Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 37 Magnús Axelsson lögg. fasteignasali sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð - www.laufas.is Laufbrekka 16 – Opið hús í dag Hjá okkur á Laufási er til sölu mjög gott og vel skipulagt tveggja hæða einbýlishús á rólegum stað í Kópa- vogi. Húsið skiptist í forstofu, hol, 3 stofur, eldhús, sólskála stórt þvotta- hús og geymslu á neðri hæð, en á efri hæðinni eru 4 svefnherbergi, sjónvarpshol og stórt, glæsilegt baðherbergi. Eignin býður upp á gífur- lega möguleika fyrir hugmyndaríkt fólk. Flísar og parket á öllum gólfum. Svalir og verönd. Verð 21,8 millj. Guðrún Harðardóttir, þjónustufulltrúi Laufáss, tekur á móti ykkur með kaffi á könnunni í dag frá klukkan 14:00-17:00. Skoðið og fáið leiðbeiningar á staðnum, einnig er hægt að fá uppl. hjá Guðrúnu í síma 862 8885. Guðrún Harðardóttir Um er að ræða fallega 4ra her- bergja 96 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt bílskúr. Fallegar innréttingar. Parket. Suðursvalir. Góð eign á einum besta stað í Hólahverfi. Stutt í skóla og þjón- ustu. Gjörið svo vel að líta inn. Valgerður og Sigurfinnur taka vel á móti ykkur. Sími 568 5556 BLIKAHÓLAR 6 OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 14 OG 17 OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Opið hús – Brekkuland 3 Góð efri sérhæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í Mosfellsbænum Fjögur svefnherbergi. Hjónaherbergi með geymslu innaf (auðvelt að breyta í fataherb.). Eldhús með snyrtilegri 3-4 ára furuinnréttingu, borðkrókur og vönduð tæki. Baðher- bergi ný flísalagt, t.f. þvottavél og þurrkara, baðkar og sturtuklefi. Stofa/borðstofa samliggjandi með nýjum postulínsflísum. Nýr skeifulaga sólpallur í skjólsælum vel grónum garði. Eignin er mun fleiri fm en FMR gefur til kynna. Leyfi fyrir 80 fm bílskúr. Stórt eignarland. Hörður og Hafdís taka vel á móti þér og þínum frá kl. 14-18. WWW.EIGNAVAL.IS Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 1. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 4. Hæð suðurhús. samtals 312 fm. 2. Hæð norðurhús. samtals 335 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu Sími 575 8500 Fax 575 8505 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 REKAGRANDI 6 - BÍLSKÝLI Falleg 4ra herb. íbúð á 4. h. Íbúðin er á tveimur hæðum, neðri hæðin er 60 fm og skiptist í park- etlagða stofu með útgangi út á suð-vestursvalir. Eldhús með ágætri viðarinnréttingu. Rúmgott svefnh. með skápum og flísalagt baðherb. Efri hæðin er 33 fm og skiptist í sjónvarpshol, svefn- herb. með skápum, annað minna herbergi og baðherb. með sturtuklefa. Eigninni fylgir sér- geymsla, stæði í bílgeymsluhúsi ásamt sam. þvottaherb. með tækjum. Hús og sameign í góðu ástandi. Guðlaugur og Anna taka á móti gestum. Áhv. 5,2 m. V. 13,7 m. GRÝTUBAKKI 4 Góð 100 fm 4ra herb. íbúð á 2. h. Íbúðin skiptist í parketlagt hol, stofu og borðstofu með parketi á gólfi og útgang út á skjólgóðar suðursvalir, eld- hús með snyrtilegri innréttingu og nýrri eldavél, baðherbergi með flísum á gólfi og tengingu fyrir þvottavél og þrjú rúmgóð parketlögð svefnh. með skápum. Í kjallara er er rúmgóð sérgeymsla og sameiginlegt þvottaherb. með tækjum. Húsið og sameignin í góðu ástandi. Margrét og Aðal- steinn taka á móti gestum. Áhv. 6,6 m. V. 11,4 m. Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Greinarhöfundur hefir engan num- ið nefi sem ekki telur styrjöld síðasta neyðarúrræðið til að beita, hversu góður sem sá málstaður kann að vera, sem barizt er fyrir. Í leiðaranum rekur ritstjórinn rök fyrir þeirri nauðsyn að afvopna Íraka og ryðja Saddam Hussein úr vegi. Undirritaður hefur heldur ekki hitt nokkurn mann, sem er því ósam- mála. Enn og aftur: Málið snýst ekki um það heldur hvernig það er gert. Saddam Hussein kann að vera réttdræpur. En er nauðsynlegt að hann dragi e.t.v. hundruð þúsunda saklausra borgara með sér í fallinu? Eða takist að kveikja ófriðarbál, sem e.t.v. mun loga lengi um veröld víða? Vitnað er til þess að ófriðarbál hafi geisað á Balkanskaga fyrir áratug og ógnarstjórn ríkt. Alþjóðasamfélagið hafi gripið í taumana, sem sjálfsagt var til að stöðva manndráp. Um að- gerðirnar var samstaða þjóða heims og vopnbeiting neyðarúrræði þegar til allra annarra ráða hafði verið grip- ið. Sú var ekki raunin á í Írak, né heldur að nein samstaða ríkti um að- gerðirnar meðal þjóða heims. Þessi mál eru því með öllu ósambærileg en til þessa gripið til að verja vafasaman málstað. Og er ekki langt seilst í blekkingarskyni að réttlæta megi stríðið í Írak með því að uppi hafi ver- ið á fyrri öld múgmorðingjar á borð við Hitler og Stalín sem of lengi hafi setið að völdum? Meðan þeirri spurningu er ósvar- að, hvort stríðið í Írak hafi verið óum- flýjanlegt, ríkir skelfing og sorg í hugum manna. Höfundur er alþingismaður. völl í útgerð í stað þeirra sem hætta. Þessu er því miður ekki svo farið. Menn verða að kaupa eða leigja kvóta í dag. Verðið á leigukvóta í þorski er um 150 kr/kg en söluverðið á þorsk- inum sem veiddur er fyrir þessa heimild er á bilinu 110–150 kr/kg. nema eingöngu sé veiddur allra stærsti þorskurinn, þá fæst hærra verð. Það sér hver maður að nýliðun er ógerningur við þessar aðstæður. Það er stærsti vandi kvótakerfisins. Verð á kvóta er ekki í samræmi við verð á fiski. Komið er í veg fyrir end- urnýjun og því verða sjávarplássin svo viðkvæm fyrir ákvörðunum ein- stakra útgerðarmanna. Ólokið verk Sú niðurstaða að breyta engu varð- andi úthlutun veiðiheimilda en ætla útgerðarmönnum að greiða 2–5 kr. fyrir hvert úthlutað kg í þorskveiði- heimild breytti í raun engu um meg- invandann í greininni, verðlagningu veiðiheimildanna. Vegna andstöðu LÍÚ var hafnað vilja meirihluta Auð- lindanefnar sem lagði til innköllun veiðiheimilda á löngum tíma og að verð þeirra yrði ákvarðað á markaði. Eftir stendur að vandinn er óleystur og sáttin sem að var stefnt er ekki í sjónmáli. Höfundur er alþingismaður. LÖGMAÐUR fjármálaráðuneyt- is í þjóðlendumálum ritar grein í Morgunblaðið 26. mars sl. undir fyrirsögninni „Kosningamál Krist- jáns Pálssonar“ og telur sig þar vera að svara grein minni um sama mál í Morgunblaðinu nokkrum dögum áður. Reyndar er það svo að lögmað- urinn víkur sér undan að svara efnislega því sem ég var að gagn- rýna í Morgunblaðsgrein minni en það var fyrst og fremst hin óbil- gjarna framganga lögfræðinga fjármálaráðuneytisins í þjóðlend- umálum sem fram kemur í þinglýs- ingum ráðuneytisins á þjóðlendu- línum langt inn í þinglýstar eignarjarðir bænda á Suðurlandi. Vond stjórnsýsla Ýmsir mætir lögfræðingar og kunnir fræðimenn á sviði lögfræði telja reyndar að þessar aðfarir á vegum ráðuneytisins stangist á við eignarréttarákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ólafur Sigurgeirsson og aðrir sem lesa skrif mín í þjóðlendumál- um þurfa ekki að misskilja eitt né neitt eða reyna að snúa út úr mál- flutningi mínum. Hann byggist einfaldlega á því að lögvarinn eign- arréttur manna sé friðhelgur og varinn af Stjórnarskrá Íslands. Þessum sjónarmiðum deili ég með flestum sem ég hef rætt þessi mál við. Jafnframt hef ég lagt áherslu á, að framganga fulltrúa fjármála- ráðuneytisins í málflutningi bæði fyrir óbyggðanefnd og í greinar- gerðum fyrir Héraðsdómi Suður- lands ýtir þessum lögvarða eign- arrétti af bújörðum til hliðar með þinglýsingum á tilbúnum þjóð- lendulínum, sem þinglýst er inná bújarðir að geðþótta lögfræðinga fjármálaráðuneytisins. Þetta finnst mér vera vond pólitík og vond stjórnsýsla, flóknara er það ekki. Ekki kosningamál heldur réttlætismál Ég ætla ekki að elta ólar við út- úrsnúninga Ólafs Sigurgeirssonar á skrifum mínum um þjóðlendumál í Morgunblaðinu. Ég vil þó taka fram að vissulega er það rétt að óbyggðanefnd kvað upp sjö úr- skurði í þjóðlendumálum í Árnes- sýslu, en í fyrsta úrskurðinum voru mörkuð grundvallaratriði nefndarinnar, m.a. að tekið var til- lit til þinglýstra eignarréttinda og má segja að nefndin hafi þar með viðurkennt þá grundvallarreglu í íslenskum rétti, að sá sem vefengir t.d. þinglýstan eignarrétt þurfi að sanna fullyrðingar sínar. Samt vís- ar fjármálaráðuneytið úrskurðun- um til dómstóla og það kalla ég endurtekinn ágang á lögvarinn eignarrétt. Hvað umferðarrétt varðar er öll- um ljóst að þjóðlendulög fjalla ekki um umferðarrétt. Ég var hins veg- ar að benda lögmanninum á að al- menningur hefur eðlilegan umferð- arrétt um landið bæði í skjóli náttúruverndarlaga og jafnframt grunar mig að ákvæði í fornum lögum íslenskum veiti almenningi þennan umferðarrétt og séu reyndar í gildi enn þann dag í dag, en þau fræði kann lögfræðingurinn betur en ég. Framkvæmd kröfugerðar fjár- málaráðuneytis í þjóðlendumálum er ekki kosningamál mitt, hins vegar réttlætismál og þar með úr- lausnaratriði sem hlýtur að verða tekið fyrir og afgreitt á næsta Al- þingi með lagabreytingu sem tryggir að embættismenn og stjórnsýsla ríkisins taki fullt tillit til lögvarins eignarréttar þegna hins íslenska ríkis. Eftir Kristján Pálsson „Almenn- ingur hefur eðlilegan umferð- arrétt um landið.“ Höfundur er alþingismaður og 1. maður á T-lista - Framboði óháðra í Suðurkjördæmi. Eignarréttur er lögvarinn og stjórnar- skrárbundinn FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.