Morgunblaðið - 06.03.2003, Síða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Björn Ragnars-son fæddist á
Hvammstanga 3. apr-
íl 1966. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 23. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar hans
eru Ragnar Sigurður
Bergmann Bene-
diktsson, f. 7. apríl
1924, og Arndís Páls-
dóttir, f. 28. janúar
1929. Systkini Björns
eru: 1) Karl Georg,
maki María Rós Jóns-
dóttir. 2) Ásta Pálína,
maki Magnús Sverris-
son. 3) Jenný Karólína, maki Hilm-
ar Sverrisson. 4) Margrét Halla,
maki Jón Gunnarsson. 5) Benedikt,
maki Jóhanna Helga Þorsteins-
dóttir. 6) Helga Berglind, maki
Sigmar Benediktsson.
Hinn 8. ágúst 1992 kvæntist
Björn eftirlifandi eiginkonu sinni,
Álfheiði Hannesdóttur Árdal, fædd
á Akureyri 19. júní 1966. Börn
þeirra eru: 1) Úlfar Þór, f. 25. júlí
1993 í Kaupmannahöfn. 2) Freyja
Björt, f. 27. júlí 1995 í Kaupmanna-
höfn. 3) Arndís Úlla, f. 21. febrúar
1999 í Bad Homburg í Þýskalandi.
Foreldrar Álfheiðar eru Hannes
Guðbrandur Steinþórsson Árdal, f.
28. nóvember 1926, d. 6. febrúar
1972, og Úlla Þormar Geirsdóttir
Árdal, f. 27. febrúar 1930. Systkini
Álfheiðar eru: 1) Kristín Árdal,
maki Friðrik Jósepsson. 2) Geir Ár-
dal, maki Margrét Bjarnadóttir. 3)
Tómas Árdal, maki Selma Hjörv-
arsdóttir. 4) Páll Árdal, maki Ólöf
Stefánsdóttir.
Björn ólst upp á
Barkarstöðum í Mið-
firði við sveitastörf
og sveitin var honum
ávallt kær. Hann var
næstyngstur sjö
systkina. Eftir
grunnskóla fluttist
hann til Reykjavíkur
en var alltaf með
annan fótinn í sveit-
inni. Hann lauk
sveinsprófi í rafvirkj-
un frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1986, raf-
magnsiðnfræði með
löggildingu sem raf-
verktaki frá Tækniskóla Íslands
1989, raungreinadeildarprófi frá
Tækniskóla Íslands 1991 og hlaut
meistaragráðu (M.Sc.) í rafmagns-
verkfræði frá Danmarks Tekniske
Universitet 1996.
Björn kynntist eftirlifandi konu
sinni í janúar 1987 og hófu þau
sambúð skömmu síðar. Þau flutt-
ust til Kaupmannahafnar 1991 þar
sem hann stundaði nám í raf-
magnsverkfræði. Að námi loknu
hóf hann störf hjá danska fyrir-
tækinu SimCorp A/S. Árið 1998
flutti fjölskyldan sig um set til bæj-
arins Köppern í Þýskalandi þar
sem Björn starfaði hjá SimCorp
Gmbh. í nágrannabænum Bad
Homburg. Árið 2000 fluttist fjöl-
skyldan til Íslands og Björn hóf
störf sem deildarstjóri upplýsinga-
tækni- og þróunardeildar hjá Sam-
skipum.
Björn verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Bjössi minn, eiginmaður
minn og besti vinur, stoð mín og
stytta síðastliðin 16 ár. Þetta hafa
verið ánægjuleg 16 ár og það sem
hjálpar mér áfram á veginum með
börnunum okkar þremur er allt hið
yndislega veganesti sem þú gafst
okkur. Við eigum ótal margar góðar
minningar að orna okkur við, og ég
mun gera allt til þess að minning
þín lifi hjá Úlfari Þór, Freyju Björt
og Arndísi Úllu.
Líf okkar saman var fallegt og
skemmtilegt.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið
(Jónas Hallgr.)
Það er mér heiður að hafa fengið
að vera lífsförunautur þinn, Bjössi,
og ég kveð þig með þökk í brostnu
hjarta mínu.
