Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.127  Innlit 17.525  Flettingar 74.650  Heimild: Samræmd vefmæling Nýjar áhugaverðar tæknilausnir Leitum eftir söluaðila á Íslandi til að selja og kynna nýjar tæknilausnir. Um er að ræða lausnir, sem bæði eru ætluð einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta eru lausnir, sem ættu að vera mjög auðseljanlegar, krefjast ekki við- halds né mikillar tækni- eða tölvuþekkingar. Söluaðili þarf að hafa yfir tölvuþekkingu að ráða, virku sölukerfi og stekan vilja til að sinna sölu á þessum lausnum. Ekki er um að ræða mikla fjárbindingu í lager eða þjálfun. Áhugasamir leggi inn svar á auglýsingadeild Mbl., merkt: „PPH — 2003.“ Sölustjóri Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða sölumann/sölustjóra á nýja starfsstöð okkar í Grafarvogi. Hæfniskröfur: Krafist er víðtækrar reynslu á sviði fasteignasölu. Áhugavert og skemmtilegt starf. Fullum trúnaði heitið. Eignaraðild gæti komið til greina. Upplýsingar um starfið gefur Jón Ellert (ekki í síma). ÞJÓNUSTUFULLTRÚI ÓSKAST TIL STARFA HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR Óskað er eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur. Helstu verkefni þjónustufulltrúa eru að: sjá um innritun í leikskóla veita upplýsingar um starfsemi Leikskóla Reykjavíkur taka þátt í kynningarmálum sjá um skýrslugerð, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga á tölvutæku formi Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og góðri tölvukunnáttu, vera skipulagður og geta sýnt frumkvæði í starfi. Óskað er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra sambærilega menntun. Þekking og/eða reynsla af starfsemi leikskóla er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk. Upplýsingar veitir Steinunn Hjartardóttir, þjónustustjóri í síma 563 5800. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, og á vefsvæði www.leikskolar.is.                                                   ! " #             $  &&&#  '(  )  %                             '*   +,-      (    ./0 )#    1+%,,/.%,,       11%,,/.%,, 2  # 0,   #     ! Sölumaður húsbíla Leitum að harðduglegum sölumanni til að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á nýjum húsbílum. Við viljum áhuga- saman einstakling sem hefur vilja til að takast á við krefjandi og fjölhæft verkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærileg- um sölustörfum ásamt enskukunnáttu. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Sölumaður — 13594“ fyrir 7. apríl 2003. Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Bláskógabyggðar er laus til umsóknar. Hér er um að ræða nýtt starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi verulega reynslu af kennslustörfum, menntun og reynslu á sviði stjórnunar og búi yfir ríku- legri færni á sviði mannlegra samskipta. Nýr sameinaður skóli Bláskógabyggðar tekur til starfa 1. ágúst 2003. Framundan er mikil skipulagsvinna vegna mót- unar og markmiðasetningar nýs skóla. Á skólasvæði Grunnskóla Bláskógabyggðar eru Þingvallasveit, Laugardalur og Biskups- tungur. Umsóknarfrestur er til 11. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Arndís Jónsdóttir, skólastjóri, í símum 486 8830/486 8928 og Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, í símum 486 8808/486 8813. Börnin í borginni Fjölgun nemenda af erlendum uppruna samsvaraði því að reykvískumgrunnskólum hefði fjölgað um einn til tvo á árabilinu 1999 til 2003. Anna G. Ólafsdóttir og Árni Sæberg ljósmyndari hittu nokkra nýja Íslendinga í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Breiðholtsskóla. ferðalögSviss í sumarsælkerarNútíma tapasbörnTónlist er alls staðarbíóGuy Maddin Laufey Guðjónsdóttir Tryggja þarf gagnsæi Mikilvægt að efla barna- myndagerð fyrir bíó og sjónvarp. