Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 45
Elskulegur faðir okkar, bróðir, mágur og vinur,
PÁLL SÖLVI PÁLSSON,
Kleppsvegi 66,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
31. mars kl. 13:30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
reikning nr. 0319-13-110088, kt. 030751-2649,
sem stofnaður hefur verið til styrktar drengjunum hans.
Páll Óskar Pálsson,
Gunnar Már Pálsson,
Guðríður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson,
Halldór Pálsson,
Hjörleifur Pálsson,
Einar Pálsson,
Reynir Pálsson, Marie La Cour,
Erla Björk Sverrisdóttir.
Okkar hjartans þökk sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
FRIÐÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR
frá Nöf
við Hofsós.
Sigríður Jóhannsdóttir, Henning Finnbogason,
Þorvaldur Jóhannsson,
Stefanía Jóhannsdóttir,
Indriði Jóhannsson, Kristjana Leifsdóttir,
Freysteinn Jóhannsson, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU KONRÁÐSDÓTTUR,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði fyrir
sérlega góða umönnun og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, Ólafur Hannes Kornelíusson,
Björn Guðjónsson, Ásta Gunnlaugsdóttir,
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, Óskar Elíasson,
Sigurður Guðjónsson, Ólöf Geirmundsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir, Ómar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna andláts ástkærs sambýlis-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HÓLMSTEINS HALLGRÍMSSONAR
málarameistara.
Svanfríður Guðmundsdóttir,
Sigrún Hólmsteinsdóttir Appleby,
Guðmundur B. Hólmsteinsson, María Kristín Thoroddsen,
Hallgrímur Ó. Hólmsteinsson, Ásgerður Sveinsdóttir,
Guðrún Hólmsteinsdóttir, Einar Erlingsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
PÉTURS MAGNÚSSONAR,
Sörlaskjóli 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
öldrunardeildar Landspítala, Fossvogi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmunda Dagbjartsdóttir,
Jóhanna S. Pétursdóttir, Ingimar H. Þorkelsson,
Magnús Þ. Pétursson, Kristín Guðmundsdóttir,
Ólöf G. Pétursdóttir, Þorsteinn Njálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Til útlanda barst
okkur Ebbu fregnin um
andlát góðs vinar og
fyrrum náins sam-
starfsmanns, Hannesar
Guðjónssonar. Í stað
þess að fylgja honum suður á Strönd
og ganga í helgan reit Kálfatjarnar-
kirkju á eftir kistu hans, urðum við að
láta það nægja að hugsa til hans og
ástvina hans allra og fela Guði.
En heimkominn langar mig til að
festa á blað örfá orð í þakkarskyni
fyrir samfylgd sem var mér einstak-
lega dýrmæt. Fyrst leiddu fundir
okkur saman þegar ég sótti um Bú-
staðasókn í vetrarbyrjun 1963.
Ganga þurfti til kosninga, þótt ég
væri eini umsækjandinn en einmitt
þess vegna kviðu margir stuðnings-
manna minna því, að fólk áttaði sig
ekki á þörf fyrir það að mæta á kjör-
stað. Í kosningaskrifstofu okkar í
Víkingsheimilinu var svipmikil kona
klædd íslenskum búningi og gustaði
af henni, er hún bar fram kúfaða
diska af ilmandi pönnukökum og ljúf-
fengum kleinum. Þar var komin Sig-
HANNES LÁRUS
GUÐJÓNSSON
✝ Hannes LárusGuðjónsson
fæddist á Ísafirði 6.
ágúst 1905. Hann
andaðist á Hrafnistu
í Reykjavík 5. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Kálfatjarnarkirkju
15. mars.
urjóna Jóhannsdóttir
og þótti þá þegar sem
hún ætti hvert bein í
okkur Ebbu og taldi
gott að fá prest, sem
þekkti til Suðurnesja og
fólks þar. Hún leiddi
síðan til fundar við okk-
ur bónda sinn, Hannes,
og þétt handtak hans
var upphaf samfylgdar
sem ekki slitnaði hvað
þá að ójöfnur hindruðu
framgang.
