Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 17
Alltaf á fullu að vinna gegn öldrunaráhrifum tímans,
álagsins og umverfisins.
Hér koma nýju Repairwear næturvörurnar, sem við
höfum sótt um einkaleyfi á.
Alla nóttina, þegar húðin er móttækilegust, hjálpar
hið öfluga, rakagæfa Intensive Night Cream við að
sporna gegn hrukkum og línum, deyfa þær og draga úr
þeim.
Það virkjar eðlilegt viðhaldsferli húðarinnar og endur-
nýjar birgðir hennar af styrkjandi náttúrulegu kollageni.
Sólarhringsvirk andoxunarefni bæta áunninn skaða
og fá húðinni vopn til að takast á við nýjan dag að
morgni.
Ef húðin þarfnast einhvers annars og meira bættu þá
nýja Extra Help Serum við daglega húðhirðu. Þessi sam-
þjappaði orkuvökvi eykur hæfileika húðarinnar til við-
gerða upp á eigin spýtur.
RepairWear hjálpar þér að vakna úthvíld, hlaðin orku
og eldhress.
Láttu Draumateymið um þetta - dreymi þig vel!
Repairwear næturkrem 50 ml 7.199 kr.
Repairwear Lotion 50 ml 7.199 kr.
Repairwear Serum 50 ml 7.199 kr.
Clinique. Ofnæmisprófað - 100% ilmefnalaust
3ja þrepa pakki fylgir öllum keyptum Clinique vörum.
Draumaliðið sem aldrei sefur
Repair Dream Team
100% ilmefnalaust
Kringlunni, snyrtivörudeild, sími 568 9300.
Clinique ráðgjafi verður í Hagkaup Kringlunni fimmtudag til sunnudags frá kl. 13-17.
Hagkaup Skeifunni, Spönginni, Smáralind og Akureyri
KHALID Shaikh Mohammed,
meintur þriðji æðsti leiðtogi al-
Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, var í
sambandi við Osama bin Laden á
þessu ári, og hafði í fórum sínum bréf
frá honum, sem gaf til kynna að hann
„væri á svæðinu“ eftir því sem tals-
maður pakistanskra öryggismálayfir-
valda greindi frá í gær.
„Khalid viðurkenndi að hann hefði
verið í sambandi við bin Laden síðast
á þessu ári, en hélt því mjög ákveðið
fram að hann vissi ekki hvar hann
væri niður kominn,“ tjáði háttsettur
pakistanskur embættismaður AFP-
fréttastofunni.
Yfirheyrslur yfir Khalid Mohamm-
ed, sem er fæddur í Kúveit, hafa stað-
ið yfir frá því hann var handtekinn
um helgina.
Samskipti Mohammeds og bin
Ladens hefðu átt sér stað í gegn um
flókna keðju tölvupósts og sendiboða,
eftir því sem háttsettir Pakistanar
segja.
„Hann viðurkenndi að hafa tekið
við skilaboðum frá bin Laden á þessu
ári,“ sagði pakistanskur öryggismála-
fulltrúi, sem ekki vilda láta nafns síns
getið.
Sumar þessara orðsendinga kváðu
vera í formi handskrifaðra bréfa frá
bin Laden, sem fundust í herberginu
þar sem Mohammed lá sofandi er
hann var handtekinn í sameiginlegri
aðgerð bandarísku leyniþjónustunn-
ar CIA og pakistanskra yfirvalda, að-
faranótt laugardagsins sl. Það var í
borginni Rawalpindi, næst höfuð-
borginni Islamabad.
„Þarna eru gögn eins og bréf og
annað, sem var í fórum Khalid Shaikh
Mohammeds, sem gefur sterklega til
kynna að bin Laden sé á lífi og sé í fel-
um á svæðinu,“ sagði fulltrúinn.
Fram til þessa hefur Mohammed,
sem nú er haldið í herbúðum Banda-
ríkjamanna í Bagram norður af Kab-
úl í Afganistan, haldið því fram að
hann viti ekkert nánar um dvalarstað
bin Ladens. „En við teljum að hann
viti það og muni á endanum gefa það
upp í yfirheyrslum Bandaríkjamanna
yfir honum,“ sagði fulltrúinn.
Faisal Saleh Hayat, innanríkisráð-
herra Pakistans, lýsti því hins vegar
yfir að bin Laden, sem Bandaríkja-
menn hafa árangurslaust leitað í hálft
annað ár, sé „ekki í Pakistan“.
Lengi hafa verið uppi kenningar
um, að bin Laden leynist einhvers
staðar í fjalllendinu á landamærum
Pakistans og Afganistans.
Tveir menn voru handteknir með
Mohammed á laugardag og var annar
þeirra, Ahmed Abdul Qadus, sem er
meðlimur í pakistanska íslamista-
flokknum Jamaat-e-Islami, færður í
hendur lögreglu til yfirheyrslna á
þriðjudag.
Hinn, Sádi-Arabinn Mustafa Ahm-
ed al-Hisawi, er talinn vera einn að-
almaðurinn á bak við fjármögnun
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.
september 2001.
Annar arabi, jemenski músl-
imaklerkurinn Sheikh Al Hasan al-
Moayad, sem var handtekinn fyrir
nokkru í Þýzkalandi, gortaði af því
við útsendara bandarísku alríkislög-
reglunnar FBI að hann hefði lagt bin
Laden og samtökum hans í té 20
milljónir dollara, andvirði 1.560 millj-
óna króna, sjálfboðaliða og vopn í að-
draganda hryðjuverkanna 11. sept-
ember 2001.
Frá þessu greindu bandarískir
embættismenn í gær. Stórum hluta
fjárins var safnað í Bandaríkjunum,
meðal annars meðal manna sem
reglulega sóttu Al Farouq-moskuna í
New York, eftir því sem John Ash-
croft, dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, skýrði dómsmálanefnd Banda-
ríkjaþings frá.
Eiginkonur og börn
bin Ladens „ekki í Íran“
Írönsk stjórnvöld vísuðu í gær á
bug frétt bandaríska vikuritsins Time
þess efnis, að skotið hefði verið
skjólshúsi yfir fjórar af eiginkonum
Osama bin Ladens og tólf börn í Íran,
eftir að Bandaríkjamenn og banda-
menn réðust inn í Afganistan síðla árs
2001.
Á fréttavef Time var sagt frá því á
þriðjudag, að fjórar eiginkonur bin
Ladens og fleiri en tólf börn hefðu að
öllum líkindum hlotið hæli í Íran, þar
sem þau hefðu komizt undir vernd-
arvæng „hinna áköfu hatursmanna
Bandaríkjanna í Lýðveldisverðin-
um“.
„Öll lönd sem berjast gegn hryðju-
verkum og al-Qaeda vita að land vort
er ekki hæli fyrir neina hryðjuverka-
menn,“ sagði Abdollah Ramezanzd-
eh, talsmaður Íransstjórnar, að lokn-
um ríkisstjórnarfundi í Teheran í
gær.
Reuters
Stuðningsmenn stærsta íslamistaflokks Pakistans, Jamaat-e-Islami,
brenna hjólbarða í mótmælum í Rawalpindi í gær gegn veru bandarískra
alríkislögreglumanna í landinu.
Hafði í fórum
sínum bréf
frá bin Laden
Islamabad, Bagram Teheran, New York. AFP, AP.
Alltaf á
þriðjudögum