Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ inn framleiðandi virtist vera kominn eins langt og Archos, í það minnsta var svarið jafnan „kemur á markað í haust“, „seinna á árinu“ eða bara „bráðum“. Mikil gróska var aftur á móti í MP3-spilurum; stór hluti einn- ar sýningarhallarinnar var undirlagð- ur af taívönskum fyrirtækjum, flest- um litlum, og þar var ótrúlegt úrval af svonefndum USB-minniskortum, sem eru litlir stautar, um 7–10 sm á lengd, sem stinga má í tölvu og nota sem aukadrif. Slík minniskort, eða minnisstautar, hafa verið á markaði lengi og til að mynda nokkuð algengt að tölvufyrirtæki gefi stauta sem merktir eru þeim á kynningum. Aust- ur í Taívan hafa menn aftur á móti séð óteljandi möguleika í slíkum stautum, því ekki var bara annað hvert fyrir- tæki með stauta á básum sínum held- ur voru þau flest einnig með stauta sem breytt hafði verið í MP3-spilara eða örsmáar stafrænar myndavélar. Spilararnir áttu reyndar nær allir það sameiginlegt að vera afskaplega ljót- ir; ég sá ekki nema einn sem var með flottri hönnun. En tæknileg útfærsla var mjög flott víða, sumstaðar hægt að taka upp tónlist og breyta í MP3 jafnharðan; hægt að nota stautinn sem upptökutæki og taka upp fyrir- lestra eða viðtöl. Sem stendur eru þeir flestir 128 MB, nokkrir eru þó til sem 256 MB, en væntanlegir eru spil- arar sem rúma 512 MB og á næsta ári GB spilarar sem eru þá óneitanlega býsna eiguleg apparöt. Hægt er að nota alla spilarana sem aukadisk og setja á þá hvaða gögn sem er. Tréskjáir og talandi þvottavél Sum fyrirtæki bjóða svo sérhæfða og flókna hluti að menn fá höfuðverk við að heyra skýringar á því. Önnur þar sem engin leið er að gera sér grein fyrir því hvað er í gangi; hvaðan viðkomandi hugmynd er eiginlega komin og hverjir lögðu pening í fyr- irbærið. Talsvert hefur dregið úr sér- kennilegum varningi á CeBIT eftir því sem menn hafa gert meiri kröfur um að vit sé í varningnum; að ekki sé bara verið að framleiða eitthvað af því það er svo sniðugt. Sænsk fyrirtæki hafa sum verið með sérkennilegar hugmyndir, án þess þó að hægt sé að alhæfa um sænska tölvutækni almennt. Sem dæmi um hugmyndir sem eru kannski ekki svo galnar er til að mynda TFT-tölvuskjár í beyki- ramma. Hann kom ótrúlega vel út þó notagildið sé ekki augljóst. Ekki eins augljóst var notagildi framleiðslu PopCatcher, en það er í sem stystu máli einskonar MP3-útvarp sem hljóðritar lög úr útvarpsútsendingu og vistar sem MP3-þjöppuð lög og hendir sjálfkrafa út auglýsingum og spjalli milli laga. Þýska fyrirtækið Speech Experts sýndi talandi þvottavél sem vakið hef- ur nokkra athygli. Hægt er að segja vélinni fyrir verkum, hvað eigi að fara að þvo og hvernig blettir séu í flík- unum. Vélin svarar að bragði, biður um meiri upplýsingar eða skensar eigandann fyrir að vera að sulla niður á sig rauðvíni. „Þú drekkur of mikið af rauðvíni, drekktu heldur bjór það er auðveldara að þvo hann úr,“ heyrði ég hana segja. Notagildi slíks apparats er ekki augljóst. Hugsanlega getur það komið sér vel að geta rætt málin við þvottavélina ef viðkomandi er óör- uggur um hvernig á að þvo (og svo er alltaf gott að hafa einhvern til að tala við). Að sögn hönnuða vélarinnar er hún í raun bara kynning á því hvað hægt sé að gera með raddstýringu á heimilistækjum og fleiri tólum. Ekki stendur til að setja slíka vél í fram- leiðslu, í það minnsta ekki í náinni framtíð. Það var reyndar eftirtektarvert hve margir voru að vinna við radd- greina, þ.e.a.s. búnað sem skilur mælt mál og getur brugðist við munnlegum skipunum. Margir sjá enda fyrir sér að slíkt eigi eftir að verða áberandi í farsímum og álíka tækjum, sem sum eru orðin svo lítil að illt er fyrir venju- legar hendur að stýra þeim. Það fellur