Ekki hirði ég um að
rekja hina margvíslegu
þætti safnaðarstarfsins
sem voru undirstaða byggingar
kirkjunnar glæsilegu, sem kennd er
við Bústaði, bæ í útjaðri Reykjavíkur
og var búið þar enn þegar fyrsta
skóflustunga kirkjunnar var tekin.
Sigurjóna var í kvenfélaginu og mun-
aði um framlag hennar og stuðning.
Hannes í bræðrafélaginu og sótti alla
fundi og þurfti ekki að efa vandvirkni
þegar hann tók eitthvað að sér. En
nánast var samstarf okkar á hverju
vori. Við þurftum að leita eftir að-
stöðu fyrir fermingar í hinum ýmsu
kirkjum borgarinnar, þar sem ekki
var við hæfi að ferma í skólasalnum.
Það var mikið umstang þessu sam-
fara, enda var fermt í allt að fimm
kirkjum sama vorið. Ekki þurfti að-
eins að leiða börnin í ný hverfi og
kynna þeim væntanlega fermingar-
kirkju sína, heldur þurftu kyrtlar líka
að fylgja og máta þá og síðan flytja til
næstu kirkju. Þar kom framlag
Hannesar og Sillu, eins og okkur var
tamt að kalla hana, til mikilla heilla.
Hann ók bílnum sínum að kirkjum
borgarinnar eftir að hafa aðstoðað
konu sína við að koma kyrtlunum
snyrtilega fyrir og síðan aftur að bera
inn og að fermingu lokinni út aftur.
Hannes taldi þetta ekki eftir sér, með
hægð og góðlegum viðbrögðum kom
hann mót börnunum, sem allt var
nýtt fyrir, en hann og Silla voru
tengslin við söfnuðinn, sem var
þeirra, þótt engin væri kirkjan.
Vorið 1995 þáði Sigurjóna leg í
Kálfatjarnarkirkjugarði. Við hlið
hennar var þegar tekið frá grafar-
stæði fyrir bónda hennar. Þau voru
alla tíð samstiga, þótt ólíkt væri yfir-
bragð þeirra um margt, hún hinn
sanni víkingur, sem allt hlaut að lúta,
hann hinn hógværi hæglætismaður,
sem skaut þó ævinlega fram athuga-
semdum, sem ekki sjaldan löðuðu
fram bros eða jafnvel hlátur.
Þessar fáu línur eiga að túlka
þakklæti okkar Ebbu og um leið virð-
ingu fyrir þeim sæmdarhjónum Sig-
urjónu og Hannesi sem við töldum
okkur til tekna að mega kalla vini
okkar og það voru þau sannarlega,
vel virt, alúðleg og starfsfús. Kall
Hannesar kom ekki óvænt, aldraður
maður og farinn að láta undan íþyngd
aldurs með fjölgun ára. Við lítum til
baka í helgu þakklæti og biðjum þeim
hjónum og niðjum öllum og tengda-
fólki blessunar þess Guðs, sem lítur
framlag hvers og eins og metur að
lögmálum hjartans.
Blessuð sé minning Hannesar og
Sigurjónu og gleymist ekki tengsl
þeirra við Bústaðasöfnuð og Bú-
staðakirkju.
Ólafur Skúlason.
Fallin er frá ná-
grannakona okkar Þor-
gerður Sigríður, Sigga
á Vestmannabraut 76.
