Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vittorio Emanuele, prins afÍtalíu, og sonur hans, Em-anuele Filiberto, fenguaftur ítölsk vegabréf í fyrra með leyfi ítalska þingsins. Ítalska konungsfjölskyldan var send í útlegð 6. júní 1946 þegar Ítalía varð lýðveldi og eftir þann dag máttu kon- ungurinn Umberto og þeir karlmenn sem hefðu getað tekið við krúnunni ekki koma inn fyrir landamæri Ítal- íu. Vittorio Emanuele, Marina eigin- kona hans og sonur þeirra, Em- anuele Filiberto, komu til Rómar á Þorláksmessu og fóru á fund páfa. Stóð þessi heimsókn í einn dag. Þau komu svo í tveggja daga heimsókn til Napolí 15. mars 2003 klukkan 15.20. Vittorio Emanuele fæddist í Na- polí í febrúar 1937 og því aðeins 9 ára þegar hann fór í útlegð 6. júní 1946. Fjölskyldunni var sagt að taka sem minnstan farangur, því þau myndu snúa fljótt aftur til Ítalíu. Sú varð ekki raunin. Faðir Vittorios, Um- berto konungur, var síðastur af fjöl- skyldunni til að yfirgefa Ítalíu, þann 13. júní 1946. Systur Vittorio Em- anuele héldu ítölsku vegabréfunum en móðir þeirra María José, sem var prinsessa af Belgíu, fékk aftur ítalskt vegabréf árið 1989. Vittorio Emanuele minnist þess að móðir hans hafi sagt að þegar hann fæddist hafi verið sett stærð- arinnar ljósblá slaufa á svalirnar á konungshöllinni í Napolí. Sá siður er á Ítalíu að setja slaufu á útidyrahurð þar sem nýfætt barn á heima, annað hvort bleika eða ljósbláa. Safnaðist mannfjöldi fyrir framan Konungs- höllina til að fagna því að erfingi krúnunnar væri fæddur. II. Vittorio Emanuele og fjölskylda komu með einkaflugvél vinar síns til Napolí og voru 12 manns um borð. Á flugvellinum höfðu 200 konungssinn- ar beðið allt frá sólarupprás. Einnig voru þar verðir frá Pantheon í Róm, en þar hvíla forfeður Vittorio Em- anuele. Napolíbúar tóku ekki vel á móti Vittorio Emanuele og fjöl- skyldu og sögðu: „Farið þið í burtu, Savoia“ (ítalska konungsfjölskyldan heitir Savoia). Fyrir utan Dómkirkj- una voru fánar Borbone-fjölskyld- unnar, en prinsinn af Borbone, Carlo, var erlendis. Hann hafði látið hafa eftir sér þegar tilkynnt var að von væri á Vittorio Emanuele og fjölskyldu til Napolí: „Þau hefðu get- að farið til Rómar eða Tórínó. Þetta er ekki þeirra borg. Ég vil minna Napolíbúa á að Suður-Ítalir voru þvingaðir til að sameinast Ítalíu og það er Savoia að kenna að Suður- Ítalía varð fyrir fjárhagshruni“. Svar Vittorios Emanuele var eft- irfarandi: „Ef val mitt [að koma til Napolí] hentar ekki Borbone, amen. En ég skil það samt ekki. Það hefur alltaf verið gott samband á milli okk- ar. Af hverju, einmitt núna þegar við snúum til baka, er tekið svona á móti okkur?“ Fyrir utan Dómkirkjuna voru mættir hægrisinnar, atvinnuleys- ingjar og meira segja þeir sem vilja að Liguria-héraðið verði sjálfstætt ríki. Kveikt var í fánum Savoia og ein kona var flutt í burtu í sjúkrabíl. Hellt var vatni yfir Vittorio Em- anuele og fjölskyldu og þeim sýnd lítilsvirðing. Búið var að loka kirkj- unni og Savoia-fjölskyldan varð að breyta áætlun sinni vegna aðstæðn- anna. Vittorio Emanuele og fjöl- skylda vildu gefa 12.000 evrur til húsnæðis fyrir húsnæðislausa. Borg- arstjóri Napolí vildi í fyrstu ekki þiggja þessa gjöf, því honum þótti Savoia-fjölskyldan vera að sýna sig sem góðgerðarfólk. Að lokum ákvað hann þó að taka við gjöfinni. Svo var haldið á Pascale-stofn- unina og þar gaf Savoia-fjölskyldan tæki til krabbameinslækninga. Að lokum gátu þau fengið að skoða Dómkirkjuna. Síðan var haldið á Circolo dell’Unione, þar sem var haldin fjöldasamkoma fyrir kon- ungssinna. Þaðan var haldið í San Carlo leikhúsið, sem konungshjón- unum Umberto og Maria José, þótti mjög vænt um. Um kvöldið var snæddur kvöldverður af hlaðborði með 32 réttum. Emanuele Filiberto fór á diskótekið La Mela með ítölsk- um vinum sínum. III. Á sunnudeginum voru móttökurn- ar betri af hálfu Napolíbúa og segir Marina, eiginkona Vittorios Em- anueles, að Napolíbúar hafi mikið af- sakað sig. Kardinálinn Giordano sagði: „Mótmælaathöfnin fyrir utan Dómkirkjuna er ekki merki um fjandskap, heldur bara til að láta taka eftir sér. Þetta er líka hluti af Napolí.