Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 36
ALDARMINNING
36 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
ALÞJÓÐLEGUR bænadagur
kvenna verður haldinn föstudaginn
7. mars í Selfosskirkju. Eins og allir
dagar hefst Alþjóðlegur bænadagur
kvenna við dagsmörk í Kyrrahafi og
um leið og dagsljósið berst frá
austri til vesturs umhverfis hnöttinn
taka stöðugt nýir hópar í borgum,
sveitum og þorpum undir lofgjörð
og bæn, uns dagur er að kvöldi kom-
inn eftir u.þ.b. 40 klukkustundir,
þegar sólin hnígur til viðar við
strendur Alaska. Að þessu sinni
kemur bænarefnið frá Líbanon.
Konur takið mennina með og sam-
einumst í lofgjörð og bæn.
Íþróttafræðingur á
foreldramorgni
í Háteigskirkju
Í DAG, fimmtudag, heldur Gunnur
Hinriksdóttir íþróttafræðingur er-
indi á foreldramorgni Háteigskirkju
og mun hún meðal annars gefa góð
ráð hvað val á skóm varðar. For-
eldramorgnar eru alla fimmtudags-
morgna frá tíu til tólf. Þar hittast
foreldrar ungra barna á neðri hæð
safnaðarheimilis Háteigskirkju til
skrafs og ráðagerða. Hér er kjörið
tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast
foreldrum með börn á sama reiki.
Mikil áhersla er lögð á að foreldrar
hafi nægan tíma til þess að spjalla
saman, hvort heldur börnin sofa úti
í vagni eða leika sér. Öðru hvoru er
boðið upp á 20 mínútna fræðslu-
erindi eða breytt út af vanalegri
dagskrá með föndri eða öðru. Þess-
ar tilbreytingar verða á eftirtöldum
dögum í vor: 20. mars: Erna Arn-
ardóttir frá Íslenska lestrarfélaginu
fjallar um nauðsyn þess að lesa bæk-
ur fyrir og með ungum börnum. 3.
apríl: Herdís L. Storgaard, hjúkr-
unarfræðingur og framkvæmda-
stjóri Árvekni, fjallar um öryggis-
mál barna. 10. apríl: Við búum til
okkar eigin súkkulaðipáskaegg. 15.
maí: Ömmukaffi og andabrauð. Við
göngum niður að Tjörn og gefum
öndunum brauð áður en við setj-
umst inn á ömmukaffi og fáum vöffl-
ur í boði Háteigskirkju.
Foreldramorgnar í Háteigskirkju
eru alla fimmtudagsmorgna frá síð-
asta fimmtudegi í ágúst og út júní-
mánuð. Á fimmtudögum sem ber
upp á almenna frídaga (skírdag,
sumardaginn fyrsta …) er ekki for-
eldramorgunn. Umsjón með for-
eldramorgnum í Háteigskirkju hef-
ur Guðrún Helga Harðardóttir,
barnastarf@hateigskirkja.is Nánari
upplýsingar gefur starfsfólk Há-
teigskirkju í síma 511 5400.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
í Selfosskirkju
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und-
ir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og
með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Bibl-
íulestur kl. 20 í safnaðarheimilinu. Lúkas-
arguðspjall lesið og skýrt. Allir velkomnir.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu
14a. www. domkirkjan.is.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12:00. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili.
Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Á morgun
kl. 13.30 samvera í Setrinu (bridsaðstoð).
Taizé-messa kl. 20:00.
Vinafundir í febrúar og mars. Spjallfundur
kl. 14 með sr. Tómasi og Þórdísi þjónustu-
fulltrúa.
Landspítali – háskólasjúkrahús, Grensás.
