Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 30. marz 1993: „Samningur um kaup Útgerðarfélags Ak- ureyringa á 60% hlut í þýzka útgerðarfyrirtækinu Meckl- enburger Hochseefischerei í Rostock var undirritaður fyrr í mánuðinum. Undirrit- unin, sem fór fram á Ak- ureyri, var niðurstaða tæp- lega tveggja ára ferils, sem segir athyglisverða sögu.“ . . . . . . . . . . 30. marz 1983: „Tveir nýir flokkar bjóða fram í komandi kosningum, Bandalag jafn- aðarmanna og Kvennalistinn. Helsta baráttumál banda- lagsflokksins er að afnema þingræðið og markmið Kvennalistans er að sjá til þess að á alþingi verði mál skoðuð með hliðsjón af „hug- arheimi kvenna“. Baráttumáli bandalags- flokksins hefur skotið upp á yfirborðið af og til en þó varla síðan fyrir um það bil fjörutíu árum þegar þeir Ólafur Jóhannesson og Gylfi Þ. Gíslason hreyfðu hug- myndum um afnám þingræð- is í tímaritsgreinum. Eftir að þeir hófu virka þátttöku í stjórnmálum hafa þeir ekki hampað þessum hugmyndum þótt þeir hafi vissulega haft betri aðstöðu en margir aðrir til að koma áhugamálum sín- um á framfæri og í fram- kvæmd. Nú um stundir er líklega flest brýnna hér á landi en að afnema þingræð- ið, hins vegar er það ágætt baráttumál fyrir þá sem vilja sameina hóp manna undir einn hatt án þess að þeir geri sér fyllilega grein fyrir markmiðinu, hið sama er að segja um „hugarheim kvenna“.“ . . . . . . . . . . 30. marz 1973: „Um síðustu helgi voru Kjarvalsstaðir opnaðir, nýtt myndlistarhús, sem tengt er nafni eins mesta listamanns, sem uppi hefur verið á Íslandi, Jó- hannesar Kjarvals. Fram á síðustu ár hefur aðstaða til myndlistarsýninga verið harla bágborin í höfuðborg- inni, þótt umtalsverð breyt- ing hafi á því orðið með til- komu Norræna hússins. En um langt árabil var lista- mannaskálinn helzta athvarf myndlistarmanna og þar var einmitt haldin mikil sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals á árinu 1965.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á UNDANFÖRNUM misser- um hafa orðið töluverðar sviptingar á fjölmiðlamark- aðnum og þar sem rekstur fjölmiðlafyrirtækja og vinna við fjölmiðlun er orðin töluverður þáttur í atvinnu- lífi okkar vekja þær kannski meiri athygli en áður. Auk þess eru fjölmiðlarnir orðnir fyrirferðarmeiri þáttur í þjóðlífi okkar. Þær sviptingar endurspegla að mörgu leyti þá þróun, sem orðið hefur í öðrum löndum. Vegna efnahagslægðar, sem gengið hefur yfir á síðustu árum hefur orðið mikill samdráttur í auglýsingum. Hjá sumum dagblöðum, sérstaklega þeim, sem sérhæfa sig í viðskiptafréttum og umfjöllun um viðskiptalífið, hefur auglýsingamagn minnkað um allt að 40%. Sameiningar fjölmiðlafyrirtækja hafa misheppnazt. Skýrasta dæmið um það er mis- heppnuð sameining AOL Time Warner. Risafyrir- tæki í fjölmiðlun hafa orðið gjaldþrota, svo sem fjölmiðlasamsteypa Kirch í Þýzkalandi. Síðdegis- blöð hafa hvarvetna verið á undanhaldi vegna þess að þau geta ekki keppt við sjónvarpsstöðvar sem afþreyingarmiðlar. Ókeypis dagblöð hafa skotið upp kollinum og gengið sums staðar en annars staðar ekki. Sú grundvallarbreyting hefur orðið hér á síð- ustu tveimur áratugum eða svo, að stjórnmála- flokkarnir eiga ekki lengur hlut að rekstri fjöl- miðla, þótt íslenzka ríkið reki enn útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöð. Að öðru leyti er fjölmiðlarekstur í höndum einkaaðila. Þessi breyting hefur hins vegar orðið til þess, að spurningar hafa vaknað um tengsl þeirra, sem eiga og reka fjölmiðla við stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn og hvort þeir hinir sömu beiti fjölmiðlum í þeirra eigu til þess að hafa áhrif á stjórnarfarið í landinu. Í öðr- um löndum er því háttað