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 30.mars 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 49 Af listum 26 Myndasögur 50 Hugsað upphátt 26 Bréf 50/51 Listir 27/30 Dagbók 52/53 Forystugrein 32 Krossgáta 54 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 36/37 Fólk 55/61 Umræðan 36/39 Bíó 58/61 Minningar 44/47 Sjónvarp 62 Hugvekja 49 Veður 63 * * * McLOUIS HÚSBÍLAR í fyrsta sinn á Íslandi Stórkostleg opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10–18, laugardaga 10-12. Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000 stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000 stgr. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 11-16 NÖFN gatna og torga í nýju hverfi í Norðlingaholti munu taka mið af íslenskri náttúru og þing- haldi í holtinu fyrr á tímum. Þetta var samþykkt í borgarráði. Eins og Morgunblaðið greindi frá í febrúar sl. lagði nafnanefnd borgarinnar til að flest götuheiti hverfisins hefðu endinguna -vað og vísuðu að öðru leyti til lands- lagsins og náttúrunnar umhverfis holtið. Hverfið sjálft yrði kallað Norðlingaholt og tvær meg- inbrautir þess fengju heitin Norð- lingabraut og Bugða sem vísa til nafna á svæðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við þessa tillögu og taldi réttara að götuheitin vís- uðu í söguna enda hafi Kjal- arnesþing verið í holtinu auk þess sem lagt var á ráðin um stofnun Alþingis á Þingnesi, sem er í grennd við Norðlingaholt. Tók Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, undir þetta með Guðlaugi. Þinghald endurspeglast í heitum torga Varð niðurstaðan sú að senda málið aftur til nafnanefndar til umfjöllunar en ný tillaga hennar var tekin fyrir á fundi borgarráðs sl. þriðjudag og samþykkt. Sem fyrr er nú gert ráð fyrir að hverfið sjálft verði kallað Norð- lingaholt og að meginbrautir þess hafi sömu heiti og áður voru lögð til. Húsagötuheiti verða eftir sem áður með endinguna -vað og verð- ur fyrrihluti heitanna að mestu sóttur til náttúrunnar utan tveggja götuheita sem vísa til þinghalds. Eru það heitin Þingvað og Búðavað. Þá munu hringtorg hverfisins fá heiti sem vísa til þinghalds og verða þau kölluð Þingtorg, Mána- torg, sem vísar til Þorkels mána, lögsögumanns í Reykjavík sem uppi var á 10. öld, Goðtorg, sem vísar til Reykjavíkurgoða og loks Búðatorg. Við afgreiðslu málsins bókuðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að þeir hefðu talið heppilegra að tengja götunöfnin í meira mæli við sögu Reykjavíkur. Tillit tekið til þinghalds við nafngiftir nýrra gatna VERIÐ er að kanna áhuga fjárfesta í Bretlandi á að fjármagna upphitaða æfingabraut á Suðurnesjum sem yrði jafnframt kappakstursbraut og myndi meðal annars nýtast fyrir at- huganir á bílum í Formúlu 1-kapp- akstrinum og fyrir almennan æf- ingaakstur vegna ökukennslu. Ólafur Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landssam- bands íslenskra akstursfélaga og dómari í Formúlu 1, segir mikla þörf fyrir svona upphitaða braut, sem sé sennilega hvergi til í heiminum, og mikilvægt sé að geta stjórnað hitan- um í malbikinu og líkt þannig eftir keppnisaðstæðum. Hugmyndin hafi verið að þróast undanfarin misseri, en gera megi ráð fyrir kostnaði upp á nokkur hundruð milljónir og eftir eigi að tryggja þær. „Vilji menn fara út í þetta geta hlutirnir gerst hratt og verði tekin ákvörðun fljótlega gæti þetta verið tilbúið að ári,“ segir hann og bætir við að verið sé að ræða um tveggja til þriggja km braut. Nýting svona brautar getur orðið mikil, að sögn Ólafs. Meðal annars geti dekkjaframleiðendur notað hana til að reyna dekk undir bílum, hún gagnist kappakstursbílafram- leiðendum og venjulegum bílafram- leiðendum auk þess sem hún nýtist vel fyrir almennan æfingaakstur, en slíka aðstöðu vanti illilega í tengslum við ökukennslu. „Við erum eina land- ið í Evrópu sem er ekki með svona æfingasvæði í ökukennslu,“ segir hann. Auk brautarinnar hafa