Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 29 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri í dag 16. Hljómsveitin verður í sinfóníettustærð – 15 manna kammersveit, skipuð flestöllum hljóðfærum hljóm- sveitarinnar. Efnisskráin er fjöl- breytt. Frumfluttur verður víólukonsert eftir Óliver Kentish og einnig verða flutt verk eftir Francis Poulenc, César Franck og Antonín Dvorák. Einleikari með hljómsveitinni er Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Hápunktur þessara tónleika er frumflutningur víólukonsertsins Drauma og dansa eftir Óliver Kent- ish, en það var einleikarinn, Guð- mundur Kristmundsson, sem pant- aði verkið hjá tónskáldinu. „Aðalstef eða rauður þráður í gegn- um verkið er Liljulagið, sem ég hef notað áður,“ segir Óliver um verk- ið, „en einnig latneskur gregor- ssöngur við textann Dies irae – dag reiðinnar. Það var beðið um að verkið yrði fyrir víólu og lítinn hóp eða sinfóníettu þannig að ég get ekki sagt að þetta sé hávært brav- úrstykki eða tæknisýning. Engu að síður hefur einleikarinn mikið að gera, sérstaklega í lokakaflanum. Víólan er eins og sögumaður og hún spilar víða ein – bæði í upphafi og víðar í verkinu, en hljómsveitin kemur svo inn og svarar, og þetta gerist líka á hinn veginn að hljóm- sveitin er ein og víólan kemur svo inn og svarar.“ Óliver samdi Drauma og dansa í fyrra, fer norð- ur til að vera viðstaddur frumflutn- inginn. Hann starfaði reyndar sem tónlistarkennari á Akureyri frá 1977–1985 og hefur oft leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Draumar og dansar skiptast í þrjá aðalkafla með tveimur millispils- köflum (interludio) auk forspils sem er aðeins fyrir víólu. Allt verk- ið er þó spilað án hlés. Aðalstefin tvö eru notuð í grunni verksins en Óliver segir að þrátt fyrir alvöruna í þeim, séu þau frekar notuð í háðs- legum tilgangi. Einleikarinn, Guðmundur Krist- mundsson, lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og lokaprófi frá Konservatorí- inu í Tilburg í Hollandi 1990. Hann er félagi í Eþos-kvartettinum, Cap- ut og Camerarctica og fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á tónleikunum verða einnig flutt tvö verk eftir Francis Poulenc, Tveir marsar og forspil og Vals; Átta lítil lög eftir César Franck og loks Serenaða í d-moll op. 44 eftir Antonín Dvorák. Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands allt frá stofnun hennar er Guðmundur Óli Gunnarsson. Guðmundur Óli lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tón- listarháskólanum í Utrecht í Hol- landi og stundaði síðan framhalds- nám hjá Jorma Panula í Helsinki. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með sinfóníettutónleika Draumar og dans- ar í Ketilhúsinu Guðmundur Kristmundsson Óliver Kentish HJÁ Leikfélagi Sauðárkróks standa nú yfir æfingar á nýju ís- lensku gamanleikriti, Ertu hálf- dán? eftir Hávar Sigurjónsson. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og er þetta annað verkið á þessu leikári sem hann setur upp með leikfélaginu. Leikritið gerist í leikhúsi þar sem verið er að sýna gamalt hallær- islegt breskt leikrit og sýnir okkur hvað getur gerst þegar smástirni jafnt sem stórleikarar geta ekki skilið sín persónulegu vandamál eftir heima. Það er heldur ekki til að bæta ástandið að tæknifólk þessa leikhúss þarf líka sinn skerf af athyglinni. Leikarar eru átta og skipta með sér tíu hlutverkum, en um 40 manns koma að sýningunni. Frumsýnt verður 27. apríl í Bif- röst á Sauðárkróki við upphaf Sæluviku Skagfirðinga. Hluti leikhópsins ásamt höfundi og leikstjóra. Nýtt gamanleikrit æft á Sauðárkróki Alltaf á þriðjudögum Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 07 08 03 /2 00 3 119.900 kr. Sta›grei›sluver› frá: á mann í tvíb‡li á hótel Shanghai í 7 nætur. Ótrúlegt tækifæri! Beint leiguflug me› glæsilegri brei›flotu Air Atlanta til Shanghai í Kína. Misstu ekki af tækifæri til a› sjá Shanghai af 88. hæ› Hyatt hótelsins - standa uppi á mesta mannvirki heims, Kínamúrnum - sjá stærstu stíflu í heimi, 3ja gljúfra stífluna í Yangtse fljóti, e›a hin fögru Sykurtoppafjöll í Guilin. Örfá sæti laus! Sérferð Nánar á www.urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.