með ýmsum hætti og fer stundum eftir persónuleika eigandans. Einn helzti blaðakóngur í Bretlandi fyrir nokkrum áratugum var Kanadamaður að nafni Roy Thompson. Hann hafði engan áhuga á stjórnmálum og beitti blöðum sínum á engan hátt í stjórnmálabaráttunni þar í landi. Hans markmið var að græða peninga. Einn helzti blaðakóngur í Bretlandi nú er Rupert Murdoch. Hann beitir fjölmiðlum sínum mjög til þess að skapa sjálfum sér áhrif meðal stjórnmálamanna. Hér hafa ekki orðið miklar umræður um slík tengsl milli eigenda fjölmiðlafyrirtækja og stjórn- málaflokka eða stjórnmálamanna. Morgunblaðið hefur jafnan verið í einkaeign en ekki fór á milli mála að tengsl blaðsins og Sjálfstæðisflokksins voru mikil á vissu árabili. Smátt og smátt varð breyting á þeim samskiptum eins og kunnugt er og á tímabili fyrir áratug eða svo var því haldið fram opinberlega, að of mikil tengsl hefðu skapazt milli blaðsins og Alþýðuflokksins. Telja verður að nú sé komið á eðlilegt jafnvægi í samskiptum Morgunblaðsins og stjórnmálaflokkanna. Óhætt er að fullyrða að tengsl blaðsins við forystumenn allra flokka eru góð, þótt enn heyrist raddir um að Morgunblaðið breytist í „flokksmálgagn Sjálf- stæðisflokksins“ rétt fyrir kosningar. Þeir sem því halda fram hafa hins vegar ekki fært nein rök fyrir þeim staðhæfingum. Hins vegar fer ekki á milli mála, að lífsviðhorf þeirra sem ráða ferðinni hjá Sjálfstæðisflokknum og forráðamanna Morgun- blaðsins hafa alltaf verið mjög áþekk. Á því hefur engin breyting orðið og þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt oft sé samhljómur í skoðunum Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. En um það má líka nefna mörg dæmi í veigamiklum mál- um á undanförnum árum, að Morgunblaðið hefur boðað aðra stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn. Að sumu leyti má segja að saga síðdegisblaðs- ins/blaðanna sé svipuð að því leyti til, að Vísir hafði alltaf tengsl við ákveðna aðila innan Sjálfstæðis- flokksins og færa má rök að því, að hið sama hafi átt við um Dagblaðið að hluta til. Sjónvarpsstöðvar lýsa ekki skoðunum með sama hætti og dagblöð, þótt tilraun hafi að vísu verið gerð með það fyrirkomulag í árdaga Stöðvar 2. Hins vegar hefur því verið haldið fram í opinber- um umræðum, að aðaleigandi Norðurljósa, Jón Ólafsson, hafi haft tilhneigingu til þess að beita fjölmiðli sínum með svipuðum hætti og lýst var hér að framan með Rupert Murdoch og þá fyrst og fremst í þágu Samfylkingar, Reykjavíkurlista og Framsóknarflokks. Eitt er hverju haldið er fram og annað hver veruleikinn er. Svo má líka vera, að forráðamenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks hafi talið mikilvægt, að til staðar væri ákveðið mót- vægi á fjölmiðlamarkaðnum við þá fjölmiðla, sem þeir hafa talið Sjálfstæðisflokkinn hafa betri að- gang að en þeir sjálfir. Eftir að Fréttablaðið kom til sögunnar og sér- staklega eftir eigendaskipti á því hafa orðið tölu- verðar umræður um það hver eða hverjir eigi blað- ið. Morgunblaðið hefur ekki blandað sér í þær umræður og mun ekki gera. Hins vegar hefur því jafnframt verið haldið fram, að hverjir svo sem eigendur þess kunni að vera hafi þeir ákveðið að beita blaðinu gegn Sjálfstæðisflokknum og þá sér- staklega formanni Sjálfstæðisflokksins. Hafi sú verið raunin fer tæpast á milli mála, að dregið hef- ur úr þeirri viðleitni síðustu vikur eftir þá nánast kjarnorkusprengingu, sem varð vegna þeirra um- mæla Davíðs Oddssonar fyrir nokkru að gerð hefði verið tilraun til þess af hálfu forráðamanna Baugs Group að bera á sig fé. Spurningin um tengsl fjölmiðla og stjórnmála- manna er alltaf áhugaverð og hún er ekki ein- skorðuð við Ísland. Um þá hlið