Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 43 Klapparstígur 1 - opið hús Til sölu er glæsileg 3ja-4ra herb. 109 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. 2 svefnherbergi, samliggjandi stofur, parket, suðursvalir, þvottahús á hæðinni, stæði í bílgeymslu, fal- legt útsýni, laus strax. Verð 18,2 millj. Opið hús í dag milli kl. 14—17, íbúð 24 Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 551 2600 og 552 1750. Sjá slóð: www.simnet.is/sj Einbýlishús á sunnanverðu Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 200-250 fm einbýlishús á einni hæð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Sterkar greiðslu í boði. Nánari uppl. veita Magnea og Sverrir. Sérhæð í gamla bænum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 130-160 fm sérhæð í gamla bænum, t.d. Þing- holtum eða vesturborginni. Ekki þarf að rýma eignina strax. Góðar greiðslur í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Vantar hæðir í vesturbæ og í Hlíðunum Erum með kaupendur, sem búnir eru að selja, að hæðum með eða án bílskúrs í póstnúmeri 105-107.Uppl. gefur Kjartan. EINBÝLI Viðarrimi Fallegt 160 fm einlyft einbýlishús með bílskúr við Viðarrima í Reykjavík. Eignin skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borð- stofu, eldhús, fjögur herbergi, baðher- bergi og vaskahús. Falleg timburverönd er út af borðstofu. Stór og gróin lóð. Vönduð eign. 3210 RAÐHÚS Ásgarður Gott 110 fm raðhús efst í Ásgarðinum. Eignin sem er á tveimur hæðum og kjall- ara skiptist m.a. í forstofu, eldhús, stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Góð geymsla í kjallara og þvottahús. V. 13,3 m. 3213 HÆÐIR Reynimelur Vorum að fá í einkasölu vandaða 139 fm neðri sérhæð auk 25 fm bílskúrs. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur og fjögur her- bergi. Tvennar svalir. V. 23 m. 3187 Sóleyjargata - Þingholt Falleg og björt efri hæð u.þ.b. 130 fm í glæsilegu og virðulegu steinhúsi neðst í Þingholtum. Íbúðinni fylgir 21 fm bílskúr og 21 fm geymsla undir skúrnum. Hæð- in sjálf er virðuleg og falleg með glæsi- legum stofum. Eign á eftirsóttum stað. V. 21,5 m. 3202 Kambsvegur - hæð í tvíbýli Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 105 fm efri hæð í steinsteyptu tví- býlishúsi. Parket á gólfum. Suðursvalir. Í íbúðinni eru nýir gluggar og gler. Þak hefur verið endurnýjað svo og rennur. Stór og barnvæn lóð. Skemmtileg stað- setning í grónu hverfi. Hús í góðu ástandi. V. 14,3 m. 3204 Þjónustuíbúð óskast Höfum kaupanda að 2-3ja herbergja þjónustuíbúð fyrir aldraða í lyftuhúsi. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir. Einbýlishúsaeigendur í Garðabæ Vegna umfram eftirspurnar óskum við eftir sérbýlum í Flötunum og Lundunum. Uppl. Kjartan. Eyktarsmári 4 - opið hús milli kl. 13 og 15 Fallegt einlyft 139 fm raðhús með inn- byggðum bílskúr á eftirsóttasta staðnum í Smáranum. Eignin skiptist í forstofu, tvö herbergi, sjónvarpsstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og stofu. Auðvelt er að útbúa þriðja svefnherbergið. Fallegt útsýni er til Esjunnar og Perlunnar. Hiti í plani og timburverönd til suðurs. Mikill lofthæð í stofu og eldhúsi. Aðeins vantar upp á lokafrágang. Áhv. 5,0 m. í húsbréfum og 2,0 m. í lífeyrissjlánum. V. 21,7 m. 3197 4RA-6 HERB. Laugarnesvegur Vel skipulöð og falleg 4ra-5 herb. 100 fm íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í stóra for- stofu, gang, tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherb., tvö góð herbergi og mögulegt er að stúka herbergi af í for- stofu sem er mjög rúmgóð. Í kjallara er rúmgóð geymsla með glugga og sam- eiginlegt þvottahús. Stórar svalir með útsýni til vesturs, parket á gólfum og fal- leg eldri innr. í eldhúsi. V. 12,8 m. 3205 Laufrimi - sérinngangur af svölum Erum með í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 97 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Parket og góðar inn- réttingar. Stórar svalir. 3143 Básbryggja 4ra herb. falleg ný um 100 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, stofu, borðstofu, þrjú herbergi, eldhús, þvotta- hús og bað. Í kjallara fylgir sérgeymsla auk hjólageymslu o.fl. Íbúðin snýr inn í fal- legan lystigarð. V. 14,4 m. 3121 Tjarnarból Íbúð í litlu fjölbýlishúsi auk bílskúrs á Seltjarnarnesi sem er með nýstandsettu baðherbergi og eldhúsi. Eignin skiptist m.a. í sjónvarpshol, stofu, eldhús, bað- herbergi, þrjú herbergi og þvottahús í íbúð. Sérgeymsla í kjallara. Glæsilegt sjávarútsýni. Innbyggður bílskúr. V. 15,9 m. 3214 Hvassaleiti Góð 4ra herb. 94 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, eld- hús, baðh., stofu og 3 svefnherb. Hægt er að stækka stofuna með því að opna inn í annað barnah. V. 12,9 m. 3195 3JA HERB. Eyjabakki Mjög falleg og björt 96 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýli. Timburverönd til suðurs. V. 11,9 m. 3081 Gautavík - sérinngangur Glæsileg og vönduð u.