Þín
Álfheiður.
Bless pabbi. Ég vildi að þú værir
á lífi, ég sakna þín svo mikið. Ég
vona að þér líði vel hjá Guði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Bless. Þinn
Úlfar Þór.
Elsku pabbi. Ég vildi óska að þú
værir lifandi, þá ætti ég þig ennþá.
Kær kveðja.
Freyja Björt
Björnsdóttir Árdal.
Elsku pabbi. Ég sakna þín, von-
andi er gott lífið uppi í himnum.
Þín
Arndís Úlla.
Elsku bróðir. Ekki hefði mér
dottið það í hug að þú færir á undan
okkur hinum, svona stór og sterkur
eins og þú varst. Þetta er svo óraun-
verulegt og ósanngjarnt. Það er
varla hægt að sætta sig við það að
þú sért farinn. En við ráðum ekki
ferð.
Ég hugsa til baka til uppvaxt-
aráranna og þá rifjast upp þegar þú
komst í þennan heim. Ég var tíu ára
og fannst nóg um alla athyglina sem
þú fékkst. Þannig var það hjá þér í
gegnum þitt allt of stutta líf, það var
sama hvar þú komst, þú áttir at-
hyglina alla, slík var þín fyrirferð.
Tilfinningar mínar breyttust fljótt
þegar ég fór að passa þig, hvað mér
þótti vænt um þig.
Þegar við komum norður til að
hefja búskap varstu betri en enginn.
Það var gott að eiga þig að, alltaf
tilbúinn, ósérhlífinn og dundaðir
ekki við verkin.
Við fluttum svo suður, þá fylgdir
þú með og bjóst hjá okkur um tíma.
Þú fórst ekki alveg troðnar slóðir í
náminu, en í því sem öðru var ekki
látið staðar numið fyrr en á toppn-
um.
Það var svo gaman að hafa tæki-
færi til að heimsækja ykkur Álfheiði
og börnin reglulega til Danmerkur.
Alltaf þegar ég kom voru móttök-
urnar og hlýjan í fyrirrúmi, þið sátt
og hamingjusöm. Húsplássið var
kannski ekki stórt fyrir ykkur öll en
samt höfðuð þið Addý dóttur okkar
hjá ykkur um tíma.
Það er ekki nema ár síðan veik-
indin fóru að gera vart við sig. Þú
gerðir þér grein fyrir hvert stefndi
og hugsunin snerist um að búa fjöl-
skylduna undir framtíðina. Þú háðir
þína baráttu í hljóði og stóðst með-
an stætt var.
Bjössi minn, takk fyrir samfylgd-
ina. Ég vildi óska að árin þín hefðu
orðið fleiri.
Elsku Álfheiður, Úlfar, Freyja og
Arndís Úlla. Hugur okkar er hjá
ykkur á þessum erfiðu tímum. Síð-
ustu dagar hafa verið mjög sérstak-
ir og það er með aðdáun sem við
fylgjumst með ykkur takast á við
þessi erfiðu tímamót. Megi minn-
ingin um yndislegan eiginmann og
pabba gefa ykkur styrk. Guð blessi
ykkur og minningu bróður míns.
Halla systir.
Elskulegur sonur er horfinn af
sjónarsviðinu. Eftir stendur sár
söknuður um atorkumann, dreng
ungan og duglegan. Son, eiginmann
og föður ungra barna. Við sem eftir
lifum skiljum ekki tilgang þegar
svona dauðsfall ber að höndum. Guð
styrki okkur öll á erfiðri stundu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Mamma og pabbi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þegar fallinn er frá ástkær bróðir
reikar hugurinn til baka til allra
gleðistundanna sem við og fjölskyld-
ur okkar höfum átt saman. Börnin
okkar á svipuðum aldri og áhugamál
okkar bræðra svipuð sem gerir frá-
fallið enn þungbærara. Börn hænd-
ust öll að honum og báru óblandna
virðingu fyrir glettni hans og uppá-
tækjum. Gífurlega kraftmikill per-
sónuleiki hans gerði það að verkum
að allir sem nálægir voru fylgdu
honum eftir.
