Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 33 mál fyrir lýðræðið í landinu ef eitt dagblað bæri höfuð og herðar yfir alla aðra á þeim markaði. Á fjórða áratugnum fullyrtu þáverandi forráða- menn Alþýðublaðsins, að það blað hefði verið orðið jafnstórt Morgunblaðinu í upplagi og hafði þáver- andi ritstjóri Alþýðublaðsins gaman af að segja þá sögu, að hann hefði skilið eftir eitt blað í skúffu á skrifborði sínu, þegar hann yfirgaf blaðið. Þar hefði verið um að ræða staðfestar upplýsingar endurskoðunarskrifstofu um upplag og seld ein- tök Alþýðublaðsins. Þótt Morgunblaðið sé ekki í samkeppni við Fréttablaðið um upplag vegna þess að slík sam- keppni getur ekki verið til staðar á milli blaðs, sem er selt, og blaðs, sem prentar það upplag, sem því hentar og dreifir, er ljóst að samkeppnin á milli þeirra þriggja dagblaða sem hér eru á markaðnum um auglýsingar er mjög hörð. Auglýsingamark- aðurinn sveiflast eftir efnahagsástandinu. Það er hægt að endurspegla efnahagsþróunina í landinu með línuriti um auglýsingamagn hér í blaðinu á undanförnum áratugum ekkert síður en með mæl- ingum sérfræðinga. Í ársbyrjun 2001 byrjaði verulegur samdráttur á auglýsingamarkaðnum, þó ekki jafnmikill og fyr- ir rúmum áratug. Þessi samdráttur jókst ekki við útkomu Fréttablaðsins í apríllok 2001 svo nokkru næmi. Hann hélt áfram á árinu 2002 en þó í minna mæli en árið áður. Frá ársbyrjun 2003 hefur aug- lýsingamagnið í Morgunblaðinu verið að aukast. Samkeppnin kemur þó ekki síður fram í verði auglýsinga og engin spurning er um að auglýs- ingaverð hefur lækkað. Telja má víst að þar gæti áhrifa Fréttablaðsins mest. Það er svo annað mál, hvort auglýsingaverðið eins og það er nú dugar til þess að standa undir rekstrarkostnaði blaðanna. Morgunblaðið brást við samdrætti í auglýsingum á árinu 2001 með miklum niðurskurði útgjalda, sem hefur skilað sér vel og er rekstur blaðsins nú í góðu jafnvægi eins og reyndar flest rekstrarár þess síðustu áratugi. Það er hins vegar áleitin spurning hvort auglýs- ingamarkaðurinn dugar til þess að halda hér úti þremur dagblöðum og raunar á hið sama við um sjónvarpsstöðvarnar, þ.e. Stöð 2 og Skjá 1. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að um 60% af tekjum Morgunblaðsins koma frá sölu auglýsinga og um 40% af áskriftasölu. Engum þarf að koma á óvart, þótt einhverjar þreifingar hæfust um sameiningar á fjölmiðla- markaðnum til þess að tryggja betri rekstrar- grundvöll fjölmiðlafyrirtækjanna. Ólíklegt er að fjársterkir aðilar séu til lengdar tilbúnir til að reka fjölmiðla með tapi eða án þess að þeir skili við- unandi ávöxtun þeirra fjármuna, sem í þá eru lagðir. Í þessum efnum hefur Morgunblaðið nokkra sérstöðu. Blaðið hefur ekki orðið fyrir neinum áföllum, hvorki í upplagi né auglýsingamagni, vegna nýrrar samkeppni á blaðamarkaðnum. Aukinni samkeppni hefur verið mætt með miklum breytingum á blaðinu, breytingu á forsíðu og út- gáfu á mánudögum. Framundan er mikil upp- bygging vegna byggingar nýs prentsmiðjuhúss og kaupa á nýrri prentvél en þar er um að ræða fjár- festingu sem nemur um 2,5 milljörðum króna. Ný kynslóð er að komast til áhrifa á ritstjórn blaðsins og við rekstur þess. Það