Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTAND þorsks er ekki gott, en leyfðar veiðar á þessu ári eru undir helmingi þess sem áður var. Fræði- menn segja að ofveiði sé ástæða vandræðanna. Þar sem orðið er not- að í tíma og ótíma er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvað það þýðir; mesta furða er að ekki hafa verið gerðar tilraunir til skilgreiningar. Margir hafa það á tilfinningunni að hugtakið sé ruslakista, sem notuð er fyrir þekkingarskort, sem kemur upp í sambandi við ýmis fyrirbæri varðandi fiska. Höfundur þessa pist- ils (höf.) ætlar sér ekki þá dul að reyna að svara spurningum þar að lútandi heldur koma á framfæri nokkrum sjónarmiðum, sem orðið hafa til helst úti í heimi um álíka vandamál, en einir tuttugu þorsk- stofnar hafa hrunið í Norður-Atl- antshafi á undanförnum áratugum. Það er með hreinum ólíkindum, að unnt sé að horfa upp á slíkt og sjá ekki alvarlega tilburði helstu fag- manna, sem eru til þess ráðnir, að gefa skýringar eða í þ.m. koma með trúverðugar tilgátur um þennan knýjandi vesaldóm; af hálfu inn- lendra og nokkru leyti erlendra fræðimanna. Þeir sem eru til þess ráðnir að annast fræðimennsku og veiðiráðgjöf og gefa skýringar á vandræðum skulda löndum sínum trúverðugar skýringar á þeim og eiga að sjá skyldu sína í því að gefa sem bestar upplýsingar, ef ekki með svörum þá með tilhlýðilegum tilgát- um; eða bara viðurkenningu á skorti á þekkingu. Ekki er ætlunin að veit- ast sérstaklega að fagmönnum hér- lendis heldur að viðteknum tregðu- lögmálum og skorti á auðmýkt, sem virðist einkenna marga bæði erlend- is og hér, gagnvart flóknum lögmál- um náttúrunnar og tilhneigingum til að halda nýjum fræðum og fag- mennsku frá vandamálum, sem þeir sjálfir telja sig hafa bestu yfirsýn á án þess að kunna viðhlítandi skýr- ingar; „vér einir vitum“ er afstaða sem menn þekkja. Fræðimenn eru ekki undanþegnir rembingi og hé- góma; jafnvel stærilæti og hroka. Þetta er svosem ekkert nýtt; slíkt hefur gerst á öllum fræðasviðum. Ekki er heldur ætlunin að fjalla um pólitíska hlið málanna eða hvernig réttindum er úthlutað. Einnig er hér eingöngu átt við botn- fisk en ekki uppsjávarfisk, en vandamál þeirra eru merkilegt nokk á margan hátt alveg öfug miðað við botnfisk; það sem er vont fyrir þorsk er gott fyrir loðnu. Þorskur- inn er kominn með „sjúkdóms- einkenni“ og þau geta einnig verið farin að hrjá aðra botnfiska; lítið gagnar að lesa tölur um heildarafla og loðnu í því sambandi. Hvað er ofveiði? Höf. hefur ekki séð alvarlega til- raun til að skilgreina ofveiði; þýðing orðsins virðist liggja í augum uppi. Ef maður tekur of mikinn fisk úr sjó, þ.e. of marga, þannig að ekki séu nógu margir eftir til að nýta vistrýmið; er augljóslega ofveiði. En ef sjómenn þekkja allar hrygning- arstöðvar og stunda svo harkalega netaveiði á þeim, að nýliðun bregðist og hrun verði? Þannig veiddist kannski bara brot af því sem annars væri árlega með fjölbreytilegum veiðarfærum og veiðiskap dreifðum yfir árið og miðin; miklu nær væri þá að segja rányrkja eða rangveiði. Þetta dæmi er umhugsunarvert í ljósi þess að veiðar hafa verið stund- aðar við Lofoten allar götur frá landnámi Íslands, þeirra er getið í Egils sögu. Eftir heimsstyrjöldina fyrri veiddu menn