Arnarholt: Guðsþjónusta kl. 15:00. Sr.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og
ungbarnamorgunn. Fræðsla: Aðlögun í dag-
vistun/ aðskilnaðarkvíði: Hallveig Finn-
bogadóttir hjúkrunarfræðingur. Söngstund
með Jóni Stefánssyni. Umsjón hefur
Ágústa Jónsdóttir. Kaffisopi. Kl. 12.10
lestur Passíusálma og bænagjörð í Guð-
brandsstofu í anddyri.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há-
degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel
kirkjunnar milli kl. 12 og 12:10. Að bæna-
stund og altarisgöngu lokinni er léttur máls-
verður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt
og innihaldsríkt! Samvera eldri borgara kl.
14.00. Steinunn Kristinsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Heilsugæslunnar í Lágmúla, kem-
ur í heimsókn og ræðir um heilbrigði aldr-
aðra og í lokin er boðið upp á
blóðþrýstingsmælingu. Barnakór Laugar-
ness syngur. Kaffiveitingar og umsjón í
höndum Þjónustuhóps kirkjunnar, kirkju-
varðar og sóknarprests. Alfafundur í safn-
aðarheimilinu kl. 20:00. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi.)
Neskirkja. NEDÓ-unglingaklúbbur kl.
17:00. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekkur
kl. 19:30. Munda og Hans.
Félagsstarf aldraðra laugardaginn 8. mars
kl. 14.00. Þorvaldur Halldórsson kemur og
leikur á léttu nótunum. Fram verður borin
létt máltíð. Þeir sem ætla að neyta mat-
arins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511
1560 milli kl. 10 og 13 fram á föstudag.
Umsjón með starfi eldri borgara í Neskirkju
hefur sr. Frank M. Halldórsson.
Breiðholtskirkja: Biblíulestarar kl. 20–22
á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar og
Reykjavíkuprófastsdæmis eystra sem bera
heitið „Ábyrgð og frelsi í boðun ritningarinn-
ar“. Kennari er sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur og dr.theol.
Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10–
12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi ÍAK kl.
11:15. Bænastund kl. 12:10. Unglingakór
Digraneskirkju kl. 17–19. (Sjá nánar:
www.digraneskirkja.is.) Safnaðarfélag
Digraneskirkju heldur fund í Safnaðarsal
kirkjunnar fimmtudaginn kl.19.00.
Fella- og Hólakirkja: Biblíulestur og helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30–12:00. Starf
fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja: Foreldramorgnar kl.
10:00–12:00. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl.
17:30–18:30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í
Grafarvogskirkju kl. 17:30–18:30 fyrir 7–9
ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir
8. bekk kl. 20:00–22:00. Æskulýðsfélag í
Engjaskóla kl. 20:00–22:00, fyrir 9. og 10.
bekk.
Hjallakirkja: Kirkjuprakkarar kl. 16:30.
Kópavogskirkja: Samvera eldri borgara í
dag kl. 14:30–17:00 í safnaðarheimilinu
Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
17:00. Fyrirbænarefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og
undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera
þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni
eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum
og djákna. Boðið er upp á molasopa og
djús að lokinni stundinni í kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn
og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar-
heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús
fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13.
Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra
með ung börn að koma saman í notalegu
umhverfi og eiga skemmtilega samveru-
stund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag
kl. 17.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 16.30–18.
Lágafellskirkja. Barnastarf Lágafellskirkju,
kirkjukrakkar, er í Varmárskóla í dag fyrir
6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl.
14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT-starf
Lágafellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16.
Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldr-
inum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf
Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound.
Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla
fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frá-
bært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf
Lágafellskirkju.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20. Bænastundir á föstu í Þorlákskirkju.
Fastan er tími bænar og íhugunar. Í Þor-
lákskirkju verða á föstunni á fimmtudögum
kl. 18:00 sérstakar helgistundir þar sem
leikið verður á hljóðfæri, farið með bæn og
lesið úr ritningunni. Stuttar stundir og til-
valið að koma og kyrra hugann frá erli dags-
ins og rækta trú sína.
Baldur Kristjánsson.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10:00
mömmumorgun í safnaðarheimilinu. Sr.
Kristján Björnsson.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Samverustund eldri borgara verður kl.
