Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 19 H L A U P K A U P Kringlunni - Smáralind Laugavegi 97 - Kringlunni - Smáralind Taurus ls bolur 1.490 990 One gallabuxur 6.990 1.990 Kim skyrta 3.990 2.490 Wharf peysa 5.490 3.990 O.fl. tilboð Tiny tunic 1.790 990 Kimmi bolur 1.790 990 Fie bolur 1.490 990 Tua toppur 2.990 1.490 Aero buxur 6.990 3.490 O.fl. tilboð RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Símaefni VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Hjá okkur færðu efni til símalagna w w w .d es ig n. is © 20 03 HÓTEL BORGARNES Sími 437 1119 hotelbo@centrum.is  Árshátíðir Ráðstefnur Fundir BRESKIR vísindamenn hafa verið að þróa farsíma sem astmasjúklingar geta notað til að fylgjast með ástandi lungna sinna, en vonast er til að með þessu megi fyrirbyggja allra verstu astmaköst. Frá þessu er sagt í vikuritinu New Scientist. Farsímanum fylgir lítill mælir sem eigandi hans blæs í tvisvar á dag. Sendir síminn upplýsingarnar, sem þannig fást um ástand astmasjúklings- ins, þessu næst í sérstaka eft- irlitsmiðstöð sem greinir þær og sendir lækni sjúklingsins viðvörun ef eitthvað bendir til að slæmt astmakast sé yfirvof- andi. Þannig getur læknirinn haft samband við sjúkling sinn og gefið honum góð ráð. Börn skammast sín Margir astmasjúklingar fylgjast með ástandi lungna sinna daglega með því að blása í þar til gerðan flæðismæli. Eru upplýsingarnar settar í töflu sem læknir sjúklingsins síðan skoðar reglulega. Sumir framkvæma þetta eft- irlit hins vegar ekki nægilega reglulega, og á það einkum við um börn sem ógjarnan vilja að jafnaldrar fái vitneskju um sjúkdóminn. Þá lesa sumir ekki rétt á mælana. „Við von- umst til þess að með því að nota farsíma megi gera þetta eftirlit „flottara“, einkum að því er varðar krakka,“ segir Lionel Tarassenko, yfirmaður tækniþróunar hjá E-San, fyr- irtækinu sem hannaði búnað- inn. Far- síminn varar lækn- inn við París. AFP. NOKKUR hundruð aldinna Rússa söfnuðust saman við grafhýsi Stal- íns við Kremlarmúra í Moskvu í gær er þess var minnst, að 50 ár eru liðin frá dauða hans. Meðal þeirra var Alexander Kúvajev, formaður kommúnistaflokksins í Moskvu. Kvaðst hann dá Stalín fyrir að hafa leitt Sovétríkin til sigurs í síðari heimsstyrjöld en viðurkenndi, að það hefðu verið „ákveðin vanda- mál“ í stjórnartíð hans. Orðum prýddi öldungurinn á myndinni heiðraði minningu ein- ræðisherrans í heimabæ hans, Gori í Georgíu en þar komu um 300 manns saman og minntust Stalíns. Í höfuðborginni, Tblisi, söfnuðust um 200 manns saman í minningu hans. „Landið okkar þarf á hetju að halda, ráðgjörnum leiðtoga sem er fær um að taka afgerandi ákvarð- anir,“ sagði Malkhaz Sturua, sagn- fræðinemi við Tblisi-háskóla. Reuters BANDARÍKJAMENN ætla að fjölga sprengjuflugvélum sínum í grennd við Norður-Kóreu eftir að n-kóreskar orrustuþotur hindruðu flug banda- rískrar njósnavélar í alþjóðlegri loft- helgi á sunnudag, að sögn banda- rískra embættismanna í gær. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins, Jeff Davis, sagði að markmiðið væri að efla varnirnar í Norðaustur-Asíu og fæla Norður- Kóreumenn frá því að ögra Banda- ríkjunum. Hann bætti við að engin áform væru um að gera sprengju- árásir á Norður-Kóreu. Annar embættismaður í varnar- málaráðuneytinu sagði að meðal ann- ars væri ráðgert að senda sprengju- vélar af gerðinni B-52 á Guam-eyju í Kyrrahafi. Einnig kæmi til greina að láta orrustuþotur fylgja bandarískum njósnavélum í grennd við Norður- Kóreu til að koma í veg fyrir að norð- ur-kóreskar orrustuþotur ógnuðu þeim. Embættismennirnir segja að njósnafluginu verði ekki hætt þrátt fyrir atvikið á sunnudag þegar fjórar norður-kóreskar orrustuþotur flugu mjög nálægt bandarískri njósnavél, eltu hana í 22 mínútur og festu rat- sjármið á hana. Stalíns minnst Sprengjuvél- um fjölgað ná- lægt N-Kóreu Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.