Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.03.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 43 Í TILKYNNINGU sem Morgun- blaðinu hefur borist frá útvarpsstöð- inni Radíó Reykjavík er beðist af- sökunar á því ef auglýsing stöðvarinnar, sem birtist í DV á þriðjudag, hafi sært blygðunar- kennd einhverra. Segir að aldrei hafi staðið til að særa lesendur, en texti auglýsingarinnar var, að mati rit- stjóra DV sem og formanns Samtaka auglýsenda, ósmekklegur. Segir út- varpsstöðin að meiningin hafi verið góð, en orðavalið óheppilegt, og á því er beðist afsökunar. Yfirlýsing frá Radíói Reykjavík Orðavalið óheppilegt LAUNAJAFNRÉTTI – hvernig gengur? er yfirskrift fundar sem haldinn verður í tilefni af alþjóðleg- um baráttudegi kvenna, föstudaginn 7. mars kl. 12 á Setrinu, Grandhótel. Framreiddur verður léttur máls- verður kr. 1.000. Ingólfur V. Gíslason, sérfræðing- ur hjá Jafnréttisstofu, fjallar um stöðuna varðandi launamun kynjanna, Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum, og Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, fjalla um dreifðstýrð launakerfi, hvaða mögu- leikar þeirra séu og hvað beri að var- ast. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar, og Ragnhildur Helgadóttir, jafnréttis- fulltrúi hjá ÍTR, fjalla um hugmynd- ir og veruleika bak við jafnrétt- isáætlanir og jafnlaunastefnu. Að lokinni framsögu verður gefinn kost- ur á fyrirspurnum. Fundarstjóri er Halldóra Frið- jónsdóttir, formaður BHM. Að fundinum standa Alþýðusam- band Íslands, BHM, BSRB, KÍ, KRFÍ, SÍB, jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar, Jafnréttisráð og Jafn- réttisstofa, og Rannsóknarstofa í kvennafræðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna Tourette-samtökin hafa opið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. mars, kl. 20.30 í Hátúni 10b (austasta ÖBÍ blokkin), í kaffiteríunni á jarðhæð- inni. Opið hús er mánaðarlega að vetrinum og gefst fólki þá tækifæri til að hlusta á fyrirlestra eða kynn- ingar, horfa saman á myndband, fjalla um bækur varðandi TS heil- kennið og spjalla saman yfir kaffi- bolla um Tourette-málefni. Í DAG Brúðkaupssýningin Já í Vetr- argarði Smáralindar verður hald- in dagana 7.- 9. mars og verður formlega opnuð á morgun, föstu- daginn 7. mars, kl. 15. 56 fyrirtæki taka þátt í að kynna vörur sínar og þjónustu. Tískusýningar verða frá Brúð- arkjólaleigu Katrínar, Debenhams, Oasis, versluninni Isis, Skradd- arahúsinu og Borgarfataleigunni. Þá syngja og leika Páll Óskar og Monika, Guðbjörg Magnúsdóttir, Matthías Matthíasson, Margrét Eir, Bjarni Ara, VSOP söng- kvartettinn, Harold Burr úr „The Platters“, LB band, Hjálmar Frið- bergsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Jón Jósep Snæbjörnsson, Regína Ósk, Margrét Grétarsdóttir, Þór- unn Clausen og JB Band. Veislu- borð frá veisluþjónustunni Kokk- unum verður kynnt, dregið í brúðkaupsleik Morgunblaðsins o.fl. Fyrirlestraröð um fötlunarrann- sóknir Dóra S. Bjarnason flytur erindið, Fötlun og fullorð- inshlutverk, á morgun, föstudaginn 7. mars, kl. 12-13 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Fyrirlest- urinn fjallar um niðurstöður rann- sóknar á reynslu ungs fatlaðs fólks af uppvexti sínum, skólagöngu, vin- áttu og aðstæðum og hvernig þetta tengist framtíðardraumum þeirra. Kynning á meistara- og dokt- orsnámi við véla- og iðn- aðarverkfræðiskor Háskóla Ís- lands verður á morgun, föstudaginn 7. mars, kl. 14 í VR II, stofu 262. Við skorina eru skráðir 39 meistaranemar og 4 dokt- orsnemar. Flest verkefnin eru styrkt af íslenskum aðilum og eru unnin í samstarfi við íslensk fyr- irtæki og rannsóknarstofnanir. Er- indi halda: Páll Valdimarsson, pró- fessor, Valdimar K. Jónsson, prófessor, Burkni Helgason, meist- aranemi, Stefán Örn Stefánsson, meistaranemi, Páll Jensson, pró- fessor, og Magnús Þór Jónsson, prófessor. Eftir kynninguna verður opið hús þar sem fastir kennarar, meistara- og doktorsnemar dreifa verkefnishugmyndum og svara spurningum. Öllum