Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið mán.-fim. frá kl. 9-18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 HLYNSALIR 5-7 FULLBÚNAR ÍBÚÐIR TIL SÝNIS Sýnum í dag frá kl. 13-16 sérlega fallegar og vandaðar fullbúnar íbúðir við Hlynsali í Kópavogi. Húsið er vel staðsett, fjögurra hæða, 24 íbúða lyftuhús, þar sem allar íbúðir eru 3ja og 4ra herbergja. Val er á eik eða mahóní viðarspón í innréttingum. Íbúðirnar hafa sérinngang af svalagangi, auk þess sem stæði í bílageymslu fylgir. Húsið stendur ofarlega í Salahverfinu og er því á hæsta byggða svæði í Kópavogi. Glæsilegt óhindrað útsýni er úr öllum íbúðunum, útsýnið er frá suðri til norð-austurs. Svalir íbúðanna snúa til suðurs. – Sölumenn frá Borgum ásamt byggingaraðilum verða á staðnum – FRAMSÓKNARFLOKKUR- INN gerir ekki greinarmun á mik- ilvægi höfuðborgar og landsbyggð- arinnar, heldur telur hann beinlínis nauðsynlegt að hvort tveggja fái notið sín í nútíma samfélagi. Við förum þannig hvorki til höfuðs landsbyggðinni, eins og sumir flokkar, eða einvörðungu til þess að sinna hagsmunum einstakra byggð- arlaga, heldur viljum við leggja áherslu á framfarir landsins alls og í því felst að höfuðborg og lands- byggð leiðist hönd í hönd í barátt- unni fyrir framþróun og uppbygg- ingu. Saman í alþjóðlegri samkeppni Við eigum ekki að líta á lands- byggð og höfuðborg sem sam- keppnisaðila heldur samstarfsaðila í að standast alþjóðlega samkeppni. Alþjóðavæðingin hefur sett Ísland inn í hringiðu samkeppni þjóða heims. Þessi samkeppni snýr að öll- um sviðum mannlífs, þar á meðal vísinda, menningar, menntunar, viðskipta, ferðamála og þjónustu, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Í þessu ljósi ber að skilja þá byggðastefnu sem Framsóknar- flokkurinn hefur barist fyrir. Sú byggðastefna var ekki sett upp til höfuðs Reykjavík eða höfuðborg- arbúum heldur miklu fremur til þess að berjast fyrir tilverugrund- velli landsins alls. Margir hafa nefnilega orðið til þess að benda á þá öfugþróun sem ríkt hefur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins um langa hríð. Sú þróun hefur m.a. falist í því að um 2.000 manns flytja árlega á höfuðborg- arsvæðið og afleiðingar þessara rót- tæku samfélagsbreytinga lýsa sér m.a. í því að tilverugrundvöllur lít- illa samfélaga á landsbyggðinni veikist og hverfur smám saman, að til lengri tíma er þetta vitaskuld ógnun við landsbyggðina í heild sinni og fyrir höfuðborgarsvæðið sem slíkt er þetta vitaskuld mjög dýrt að taka við stórum hópi fólks sem flyst þangað, en hefur fram að þessu tekið þátt í uppbyggingu samfélags annars staðar með tekjum sínum og gjöldum. Slík samfélagsbylting verður aldrei sársaukalaus og hún hefur svo sannarlega ekki verið það hér á landi á síðustu áratugum. Þvert á móti hefur hún valdið djúpstæðri togstreitu meðal landsmanna, ekki síst á pólitíska sviðinu og orsakað pólitískan hráskinnaleik, eins og komist var að orði í Risom-kverinu sem unnið var sem ákveðin forsögn að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir skemmstu. Þar var því einnig haldið fram að því miður hafi hafi þessi pólitísku átök leitt til þess að sjónum sé beint á mjög yfirborðs- kenndan hátt að andstæðum hags- munum þegar sameiginlegir lykil- hagsmunir höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar hafi í raun miklu meira að segja. En þótt að alþjóðavæðingin setji sífellt sterkari svip á allt umhverfi okkar hefur mikilvægi nærsvæðis- ins að sama skapi aukist. Í því ljósi ber að skilja aukið mikilvægi hverf- alýðræðis og staðbundinnar ákvarð- anatöku í mikilvægum álitaefnum sem snerta ákveðin svæði og fjölda íbúa en skipta íbúa annars staðar ef til vill minna máli. Á sama hátt verður tilhneigingin sú, að við sem