fjölmiðlarekstrar má m.a. lesa í nýlegri bók eftir fyrrverandi rit- stjóra The Daily Telegraph, Max Hastings. Nýtt blað á blaðamark- aðnum Þróunin í fjölmiðlum um allan heim hefur verið sú, að dagblöðum hefur fækkað og dreg- ið hefur úr lestri blaða. Þau dagblöð, sem eftir standa, eru hins vegar mjög fjárhagslega sterk fyrirtæki. Engum þarf að koma á óvart að dregið hafi úr lestri dagblaða. Ástæðan er ekki sú, að al- menningur líti á dagblöð sem fortíðarfyrirbæri heldur einfaldlega að framboð á fjölmiðlum hefur aukizt mjög. Útvarpsstöðvum hefur fjölgað. Sjón- varpsstöðvar hafa komið til sögunnar. Og nú síð- ustu árin netútgáfur blaðanna. Þessari þróun hefur sums staðar verið mætt m.a. með útgáfu blaða, sem dreift er ókeypis til fólks og byggja afkomu sína eingöngu á auglýs- ingum. Sums staðar hefur útgáfa þessara blaða gefizt vel. Annars staðar ekki. Fyrsta tilraunin með útgáfu Fréttablaðsins, sem er ókeypis blað eins og allir vita, fór út um þúfur og virðist hafa kostað þáverandi eigendur og lánardrottna mörg hundruð milljónir króna. Augljóst er að betur hefur tekizt til um endur- reisn blaðsins í höndum nýrra eigenda. Með endurnýjaðri útgáfu Fréttablaðsins er staðan á ís- lenzka blaðamarkaðnum sú, að hér eru nú gefin út þrjú dagblöð. Þeir sem standa að útgáfu blaða horfa yfirleitt með söknuði til blaða, sem hverfa af markaðnum. Alltént á það við um starfsmenn Morgunblaðsins, sem áttu langa samleið með Tím- anum, Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu. Þótt hart væri tekizt á á síðum blaðanna voru sterk persónu- leg tengsl á milli forráðamanna þeirra. Þannig var mikið samband á milli ritstjóra Morgunblaðsins og Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra Tímans, og að nokkru leyti má einnig segja það um samskipti rit- stjóra Morgunblaðsins og Magnúsar Kjartansson- ar, ritstjóra Þjóðviljans, og eins af eftirmönnum hans, Svavars Gestssonar. Sú harða samkeppni, sem nú er á blaðamark- aðnum á milli þriggja dagblaða, er fagnaðarefni og lesendur blaðanna munu njóta hennar í betri blöð- um. Morgunblaðið, sem frá upphafi útgáfu blaðs- ins hefur verið málsvari frjálsrar samkeppni, lítur svo á að samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum sé af hinu góða og að keppinautar blaðsins séu ekki bara DV og Fréttablaðið heldur einnig sjónvarps- stöðvar og útvarpsstöðvar. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá niðurstöð- um nýrrar fjölmiðlakönnunar Gallup, sem sýndi svipaðan lestur á Morgunblaðinu og Frétta- blaðinu. Þetta þótti sumum ljósvakamiðlanna nokkur tíðindi. Þessar niðurstöður komu forráða- mönnum Morgunblaðsins ekki á óvart. Ástæðan er einfaldlega sú að Fréttablaðið er gefið út í 86.000 eintökum og raunar 90.000 nú samkvæmt því, sem blaðið skýrði frá sl. fimmtudag. Morg- unblaðið er mest selda dagblað landsins og eru seld eintök um 55.000. Það eina, sem kemur á óvart í könnun Gallup að þessu leyti, er að lestur Fréttablaðsins skuli ekki vera mun meiri þegar haft er í huga að blaðið er prentað í 30.000–35.000 fleiri eintökum en Morgunblaðið. Það gefur auga- leið að þegar svo stóru upplagi er dreift ókeypis mætti ætla að munur á lestri þessara tveggja blaða væri mun meiri. Það eru fleiri dæmi um það, að önnur blöð hafi komizt upp að hlið Morgun- blaðsins í lestri, en þeir virðast hafa vitneskju um, sem um þetta hafa fjallað. Eini keppinautur Morgunblaðsins á blaðamark- aðnum í upplagi er DV, þar sem þessi tvö blöð eru seld. Fyrir nokkrum árum sýndu fjölmiðlakann- anir að lestur DV var í sumum tilvikum mjög áþekkur lestri Morgunblaðsins og jafnmikill í ein- staka tilvikum, sem skýrðist að einhverju leyti af því, að fleiri einstaklingar