verið uppi hugmyndir um að útbúa vind- göng fyrir bíla í fullri stærð og segir Ólafur að sér vitanlega séu slík göng hvergi til, en þau eru notuð til að kanna áhrif vinds á bílana. Horft til Svartsengis Ólafur segist fyrst og fremst hafa horft til svæðisins í nágrenni við hitasvæðið í Svartsengi, því flugvöll- urinn sé nálægt sem og höfnin, ork- an sé til staðar og hraunið, en laus- lega hafi verið rætt við ráðamenn í Reykjanesbæ og hjá Hitaveitu Suð- urnesja um hugsanlegt samstarf. „Fáir trúðu því að íslensk torfæra yrði útflutningsverðmæti en annað hefur komið á daginn,“ segir hann. TÍUNDU bekkingar í Hagaskóla sátu saman í fyrrinótt og lásu und- ir samræmda prófið í stærðfærði, sem haldið verður í maíbyrjun. Þau byrjuðu klukkan átta um kvöldið og lásu til klukkan að verða átta í gærmorgun. Þetta var einskonar áheitareikningur hjá nemendunum og verður afrakst- urinn notaður til að standa straum af kostnaði við útskriftarferð í Þórsmörk eftir að samræmdu próf- unum lýkur. Foreldrar krakkanna fylgdust með auk þess sem þau ætluðu að sjá til þess að enginn yrði svangur eða þyrstur. Reiknað heila nótt í Hagaskóla Morgunblaðið/Sverrir Hugmynd að æfingasvæði á Suður- nesjum fyrir bíla í Formúlu 1 Leitað að fjárfest- um vegna upp- hitaðrar brautar HLJÓMSVEITIN Dáðadreng- ir bar sigur úr býtum í Mús- íktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins í fyrrakvöld. Keppnin var haldin í Austurbæ við Snorrabraut. Í öðru sæti varð Doctuz, sem var einnig valin bjartasta vonin, og Amos varð í þriðja sæti. Gabríel Markan Guðmunds- son, gítarleikari Doctuz, var valinn besti gítarleikari tilraun- anna, Karl Ingi Helgason liðs- maður Dáðadrengja var valinn besti hljómborðsleikari / forrit- ari, besti trommuleikari var Brynjar Konráðsson í Lunch- box og besti söngvari Þórður Gunnar Þorvaldsson í Amos. Dáða- drengir sigruðu  Músíktilraunir/58 MIKLAR LOFTÁRÁSIR Bandamenn gerðu miklar loft- árásir á skotmörk í Bagdad síðasta sólarhring. Enn er barist um borgir í Suður-Írak og hernaðurinn í norður- hluta landsins færist í aukana en fimm bandarískir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás við borgina Najaf. Opinber lífeyrir hærri Lífeyrir frá lífeyrissjóðum op- inberra starfsmanna var að með- altali nær þrefalt hærri á árinu 2001 en lífeyrir frá lífeyrissjóðum á al- mennum markaði. Hlutfall örorku- lífeyris er hins vegar miklu hærra hjá lífeyrissjóðum á almennum markaði en hjá lífeyrissjóðum op- inberra starfsmanna þar sem maka- lífeyrir er aftur á móti mun hærri en hjá lífeyrissjóðum á almennum markaði. Vildu ráðast á varðskipin Forsvarsmenn breska sjóhersins lögðu til að ráðist yrði til atlögu við íslensk varðskip og stefnt að sigri í eitt skipti fyrir öll þegar fiskveiði- lögsaga Íslands var færð út í 50 míl- ur 1972. Hilmir Snær í þýskri mynd Hilmir Snær Guðnason leikur að- alhlutverkið í þýskri kvikmynd, sem verður tekin upp í vor. Lars Büchel leikstjóri lagði mikla áherslu á að fá hann í hlutverkið en framleiðandi myndarinnar vildi fá þýska stjörnu. Vilja upphitaða braut Verið er að kanna áhuga fjárfesta í Bretlandi á að fjármagna upphit- aða æfingabraut á Suðurnesjum sem yrði jafnframt kappakstursbraut og myndi meðal annars nýtast fyrir at- huganir á bílum í Formula 1 kapp- akstrinum og fyrir almennan æf- ingaakstur vegna ökukennslu. Aðgerðir á laun Bandarískar sveitir hafa gripið til aðgerða á laun í þéttbýli í Írak og er þeim ætlað að taka af lífi félaga í innsta hring Saddams Husseins, for- seta Íraks. Þar á meðal eru embætt- ismenn úr Baath-flokknum og yf- irmenn Lýðveldisvarðarins. Hryðjuverkum afstýrt Komið hefur verið í veg fyrir hryðjuverkaárásir að undirlagi Íraka í að minnsta kosti tveimur ríkjum í Mið-Austurlöndum en vís- bendingar eru um, að lagt hafi verið á ráðin um margar aðrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.