Sigga var ein af föstu
póstunum í tilverunni og órjúfanlega
tengd minningum okkar frá æskuár-
unum í Eyjum. Sigga var lágvaxin,
kekk og snaggaraleg, hreinskiptin,
glaðlynd, stríðin og skemmtileg. Æsti
sig stundum og skammaðist í okkur
krökkunum en það bráði fljótt af
kellu. Hún var vinur okkar og við bár-
um virðingu fyrir henni. Sigga var
hörkudugleg, sívinnandi og kattþrifin
og minnumst við hennar með skúr-
ingafötuna, þvottabalann eða kústinn
í höndunum, enda heimilið mann-
margt og líflegt. Dolli var alltaf til sjós
og lítið heima við og þá kom það í hlut
sjómannskonunnar að annast börnin,
búið og hin ýmsu mál sem snéru að
útgerðinni. Það var mikið líf og fjör í
krakkahópnum á Vestmannabraut-
inni eftir að Sigga og Dolli fluttu inn á
nr. 76 með barnaskarann sinn. Börn
þeirra urðu okkar leikfélagar, þau
Dollý, Stína, Kiddi, Jóna, Gunna,
Gummi og Soffía. Dollý, sem er elst,
fann fljótlega draumaprinsinn í ná-
grenninu, Þór á Burstafelli, og höfðu
þau öðrum hnöppum að hneppa en að
taka þátt í leikjum okkar ,,villing-
anna“ eins og sto, fallinni spýtu, sjá-
inn sjáinn horfinn, hollý hó og öllum
hinum og uppátækjum okkar á björt-
um vor-, sumar- og haustkvöldum.
Voru kartöflugarðarnir, Vestmanna-
brautin og Fögrubrekkutúnið undir.
Þau systkinin voru með af lífi og sál
og tóku sum þeirra jafnvel að sér for-
ystuhlutverkin. Þetta voru ár
áhyggjulausrar æsku og alltaf eitt-
hvað skemmtilegt að gerast.
Soffía var á fyrsta ári þegar þau
fluttu úr Bjarma, hún og Mardís
kynntust strax á bleiualdrinum og
ÞORGERÐUR SIG-
RÍÐUR JÓNSDÓTTIR
✝ Þorgerður Sig-ríður Jónsdóttir
fæddist á Ísafirði 19.
júlí 1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 22. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum 29.
mars.
hafa verið vinkonur alla
tíð síðan. Má segja að
hjá Siggu og Dolla á 76
hafi Mardís átt sitt ann-
að heimili og munaði
þau ekki um einn heim-
alninginn í viðbót og
prjónaði Sigga varla flík
á Soffíu án þess að Mar-
dís fengi aðra eins.
Ógleymanlegar eru
fiskibollurnar hennar,
sem voru himneskar,
við munum enn bragðið
og þegar Sigga steikti
fiskibollur lagði ilminn
yfir hverfið og biðröðin
á tröppunum var löng, eftirvæntingin
mikil og allir fengu bollu. Ýmsar
myndir koma upp í hugann; Sigga og
pabbi á spjalli yfir ,,vegginn“ um lífs-
ins gögn og nauðsynjar, Sigga á
hlaupum í bænum heilsandi fólki á
báða bóga með skoðanir á öllu, mönn-
um og málefnum, Sigga við eldhús-
gluggann. Um eða eftir fermingu
skildu leiðir flestra okkar krakkanna
en Sigga og Dolli voru alltaf á sínum
stað. Nú er hljóðlátt á 76 þaðan sem
áður ómuðu hróp og köll Siggu og
krakkanna. Þar býr Dolli, sjómaður
af lífi og sál, rólegur og yfirvegaður
með öllum minningunum sem hljóta
að fylgja húsinu eftir langt og við-
burðaríkt líf.
Síðustu árin urðu Siggu sérlega
erfið vegna sjúkdóms hennar og varð
hún að dvelja fjarri heimaslóðum síð-
ustu árin en hún bar harm sinn í hljóði
eins og hennar var von og vísa. Geng-
in er einstök manneskja sem setti
sterkan svip á umhverfi sitt. Við
þökkum Siggu samfylgdina.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Við vottum Dolla, börnum og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Júlía, Jóel og Mardís.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða
á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið
er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu
um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há-
degi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða
þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist
greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina