, Bjarki Jóhannesson, Edda Lilja Sveinsdóttir, Erla Björk Þorgeirs- dóttir, Eyþór Haraldur Ólafsson, Hans Kristján Guðmundsson, Her- mundur Sigmundsson, Ívar Jónsson, Jóhannes Gíslason, Kristján Krist- jánsson, Loftur Altice Þorsteinsson, Oddur Már Gunnarsson, Ólafur Oddgeirsson, Ragnheiður I. Þórar- insdóttir, Stefanía Óskarsdóttir og Viðar Helgason. Menntamálaráð- herra mun skipa í embættið í síðasta lagi 1. apríl næstkomandi samanber ákvæði laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Forstöðumaður Rann- sóknarmiðstöðvar Sextán um- sóknir bárust ♦ ♦ ♦ VINNUAÐSTÆÐUR Íslendinganna sem frá og með sl. mánudegi stýra Pristina-flugvelli í Kosovo í umboði Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo eru frumstæðar og mikið vantar upp á að flugvöllurinn uppfylli þær kröf- ur, sem gerðar eru til slíkra mannvirkja, þótt flugöryggismál séu í lagi. Ljóst er þó að Íslend- ingarnir tíu, sem nú vinna að þessu verkefni fyr- ir hönd íslensku friðargæslunnar, láta slíkt ekki koma í veg fyrir að flugumferð um völlinn gangi eins vel og kostur er. Þetta er mat Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra og Björns Inga Knútssonar, flug- vallarstjóra á Keflavíkurflugvelli, en þeir voru ásamt Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, og Har- aldi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Keflavík- urflugvelli, í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, sem á mánudag tók við stjórn flugvallarins úr höndum Ítala fyrir Ís- lands hönd. Þorgeir og Björn Ingi dvöldust í Kosovo um fjögurra daga skeið og kynntu sér verkefnið og aðstæður Íslendinganna. Hafa báðir orð á því að þarna sé unnið gott starf við erfiðar aðstæður. „Flugvöllurinn er vel starfhæfur í dag eins og hann er. Það vantar hins vegar mikið upp á að allt gangi eins hratt og vel og æskilegt væri,“ sagði Björn Ingi. „Vinnuaðstæðurnar eru mjög frumstæðar,“ segir Þorgeir. „Flugturninn er lít- ið glerhýsi, sem komið er fyrir uppi á gámi, og er vinnurýmið í lágmarki. Skrifstofupláss er í bráða- birgðahúsnæði og mjög þröngt. Þó má búast við að aðstæður batni nú þegar ítalski flugherinn hefur lokið sínu hlutverki og heldur heim á leið. Flugvallarratsjáin er ekki tengd inn í flugturninn held- ur er hún á öðrum stað sem gerir nýtingu hennar erf- iðari en ella. Þetta er her- ratsjá, sem Ítalirnir komu með fyrir tveimur árum, og verður notuð áfram þar til Sameinuðu þjóðirnar hafa fest kaup á nýrri ratsjá, sem verður væntanlega af fullkomustu gerð,“ sagði Þorgeir einnig. Telur hann þó engan vafa á því að íslenski hópurinn ráði við hina faglegu þætti í stjórnun flugumferðarinnar og þjónustu tengdri henni. Björn Ingi segir flugvöllinn í Pristina engan veginn standast samanburð við flugvöllinn í Keflavík, þar sem hann stýrir málum, en m.a. er flugstöðin sjálf lítil og vanefnum búin. Engu að síður er það staðreynd að næstum jafn margir farþegar fari um þennan flugvöll á árs- grundvelli. „Hér erum við að líkja saman tveimur gjör- ólíkum hlutum. Keflavíkurflugvöllur hefur aldr- ei verið vettvangur stríðsátaka eins og þessi flugvöllur,“ segir Björn Ingi. „Hitt er annað mál að umferðin um þennan flugvöll er miklu jafnari en um Keflavíkurflugvöll. Þarna er flugumferð allan daginn, fram á kvöld, en völlurinn er síðan lokaður á nóttunni. Keflavíkurflugvöllur er op- inn 24 klst. á sólarhring, 365 daga á ári. Það fara mun fleiri farþegar um okkar flugvöll á mjög skömmum tíma, á eins konar álagspunktum, heldur en á þessum flugvelli, sem útheimtir mun meiri og betri aðstæður.“ Þorgeir og Björn Ingi lýsa aðdáun sinni á því starfi, sem Íslendingarnir tíu hafa unnið und- anfarna mánuði. „Sú staðreynd að yfirmanni hópsins, Hallgrími Sigurðssyni, var veitt sér- stakt heiðursmerki NATO við athöfnina sl. mánudag segir meira en nokkuð annað hve góð- an orðstír hann og hans fólk hefur aflað sér,“ sagði Þorgeir. „Það er ljóst af ummælum margra aðila, sem ég ræddi við, að Íslending- arnir hafa getið sér mjög gott orð og vel er látið af samskiptum við þá,“ segir hann ennfremur. Æðstu yfirmenn flugmála á Íslandi fylgdu utanríkisráðherra til Kosovo Gott starf við erfiðar aðstæður Björn I. Knútsson Þorgeir Pálsson FJÖLMIÐLAR í Kosovo fylgdust mjög grannt með heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra til Kosovo í vikunni. Allir ljós- vakamiðlar í héraðinu greindu á mánudag og þriðjudag frá því að Halldór hefði formlega tekið við stjórn flugvallarins í Pristina fyrir Íslands hönd við hátíðlega athöfn á mánudag og þá var sagt frá viðræðum hans við Michael Steiner, æðsta yfirmann Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, en SÞ fara þar með stjórn mála. Einkenndist nálgun miðlanna að efninu af því að það yrði verk Íslendinga að þjálfa heimamenn til að geta tekið við verkefninu, en sem kunnugt er setja Kosovo-Albanar það á oddinn að ráða sínum málum sjálfir. Fréttastofan Kosovalive rakti þau ummæli Steiners ítarlega að honum þætti gott að Ís- land tæki við stjórn flugvallarins, enda hefðu Íslendingar mikla reynslu af flugmálum þar sem þeir væru mjög háðir flugsamgöngum. Sömuleiðis hefðu þeir reynslu af flug- málastjórn við erfitt veðurfar en slík reynsla myndi reynast vel í Pristina, þar sem oft er þoka yfir flugvellinum og þar sem rigning getur jafnframt leikið flugbrautina grátt. Þrjú af fimm dagblöðum í Kosovo greindu frá athöfninni á mánudag á forsíðu og fylgdu myndir frá henni. Dagblöðin Zeri og Bota Sot fjölluðu einnig sérstaklega um fund Halldórs með Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs. Heimsókn Halldórs vakti mikla athygli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.