Morgunblaðið - 06.03.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 06.03.2003, Síða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 49 Frá september og til nóvember-loka verður leikin forkeppni í tveimur riðlum þar sem liðum er rað- að samkvæmt ár- angri næsta tímabils á undan. Eftir það tekur við deilda- keppni þar sem lið- um er skipt í úrvalsdeild og 1. deild, og að lokum spila 6–7 efstu lið úrvals- deildar ásamt efsta eða tveimur efstu liðum 1. deildar til úrslita um Íslands- meistaratitilinn. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði við Morg- unblaðið í gær að nauðsynlegt væri að breyta mótafyrirkomulaginu. „Ís- landsmótið eins og það hefur verið síðustu árin, með öll liðin í einni deild, hefur verið hálfgerð varnarbarátta og þetta fyrirkomulag varð til á sín- um tíma vegna ákveðinna vandamála. Staðan í dag er einfaldlega sú að sem vara á markaði selst Íslandsmótið illa. Það vantar spennu í fyrri hluta mótsins, sem nær yfir megnið af tímabilinu, áhorfendum hefur fækkað mikið af þeim sökum og styrkleika- munur á milli liða er alltof mikill. Það myndi skaða handboltann að halda mótinu áfram óbreyttu,“ sagði Einar. Hann sagði að nýja módelið væri eflaust ekki fullkomið en með því að koma fram með það núna gætu for- ráðamenn félaganna gert sér betur grein fyrir kostum og göllum og verið tilbúnir til að greiða um það atkvæði á ársþingi HSÍ sem haldið verður eftir miðjan apríl. Jöfn keppni í tveimur deildum frá desember „Ég tel að þetta fyrirkomulag bjóði upp á spennu frá hausti til vors og leikjum sem lítill áhugi er fyrir fækki verulega. Aðeins í forkeppninni, sem yrði lokið í byrjun desember, mætti búast við nokkrum ójöfnum leikjum. Eftir að liðum hefur verið skipt upp í úrvalsdeild og 1. deild yrði um að ræða jafna og tvísýna keppni, og sig- urvegarar í þessum tveimur deildum fengju vegleg verðlaun sem deilda- meistarar, auk þess sem sigurvegar- ar í 1. deild væru með í keppninni um meistaratitilinn. Handknattleiks- hreyfingin virðist vera fastheldin á að ljúka baráttunni um meistaratitilinn með úrslitakeppni, þó vissulega væri hægt að láta sigurvegara í úrvals- deild standa uppi sem Íslandsmeist- ara. En þar sem bæði forkeppnin og deildakeppnin bjóða upp á spennu allan veturinn er það mál manna að ekki sé rétt að fella úrslitakeppnina niður.“ Liðin falla í hálft ár og fá tækifæri að nýju Einar sagði að þetta fyrirkomulag hefði ákveðna kosti framyfir það að skipa liðunum hreinlega upp í tvær hefðbundnar deildir strax frá hausti. „Ég tel að á þennan hátt sé lakari lið- unum gert auðveldara fyrir með að halda sínum efnilegustu leikmönnum og byggja upp til framtíðar. Þeir fá tækifæri til að spreyta sig gegn þeim bestu fyrir áramót, falla aðeins um deild í hálft ár, en fá síðan tækifæri að nýju strax haustið eftir til að gera betur.“ Nýja fyrirkomulagið er miðað við sama fjölda liða, fjórtán, en Einar sagði að svigrúm væri til að fjölga þeim. Hægt að velja um ákveðnar leiðir „Þetta módel er opið fyrir fjölgun upp í 16 lið, og jafnvel enn fleiri. Ef liðum fjölgar verulega er hægt að koma á úrslitaleikjum að vori á milli neðstu liða 1. deildar og efstu liða ut- andeildarinnar. Það er talsverður sveigjanleiki í þessu, og á ársþinginu gætu menn kosið um hvort þeir vilja fara ákveðnar leiðir. Hvort liðin eigi að taka með sér stigin úr forkeppn- inni inn í deildakeppnina eða ekki, hvort 6 eða 7 lið úr úrvalsdeild eigi að komast í úrslitakeppnina – þetta er allt opið enn sem komið er. Ég vona að menn kynni sér málið með opnum huga og við náum því markmiði okkar að Íslandsmótið verði annað og betra næsta vetur,“ sagði Einar Þorvarð- arson. # $$%&'(&)*+,- '+,%.')' ,+, / 0,%.%,+ &1 !""23!""4 &5&% '&$,' / &5+, '6 ,%-&  '+,%.')&%* &5 5*7                               !   " #  $   %    &      &         '       &   '  !()    ! !        *   " #' !(+   !(, !        5*%.&% 8'+&, $$%& , +&5, ) 5 8'+,(&)*+,-& &%' - *%.,%,&%    -          -      !   " #.             *   &++,-, ' ) +9-5 6 5* (& ':&%-   3 &5&++  4 ; < =  2 ,+* # # > ?,@# * +.&%- /&%-* 3 &5&++ ! 2 A B " ! 4 ,*, ,)  C,%,%    +'' 6,+'. &+.  ,+*  ,*, ! # ! 2 # 2 ,) 4 > 4   . &+. ; ?,@# ; C,%,% A * +.