heimill aðgang- ur. Á MORGUN STJÓRN Fuglaverndarfélags Ís- lands telur úrskurður Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra, sem heimilar Kárahnjúkavirkjun, er að nokkru leyti byggður á gögnum sem séu bæði villandi og jafnvel í sumum tilvikum röng. Því telur stjórnin að rétt sé að fella fyrri úrskurð úr gildi, afla nýrra gagna og úrskurða á ný. „Íslenski landselsstofninn hefur minnkað um 67% á síðustu 20 árum og samkvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum á tegundin heima á válista. Ár- ið 1980 var stofninn um 45.000 dýr en um 15.000 dýr árið 2000 samkvæmt talningum Hafrannsóknastofnunar. Á Úthéraði við ósa Jökulsár á Dal og við Lagarfljót er selalátur með 400– 600 urtum eða um 10% af íslenska stofninum, þegar tekið er tillit til bæði brimla og geldsela. Þetta látur, eitt hið stærsta á Íslandi, mun að öllum líkindum eyðileggjast verði af Kára- hnjúkavirkjun. Í umhverfismats- skýrslu Landsvirkjunar segir að 3% landselastofnsins verði fyrir áhrifum af framkvæmdunum og þar miða sér- fræðingar fyrirtækisins við að stofn- inn sé 45.000 dýr! Þessar rangfærslur eru furðulegar þar sem ljóst má vera af lestri skýrslunnar að höfundum var fullkunnugt um mikla fækkun í stofn- inum. Í matsskýrslunni segir að „á Út- héraði séu kjóar algengir“. Hér er logið með þögninni, en í kjóavarpinu á Úthéraði eru 1.300 pör og er það stærsta þekkta kjóavarp í heiminum! Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmd- ir við Kárahnjúka ógna tilvist þessa varps þar sem bæði mun verða veru- leg röskun á varplöndum þeirra og eins viðbúið að fæðuskilyrði á grunn- sævi við Héraðsflóa muni breytast til verri vegar. Hérað er eitt mesta varp- og fjaðrafellisvæði grágæsa á landinu. Um 2.000 pör verpa þar eða 10% ís- lenska stofnsins og síðsumars eru um 10.000 grágæsir á svæðinu. Varplönd, fellistaðir og beitilönd þeirra munu breytast verulega. Í matsskýrslunni segir að gæsirnar geti fært sig eitt- hvað annað, en slíkur málflutningur er ekki samboðinn virtum sérfræð- ingum Landsvirkjunar. Úrskurður umhverfisráðherra er því skýlaust brot á tveimur sáttmál- um sem Íslendingar eru aðilar að, Ríósáttmálanum um líffræðilega fjöl- breytni og Bernarsáttmálanum, um verndun villtra dýra, plantna og líf- svæða í Evrópu.“ Byggður á villandi gögnum Ragnar upplýsingar um úrslit kosninga í HÍ Rangt var farið með úrslit kosn- inga til Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands í Staksteinum í gær. Hið rétta er, eins og raunar kom fram í frétt blaðsins 1. marz, að Vaka hlaut 5 fulltrúa, Röskva 3 fulltrúa og Háskólalistinn einn fulltrúa. Þá var ranghermt í dálkinum að Röskva hefði verið stofnuð seint á áttunda áratugnum; stofnár sam- takanna var 1988. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Föðurnafn rangt stafsett Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var birt mynd af börnum á leik- skólanum Sæborg sem voru að undirbúa öskudaginn. Í mynda- texta var föðurnafn Helga Alberts Reinhardssonar rangt stafsett. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT SAMKOMULAG hefur verið gert á milli Sæferða ehf. sem er rekstr- araðili ferjunar Baldurs og Vega- gerðarinnar um breytta áætlun ferjunnar í vetraráætlun. Þetta er gert í tilraunaskyni, í kjölfar álits nefndar sem samgönguráðherra skipaði sl. haust. Verkefnisnefnd af hálfu samgönguráðuneytisins hefur unnið út frá þessu áliti og er þessi breyting niðurstaða þeirrar vinnu. Ný áætlun tekur gildi 15. mars nk. og mun gilda til að byrja með til þess tíma að sumaráætlun tekur gildi 1. júní. Brottfarartímar hafa verið samræmdir og fer ferjan alla daga nema þriðjudaga og föstu- daga frá Stykkishólmi kl 13.30 og frá Brjánslæk kl. 17. Á föstudög- um og þriðjudögum verða farnar tvær ferðir daglega og er þá farið frá Stykkishólmi kl. 9 og 15.45 og frá Brjánslæk kl 12.30 og aftur kl 19. Með því að færa áætlunina lengra fram á daginn er m.a. verið að koma á móts við óskir fisk- vinnslufyrirtækja á sunnanverðum Vestfjörðum auk þess sem margir íbúar svæðisins