Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 23 F rá b æ r ti lb o ð : Skeifunni 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9.00-18.00 • Laugardag frá kl. 10.00-16.00 Sendum í póstkröfu Síðasta vika Dótadaga • til laugardagsins 8.mars 15-50% afsláttur 8 rása UHF talstöðvar 9.900 parið • 4.950 stykkið Meridian Gold GPS tæki, gert fyrir íslandskort, 25% afsláttur Sætishitari 2ja hita Verð áður 6.210 tilboðsverð 3.900 NEMENDUR í 5. bekk Grunn- skólans í Borgarnesi nutu sól- arblíðunnar á bolludaginn, enda veðrið með eindæmum gott miðað við árstíma. Mynd- in var tekin í frímínútum skömmu áður en bjallan hringdi til vinnu á nýjan leik. Morgunblaðið/Guðrún Vala Fimmti bekkur nýtur sólar- innar Borgarnes ÞAÐ var sannarlega líf og fjör hjá leikskólabörnunum á leikskólanum Undralandi á Flúðum í gærmorgun, eins og raunar hjá börnum í leik- og grunnskólum um allt land. Börnin sem eru um 60 talsins fengu að fara með rútu í golfskál- ann að Efra-Seli þar sem var dans- að og leikið fram eftir degi. Meðal annars birtust Rauðhetta og úlf- urinn í sínum fínustu fötum. Að skemmtuninni lokinni fengu allir sér sneið af pitsu. Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Líf og fjör hjá leikskólabörnunum FYRIR skömmu var haldið fyrsta vetrarmót hestamannafélagsins Geysis á Gaddstaðaflötum á Hellu. Áður en mótið hófst var vígður eftir endurbyggingu skeiðvöllur á svæð- inu, svokallaður Brekkuvöllur. Séra Halldór Gunnarsson fór með bless- unarorð og félagar úr hestamanna- félögum á svæðinu riðu fánareið. Endurgerð Brekkuvallar er liður í mikilli uppbyggingu sem á sér stað á Gaddstaðaflötum fyrir lands- mót hestamanna sem haldið verður þar sumarið 2004. Það er Rang- árbakkar – hestamiðstöð Suður- lands ehf. sem stendur fyrir upp- byggingunni og samkvæmt heimildum frá Viðari Steinarssyni, talsmanni Rangárbakka, er mark- miðið að Gaddstaðaflatir verði mið- stöð sunnlenskra hestamanna með það meginhlutverk að stuðla að framþróun í ræktun og sölu á ís- lenska hestinum með sérstaka áherslu á Suðurland. Þar verði m.a. vettvangur lands- og fjórðungsmóta hestamanna og sögusafn og sýning íslenska hestsins. Aðstaða verði eins og best verður á kosið, t.d. fyrsta flokks tjaldstæði, reiðvellir og reiðhöll svari ýtrustu kröfum um gæði slíkrar aðstöðu, aðkoma og stæði bifreiða greið og rúmgóð og svo mætti lengi telja. Unnið er að fjármögnun verkefn- isins en öll sveitarfélög á Suður- landi sem leitað var til utan eitt hafa samþykkt þátttöku með hluta- fjárloforðum en einnig koma til framlög úr ríkissjóði. Í upphaflegri kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir u.þ.b. 200 milljóna króna heildar- kostnaði. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Félagar úr hestamannafélögum sem aðild eiga að Rangárbökkum – hesta- miðstöð Suðurlands ehf. stilltu sér upp á fákum sínum á Gaddstaðaflötum. Efnt var til vetrarmóts við vígslu skeiðvallarins á Gaddstaðaflötum Hella HAFÞÓR Ingi Gunnarsson var kjörinn íþróttamaður Borgar- byggðar árið 2002. Hafþór Ingi er körfuknattleiksmaður í úrvals- deildarliði Skallagríms og hefur að margra mati leikið frábærlega fyr- ir lið sitt á síðasta ári og tekið miklum framförum, auk þess að vera góð fyrirmynd yngri leik- manna. Deildir og félög í Borgarbyggð tilnefna sinn besta afreksmann og er það tómstundanefndar Borgar- byggðar að útnefna íþróttamann ársins úr þeim tilnefningum sem berast. Aðrir tilnefndir: Hallbera Eiríksdóttir var valin frjálsíþrótta- maður ársins, Benedikt Líndal var valinn hestamaður ársins, Guð- mundur Daníelsson var valinn golfari ársins, Berta Sveinbjarn- ardóttir var kosin sundmaður árs- ins, Árni Jónsson var valinn íþróttamaður Kveldúlfs fyrir boccia, Guðmundur B. Þorbjörns- son var valinn knattspyrnumaður ársins og Heiðar Ernst Karlsson var valinn badmintonmaður ársins. Viðurkenningar fyrir landsliðssæti í briddsíþróttinni hlutu þær Alda Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir sem fóru með landsliðinu til Ítalíu á árinu til keppni. Aðalstjórn Umf. Skallagríms veitti ennfremur við- urkenningar til frjálsíþróttadeildar Skallagríms fyrir gott starf á árinu og Grunnskólanum í Borgarnesi fyrir stuðning við starf félagsins. Úr Minningarsjóði Auðuns Hlíð- kvists Kristmarssonar fékk Sigrún Sjöfn Ámundadóttir viðurkenningu og íþróttastyrk en hún stundar hestaíþróttir, körfubolta og knatt- spyrnu. Hvatningarverðlaun Íþróttamiðstöðvarinnar fengu þær Zsuzsanna Budai og Kristín Jón- asdóttir fyrir ástundun í almenn- ingsíþróttum. Kristín hefur til að mynda mætt sex daga vikunnar í morgunsundið sitt frá árinu 1979. Hafþór Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar Morgunblaðið/Guðrún Vala Hafþór Ingi Gunnarsson situr fyrir miðju umkringdur klappstýrum Skalla- gríms. Aftari röð frá vinstri: Árni Jónsson, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Guðmundur Daníelsson, Heiðar Ernst Karlsson, Guðmundur B. Þorbjörns- son, Berta Sveinbjarnardóttir, Hallbera Eiríksdóttir og Benedikt Líndal. Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.