þ.b. 112 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á efri hæð í litlu fjölbýli. Húsið er steinað að utan og virðist mjög vandað og traust- byggt. Glæsilegar innréttingar úr kirsu- berjaviði. Sérþvottahús. Þetta er topp- eign sem vert er að skoða strax. V. 13,7 m. 3203 Selbraut - sjávarlóð Vorum að fá í einkasölu 159 fm einbýlishús á einni hæð auk 45 fm bílskúrs. Húsið er staðsett á sjávarlóð á einum eftirsóttasta stað á sunnanverðu Seltjarn- arnesi. Einstakt sjávarútsýni til suðurs. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fimm herbergi. Arinn. V. 45 m. 3189 Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 Til sölu/leigu Arnarsmári Kópavogi 230 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði á einni hæð. 1.100 fm fullfrágengin sérlóð með 15 malbikuðum bílastæðum. Stórt hellulagt torg. 25 ára leigusamningur við Olís (OB Bensín) getur fylgt. Góðar tekjur vegna bensínsölu. Kjörið fyrir verslun, heildverslun, söluturn, myndbandaleigu, læknastöð og þess háttar. Laust strax. Leiga kemur til greina. Áhv. lán 15 millj. til 25 ára með 7,7% föstum vöxtum. Einn gjalddagi á ári. Eftirstöðvar 18 afborganir. Næsti gjalddagi 17. janúar 2004. Ýmis eignaskipti. Stangaveiðivertíðin hefst formlega á þriðjudaginn, 1. apríl, og hefur fjölgað nokkuð þeim stöðum þar sem leyfilegt er að bleyta færi svo snemma vors. Fyrir nokkrum ár- um voru það nánast eingöngu fá- einar sjóbirtingsár í Skaftafells- sýslum auk Varmár, en margir veiðistaðir með staðbundnum sil- ungi hafa bæst við. Hægt væri að nefna þó nokkur veiðisvæði sem verða opnuð en hætta er á að einhver gleymist. Við getum þó nefnt sjóbirtingslendurn- ar Hörgsá, Tungulæk, Tungufljót, Geirlandsá, Varmá og væntanlega Eldvatn á Brunasandi og Ragnar í Hörgslandi lét vita af því á föstu- dagsmorgun að vegna hagstæðs árferðis yrðu Vatnamótin einnig opnuð á þriðjudag, en oft þarf að geyma þau eitthvað fram eftir apr- íl. Veiði á staðbundnum urriða verður í Minnivallalæk og Galta- læk, aðeins fluguveiði og fiski sleppt. Staðbundin bleikja verður veidd í Hítará, víða í Soginu, Bílds- felli, Ásgarði, Alviðru, Þrastarlundi og Tannastaðatanga, í Brúará og ennfremur verður opnað fyrir veiðimenn í Vífilstaðavatni og á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. Erfið bleikja Staðbundna bleikjan í Soginu og Brúará er sérstaklega dyntótt. Ólafur Kr. Ólafsson í Intersport er öllum hnútum kunnugur í þeirri veiði og hann segir, að hvað Sogið varðar fari veiðivon mikið eftir lofthita. Í kulda sé erfitt að fá tök- ur, en um leið og hlýnar taki bleikjan við sér. Ólafur segir veið- ina þó alltaf upp og ofan, allt frá því að hann veiddi ásamt félaga sínum á fjórða tug stórfiska á ein- um degi snemma í apríl fyrir fáum árum yfir í að fá ekki högg. „Best reynist mér að veiða andstreymis með tökuvara og þungum flugum. Þær mega þó ekki vera svo þungar að þær sökkvi tökuvaranum. Ég nota bæði Peacock með kúluhaus, ýmist með rauðu skotti, eða rauð- um haus við kúluna og jafnvel með rauðu ívafi eins og Hardy’s Pea- cockinn. Ég nota líka litlar straum- flugur, helst appelsínugulan Nob- bler. Allar þessar flugur eru þyngdar, ýmist eða bæði með kúlu- haus og blýi á legg. Þá nota ég ekki smærri flugur en númer 10 í vorveiði og vil hafa púpurnar leggjalangar og ekki mjög bústnar. Það skiptir mestu að koma flug- unni niður. Bleikjan liggur djúpt svona snemma og vegna kuldans hreyfir hún sig ekki mikið eftir agninu,“ segir Ólafur. Önnur lögmál virðast gegna um urriðann og sjóbirtinginn. Sá fisk- ur er farinn að finna til hungurs eftir fæðusnauðan vetur og fer mikinn eftir agni. Fékk 27 punda birting Árni Baldursson, leigutaki margra áa hér á landi, hefur út- víkkað starfsemi síns fyrirtækis, Lax-á, síðustu árin og selur nú veiðileyfi í veiðisvæði víða um heim. Má þar nefna Argentínu, Skotland, Bahamaeyjar og víðar. Hluti af starfinu er að sannreyna svæðin og hann er nýkominn frá Argentínu þar sem hann veiddi sjóbirting m.a. í Rio Grande. „Gall- inn við þessa veiði er hvað hún er skemmtileg. Maður verður að fara aftur og aftur. Þarna er gífurlega mikill sjóbirtingur og enginn fiskur drepinn. Sjóbirtingurinn er bæði harðgerður og verður ótrúlega gamall, þarna eru menn því að setja í gríðarlega bolta. Sjálfur veiddi ég einn 27 punda, tvo 26 punda, 24 punda, 22 punda og tvo 21 punds, auk margra 15 til 19 punda. Gífurleg veiði, allt á flugu. Meðalþunginn er þarna 10–12 pund og menn setja bara upp skeifu ef þeir draga 5–6 punda fisk á land,“ sagði Árni. Fékk sjö 21–27 punda sjóbirtinga Árni Baldursson með einn af stórfiskunum sem hann veiddi í Rio Grande. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.