telja daginn nýtast betur með því að ferðast síðdegis. Er það von allra sem að þessu standa að þetta nýja fyrirkomulag muni reynast notendum ferjunnar betur. Þessar breytingar rúmast að öllu leyti innan ákvæða rekstr- arsamningsins sem gerður var við Sæferðir ehf. í kjölfar útboðs haustið 1999, segir í fréttatilkynn- ingu. Bætt þjónusta ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð NÝLEGA hélt Landhelgisgæslan kynningu fyrir starfsfólk Rauða krossins um hættur sem stafa af sprengjum, t.a.m. jarðsprengjum, efna- og sýklavopnum og þær var- úðarráðstafanir sem gera þarf vegna slíkrar hættu. Kynningin var liður í fræðslu fyrir verðandi sjálfboðaliða á vegum Rauða krossins, m.a. vegna yfirvofandi stríðs í Írak. Kynningin stóð yfir í 3 klukku- stundir og fólst m.a. í því að sýndar voru ýmsar tegundir sprengna og jarðsprengna og margvísleg verk- færi sem nota má til að verjast þeim. Tilgangur kynningarinnar var að gera fólk meðvitaðara um hætturnar, kynna mismunandi teg- undir sprengna, áhrif þeirra og varúðarráðstafanir vegna efna- og sýklavopna. Í flestum tilfellum er sprengju- svæðum stjórnað af herjum, bæði á stríðstímum og eftir stríð, og ljóst er að fyrst og fremst er horft á hernaðarlegan tilgang og mark- mið við stjórnun þeirra. Skipulögð hreinsun sprengjusvæða er yfir- leitt framkvæmd af herjum en oft í samráði við Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir sem hafa það að markmiði að standa fyrir slíkri hreinsun. Vandamál vegna jarð- sprengna og annarra virkra sprengna vegna stríðsátaka eru umtalsverð. Stór svæði í heiminum eru ónothæf til landbúnaðar og jafnvel á Íslandi er 70–100 sprengj- um, frá því í seinni heimsstyrjöld- inni og síðar, eytt á hverju ári. Þrátt fyrir að Rauði krossinn hafi þá stefnu að setja starfsfólk sitt ekki vísvitandi í hættu er óhjá- kvæmilegt að eftirstríðshjálp fer fram undir kringumstæðum þar sem ýmis hætta er til staðar, m.a. virkar sprengjur sem skildar hafa verið eftir eða jarðsprengjur. Það er von Landhelgisgæslunnar að kynning sem þessi geri starfsmenn Rauða krossins meðvitaðari um mögulegar hættur sem fylgja störfum þeirra og geri þá hæfari til að takast á við sjálfboðaliðastörf í þágu mannúðar, segir í frétta- tilkynningu. Gæslan með námskeið fyrir starfsfólk Rauða krossins Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslu stóðu fyrir kynningunni. Fræðsla um efna- og sýklavopn YELENA Yershova hlaut verkefnastyrk Félagsstofn- unar stúdenta fyrir MA-verkefni sitt í íslenskum bók- menntum „Rýnt í myrkrið: Íslenskar lausavísur frá 1440–1550“. Verkefnið fjallar um þá bókmenntagrein sem ætíð hefur verið vinsæl með íslensku þjóðinni, bæði sem þjóðariðkun og þjóðlist. Verkefnið er braut- ryðjendaverk en erfitt hefur verið að gera grein fyrir lausavísnagerð á þessu tímabili þar sem heimildir eru ófullkomnar og vandmeðfarnar og tímabilið eitt helsta umbrotatímabil íslensks kveðskapar. Yelena setti sér það markmið við vinnuna að leita að lausavísum í handritum og prentuðum heimildum og uppskar ríkulegar en búist var við í upphafi, en um 70 vísur fundust þegar upp var staðið. Aðalleiðbeinandi við verkefnið var Guðrún Nordal, dósent í íslenskum bókmenntum. Yelena útskrifaðist frá Háskóla Íslands 22. febrúar síðastliðinn. Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta er veitt- ur þrisvar á ári. Tveir við útskrift að vori, einn í októ- ber og einn í febrúar. Nemendur sem skráðir eru til út- skriftar hjá Háskóla Íslands og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrk- inn. Markmiðið með Verkefnastyrk FS er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðar- fyllri lokaverkefna. Jafnframt að koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. Styrkurinn nemur 100.000 kr. Verkefnastyrk- ur FS afhentur Morgunblaðið/Jim Smart Andri Óttarsson, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta, afhendir Yelena Yershova styrkinn. Stjórn Fuglaverndarfélags gagnrýnir úrskurð ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.