“ Vittorio Emanuele sagði að sér hafi þótt leitt það sem hafi gerst deg- inum áður. Hann var spurður hvort hann vildi að líkamsleifar foreldra hans yrðu grafnar í Pantheon. Hann segist muni tala um það þegar hann komi til Rómar. Hann segist ekki gera kröfur til neinna af eignum kon- ungsfjölskyldunnar á Ítalíu og ekki hafa áhuga á að fara í pólitík. Hádegisverðurinn var á pitsu- staðnum Brandi en þar var búin til fyrsta pitsan Margherita til heiðurs drottningunni Margherita. Hún vildi fá mozzarellu á pitsuna með tómat og oregon. Pitsustaðurinn Brandi bjó til pitsur fyrir konungshöllina þegar konungsfjölskyldan bjó í Nap- olí frá 1931 til 1946. Undir borðum Ítalski prinsinn og fjölskylda í Napolí Vittorio Emanuele og Marina fyrir framan konungshöllina í Napolí. Ítalska konungsfjölskyldan var send í útlegð frá heimalandi sínu 1946, er Ítalía varð lýðveldi. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að Vittorio Em- anuele, prins af Ítalíu, fékk leyfi til að heimsækja landið á ný. Bergljót Leifsdóttir rekur söguna. R annsóknarþing norðursins (North- ern Research For- um) er samstarfs- vettvangur vísinda- manna og stjórn- málamanna á norð- urslóðum, allt frá Bandaríkjunum og Kanada í vestri um Norðurlönd og Eystrasaltslöndin til Rússlands í austri. Það var fyrst kallað saman á Akureyri haustið 2000 og var síðan haldið í annað skipti í Novgorod í Rússlandi í fyrra. Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar eru stjórn- unarmiðstöð Rannsóknarþings og Morgunblaðið ræddi einmitt við Prússak þegar hann heimsótti Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. „Það var mikill heiður fyrir okkur í Novgorod að halda annað Rann- sóknarþing norðursins í fyrra; mér finnst það satt að segja mjög þýðing- armikill kafli í sögu borgarinnar að við skyldum verða fyrir valinu til þess að halda þingið. Það frumkvæði sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sýndi með því að koma á fót þessum samstarfsvettvangi fólks frá mismunandi svæðum er stór- merkilegt og mjög þýðingarmikið. Ekki síst fyrir ungu kynslóðina.“ Prússak kveðst hafa hitt forseta Íslands tvívegis á síðastliðnu ári, fyrst þegar Ólafur Ragnar kom við í Novgorod í opinberri heimsókn til Rússlands og síðan á áðurnefndu þingi í borginni. „Ég áttaði mig fljótt á því að hann er hugsandi maður sem á auðvelt með að ná sambandi við fólk og það var til dæmis mikil reynsla fyrir nemendur við háskól- ann í Novgorod að hitta forsetann og fá að ræða við hann.“ Prússak segist ákaflega ánægður og þakklátur fyrir að hafa verið boð- ið til Íslands. „Mér finnst dýrmætt að geta hitt fólk hér og rætt við það augliti til auglitis. Engin samskipta- tækni getur komið í staðinn fyrir það að fólk hittist og tali saman.“ Hvergi í Rússlandi hefur erlend fjárfesting verið meiri í atvinnulífinu en í Novgorod, og Prússak héraðs- stjóri – sem setið hefur í embætti á tólfta ár – segist telja mikla mögu- leika á samstarfi heimamanna þar og Íslendinga á sviði viðskipta og menningar.“ Hann nefnir hugmynd sem komið hafi verið á framfæri hérlendis um vinnslu á leir til málningarfram- leiðslu. „Á Novgorod-svæðinu er að finna mikinn leir og við erum tilbún- ir að aðstoða áhugasama fjárfesta á ýmsan hátt.“ Hann segir einnig mikla veiði stundaða í héraðinu, bæði í ám og vötnum; fiskur sé mikil verðmæti í augum Novgorod-búa eins og Íslendinga. „Því er mjög mikilvægt fyrir okkur að ræða möguleg viðskipti á þessu sviði.