Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 23
F
rá
b
æ
r
ti
lb
o
ð
:
Skeifunni 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is • Opið frá kl. 9.00-18.00 • Laugardag frá kl. 10.00-16.00
Sendum í póstkröfu
Síðasta vika Dótadaga • til laugardagsins 8.mars
15-50%
afsláttur
8 rása
UHF talstöðvar
9.900 parið • 4.950 stykkið
Meridian
Gold GPS tæki,
gert fyrir íslandskort,
25% afsláttur
Sætishitari 2ja hita
Verð áður 6.210
tilboðsverð 3.900
NEMENDUR í 5. bekk Grunn-
skólans í Borgarnesi nutu sól-
arblíðunnar á bolludaginn,
enda veðrið með eindæmum
gott miðað við árstíma. Mynd-
in var tekin í frímínútum
skömmu áður en bjallan
hringdi til vinnu á nýjan leik. Morgunblaðið/Guðrún Vala
Fimmti
bekkur
nýtur sólar-
innar
Borgarnes
ÞAÐ var sannarlega líf og fjör hjá
leikskólabörnunum á leikskólanum
Undralandi á Flúðum í gærmorgun,
eins og raunar hjá börnum í leik- og
grunnskólum um allt land.
Börnin sem eru um 60 talsins
fengu að fara með rútu í golfskál-
ann að Efra-Seli þar sem var dans-
að og leikið fram eftir degi. Meðal
annars birtust Rauðhetta og úlf-
urinn í sínum fínustu fötum. Að
skemmtuninni lokinni fengu allir
sér sneið af pitsu.
Hrunamannahreppur
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Líf og fjör hjá leikskólabörnunum
FYRIR skömmu var haldið fyrsta
vetrarmót hestamannafélagsins
Geysis á Gaddstaðaflötum á Hellu.
Áður en mótið hófst var vígður eftir
endurbyggingu skeiðvöllur á svæð-
inu, svokallaður Brekkuvöllur. Séra
Halldór Gunnarsson fór með bless-
unarorð og félagar úr hestamanna-
félögum á svæðinu riðu fánareið.
Endurgerð Brekkuvallar er liður
í mikilli uppbyggingu sem á sér
stað á Gaddstaðaflötum fyrir lands-
mót hestamanna sem haldið verður
þar sumarið 2004. Það er Rang-
árbakkar – hestamiðstöð Suður-
lands ehf. sem stendur fyrir upp-
byggingunni og samkvæmt
heimildum frá Viðari Steinarssyni,
talsmanni Rangárbakka, er mark-
miðið að Gaddstaðaflatir verði mið-
stöð sunnlenskra hestamanna með
það meginhlutverk að stuðla að
framþróun í ræktun og sölu á ís-
lenska hestinum með sérstaka
áherslu á Suðurland. Þar verði m.a.
vettvangur lands- og fjórðungsmóta
hestamanna og sögusafn og sýning
íslenska hestsins. Aðstaða verði
eins og best verður á kosið, t.d.
fyrsta flokks tjaldstæði, reiðvellir
og reiðhöll svari ýtrustu kröfum um
gæði slíkrar aðstöðu, aðkoma og
stæði bifreiða greið og rúmgóð og
svo mætti lengi telja.
Unnið er að fjármögnun verkefn-
isins en öll sveitarfélög á Suður-
landi sem leitað var til utan eitt
hafa samþykkt þátttöku með hluta-
fjárloforðum en einnig koma til
framlög úr ríkissjóði. Í upphaflegri
kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir
u.þ.b. 200 milljóna króna heildar-
kostnaði.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Félagar úr hestamannafélögum sem aðild eiga að Rangárbökkum – hesta-
miðstöð Suðurlands ehf. stilltu sér upp á fákum sínum á Gaddstaðaflötum.
Efnt var til vetrarmóts við vígslu
skeiðvallarins á Gaddstaðaflötum
Hella
HAFÞÓR Ingi Gunnarsson var
kjörinn íþróttamaður Borgar-
byggðar árið 2002. Hafþór Ingi er
körfuknattleiksmaður í úrvals-
deildarliði Skallagríms og hefur að
margra mati leikið frábærlega fyr-
ir lið sitt á síðasta ári og tekið
miklum framförum, auk þess að
vera góð fyrirmynd yngri leik-
manna.
Deildir og félög í Borgarbyggð
tilnefna sinn besta afreksmann og
er það tómstundanefndar Borgar-
byggðar að útnefna íþróttamann
ársins úr þeim tilnefningum sem
berast. Aðrir tilnefndir: Hallbera
Eiríksdóttir var valin frjálsíþrótta-
maður ársins, Benedikt Líndal var
valinn hestamaður ársins, Guð-
mundur Daníelsson var valinn
golfari ársins, Berta Sveinbjarn-
ardóttir var kosin sundmaður árs-
ins, Árni Jónsson var valinn
íþróttamaður Kveldúlfs fyrir
boccia, Guðmundur B. Þorbjörns-
son var valinn knattspyrnumaður
ársins og Heiðar Ernst Karlsson
var valinn badmintonmaður ársins.
Viðurkenningar fyrir landsliðssæti
í briddsíþróttinni hlutu þær Alda
Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir
sem fóru með landsliðinu til Ítalíu
á árinu til keppni. Aðalstjórn Umf.
Skallagríms veitti ennfremur við-
urkenningar til frjálsíþróttadeildar
Skallagríms fyrir gott starf á árinu
og Grunnskólanum í Borgarnesi
fyrir stuðning við starf félagsins.
Úr Minningarsjóði Auðuns Hlíð-
kvists Kristmarssonar fékk Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir viðurkenningu
og íþróttastyrk en hún stundar
hestaíþróttir, körfubolta og knatt-
spyrnu. Hvatningarverðlaun
Íþróttamiðstöðvarinnar fengu þær
Zsuzsanna Budai og Kristín Jón-
asdóttir fyrir ástundun í almenn-
ingsíþróttum. Kristín hefur til að
mynda mætt sex daga vikunnar í
morgunsundið sitt frá árinu 1979.
Hafþór Ingi
íþróttamaður
Borgarbyggðar
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Hafþór Ingi Gunnarsson situr fyrir miðju umkringdur klappstýrum Skalla-
gríms. Aftari röð frá vinstri: Árni Jónsson, Guðrún Ósk Ámundadóttir,
Guðmundur Daníelsson, Heiðar Ernst Karlsson, Guðmundur B. Þorbjörns-
son, Berta Sveinbjarnardóttir, Hallbera Eiríksdóttir og Benedikt Líndal.
Borgarnes