Öflugur, sterkur og frakkur með
ríka réttlætiskennd, þetta einkenndi
hann alla tíð og ætíð var ráðist á
garðinn þar sem komið var að hon-
um þótt hann væri ekki alltaf lægst-
ur þar. Einkenni samskipta okkar
bræðra voru sterk skoðanaskipti, en
við slíkar aðstæður skapast umræð-
ur sem leiða til markvissrar og ná-
kvæmrar ákvarðanatöku. Aldrei
kom þó á milli okkar ósætti eða
orðahnippingar af neinu tagi. Leið-
andi og góð skipulagning báru bróð-
ur sterkt vitni í öllu sem hann tók að
sér. Innan fjölskyldunnar var eng-
inn sem hreyfði andmælum þegar
hann tók að sér verkefni.
Eins var seinasta skipulagning
sem hann gerði á dánardaginn með
hugarorkunni einni saman; áttum
við nánustu ættingjarnir að vera til
staðar um miðjan dag sunnudaginn
23. febrúar sl. á meðan hann skildi
við þennan heim með höfuðið í
kjöltu konu sinnar.
Elskulegs bróður er sárt saknað,
meira en orð fá lýst. Kveð ég og
fjölskylda mín hann með miklum og
djúpum söknuði. Skarð hans í systk-
inahópnum verður ekki fyllt. Guð
blessi hann og varðveiti og gefi Álf-
heiði og börnum styrk í þeirra mikla
söknuði.
Þinn bróðir
Karl.
Elsku hjartans litli bróðir. Það er
sárara en tárum taki að í stað þess
að útbúa bréf og bjóða til samveru-
stundar vegna fermingar þá sit ég
hér og skrifa fáein minningarorð um
þig.
Það er dapurlegt til þess að
hugsa að skarð sé komið í systk-
inahópinn okkar stóra. Eins og til-
hlökkunin var mikil að fá fjölskyld-
una heim frá útlöndum. Búin að
vera svo lengi fjarri heimahögum,
það virtist vera nógur tími fram-
undan að njóta samvista. Svo ertu
bara hrifinn burt svona fljótt og
svona harkalega. Mikið verður þín
sárt saknað. Enginn Björn bróðir að
fagna manni með hrossahlátri og
kraftalegu faðmlagi, alltaf tilbúinn
að blása til samfunda við fjölskyldu
og vini.
Það var aldrei lognmolla þegar þú
varst annars vegar. Það er aðdáun-
arvert hvernig þið hjónin undir-
bjugguð börnin ykkar og fjölskyld-
una alla undir það sem verða vildi
og enginn fær breytt. Það gerir
okkur örlítið léttbærara að kveðja
þig, nógu mikill er missir okkar
allra og sorg.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Þín systir
Ásta.
Elsku Bjössi, það er sárt að þurfa
að kveðja þig, svona ungan, atorku-
saman og kraftmikinn mann. Þú
sem vast nýkominn heim úr námi,
orðinn verkfræðingur með stóra
fjölskyldu og áttir allt lífið fram-
undan.
Minningar bernskunnar hellast
yfir okkur á þessari stundu og þær
eru yndislegar. Bernskuárin okkar í
sveitinni á Barkarstöðum voru oft
lífleg, við slógumst, grétum og hlóg-
um saman. Við vorum iðnir við að
hjálpa til við búskapinn og prakk-
arastrikin voru óteljandi, mömmu
oft til sárra leiðinda. Þegar þú
komst úr sveitinni til Reykjavíkur
bjóstu hjá okkur Helgu á Kársnes-
brautinni heilan vetur. Ég var í
námi í Vélskólanum og þú fórst í
Iðnskólann. Við Helga nýbúin að
kaupa íbúð og Ragnar elsti sonur
okkar nýfæddur. Þar töluðum við
mikið saman og spurningarnar sem
þú spurðir okkur af þinni barnslegu
einlægni voru óteljandi, spurningar
um lífið og tilveruna.