“ Hann nefndi einnig lyfjaframleiðslu og segir að í Novgorod séu menn í stakk búnir að hefja framleiðslu lyfja. „Í stuttu máli höfum við mik- inn áhuga á að komast að því hvort áhugi okkar er ekki sameiginlegur á einhvers konar viðskiptum eða iðn- aðarframleiðslu.“ Héraðsstjórinn segir, aðspurður, að samskipti fólks á norðurslóðum séu mjög mikilvæg og geti haft mikið að segja um framtíð heimsins. „Ég tel íbúa norðursins geta, að vissu leyti, leikið stórt hlutverk. Fólk á þessum svæðum hefur varðveitt aldagamlar hefðir og menningararf, lífsstíl, í árþúsundir. Íslendingasög- urnar eru til að mynda ákaflega mik- ilvægar; eitt það merkilegasta í menningarsögu heimsins að mínu mati.“ Hann orðar það svo að byggð á norðurslóð eigi sér mörg þúsund ára sögu og aðeins þjóðir með slíkan bakgrunn séu í stakk búnar að leysa þau vandamál sem steðja að heims- byggðinni um þessar mundir og vandamál þurfi ekki að vera á milli menningarheima í norðri og suðri ef samskipti eru á réttum forsendum. „Efnahagslegar forsendur mega ekki alltaf ráða ferðinni.“ Andvígur innrás í Írak Hann segir þjóðir heims verða að haga sér vel í því skyni að bjarga mannkyninu frá alvarlegum afleið- ingum. „Mannslífið er mun verð- mætara en olía,“ segir Prússak. „Mannslíf er mun dýrmætara en nokkur veraldleg verðmæti.“ Prússak tekur síðan svo til orða að þjóðir, sem ekki eigi sér að minnsta kosti 500 ára sögu, séu ekki í stakk búin að bera ábyrgð á framtíð alls mannkyns. Á augljóslega við Banda- ríkin, og svarar því játandi, þegar spurt er. „Bandaríkin eru tiltölulega ungt land og hafa hvorki til þess næga sögulega hefð né reynslu.“ Prússak tekur virkan þátt í stjórn- málum á landsvísu í Rússlandi og liggur ekki á skoðunum varðandi Íraksmálið, eins og heyra má. Rúss- ar hafa mótmælt aðgerðum Banda- ríkjamanna og Breta, og Prússak kveðst algjörlega sammála málflutn- ingi Vladímírs Pútín Rússlandsfor- seta. Þegar Prússak er spurður hvort stríðið í Írak geti ef til vill orðið til þess að samskipti Bandaríkjamanna og Rússa versni á nýjan leik, að hans mati, segir hann: „Þá má ekki að nálgast vanda- málið í Írak út frá því sjónarmiði hvort aðgerðir þar stefni sambandi okkar við Bandaríkin í hættu eða ekki. Ég er á móti valdbeitingu og þess vegna andsnúinn aðgerðunum í Írak. Þær koma mér fyrir sjónir sem algjört brjálæði af hálfu Bandaríkja- manna. Það hefur nú sýnt sig að Evrópubúar geta alls ekki haft nein áhrif á Bandaríkjamenn.“ Hann endurtekur þá skoðun að mannslíf sé það dýrmætasta sem til er. Ekki sé hægt að bera saman efnahagsleg gildi og lát náins ætt- ingja, sonar eða bróður. „Öllum hlýt- ur að þykja líf ættingja sinna það sem mestu máli skiptir. Venjulegt fólk í Írak er ekki frábrugðið að því leyti. Og bandarískir hermenn sem koma til landsins eru líka venjulegt fólk. Þeir týna lífi. Okkur er því ekki leyfilegt að beita valdi til að leysa vandamál Íraka. Fyrir 20 árum var Írak álitið vinaríki Bandaríkjanna, þegar stríð þeirra við Íran stóð yfir; þá var Írak ekki hluti af möndli hins illa. Og hafa verður í huga að Sadd- am hefur ekkert breyst; hann hefur hagað sér eins alla tíð. Þetta er ekk- ert annað en hræsni.“ Svo nefndi hann Júgóslavíu: „Vandamálið sem þar ríkti hefur enn ekki verið leyst. Milosevic er ekki lengur við stjórnvölinn en fólk þjáist enn; breytingar hafa engar orðið til hins betra í Júgóslavíu. Venjulegt fólk þjáist. Það er sorglegt þegar venjulegt fólk þjáist, alveg sama hvar í heiminum það er.“ Hann segist alls ekki styðja Sadd- Mannslíf verð- mætara en olía Mikhaíl Prússak, héraðs- stjóri í Novgorod í Rúss- landi, er í opinberri heim- sókn hér á landi í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Skapti Hallgrímsson ræddi við Prússak. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Enginn vill að annað ríki skipti sér af innanríkismálum, pólitík og efnahags- málum. Ekki heldur Írakar,“ segir Mikhaíl Prússak héraðsstjóri Novgorod.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.