Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 48

Morgunblaðið - 06.03.2003, Page 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIR Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Unit- ed, hefur nú hafið taugastríð utan vallar, til að freista þess að slá leikmenn Arsenal út af laginu á lokasprettinum um meistaratitil Englands – segir þá of örugga með sig og séu með yfirlýsingar í blöðum. Ferguson, sem hefur oft reynt að slá andstæðinginn út af lag- inu með yfirlýsingum í fjöl- miðlum, segir að leikmenn sem eru of sigurvissir fá það oftast í bakið. „Við fylgjum þeim fast á eftir og erum til- búnir að refsa þeim.“ Thierry Henry, miðherji Arsenal, segir að leikmenn liðsins láti Ferguson ekki slá sig út af laginu. „Það var geysilega skemmtilegt að fagna sigrum síðastliðið keppnistímabil og við ætlum okkur að skemmta okkur á ný í ár.“ Terry Venables, knatt- spyrnustjóri Leeds, hefur ekki trú á að Manchester United geti stöðvað Arsenal. „Arsen- al-liðið er það sterkt að ég sé ekki að leikmenn liðsins láti forskot sitt af hendi á loka- sprettinum,“ sagði Venables, sem segir að Manchester Unit- ed leggji örugglega meiri áherslu á Meistaradeild Evr- ópu, þar sem möguleikar liðs- ins á bikar eru mestir. Ferguson hefur taugastríð  DAVID Bernstein sagði í gær upp sem stjórnarformaður enska knatt- spyrnufélagsins Manchester City. Uppsögnin kemur í kjölfar þess að Chris Bird, framkvæmdastjóri fé- lagsins, sagði upp í síðustu viku.  FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Johan Micoud, sem leikur með Werd- er Bremen í Þýskalandi, hefur beðist afsökunar á því að hafa löðrungað blaðamann Bild. Micoud segist hafa misskilið tilburði blaðamannsins og tekið þeim sem móðgun.  DAVID Stern, aðalmaðurinn í NBA-deildinni bandarísku, hefur staðfest að bandaríska liðið sem keppir á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta ár muni búa í ólympíuþorpinu. Þetta þykja nokkur tíðindi því alveg frá leiknum í Barcelona 1992 hefur bandaríska körfuboltalandsliðið búið á lúxushótelum utan ólympíuþorp- anna.  KÍNVERSKI knattspyrnumaður- inn Qu Bo gengur að öllu óbreyttu til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur í sumar. Qu Bo, sem er talinn einn besti sóknarmaður í Asíu, er aðeins 21 árs gamall en hef- ur spilað 19 landsleiki fyrir Kína og lék alla leiki liðsins í lokakeppni HM síðasta sumar.  QU Bo á eftir að gangast undir læknisrannsókn, og þá er ekki búið að fá endanlega á hreint hvort hann fær atvinnuleyfi í Englandi. Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Totten- ham, vildi fá hann síðasta sumar en þá uppfyllti Kínverjinn ekki skilyrði fyr- ir atvinnuleyfi. Nú er talið að það gangi eftir.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, gaf til kynna að hann hefði áhuga á að þjálfa enska lands- liðið síðar meir í viðtali við tímaritið Chelsea Village Magazine í gær. Ranieri, sem á fjögur ár eftir af samn- ingi sínum við Chelsea, sagði að gott landslið væri efst á sínum óskalista eftir að starfinu hjá Chelsea lyki.  RANIERI kvaðst ekki lengur líta á sig sem Ítala, heldur sem Evrópubúa, og sig langaði til að stjórna góðu landsliði, ekki endilega því ítalska. „Því ekki það,“ svaraði hann spurn- ingunni um hvort það enska kæmi til greina en sagði jafnframt að það væru margir góðir kandídatar í þá stöðu í Englandi.  LIVERPOOL hefur orðið fyrir mik- illi blóðtöku. Varnarmaðurinn sterki Stephane Henchoz verður frá keppni í fjórar til sex vikur vegna meiðsla á kálfa og þá er ljóst að sóknarleikmað- urinn Emile Heskey verður úr leik í tvær til þrjár vikur vegna meiðsla.  ROY Keane, 31 árs, fyrirliði Man- chester United, segist vilja verða knattspyrnustjóri liðsins eftir að hann leggur skóna á hilluna. Hann segist hafa góða reynslu, þar sem hann hafi leikið undir stjórn tveggja frábærra knattspyrnustjóra – Brians Clough og Alex Ferguson. FÓLK STOKE City komst upp úr fall- sætinu í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu með 1:0-sigri á Brighton í gærkvöld. 21.000 áhorfendur á Britannia, heimavelli Stokes, sáu Chris Greenacre skora sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok við mik- inn fögnuð stuðningsmanna Stokes. Íslendingaliðið er í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 31 stig, tveimur meira en Brighton, Shef- field Wednesday og Grimsby. Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson léku báðir allan leikinn fyrir Stoke en Pétur Hafliði Marteinsson var ekki í leik- mannahópnum. Brynjar var nálægt því að skora en viðstöðulaust skot hans af um 25 metra færi sleikti markslána. Ívar Ingimarsson lék allan leik- inn fyrir Brighton sem tapað hefur tveimur leikjum í röð og er komið í fallsæti. Ipswich og Wolves skildu jöfn, 1:1. Hermann Hreiðarsson tók út fjórða og síðasta leik sinn í banni í liði Ipswich sem er í áttunda sæti með 48 stig en Wolves er tveimur sætum ofar með 56 stig. Stoke er komið upp úr fallsæti Franski bakvörðurinn Mikael Silv-estre var hetja United-manna en hann stökk fram í sóknina og skallaði knöttinn á 79. mínútu í netið eftir aukaspyrnu Davids Beckhams. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálf- leik en náðu þó ekki að skapa sér um- talsverð færi. Eitt mark leit þó dags- ins ljós sem Lucas Radebe skoraði í eigið mark á 20. mínútu eftir fyrirgjöf Beckhams. Leedsarar, sem mættu á Old Trafford með vængbrotið lið enda nokkrir lykilmenn frá vegna meiðsla, jöfnuðu metin verðskuldað um miðjan síðari hálfleik þegar Ástr- alinn Mark Viduka skallaði í netið. Eftir markið sótti United stíft og sókn þeirra bar loks árangur þegar Silvestre skoraði við mikinn fögnuð á Old Trafford, hans þriðja mark í 180 leikjum fyrir félagið. Juan Sebastian Veron haltraði meiddur af velli í sínum 50. leik fyrir United og Roy Keane, fyrirliði, lék nánast á annarri löppinni síðustu mínúturnar þar sem United hafði notað alla sína varamenn. Keane tognaði og er talið að hann verði frá í allt að þrjár vikur. „Við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því að knýja fram sigurinn en ég verð að hrósa liði Leeds fyrir góða baráttu. Ég ætlaði að taka Silvestre útaf rétt áður en hann skoraði. Hann var búinn að mis- nota þrjú góð skallafæri en sem betur fer nýtti hann það fjórða. Nú fáum við tíu daga frí sem er kærkomið fyrir leikmenn mína,“ sagði Alex Fergu- son, stjóri United. Kamerúninn Geremi gerði meist- aravonir Newcastle líklega að engu þegar hann skoraði eina mark leiks- ins í sigri Middlesbrough. Geremi skoraði með skalla á 62. mínútu og það reyndist sigurmark leiksins. Minnstu munaði að Oliver Bernand tækist að jafna metin undir lokin en skot hans fór rétt framhjá marki Boro og þar með var fyrsti ósigur Newcastle í tíu leikjum staðreynd og um leið fyrsti sigur Middlesbrough á Newcastle á Riverside. „Ég er eðlilega vonsvikinn. Við töpuðum dýrmætum stigum en að sama skapi fékk Middlesbrough kær- komin stig sem það þurfti á að halda. Leikurinn var góður en líklega skipti það sköpum að Boro varðist betur en við,“ sagði sir Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, en í fyrsta sinn í 23 leikjum tókst hans þefvísu markahrókum ekki að finna net- möskvana hjá andstæðingunum. Reuters David Beckham átti heiðurinn að báðum mörkum Manchester United og hér fagnar hann sigurmarki Mikaels Silvestre. Silvestre varð United til bjargar MANCHESTER United heldur enn í vonina um að endurheimta enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Leeds á Old Trafford í gær. United minnkaði þar með mun Arsenal niður í fimm stig en Newcastle er líklega úr leik þar sem liðið varð að láta í minni pokann fyrir Middlesbrough á Riverside, 1:0. EIÐUR Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og fleiri aðrir kunnir leikmenn með liðum á Englandi og utan þess, sem voru valdir til að leika með heimsliðinu gegn úrvalsliði Afríku í fyrrakvöld, fengu ekki leyfi til að taka þátt í leiknum þegar á reyndi. Þekktustu leikmenn liðsins voru Hakan Sükür, Jay-Jay Okocha og Nicolas Anelka. 14.296 áhorfendur mættu á Reebok-völlinn í Bolton og sáu Afríkuúrvalið fagna sigri, 7:4. Nígeríumaðurinn Kanu hjá Arsenal, sem stóð fyrir leikn- um, sem var til styrktar hjart- veikum börnum í Afríku, skor- aði tvö mörk fyrir Afríkuliðið. Hin mörkin skoruðu Shaun Bartlett (3) Ali Benarbia og Ikpe Ekong. Fyrir heimsliðið skoruðu Nicolas Anelka, Hak- an Suker, Jason Roberts og Akin Bulent. Eiður Smári var ekki með Víkingur meistari í 9. sinn í röð Víkingur tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla í borðtennis níunda árið í röð þegar liðið bar sigurorð af KR í lokaumferðinni, 6:3. Víkingar höfðu mikla yfirburði í deildinni og fengu fullt hús stiga, eða 20 talsins, en B-lið félagsins varð í öðru sæti með 16 stig. Lið Íslandsmeistaranna skipuðu þeir Markús Árnason, Bjarni Bjarnason, Sigurður Jónsson og Kristján Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.