&%- A   < /&%-* <  +'' ! D &+., $$%& 2 '+&, $$%&   $$%& &5 0E '  &%% ',)6 '95*%%& &%' - 08%  /  . &+. ,+, / .,- Stutt forkeppni og síðan deildakeppni næsta vetur? „Skaðar að halda mótinu óbreyttu“ FLEST bendir til þess að á næsta keppnistímabili verði leikið eftir nýju mótafyrirkomulagi í meistaraflokki karla í handknattleik. Handknattleikshreyfingin virðist almennt komin á þá skoðun að nú- verandi fyrirkomulag þar sem öll 14 liðin leika í einni deild og einni forkeppni frá september og fram í mars sé ekki íþróttinni til fram- dráttar. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að uppsetningu á nýju „módeli“ fyrir Íslandsmótið og það hefur þegar verið kynnt á for- mannafundi 1. deildarinnar. Morgunblaðið hefur fengið módelið til birtingar og eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd gerir það ráð fyrir að Íslandsmótinu verði skipt í þrjá hluta. Víðir Sigurðsson skrifar  RAY Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, tefldi aðeins fram tveimur fastamönnum þegar lið hans tapaði, 0:1, fyrir Preston í ensku 1. deildinni í fyrrakvöld. Hann hvíldi alla hina, þar á meðal sinn markahæsta mann, Heiðar Helguson, vegna leiksins gegn Burnley í 8-liða úrslitum ensku bik- arkeppninnar á sunnudag.  LEWINGTON kvaðst standa á sama um gagnrýni stuðningsmanna liðsins á það að stilla upp svona veiku liði. „Þetta félag er með í höndunum gullið tækifæri til að komast í undanúrslit bikarkeppn- innar, og ég geri allt sem hægt er til að það takist,“ sagði Lewington í gær, en tapið gerði veikar vonir Watford um að komast í úrslita- keppnina um sæti í úrvalsdeildinni nánast að engu.  SEAN Dyche, fyrirliði Watford í leiknum, var rekinn af velli fyrir að brjóta gróflega á markverði Prest- on, og í kjölfarið upphófust slagsmál sem 20 af 22 leikmönnum liðanna tóku virkan þátt í.  SPÆNSKA blaðið AS sagði frá því í gær, að Barcelona væri byrjað að ræða við norska landsliðsmann- inn John Carew hjá Valencia. Blað- ið sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að Valencia myndi nýta pen- ingana sem liðið fær fyrir Carew til að kaupa sóknarleikmanninn Fern- ando Morientes frá Real Madrid. Þá er sagt frá því að Rafael Ben- itéz, þjálfari Valencia, vilji hafa Carew áfram í sínu liði. FÓLK ÞÓR hafði betur á móti grönnum sínum í KA, 1:0, í fyrsta opinbera leik Akureyrarliðanna í Boganum í gærkvöldi. Leikurinn var merki- legur fyrir þær sakir að hann hafði tvöfalt vægi. Hann var liður í deildabikarkeppni KSÍ og jafnframt úrslitaleikur á Norðurlands- mótinu. Pétur Kristjánsson, 21 árs gamall leikmaður Þórs, tryggði 1. deildarliðinu sig- urinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þórsarar hafa unnið báða leiki sína í deildabikarnum, ÍA 1:0 og nú KA með sömu markatölu, en úrvalsdeildarliði KA hefur ekki gengið sem skyldi því liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum og ekki tekist skora mark. „Það er alltaf gaman að vinna KA. Við töp- uðum báðum leikjunum fyrir þeim í fyrra svo það var ánægjulegt að svara fyrir það,“ sagði Jónas Baldursson, þjálfari Þórs, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Jónas sagði að leikurinn hefði verið mikill baráttuleikur og lítið um opin marktækifæri. „Mér fannst við ívið sterkari, en KA- mennirnir pressuðu stíft á okkur síðustu mín- úturnar og áttu meðal annars stangarskot. Ég er þokkalega sáttur við frammistöðu liðs- ins í þessum leikjum sem við höfum leikið á undirbúningstímabilinu en við gerum okkur vel grein fyrir því að þetta hefur ekkert að segja þegar út í alvöruna kemur,“ sagði Jón- as. Í lið Þórsara vantaði meðal annars Jóhann Þórhallsson, sem var í leikbanni, og Orra Frey Óskarsson, sem ekki er kominn með leikheimild með Þórsliðinu. KA-menn voru einnig án sterkra leikmanna. Þorvaldur Mak- an Sigbjörnsson var fjarri góðu gamni og sömuleiðis Dean Martin og Slobodan Milisic. Morgunblaðið/Kristján Hlynur Birgisson fyrirliði Þórs lyftir bikarnum fyrir sigurinn á Norðurlandsmótinu í knatt- spyrnu eftir kærkominn sigur á erkifjendunum í KA í Boganum í gærkvöldi, 1:0. Tvöfaldur sigur Þórs í Boganum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.