15:00 í dag. Allir hjartanlega velkomnir.
Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Fundur kl.
20:00: „Heimsókn í fangelsi“. Efni og hug-
leiðing í höndum Jóhanns Guðmundssonar
og Láru Vigfúsdóttur. Allir karlar velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í Safnaðarheimili eftir stundina.
Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Ræðu-
maður: Bjarni Guðleifsson náttúrufræðing-
ur. Villurnar syngja undir stjórn Guðnýjar
Erlu Guðmundsdóttur. Bíll fer frá Kjarna-
lundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð
kl. 14.45.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15
krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur, kl. 19.30
söngæfing fyrir unglinga, kl. 20.30 ung-
lingasamvera.
Safnaðarstarf
Í DAG eru 100 ár liðin frá fæðingu
ísfirska listmálarans Kristjáns H.
Magnússonar. Af þessu tilefni tel ég
fulla ástæðu til að heiðra minningu
hans með nokkrum ummælum virtra
erlendra listfræðinga um málverk
hans og einnig innlend skrif þar sem í
einu tilfelli var meinfýsni efst á blaði.
Hæfileikar Kristjáns í teikningu
komu snemma í ljós. Atvikin höguðu
því svo að skyldmenni hans í Boston
buðust til að kosta nám hans vestra.
Fram að þeim tíma höfðu allir ís-
lenskir listmálarar menntast í Dan-
mörku eða á Norðurlöndum ýmsir
með viðkomu í París eða Þýskalandi.
Ég vitna fyrst í grein eftir Rúnar
Helga Vignisson rithöfund og Jón
Sigurpálsson, safnstjóra og myndlist-
armann á Ísafirði.
„Kristján hóf fljótlega listnám við
Massachusetts School of Art og út-
skrifaðist að fimm árum liðnum við
góðan orðstír árið 1926. Björn Th.
Björnsson segir frá því í „Íslenskri
myndlist“ að ein mynda hans hafi ver-
ið „talin bezta myndin við prófið og
varð það til þess að þjóðsýning
Bandaríkjanna (National Academy) í
New York veitti honum eftirtekt og
valdi mynd eftir hann á sýningu sína
1927 – Still life – og tók ameríska list-
félagið (American Federation of Art)
síðan þá mynd á ferðasýningu sína.
Fór sú sýning um Bandaríkin þver og
endilöng.“ Upp úr þessu „valdi ráðu-
nautur Bandaríkjanna í fögrum list-
um“ Kristján sér til aðstoðar, hvað
sem í því fólst, en þess er getið að
hann hafi sýnt það ár og selt mikið af
myndum. Fyrstu einkasýningu sína
hélt Kristján í Copley Gallery í Bost-
on 1927 og í sýningarskrá, sem gerð
var vegna minningarsýningar í Lista-
mannaskálanum 1952 segir að list-
gagnrýnendur hafi þá þegar spáð
„hinum unga listamanni glæsilegrar
framtíðar“ og litasafnið í borginni
keypti eitt málverkanna.
Hæfileikalaus á Íslandi!
Snemma árs 1929 heldur Kristján
til Íslands, giftist árið eftir lífsföru-
naut sínum Klöru Helgadóttur.
Kristján ferðaðist víða um land og
málaði af kappi. Hann var einnig ötull
að sýna, frá vori og fram á haust 1930
hélt hann tvær einkasýningar í
Reykjavík, eina á Ísafirði og eina í
Lundúnum og átti auk þess stóran
hlut í Landakotssýningunni í Reykja-
vík.