lásu hvert eintak DV en Morgunblaðsins og þá líklega á vinnustöðum. Síð- an hefur dregið í sundur með þessum tveimur blöðum, bæði í upplagi og lestri samkvæmt könn- unum. Því fer fjarri að það sé Morgunblaðinu fagnaðarefni. Þvert á móti er það skoðun blaðsins að það sé mikilvægt að DV haldi stöðu sinni á blaðamarkaðnum og vel það. Það væri alvarlegt MIKILVÆG YFIRLÝSING FYRIRTÆKI OG STJÓRNMÁL Undanfarna mánuði hafa orð-ið töluverðar umræður umtengsl viðskiptalífs og stjórnmála. Þessar umræður hafa því miður ekki verið að tilefnis- lausu. Umsvifin í íslenzku við- skiptalífi hafa aukizt til mikilla muna á síðasta áratug og er það út af fyrir sig af hinu góða. Hins vegar hafa spurningar vaknað um, hvort viðskiptalífið hafi farið úr böndum, hvort sá starfsrammi, sem þjóðfé- lagið og löggjafarvaldið hafa sett því sé ekki nægilega stífur og hvort eftirlitsstofnanir samfélagsins séu nægilega öflugar til þess að veita það aðhald, sem nauðsynlegt er. Í ljósi þessara umræðna er ástæða til að ræða mjög alvarlega þá hugmynd, sem Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram í svari við fyrirspurn á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra- dag að banna eigi með lögum fjár- framlög fyrirtækja til stjórn- málaflokka. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Davíð Oddsson setur þessa hugmynd fram en nú er hún sett fram af þeim þunga og við þær aðstæður að undirtektir hljóta að verða meiri að þessu sinni. Í Morgunblaðinu í gær koma fram vissar efasemdir hjá Guðna Ágústssyni, varaformanni Fram- sóknarflokksins, um slíka löggjöf og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, setur spurn- ingarmerki við hana. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar, og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstrigrænna, virðast hins vegar vera hlynntir hugmyndinni. Starfsemi stjórnmálaflokkanna er mjög mikilvæg í þjóðfélagi, sem byggist á lýðræði. Það er beinlínis skaðlegt lýðræðinu að gera lítið úr starfi stjórnmálaflokka. Það er jafnframt ljóst, að flokkarnir geta ekki haldið uppi eðlilegri starfsemi nema þeir geti fjármagnað sig með skynsamlegum hætti. Það hefur lengi tíðkazt hér og sjálfsagt víða annars staðar, að fyrirtæki leggi fram fé til flokka. Sum fyrirtæki hafa þann hátt á að borga til allra flokka. Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins og frekar já- kvæðum undirtektum formanna annarra stjórnmálaflokka er ástæða til að samráð hefjist á milli flokkanna um þetta mál þannig að á næsta kjörtímabili verði hægt að taka afstöðu til þessara tillagna á löggjafarþinginu. Það mundi hreinsa mjög andrúmsloftið á milli viðskiptalífs og stjórnmála ef þetta yrði gert. Geir H. Haarde, fjármálaráð-herra og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, gaf mikilvæga yfir- lýsingu á landsfundi Sjálfsstæðis- flokksins í fyrradag. Hann lýsti þeirri skoðun, að sú þróun væri óhjákvæmileg að almennir sjóð- félagar lífeyrissjóðanna fái aukinn rétt til að velja í stjórnir sjóðanna. Morgunblaðið fagnar þessari yf- irlýsingu fjármálaráðherra sér- staklega. Blaðið hefur nokkur und- anfarin ár lýst þeirri skoðun, að tímabært væri að gera grundvall- arbreytingu á stjórnkerfi lífeyris- sjóðanna þannig að venjulegir lýð- ræðislegir stjórnarhættir yrðu teknir þar upp. Núverandi kerfi væri barn síns tíma og tímabært orðið að gera þar breytingu á. Þess- ar hugmyndir hafa ekki fengið hljómgrunn hjá forystumönnum líf- eyrissjóðanna. Yfirlýsing varafor- manns Sjálfstæðisflokksins vekur hins vegar vonir um að stuðningur sé að aukast við þetta sjálfsagða mál og að það nái fyrr en síðar fram að ganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.