Svo kynntist þú ástinni, þessari
rauðhærðu stelpu frá Akureyri sem
var alltaf hlæjandi, þið áttuð svo vel
saman. Þegar við Helga fluttumst í
sveitina ’85 voruð þið Álfheiður
óþreytandi að koma og hjálpa okkur
við búskapinn, sveitin var alltaf stór
partur af þér. Á þeim tíma varstu í
lyftingum og stundum réðst þú ekki
við kraftana í þér og gafflar, skóflur
og hjólbörur urðu að lúta í lægra
haldi, þá heyrðist þú tauta:
„Andsk … drasl er þetta, er ekki
hægt að búa þetta til þannig að það
megi koma við þetta!“
Eftir námið í Iðnskólanum fórst
þú í framhaldsnám úti í Kaup-
mannahafnarháskóla. Við vorum svo
lánsöm að fá að heimsækja ykkur
með strákana okkar þrjá. Við áttum
yndislega daga saman þegar við
löbbuðum með barnavagn og kerru
um alla Kaupmannahöfn, þið með
Úlfar Þór og Freyju og við með
Ragnar, Birgi og Jóhann Örn. Svo
lá leið ykkar til Þýskalands til frek-
ara náms og starfsreynslu. Eftir
Þýskalandsdvölina komuð þið svo
heim til Íslands og þú fékkst vinnu
hjá Samskipum þar sem hæfileikar
þínir nýttust vel. Þú hafðir svo gam-
an af vinnunni og það var svo margt
sem þú vildir koma til leiðar. En þá
komu slæmu fréttirnar; krabba-
mein, óþverri sem lagði þig að velli
á einu ári. Þú barðist hetjulega og
af þínum einskæra krafti sem við
þekktum þig alltaf að, en allt kom
fyrir ekki. Kraft þinn, einlægni og
styrk höfum við sem minningu um
þig og þú lifir áfram í hjarta okkar.
Elsku Bjössi, við þökkum þér fyrir
allar yndislegu samverustundirnar
sem við áttum. Við kveðjum þig með
söknuði.
Elsku Álfheiður, Úlfar Þór,
Freyja og Arndís Úlla, góður guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
Benedikt, Helga, Ragnar,
Birgir og Jóhann Örn.
Hann Bjössi frændi minn er dá-
inn. Hann var alltaf svo skemmti-
legur og góður við mig þegar ég
kom í heimsókn til hans til að hitta
Úlfar og Freyju.
Það var leiðinlegt að missa hann.
Ég sakna hans mikið.
Jón Kristófer.
Það var í liðinni viku sem okkur
fjölskyldunni barst sú harmafrétt að
Bjössi frændi væri látinn, langt fyr-
ir aldur fram. Bjössi, sem rifinn er
frá ástkærri fjölskyldu of fljótt, skil-
ur eftir ótal ljúfar minningar um
hláturmildan og brosandi mann sem
átti allt lífið framundan.
Eftir sitjum við full saknaðar en
minningarnar streyma fram. Minn-
ingar um kæran vin og frænda sem
ávallt kom með gleðina og hláturinn
með sér þegar hann kom í heim-
sókn. Þó að stundirnar yrðu færri
þessi ár sem þau voru erlendis þá
voru þau dugleg að koma í heim-
sókn þegar þau komu til Íslands.
Þegar hann birtist var maður grip-
inn í faðminn og kreistur og hlát-
urinn glumdi. Þá var hann fljótur að
vinna hug og hjörtu barnanna okkar
enda lumaði hann þá oft á einhverju
góðgæti í vasanum. Hann kunni líka
lagið á að tala á þeirra tungumáli.
Eftir að þau stækkuðu varð hann
fljótt einn uppáhaldsfrændi þeirra.
Missir Álfheiðar og barnanna
Úlfars Þórs, Freyju Bjartar og Arn-
dísar Úllu er mikill. Við biðjum al-
góðan Guð að styrkja fjölskyldu
hans, foreldra, tengdamóður, systk-
ini og alla vini.
Elsku Bjössi, við þökkum þér fyr-
ir allar yndislegu samverustundirn-
ar og kveðjum þig með miklum
söknuði í hjörtum okkar.
Heimir, Arnfríður og börn.