líka vel að hugmyndinni um blá- tannarsíma. Viðkomandi get- ur þá verið með símann í vas- anum og þarf ekki að taka hann upp til að svara eða hringja, getur samið og sent SMS og látið síðan lesa þau fyrir sig. Tækni sem er innan seilingar Framtíðardeild IBM var með margt forvitnilegt á sýningunni og þar á meðal var raddstýrð HP iPaq- lófatölva sem gat flett upp götum á götukorti svo dæmi sé tekið. Einnig búnaður til að hlusta á talað mál þar sem mikill niður eða hávaði er í kring. Búnaðurinn er með sérstökum hrey- fiskynjara sem les varir, ef svo má segja. Tölva notar hreyfiskynjarann til að fylgjast með munnhreyfingum þess sem talar og leggur það saman við það sem henni heyrist hann segja til að fá út rétta merkingu. Mjög snjöll lausn sem svínvirkar. Önnur lausn sem virkaði vel var sýnd á bás HP þar sem annar hver starfsmaður virtist vera með Com- paq-töflutölvu og notuðu þeir hana mikið (til að teikna skýringarmyndir o.fl.). Töflutölvurnar frá Compaq eru með hljóðnema. Eitt fyrirtæki sýndi útgáfu af Dragon Naturally Speak- ing-hugbúnaði sem skráði jafnharðan það sem maður sagði við tölvuna. Sá sem kynnti búnaðinn las viðstöðu- laust og tölvan ritaði það samvisku- samlega upp. Það var einfalt að leið- rétta: „bakka um tvö, víxla stöfum, upp um eina línu, tvö til hægri, eyða orði“ og svo framvegis. Mjög hagnýtt og mun hraðvirkara, að sögn þeirra sem kynntu. Þeir sem lesa tölvunni fyrir, í stað þess að slá það inn, af- kasta um 40% meiru en þeir sem eru hvað fimastir á lyklaborðinu. Þráðlaus framtíð Segja má að þráðleysi hafi verið einskonar yfirskrift CeBIT 2003. Í það minnsta voru ótrúlega margir að kynna þráðlausan búnað. Til gamans má geta þess að þýsku járnbrautirnar hyggjast koma upp þráðlausu net- kerfi í öllum biðsölum sínum og lest- um. Farþegar myndu þá kaupa eins- konar skafmiða til að komast inn á kerfið aukinheldur sem Lufthansa hyggst gera slíkt hið sama; byrja á að setja upp þráðlaust net í flugstöðvum, en einnig á að vera hægt að nota þráð- laust netkerfi á flugleiðinni Frank- furt/Washington innan skamms. Gott dæmi um þráðlausar lausnir er Hewlett-Packard sem hefur losað sig við snúruna að miklu leyti. Fyrirtækið sýndi mikið af þráðlausum prenturum af öllum stærðum og gerðum. Smekklega var það leyst ef maður með þráðlausa tölvu vill prenta út á nærstaddan prentara án þess að vera tengdur honum. Hann slær einfaldlega inn IP-tölu við- komandi prentara, en IP-tal- an er sýnileg í stjórnskjá nýju prentaranna og sumar eldri gerðir geta víst sýnt hana með smá tilfæringum. Mjög snyrti- leg lausn. Ekki fer á milli mála að HP ætlar sér að sækja enn fram á prentaramarkaði með breiða línu prentara. Rétt er að geta þess að menn geta enn haldið sig við snúrurnar; þráðlaus bún- aður er viðbót við prentarana sem eru allir með venjulegum prent- ara- og nettengjum. Meðal breytinga á bleksprautu- prenturum fyrirtækisins er að blek- hylki eru nú aðskilin, þ.e. litur og svartur eru í aðskildum hylkjum. Með því er fyrirtækið greinilega að bregð- ast við gagnrýni neytendasamtaka sem höfðu beitt sér gegn HP fyrir að hafa allt í einu hylki. Ekki verður hér farið út í það hvort sú gagnrýni hafi verið réttmæt yfirleitt en heldur finnst mér það afturför að hafa prent- hausana sér, en neytendasamtök hafa einmitt gagnrýnt það líka að HP seldi blekhylki með prenthausunum áföst- um. Málið er aftur á móti að á flestum heimilum er prentarinn svo lítið not- aður að prenthausarnir eru sífellt að stíflast og eyðileggjast. Því sýnist mér lítið hagræði af því að þurfa kaupa og skipta um prenthausinn sér. A-, B- og G-staðlar Bandaríska fyrirtækið Linksys sýndi þráðlausan búnað á CeBIT, en fyrirtækið hefur yfirburðastöðu á markaði vestan hafs og stefnir