íbúar í tilteknum bæjarfélögum eða borgum viljum geta mótað nánasta umhverfi okkar og haft áhrif á þró- un mála í okkar heimabyggð enda þótt við höfum áfram og sem fyrr skoðanir á því sem er á seyði í um- heiminum. Öryggi og stöðugleiki En hvaða málefni eru það sem einna helst brenna á íbúum Reykja- víkur? Og eru þau málefni í ein- hverju ólík þeim málefnum sem helst brenna á íbúum landsbyggð- arinnar? Að einhverju leyti kann að vera örlítill áherslumunur, en ég hef þá trú að nákvæmlega sömu málefni brenni á öllum þorra lands- manna allt frá Reykjavík til Reyð- arfjarðar og frá Bolungarvík til Öræfasveitar. Þetta eru nokkur lykilatriði. Þau snúast um samhjálp og velferð, at- vinnu handa öllum, menntun og fé- lagslegja þjónustu. Bættar sam- göngur, betra mannlíf. Öryggi og stöðugleika í smáu sem stóru. Samgöngubætur á höfuð- borgarsvæðinu í forgang Öll þekkjum við umræðuna um nauðsyn þess að bæta samgöngur milli hinna dreifðu byggða. Eflaust eru þeir margir höfuðborgarbúarn- ir sem telja að allt of mikið sé lagt í samgöngubætur úti á landi en of lítið fjármagn komi hingað á höf- uðborgarsvæðið þar sem þó sé flest fólk og langmest umferð. Ég held að þetta sé bæði rétt og rangt. Ég tel þannig rangt að of mikið fjár- magn fari til samgöngubóta úti á landi. En að sama skapi tel ég rétt að of litlum fjármunum hafi verið varið til uppbyggingar samgöngu- mannvirkja hér á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum árum. Allt of litlum fjármunum raunar. Bættar samgöngur eru nefnilega þáttur sem stór hópur fólks, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu, hef- ur vaxandi áhyggjur af. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en líklega spil- ar fjölgun slysa og þyngri umferð þar stærsta rullu. Við erum ekki ýkja margir, íbúar höfuðborgar- svæðisins, miðað við borgir erlend- is, en samt sem áður tekur það íbúa þessa svæðis sífellt lengri tíma að komast akandi milli staða og á álagstímum getur ástandið orðið nánast óþolandi. Öryggisnet samfélagsins Ég bý sjálfur við Hringbrautina í Reykjavík, þjóðveg nr. 1 og þekki því þungann í borgarumferðinni af eigin raun. Ég hef þá sannfæringu að samgöngur sem leið til aukinna lífsgæða; meira öryggis muni skipa sífellt stærri sess í hugum almenn- ings, ekki síst borgarbúa á næstu árum og áratugum. Þau munu bæt- ast í hóp augljósra forgangsmála á borð við velferð, atvinnu, félagslega þjónustu og menntun í því að skapa það öryggisnet sem við viljum sjá í okkar samfélagi nú í dag og í fram- tíðinni. Og það öryggisnet er Framsókn- arflokkurinn tilbúinn að taka þátt í að skapa. Samstarf en ekki samkeppni Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er skrifstofustjóri og skip- ar 2. sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Bættar samgöngur eru nefni- lega þáttur sem stór hópur fólks, ekki síst hér á höfuðborgarsvæð- inu, hefur vaxandi áhyggjur af.“ ÞAÐ sýnir ótrúlegt yfirlæti og dýpstu fyrirlitningu á vitsmunum venjulegs fólks, þegar forsætisráð- herra Íslands segir í viðtali við DV sl. föstudag umbúðalaust, að þeir sem ekki styddu Bandaríkjamenn og Breta í að hefja styrjöld þá þegar í Írak væru í raun stuðningsmenn Saddams Hussein. En það er ekki nýtt herbragð að tala til þess heimskasta í hópnum. Foringjar Þriðja ríkisins höfðu trú á þeirri aðferð. Af taumlausu stjórnlyndi og stæri- læti, án alls samráðs við þing og þjóð, hafa oddvitar íslenzku ríkisstjórnar- innar framið slíkt axarskaft í utanrík- ismálum, að í venjulegu lýðræðisríki hefðu þeir brotið allar brýr að baki sér og hrökklast frá völdum. Um hvað snýst málið? Það snýst alls ekki um þau fjögur atriði sem forsætisráðherra tíundaði í samtali við Morgunblaðið 19. þ.m. Það snýst ekki um: 1. að við hefðum átt að banna yf- irflug hervéla yfir íslenzka flugum- sjónarsvæðið, 2. að við hefðum átt að banna afnot af Keflavíkurflugvelli, 3. að við hefðum átt að neita að taka þátt í uppbyggingu í Írak að stríði loknu, 4. að við hefðum ekki átt að styðja að ályktum 1441 yrði fylgt eftir. Enginn hefir lagt þetta til. Þetta er rakalaust fimbulfamb, notað til að skjóta skildi fyrir það sem höfuðmáli skiptir. Málið snýst um það að umboðs- lausir ráðamenn hafa rofið þann eið að Íslendingar myndu aldrei taka þátt í að bera vopn á aðrar þjóðir. Og það snýst um það að ekki hafi verið neytt allra ráða til að komast hjá styrjöld. Hin brennandi spurning er: Hefði mátt komast hjá styrjöld ef lengri frestur hefði verið veittur til vopna- leitar í Írak? Morgunblaðið spyr í leiðara sínum 20. þ.m.: „Verðskuldar sá málstaður, sem Bandaríkjamenn og Bretar berjast fyrir í Írak, stuðning okkar?“ Svar: Já, tvímælalaust, en um það snýst heldur ekki málið, heldur hvernig þeim góða málstað er hrund- ið fram til sigurs. Rökleysur Eftir Sverri Hermannsson „Meðan þeirri spurn- ingu er ósvarað, hvort stríðið í Írak hafi verið óumflýj- anlegt, ríkir skelfing og sorg í hugum manna.“ Á KJÖRTÍMABILINU hefur ver- ið unnið að endurbótum á kvótakerf- inu í sjávarútvegi í því skyni að skapa meiri sátt um það en verið hefur. Hafa ber í huga að atvinna og stöðugleiki er mikilvægast að flestra mati sam- kvæmt skoðanakönnunum. Það á líka við í byggðarlögum sem styðjast eink- um við sjávarútveg. Botnfiskveiðar og -vinnsla eru líklega stærsta greinin innan sjávarútvegs og þar hafa orðið miklar breytingar. Samdráttur og samþjöppun Þorskveiðar hafa dregist saman úr 300–350 þús. tonnum á ári í minna en 200 þús. tonn. Samdrátturinn er að jafnaði ekki minni en þriðjungur. Mikill niðurskurður á veiðiheimildum í rúman áratug virðist ekki skila sér í uppbyggingu þorskstofnsins. Samþjöppum hefur verið síðan framsalið var innleitt, þó einkum síð- ustu fimm árin. Hlutur tíu stærstu fyrirtækjanna í heildarkvóta hefur tvöfaldast frá 1990, var þá 21,9% en er nú 42,6% skv. haustskýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands 2002. Þetta hlutfall hefur enn hækkað og er líklega að nálgast 50%. Framsal kvóta Í sömu skýrslu er að finna upplýs- ingar um áhrif framsalsins. Tekin er saman hlutdeild einstakra kjördæma (þeirra gömlu) í úthlutuðu heildar- aflamarki á hverju fiskveiðiári frá 1991 til 2002/2003. Tvö þeirra, Norð- urland vestra og Suðurland, hafa haldið sínum hlut. Reykjavík og Vest- urland hafa bætt við sig um fjórðungi. Á Vesturlandi er það einkum Akranes sem hefur aukið heimildir sínar, en ekki er ljóst hvernig mál þróast þar eftir að Eimskip eignaðist stærsta sjávarútvegsfyrirtæki staðarins. Á Norðurlandi eystra hafa heimildirnar aukist um 30%, úr 16,8% í 21,8%, og þar er aukningin einkum á Akureyri en samdráttur á mörgum öðrum stöð- um í kjördæminu. Á Austurlandi og Reykjaneskjördæmi hefur hlutdeild- in minnkað um 10%. Langverst hefur framsalið leikið Vestfirðinga, hlut- deild þeirra hefur minnkað um liðlega 40%, minnkað úr 14,8% í 8,8%. Þegar saman fer að hlutdeild ein- stakra byggðarlaga og landsvæða í kvóta minnkar og magnið sem hlut- deildin gefur dregst saman þarf eng- inn að vera undrandi á því að atvinna dregst saman, tekjur minnka og fólki fækkar. Nýliðun ógerleg Tilfærslu á kvóta þurfa ekki að fylgja vandkvæði í atvinnulífi ef unnt er að afla veiðiheimilda í stað þeirra sem fara og nýir menn geta haslað sér Sáttin sem ekki varð Eftir Kristin H. Gunnarsson „Vegna and- stöðu LÍÚ var hafnað vilja meiri- hluta Auð- lindanefnar sem lagði til innköllun veiðiheim- ilda á löngum tíma og að verð þeirra yrði ákvarðað á markaði.“ ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.