Bjössi er dáinn. Þegar Álfheiður
systir mín sagði mér þetta setti mig
hljóða. Þótt ég vissi í hvað stefndi
var ég ekki tilbúin að trúa því eða
undir það búin, að hann dæi svona
ungur í blóma lífsins frá eiginkonu
og þremur ungum börnum.
Kynni okkar Bjössa hófust fyrir
um 17 árum, þegar Frikki maðurinn
minn og Bjössi unnu saman, en þá
var Bjössi að læra rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík. Þótt aldurs-
munur væri nokkur varð þeim mjög
vel til vina. En af einu leiddi annað,
því í kjölfarið kynntust Bjössi og
Álfheiður systir mín, sem síðar varð
eiginkona hans. Bjössi var algjör
orkubolti og var aldrei að tvínóna
við hlutina. Ef eitthvað þurfti að
gera eða lagfæra var það gert strax,
ekkert droll. Maður vissi alltaf ef
hann var nálægur, þá var líf og fjör,
engin lognmolla. Hann var mikill
fjölskyldumaður, tryggur sínum og
trúr, vinur vina sinna. Einnig þótti
hann mjög góður fagmaður bæði
sem rafvirki og verkfræðingur.
Oft minnumst við þeirra stunda
þegar við, í tvígang að vorlagi, fór-
um í sveitina að Barkarstöðum í
Miðfirði með Bjössa og Álfheiði.
Kom þá glögglega í ljós hversu
barngóður hann var og hændust
dætur okkar mjög að honum, sú vin-
átta var alltaf jafn góð. Í þessum
ferðum fengu þeir félagarnir ótrú-
lega útrás í áburðardreifingunni
þegar tugir tonna af tilbúnum
áburði flugu á túnin á mettíma. Þá
var lífsgleðin í hámarki.
Fyrir ári greindist Bjössi með
krabbamein. Baráttunni við það tók
hann sem hverju öðru verkefni sem
þyrfti að leysa, að ná heilsu á nýjan
leik, og um leið að hlúa að fjölskyldu
sinni eins og kostur væri. Í þessari
baráttu sýndi hann dæmalaust
æðruleysi og styrk. Að lokum varð
hann þó að lúta í lægra haldi og lést
á heimili sínu sunnudaginn 23. febr-
úar sl.
Nú vitum við að þjáningum
Bjössa er lokið. Við biðjum góðan
Guð að styrkja Álfheiði og börnin
þeirra, Úlfar Þór, Freyju Björtu og
Arndísi Úllu, einnig foreldra hans
og aðra ástvini. Fyrir allar góðu
stundirnar og minningarnar viljum
við þakka.
Blessuð sé minning Björns Ragn-
arssonar.
Kristín og Friðrik.
Bjössi minn, þú varst mér svo
góður og vildir öllum svo vel. Núna
líður mér illa af því að ég hef þig
ekki hjá mér lengur. Þú varst besti
vinur minn.
Maður fór alltaf að hlæja í návist
þinni. Þú stríddir manni alltaf og
mér fannst það svo gaman. Þú varst
svo fyndinn og skemmtilegur. Þér
fannst svo skemmtilegt að stríða
mér af því að ég varð alltaf svo pirr-
uð.
En þetta átti ekki að gerast.
Hvers vegna?
En nú veit ég að þér líður vel.
Álfheiði konunni þinni og börn-
unum þínum, Úlfari Þór, Freyju
Björt og Arndísi Úllu, þeim mun
líða vel af því að þau vita að þú vakir
yfir þeim.
Ég veit að Guð og Jesú passa þig
mjög vel.
Ég mun alltaf sakna þín.
Kær kveðja.
Þín vinkona
Oddný.
Þú varst skemmtilegur, og ég hló.
Þú varst góður, og ég skemmtileg.
Þú varst frábær, og mér þótti vænt
um þig. Þér þótti vænt um mig, og
ég var vinkona þín. Þú varst veikur,
og mér fannst það leiðinlegt. Þú
fórst, og ég fór að gráta. Þú varst
vinur sem maður gat knúsað.
Þú varst vinur sem maður gat
BJÖRN
RAGNARSSON