af krafti inn á Evrópumarkað. Linksys býður margar tegundir af þráðlaus- um netbúnaði; aðgangspunkta, beina, nafir og svo má telja. Eitt helsta tromp Linksys er að fyrirtækið er þegar komið með í sölu þráðlaus net- kerfi fyrir heimili og fyrirtæki sem byggja á G-staðlinum. Fram að þessu hafa þrír staðlar verið í notkun, 802.11a, 802.11b og 802.11g, sem eru almennt kallaðir A-, B- og G-staðlar. B-staðallinn er mest notaður, og al- mennt þar sem menn eru með þráð- lausan búnað fyrir heimili, og tiltölu- lega ódýr fyrir vikið. Hann notar 2,4 GHz tíðnisviðið, sem getur skapað árekstra við örbylgjuofna, þráðlausa síma (ekki GSM eða NMT) og fleira. Flutningsgeta hans er 11 Mbitar á sek. A-staðallinn er aftur á móti nýrri og kostar því meira. Hann notar 5 GHz tíðnisvið sem er lítið notað ann- ars og hefur engin áhrif á 2,4 GHz sviðið. Flutningsgeta er umtalsvert meiri, eða um 54 Mbitar á sek. Á þeim hraða er til að mynda hægt að streyma kvikmynd frá tölvu í sjón- varp svo dæmi sé tekið. Langdrægni A-staðalsins er um fjórðungur af B- staðlinum. G-staðallinn er svo nýjast- ur. Hann er svipaður og B-staðallinn að því leyti að hann notar 2,4 GHz tíðnisviðið, er tiltölulega ódýr í út- færslu, hefur sömu langdrægni og A- staðallinn og sömu flutningsgetu og A-staðallinn, 54 Mbitar á sek. Á tví- mælalaust eftir að leysa B-staðalinn af hólmi fyrir heimili og hugsanlega fyrir flest fyrirtæki líka, ekki síst í ljósi þess að G-staðals tæki geta líka nýtt B-staðalssenda. Varla þarf að geta þess að Linksys framleiðir einnig búnað fyrir þá sem halda vilja í snúrurnar. Philips og Medion Philips er öflugt fyrirtæki og sýndi það rækilega á CeBIT; sýndi mikið af nýjungum á mjög stórum bás. Líkt og fleiri er Philips á fullu í að samþætta tæki, þ.e. bæta tæknilegum mögu- leikum við tæki eins og sjá má á hlut- um eins og EXP521-ferðageislaspil- aranum. Ekki er bara að hann spili venjulega geisladiska og MP3- brennda diska, heldur er einnig hægt að spila á honum tölvuleiki – fimm leikir fylgja með spilaranum. Ég sannreyndi að hægt er að hlusta á tónlist samtímis því sem spilaðir eru leikir. Philips er líka meðal fyrirtækja sem þróað hafa svonefnda Blu-Ray- tækni, en það er áþekk tækni og not- uð er í dag í geislaspilurum og -brenn- urum nema að því leyti að notaður er leysigeisli á annarri og styttri bylgju- lengd en hingað til hefur tíðkast. Fyr- ir vikið er hægt að koma mun meira af upplýsingum fyrir á slíkum diskum. Meðal annars kynnti Philips frum- gerð af BluRay-brennara sem er ekki stærri en minniskort og getur brennt á þriggja sm diska 1 GB en 23 GB komast á diska í venjulegri stærð. Fróðlegt var að komast í tæri við Medion, en fyrir stuttu fóru að sjást tölvur frá því fyrirtæki hér. Þá spurðu margir hvaða fyrirtæki Med- ion væri. Á CeBIT mátti glöggt sjá að Medion er eitt stærsta fyrirtæki á heimilistölvusviðinu í Þýskalandi og ekki bara það heldur framleiðir Med- ion DVD-spilara, hljómtæki, stafræn- ar myndavélar, síma, faxtæki, skjái, gervihnattamóttakara, MP3-spilara, sjónvörp, prentara, skanna, bílaút- varpstæki og svo má lengi telja. Markaðsstjóri fyrirtækisins á Norð- urlöndum sagði að Medion hefði vaxið býsna hratt í Þýskalandi og væri að sækja í sig veðrið utan Þýskalands. Betur verður greint frá nýjungum í símatækni og stafrænni ljósmyndun síðar. Panasonic kynnti meðal annars DVD-ferðaspilara með mjög skýrum og góðum skjá. Sími á úlnliðinn frá Samsung. Philips Ex- panium EXP521 er ferða- geislaspilari sem spilar líka MP3-diska og svo er hægt að spila tölvu- leiki á honum, en fimm leikir fylgja með. Medion er með breiða línu af tölv- um sem sumar hafa ekki enn bor- ist hingað til lands. arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.