Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ C eBIT-upplýsinga- tæknisýningin í Hannover er helsta sýning sinnar teg- undar í heimi, fjór- um sinnum stærri að flatarmáli en Com- dex, stærsta sýningin vestan hafs, svo dæmi séu tekin. Í takt við samrátt í tölvuheiminum hefur dregið nokkuð úr þeim fyrirtækjum sem sýna á Ce- BIT og einnig hefur gestum fækkað nokkuð frá síðustu árum; smekksat- riði hvort segja eigi að sýningin sé hálftóm eða hálffull. Sýningarhaldar- ar bera sig þó vel, benda á að víst hafi fyrirtækjum fækkað og gestum líka en kannanir sínar sýni að fyrir vikið hafi hlutfall faggesta hækkað og einnig að mörg fyrirtæki hafi breitt betur úr sér, séu með stærri bása en áður. Má til sanns vegar færa, en líka er yfirbragð sýningarinnar léttara, ekki eins grafalvarlega viðskiptatengt, meira um búnað fyrir heimili. Flestir sýnendur virtust hóf- lega bjartsýnir; komnir með fast land undir fætur og enn á lífi eftir þrengingarnar. Alls sýndu 6.523 fyrirtæki varning sinn á Ce- BIT nú fyrr í mánuðinum og gestir voru ríflega 560.000. Eins og áður er getið var léttara yf- irbragð á sýningunni en oft áður og meira um að menn væru að kynna af- þreyingarbúnað fyrir heimili, aukin- heldur sem símabásar voru fjörlegir og mikið um stafrænar myndavélar. Það gefur reyndar góða mynd af því hvernig CeBIT hefur þróast að Microsoft notaði tækifærið og kynnti netmöguleika X-boxins. Gróska í stafrænum myndavélum Meiri áhersla á neytendur kom ekki síst fram í þeirri miklu grósku sem er í stafrænum myndavélum, jafnt fyrir atvinnumenn sem áhuga- menn. Kodak var með breiða línu af ljósmyndavörum að vanda og hefur náð ákveðnu forskoti með svonefnda EasyShare-línu sína sem gerir fólki sérdeilis auðvelt að koma myndunum frá sér, úr myndavélinni og í tölvuna eða sjónvarpið með tengikló. Hún fylgir vélinni hér heima en er seld sér erlendis. Nú kynnti fyrirtækið prent- ara sem er einmitt með slíku tengi á þannig að ekki þarf nema smella vél- inni á prentarann og þá er hægt að prenta út myndina, en fyrirtækið státar af því að ekki taki nema tvær mínútur frá því smellt er af þar til myndin er komin út úr prentaranum í stærðinni 10x15 sm. Einnig er hægt að hlaða vélina á prentaranum og senda myndir í gegnum hann í tölvu, en ekki þarf að tengjast tölvu til að prenta út. Margar myndavélar eru í Easy- Share-línunni frá Kodak og nýjar vél- ar kynntar sem vonlegt var. Einna mesta athygli vakti LS633 vélin nýja, 3,1 milljóna díla vél sem var með óvenju stórum skjá, 56 millimetra OLED-skjá. OLED eru lífrænir kristalsskjáir sem eru mun bjartari, traustari, hraðvirkari og léttari en hefðbundnir skjáir og eiga eftir að leysa hina af hólmi þegar fram líður. Líkt og hjá æ fleiri framleiðendum eru allar vélarnar nú með innbyggðu minni. Umtalsverð aukning geymslugetu Mikil þróun hefur orðið í minn- iskortum – geymslugeta þeirra hefur aukist umtalsvert og þau hafa líka smækkað. Á sýningunni kynnti tækni þegar í sumar og einnig er fyrirhugað að setja á markað handfrjálsan búnað með snúru. Með þessu móti þarf ekki sér- stakan hljóðnema nálægt munn- inum og því fer mun minna fyrir tækinu en ella. Annað sem var býsna vís- indaskáldsögulegt var stjórn- búnaður sem Samsung kallar Scurry, en hann er í þróun hjá fyrirtækinu og ekki væntanlegur á markað í bili. Til að nota hann spennir viðkomandi á sig sérstakt armband og annað yfir handarbakið og síðan er fjórum til viðbótar smeygt upp á fingurna. Með þessum búnaði er síðan hægt að vél- rita á hvaða yfirborði sem er, stjórna tölvunni eða hvaðeina. Notagildið er ekki augljóst, að minnsta kosti fyrir þá sem þurfa að sjá á hvaða lykla þeir eru að slá. Samsung sýndi líka þriggja tíðni- sviða GPRS-símaúr með OLED-lita- skjá sem er um 80 grömm að þyngd, styður allar rásir og er með raddstýr- ingu. Að sögn starfsmanna dugir raf- hlaða símans í hálfan annan tíma af tali eða 80 tíma bið. Síminn kemur á markað í sumar og er nettur sem sími en stór sem úr; tæpir fjórir senti- metrar á breidd, rúmir sex á hæð og hálfur annar á þykkt eða þar um bil. Mikið augnayndi var sjónvarp sem Samsung sýndi og segir stærsta TFT-sjónvarp heims, 40" tæki og sér- deilis glæsilegt. Fram að þessu hafa menn þurft að kaupa sér rafgasskjái eða myndvarpa vilji þeir svo stóra mynd, en þó skjárinn sé dýr þá er hann umtalsvert ódýrari en rafgas- skjár. Tölvuna inn í stofu Nokkur fyrirtæki kynntu stafræna lausn fyrir stofuna; tæki sem sameina allar stillingar á öllum tækjum í einn kassa og tengjast að auki tölvunni. Hagræðið af slíku tæki ætti að vera augljóst því með því má stjórna geislaspilara, DVD-spilara, sjónvarpi og þar fram eftir götunum. Skjótast á Netið og kíkja á póstinn, skoða staf- rænar myndir og svo má telja. Sam- sung kynnti slíka græju og einnig ViewSonic sem sýndi fyrirbæri sem heitir því þjála nafni ViewSonic NextVision M2000 Digital Media Center og er í raun sérsniðin turn- tölva. Tölvan sú er með innbyggðan sjón- varpsmóttakara, DVD-spilara og brennara, getur spilað tónlist á MP3- sniði og svo má telja. Hægt er að taka upp á harðan disk í tölvunni upp undir 140 klukkutíma af efni eftir því hvaða gæði eru á því, en í vélinni er 160 GB diskur. Hún er með 2,86 GHz Penti- um 4 örgjörva og 512 MB minni, net- kort, minniskortalesara, þráðlaust lyklaborð og svo framvegis. Ekki þarf að bjástra neitt við tölvuna sem slíka; hægt er að stýra öllu með fjarstýr- ingu, en hún keyrir sérstaka útgáfu af Windows XP. Það stýrikerfi var og notað í fleiri svona tækjum; greinilegt að menn eru að reyna að komast inn í stofuna. Microsoft sýndi á einum af sínum fjölmörgu básum einskonar viðbót við þessa lausn ViewSonic (og reyndar fleiri framleiðenda); nýtt stýri- kerfi, Media2Go; sérstaka útgáfu af Windows CE, sem er ætluð fyrir einskonar vídeó vasadiskó, en slík vasadiskó munu geta spilað skrár á MPEG4-sniði, WMA- og mp3-skrár, en einnig geta fyrirtæki bætt við fleiri gagnasniðum, til að mynda QuickTime eða RealAudio. Að sögn markaðsmanna hjá Microsoft horfa menn þar á bæ ekki síst til lausnar eins og ViewSonic kynnti, þ.e. að tölvur verði algeng viðbót við sjónvarpið í stofunni og menn eigi meðal annars eftir að nota þær sem upptökutæki – gefur augaleið að þá er heillaráð að afrita kvikmyndir eða þætti á græju sem stinga má í vasanna og hafa með sér hvert sem er. Vídeó vasadiskó Eftir því sem tölvur verða öflugri er auðveldara að afrita DVD-kvik- myndir og ýmist horfa á þær beint af hörðum disk tölvu, dreifa þeim yfir Netið eða gera einfaldlega löglegt ör- yggisafrit. Nú er komið á markað vasadiskó sem hægt er að nota til að horfa á slíkar myndir eins og sjá mátti á bás Archos sem sýndi ýmislegt sem fékk mig að minnsta kosti til að standa á öndinni. Einna skemmtileg- ast var að sjá vídeó vasadiskó sem spilar kvikmyndir á MPEG4-sniði á 4" skjá. Einnig er hægt að nota það sem MP3-spilara, upptökutæki sem þjappar sjálfkrafa á MP3-snið, staf- ræna myndavél, stafræna upptökuvél og svo má telja. Þá má nota græjuna, sem kallast Video AV320/340, eftir stærð disksins í henni, sem auka harðan disk í tölvur. Archos sýndi einnig mikið af utan- áliggjandi diskum og brennurum, og einnig álíka tól og vídeó vasadiskóið en með minni skjá, Jukebox Multi- media 20. Það er með 20 GB hörðum disk og öllu því sem Video AV320/340 getur nema taka myndir. Hægt er að tengja við Jukebox Multimedia 20 einfaldan upptökubúnað sem varpar myndum beint í MPEG4, minn- iskortalesara, stafræna myndavél og svo má telja. Fleiri sýndu ámóta græjur, en eng- Þráðlaus framtíð CeBIT-upplýsingatæknisýn- ingin í Hannover er mesta sýning sinnar tegundar í heimi. Árni Matthíasson gekk um sýningarsvæðið og kynnti sér brot af því sem bar fyrir augu. Archos sýndi vídeó vasa- diskó sem spilar kvikmyndir á MPEG4 sniði á 4" skjá sem einnig má nota sem MP3 spilara, upptökutæki, stafræna myndavél, stafræna upptökuvél og svo framvegis. Sony sýndi sérdeilis eigulegan MP3-spilara, Network Walkman NW- MS70D, með 256 MB innra minni, en einnig er hægt að setja í hann Memory Stick Duo-minniskort sem verða sífellt rúm- betri. USB minnis- stautur sem er með innbyggðan MP3-spilara. Philips kynnti meðal annars einstaklega þunna og með- færilega rafbók. Ekkert liggur fyrir hvenær eða hvort hún kemur á markað. EasyShare-prentari frá Kodak. gráða frosti upp í 85 stiga hita. SD Extreme er jafn hitaþolið en með flutningsgetuna 2,5 MB á sek. Ultra- kortin eru með sömu flutningsgetu, en ekki eins hitaþolin. SanDisk hefur einnig tekið að sér að framleiða MemoryStick-kort frá Sony. Að sögn Goligoskis átti Sony í erfiðleikum með að auka geymslu- getu MemoryStick-kortanna sem ein- hverju nam og leitaði því til SanDisk, en fram að því höfðu fyrirtækin eldað grátt silfur saman. Nýjungar frá Samsung Samsung var venju fremur öflugt á CeBIT að þessu sinni; sýndi nýja síma, tölvur, sjónvörp, brennara, staf- rænar hreyfimyndavélar og kyrr- myndavélar. Meðal þess forvitnileg- asta var örsmár hátalari sem var einnig hljóðnemi. Hann nýtir hljóm höfuðkúpunnar til að nema hljóð líkt og við gerum sjálf þegar við heyrum eigin rödd. Starfsmaður Samsung sem sýndi nemann/hátalarann greip til samlíkingarinnar við söngvara sem er með eyrnatappa á tónleikum til að heyra betur eigin rödd. Að sögn þessa fulltrúa Samsung kemur á markað blátannarmóttakari með þessari SanDisk, fremsti og stærsti fram- leiðandi slíkra korta, nýja gerð minniskorta, miniSD, sem eru ekki nema tveir sentimetr- ar á breidd, rétt rúmir tveir á hæð og hálfur annar millimetri á þykkt. Þau eru þannig aðeins mjórri en SD-kort, heldur styttri og um helmingur á þykkt. Þykir eflaust flestum nóg um flóruna í minniskort- um en SanDisk-menn voru á öðru máli. Bob Goligoski, markaðsstjóri fyrirtækisins, sagði að fyrirtækið væri bara að bregðast við þörfum markaðarins; menn hefðu leitað eftir smærri minniskortum til að nota í far- síma og álíka tól enda skipti hver millimetri máli í hönnun á slíkum tækjum. SanDisk kynnti reyndar óvenju mikið af nýjungum á CeBIT að þessu sinni; miniSD-kortin voru sýnd í 16 til 128 MB útfærslum. SD- kort eru nú komin upp í GB, eða þús- und megabæti, og væntanleg tveggja og fjögurra GB kort, hugsanlega strax á næsta ári. Eftir því sem kortin verða rúm- betri fer að skipta æ meira máli að þau séu hraðvirk. SanDisk kynnti ein- mitt tvær nýjar gerðir af SD og CompactFlash-kortum sem kallast Extreme og Ultra. Í CompactFlash Extreme, sem ætlað er fyrir atvinnu- menn, er gagnaflutningshraðinn 6 MB á sekúndu. Kortið þolir allt frá 25 SJÁ SÍÐU 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.