Sýningin í Lundúnum fékk prýði-
lega dóma, eins og a.m.k. tvö íslensku
dagblaðanna greindu frá. Í Vísi hinn
10. okt. 1930 er haft eftir listdómara
„The Morning Post“ að „Kristján
Magnússon sýni frábæra leikni í með-
ferð lita og í myndunum speglist ým-
ist veðrátta landsins eða skapbrigði
málarans.“ Alþýðublaðið hefur eftir
„The Times“ 7. okt. „List Kristjáns er
ákveðin, skýr og einföld og spennir
yfir vítt svið. Efnisval og meðferð lita
er hvorttveggja hið ákjósanlegasta.“
Ennfremur segir Alþýðublaðið:
„Það er óalgengt að íslenskir lista-
menn leiti sér menntunar í Vestur-
heimi, enda munu ýmsir hér vera all-
vantrúaðir á listræna menning
Ameríkumanna. Hvað sem um það er
ber þó að gæta þess að á síðustu árum
hefir mikill fjöldi fágaðra listamanna
flykst frá Evrópu vestur um haf og
mörg merkustu listaverk gömul og ný
hafa farið sömu leið.“
Árið 1932 var valið úr verkum ís-
lenskra listamanna til sýningar í
Stokkhólmi. Þar var Kristján snið-
genginn með öllu. Ekki vildi hann una
því og tók á leigu sal skammt frá hin-
um opinbera sýningarstað „og trón-
aði þar einn í særðu stolti“ eins og
Björn Th. Björnsson kemst að orði í
„Íslenskri myndlist“. Sýningu Krist-
jáns var ágætlega tekið og einn gagn-
rýnendanna í Stokkhólmi velti fyrir
sér af hverju hann hefði ekki verið
með á yfirlitssýningunni.
Þegar frá eru taldar tvær minning-
arsýningar síðast í Listamannaskál-
anum í Reykjavík 1953, ríkti grafar-
þögn um Kristján H. Magnússon
áratugum saman. Það var ekki fyrr
en Listasafn Ísafjarðar hélt yfirlits-
sýningu á verkum hans 1986 að farið
var að skoða stöðu hans í íslenskri
myndlist á ný.
Framangreind skrif eru kaflar úr
samantekt Rúnars Helga og Jóns
Sigurpálssonar.
Við sem tengdumst fjölskyldu-
böndum við eiginkonu Kristjáns,
Klöru Helgadóttur, sem ávallt skrif-
aði sig Magnússon eftir giftingu,
eignuðumst nokkur falleg málverk
eftir Kristján og er sérstök ástæða til
að bera lof á vetrarmyndir hans, sem
ávallt hafa verið taldar bæði glæsi-
legar og sérstæðar.
Fyrir ca tveim árum gengum við á
fund forstöðumanns Listasafns Ís-
lands og afhentum honum ljósrit af
ýmsum blaðagreinum um Kristján.
Hann var bæði kurteis og þægilegur
viðmælandi. Við fórum þess á leit
hvort hann gæti einhverntíma í fram-
tíðinni gefið kost á sýningu t.d. í litla
salnum á fyrstu hæð. Hann kvaðst
myndi hugleiða það síðar. Hann var
fullkomlega meðvitaður um mótbyr
Kristjáns hér heima. Mörgum mán-
uðum síðar höfðum við símasamband
við hann og tjáði hann okkur að óþarfi
væri að ónáða hann frekar í þessu
sambandi. Nú mánuðirnir verða að
árum og 100 árum eftir fæðingu
Kristjáns er enn tíðindalaust frá
tjarnar-„vígstöðvunum“.
Ísfirðingar eiga mikinn heiður skil-
inn fyrir sinn ómetanlega stuðning
við minningu Kristjáns H. Magnús-
sonar.
Að lokum langar mig að minnast á
sýningar í Lundúnum 1930 og árið
eftir hélt hann aftur sýningu sem
seldist upp og fékk frábæra dóma. Þá
skeði sá einstæði atburður að breskur
auðmaður bauð Kristjáni að dvelja
hjá sér í Lundey og mála þar fyrir sig.
Kristján fór síðan ásamt Klöru eig-
inkonu sinni til Lundeyjar og sagði
hún að dvölin þar hefði verið ævintýri
líkust. Þau dvöldu þar í 2 mánuði, sem
voru sannkallaðir dýrðardagar.