risaþorsk þar í hrygningargöngu. Á meðan veiðarn- ar voru bara á hrygningarslóð virt- ist alltaf sem nýliðun væri nægileg, en eftir að togveiðar hófust í Bar- entshafi, uppeldisslóðunum, stefnir nú í hrun. Þetta bendir til þess að lítill hrygningarstofn geti séð fyrir nauðsynlegri nýliðun ef aðrar for- sendur eru í lagi; þetta hefur komið í ljós með erfðarannsóknum á einni tegund. Þorskstofninn íslenski var ekki mjög stór á fyrri hluta síðustu aldar þegar sókn var ekki mikil; þótt mjög stórir fiskar hafi verið í honum stækkaði stofninn þegar farið var að veiða meira; skýringin er væntan- lega sú að stór fiskur er frekur til ætisins og nýtir vistrými verr en minni fiskur. Ofveiði hlýtur að einkennast af minnkaðri arðsemi eða vexti fisk- stofna og þar með af minnkuðum aflaforsendum meðan gengið er út frá því að ekki eigi að ganga á höf- uðstólinn. Til hvers er verið að halda aftur af veiði þorsks? Ef gengið er út frá vexti fiska eingöngu, án þess að hafa áhyggjur af nýliðun, þarf ekki að láta fiskinn verða mjög stór- an því eftir því sem hann stækkar nýtir hann æti verr til myndunar holds, hann notar meiri orku til við- halds en minni fiskar, hlutfallslega; þetta er sama og með kjúklinga. Nóg væri væntanlega að miða við að fiskurinn verði 2–5 kg til þess að gefa mestan arð, nema stórfiskur verði sérstaklega verðmætur um- fram þá minni. Of miklar veiðar valda þá bara minnkuðum stofni um sinn og með því að hægja á veiðum í stuttan tíma er strax kominn veiði- fiskur í staðinn, úr hópi þeirra yngri. Ástæðan fyrir hefðbundinni vernd- un, þ.e. veiðitakmörkunum, er þá væntanlega bara sú að reyna að tryggja afkomendur sem eru góðir. Þetta er neyðarstaða á meðan menn þekkja ekki friðunarforsendur vel; hvaða fiskur er gott foreldri? Til hvers á að friða fisk, fáein hundruð þús. tonn, sem er ekki til þess líkleg- ur að taka þátt í nýliðun góðs fisks? Þá vantar svör og á meðan menn þekkja þau ekki vilja menn ekki taka áhættu. En nú eru til upplýs- ingar um erfðir sem skýrt geta margt í sambandi við minnkun stofnsins og arðsemi hans. Ljóst er að hann hrygnir á fjöldamörgum stöðum við landið; með því að gera ráðstafanir á hverju svæði fyrir sig vakna vonir um að bæta megi eig- inleika hrygningarfisks og stuðla þannig að því að nýliðar séu gæddir bestu eiginleikum og verði ekki of snemma kynþroska og gefi lélega afkomendur. Til þess að sjá megi til lands í skil- greiningum á ofveiði (S. Murawski) er nausynlegt að gera ráð fyrir mis- munandi lýsingum á henni; ganga verður út frá fjölstofnasamhengi í stað þess að skoða bara eina tegund fyrir sig, taka tillit til sambands á milli stofnstærða og vaxtar þeirra á hverju svæði fyrir sig, sambands á milli mismunandi tegunda í sam- keppni um æti og rými (lífmassa í heild), áhrifa veiða á nýliðun í fjölda og eiginleikum, tímaskala endur- reisnar stofna (eftir hugsanlegt hrun), þanþols (resilience, erfðir) einstakra tegunda o.fl. Þetta er allt mjög flókið, en er nauðsynlegur grundvöllur þess að geta ákveðið friðanir og takmarkanir af hvers konar tagi; skyndilokanir virðast rökleysa án þess að markmiðin séu ljós; annað grefur undan tiltrú og virkni. Veiðival eða úrval Sem dæmi um skilgreiningar- vanda má nefna ástand þorsks í Kanada (2J3K3L) við