Það er með ólíkindum að listmálari,
sem fær frábæra dóma í Ameríku,
Skandinavíu og Englandi skuli iðu-
lega hafa verið ofsóttur af Orra
Morgunblaðsins, sem reyndar var
keppinautur hans í listmálun.
Skyldu aðrir íslenskir listmálarar
hafa leikið eftir honum að halda sýn-
ingar í „The Fine Art Society“ og
selja allar myndir, sem þar voru
sýndar?
Þegar Kristján H. Magnússon lést
árið 1937 aðeins 34 ára gamall, þá var
hann nýkominn úr málunarferð um
uppsveitir Borgarfjarðar á hestbaki.
Þegar framangreindir listdómar á
erlendri grund eru hafðir í huga og
einnig mikil velgengni í sölu mál-
verka heima og erlendis undrast
maður yfir þeirri grafarþögn sem rík-
ir enn yfir minningu þessa sérstæða
myndlistarmanns nú þegar 100 ár eru
liðin frá fæðingu hans.
Listmálari vanvirtur
lífs og liðinn
Eftir Guðmund
Guðmundarson
Kristján H. Magnússon: Þingvellir, 1933.
Höfundur er framkvæmdastjóri,
ellilífeyrisþegi.
Tilraun til að
skýra myndbreyt-
ingu plantna er
skrifuð af Johann
von Goethe í þýð-
ingu Jóns Bjarna
Atlasonar. Þýð-
ingin fylgir fyrstu
útgáfu frá 1790
eftir eintaki hand-
bókasafns Walthers von Goethe
Foundation. Í samantekt segir m.a.:
„Þess væri óskandi, að tilraun þessi
til að útskýra myndbreytingu
plantna, leggi eitthvað af mörkum til
að leysa úr þeim vafa sem ríkt hefur
um þetta efni og gefi ástæðu til frek-
ari ályktana og niðurstaðna. Þær at-
huganir sem hún styðist við, hafa
þegar verið gerðar hver fyrir sig og
þeim safnað saman og flokkaðar,
(d); og mun það brátt koma í ljós,
hvort skrefið, sem nú hefur verið
stigið, nálgist sannleikann. Í sem
skemmstu máli munum við nú safna
saman aðalniðurstöðum þessarar
ritgerðar.“
Walther von Goethe (1818–1885)
var kammerherra, tónskáld og síð-
asti beini afkomandi stórskáldsins
Johanns Wolfgang von Goethe. Hann
sá að hluta um arfleifð afa síns og
því einnig um handrit sem tengjast
„Myndbreytingu plantnanna“, sem
fyrst var gefin út í Gotha árið 1790.
Wolfgang Müller ritar um aðdrag-
anda stofnunar Walther von Goethe
og segir m.a. um rit þetta: „Það er
áhugavert að Goethe notaðist sjálfur
við hugtök úr „Myndbreytingu plantn-
anna“ til að lýsa myndun nýrrar
stofnunar. Í bréfi sem hann reit Carl
August stórhertoga af Sachsen-
Weimer-Eisenach þann 24. mars
1816 líkir hann myndun kímblaða
við stofnun nýrrar akademíu fyrir
náttúruvísindi í Berlín. Og í dag hefur
þessi grasafræði-klassíker, sem á
sínum tíma hafði margt nýtt fram að
færa, öðlast nýtt gildi. Heildarsýn
listamannsins á flóknar og marg-
slungnar formgerðir og birt-
ingamyndir, einnig á sviði vísinda og
fræða og einmitt hvað menningar-
starfsemi og stofnanir varðar, sem
og aðilislæg sýn hans á hið ókomna,
hefur á ný hlotið visst vægi.“
Útgefandi er próf. Wolfgang Müll-
er, fyrir tilstuðlan Walther von
Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík.
Ritið er 111 bls., í 1.000 eintökum
auk 12 tölusettra og áritaðra ein-
taka, í öskju úr skinni af íslenskum
hlýra.
Náttúruvísindi