Labrador og Nýfundnaland. Um 1990 voru stofn- arnir á svæðunum um 300 þt. Á einu og hálfu ári hrundu þeir í 50 þt. vegna þess að árlegum veiðum var ekki hætt síðustu tvö árin; menn gengu út frá að veiðar gætu gengið áfram, en svo datt botninn úr öllu saman og veiðarnar tóku höfuðstól- inn vegna þess að hann var hættur að vaxa því hann var orðinn að aum- ingjum, mjóslegnum og kynþroska allt of snemma. Náttúrulegur dauði var ekki þekktur, en hann villti mönnum sýn og hár dauði í lokin verður ekki skýrður nema með miklum náttúrulegum dauða; ofveiði sögðu menn en ástæðan var önnur. Þorskurinn var breyttur; ef veiðar hefðu verið stöðvaðar einu ári fyrr hefði það kannski ekki breytt miklu þótt stofninn væri um 200 þt. stærri. Stærðarveljandi veiðar og erfða- breytingar geta skýrt málin, en með þeim hefur erfðaefni þorsksins breyst hægfara en stöðugt á áratug- um; ástandið hefur ekki snúist við þrátt fyrir ellefu ára veiðibann á öll- um svæðunum 15–20. Á einu svæði hefur samkeppnisfiskur þorsks vax- ið mjög, en það er vísbending um að umhverfishruni verður ekki kennt um örlög þorsksins alls staðar. Þekktur vísindamaður í Kanada hef- ur tjáð sig opinberlega um erfða- breytingar í stofnunum sem skýr- ingu á hruninu. Segja má að allar veiðar séu á ein- hvern hátt veljandi. Oft hafa þær neikvæð áhrif á botnfiska sem í vax- andi mæli hafa verið veiddir með netveiðarfærum, botnvörpu og dragnót. Með því að „sigta“ stærsta fiskinn frá með netum verður minni fiskur eftir og smám saman breytast eiginleikar hans. Um uppsjávarfisk má reyndar með sömu rökum ætla, að hann sé verndaður með netveið- um, því hann er aðallega veiddur kynþroska á göngu. Sá fiskur sem verður seinna kynþroska en með- bræður hans verður eftir á fæðuslóð og verður orðinn stærri þegar hann fer á hrygningargöngu. Meðfylgjandi mynd 1 sýnir hvern- ig þorskur breytist eftir kynslóðum miðað við að hann taki sömu breyt- ingum og fiskurinn silfuræringi við BNA þegar sífellt er tekinn tíundi hver fiskur og sá minnsti úr hverri kynslóð og þeir látnir æxlast inn- byrðis. Með þriðju kynslóð yrði hver fiskur orðinn helmingi minni að meðaltali en í upphafi. Í raun næst aldrei 90% veiðival í sjó á ári, en hið sama getur gerst á löngum tíma með öðru vali. Merkileg skýrsla hefur verið skrifuð um úrval í fiskveiðum (U. Dieckman, O.R. Godö & M. Heino, 2002) vegna mismunandi veiðarfæra og eiginleika fisks. Næstum allar út- gáfur af vali geta orðið eftir því hvaða veiðarfæri eru notuð og á hvaða eiginleikum val byggist og hvaða veiðimáti er stundaður, stærðir fiska, vaxtarhraði, kyn- þroski, lögun, tíma- og staðsetning- ar veiða, net, gildrur, möskva- og krókastærðir, beita, afl skipa, gönguleiðir, hegðun, staðsetningar í fæðukeðjunni o.fl. Nánast má styðj- ast við heilbrigða skynsemi til að sjá fyrir sér hvernig veiðival verður og í beinu framhaldi af því erfðaval. Mynd 2 sýnir að þrjár meginfor- sendur vaxtar fiska eða veiðistofna VEIÐISTJÓRNUN EÐA FISKSTOFNAHRUN Eftir Jónas Bjarnason „Íslendingar eiga ekki að þurfa að detta í sama pytt og margir aðrir og láta þorskinn hrynja fyrir framan nefið á sér …“ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir og fl. Laust strax. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.