er hlutverk þeirra, sem nú bera mesta ábyrgð á útgáfu Morgunblaðsins, að flytja það í hendur nýrrar kynslóðar á þann veg, að grundvallaratriði í útgáfu þess og hefðum séu í heiðri höfð. Það má því telja líklegt að hugsanleg endur- skipulagning á fjölmiðlamarkaðnum snerti önnur fjölmiðlafyrirtæki meir en Morgunblaðið. Kröfuharðari lesendur Engin spurning er um að lesendur blaða eru kröfuharðari nú en áð- ur. Þeir eru betur upp- lýstir en áður. Þeir sjá betur í gegnum léleg vinnu- brögð en áður. Og þetta á vafalaust við um aðra fjölmiðla ekki síður en dagblöðin. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir dagblöð – og aðra fjölmiðla – sem vilja halda trúverðugleika gagnvart lesend- um sínum eða notendum að vanda vinnubrögð sín. En það er stundum erfitt að gera lesendum til hæfis. Eftir að stríðið hófst í Írak og raunar í aðdrag- anda þess hefur gífurleg vinna verið lögð í það af hálfu ritstjórnar Morgunblaðsins að flytja af því ítarlegar og skýrar fréttir. Í þeim efnum hefur þurft að líta í mörg horn. Aðalfréttir blaðsins hljóta að snúast um atburðina í Írak og hernaðar- átökin þar. Fréttaflutningur af þeim atburðum er flókinn. Í erlendum fréttum byggir Morgunblaðið fyrst og fremst á fréttum frá erlendum fréttastof- um og þær eru ekki lengur bara enskar og amer- ískar, svo og á netútgáfum. En jafnframt er ljóst, að hinar alþjóðlegu sjónvarpsstöðvar eru oft fyrst- ar með fréttirnar um leið og þær eru oft óáreiðan- legar og flytja fréttir, sem í ljós kemur að voru ekki á rökum reistar. Dæmi um það eru umræður á ritstjórn Morgun- blaðsins sl. miðvikudagskvöld um áherzlur í frétt- um blaðsins næsta dag. Síðla kvölds höfðu borizt fréttir á sjónvarpsstöðvunum um að mikið lið Írakshers sækti út úr Bagdad á 1.000 ökutækjum til móts við bandaríska herliðið, sem þá sótti að Bagdad. Klukkan fimm mínútur fyrir tólf var ljóst, að þetta hlaut að vera aðalefni forsíðufréttar blaðsins næsta dag. Fimm mínútum síðar var komið í ljós, að hvorki var íraskt herlið að sækja út úr höfuðborginni né 1.000 ökutæki nokkurs staðar á ferð! En jafnframt því að birta fréttir af hernaðar- átökunum er lögð áherzla á að birta einnig fréttir um þá sögu sem Írakar sjálfir segja af átökunum, þ.e. að segja frá báðum hliðum. Ennfremur er lögð áherzla á að flytja fréttir af mótmælum gegn hern- aðaraðgerðum Bandaríkjamanna og Breta víða um heim svo og af gagnrýni forystumanna Frakka, Þjóðverja og Rússa svo að dæmi séu nefnd. Þótt mikil vinna sé lögð í að vanda þessar fréttir sem bezt og áherzla lögð á breiðan fréttaflutning dugar það samt ekki fyrir suma lesendur Morgun- blaðsins. Fyrir nokkrum dögum sagði einn af áskrifendum blaðsins upp áskrift sinni á þeirri for- sendu, að um væri að ræða „ótrúverðugan frétta- flutning“, blaðið hefði fallið fyrir „einhliða áróðri“ og „hunsað eða gert tortryggilegar aðrar skoðanir á málinu“. Jafnframt að það lægi „hundflatt“ fyrir sjónarmiðum Bandaríkjamanna. Fréttaflutningur er eitt og erfitt að skilja ásak- anir sem þessar um þann þátt. Annað er hvort menn eru sammála eða ósammála þeim skoðun- um, sem Morgunblaðið hefur sett fram um Íraks- stríðið. Þær skoðanir koma hins vegar hvergi fram nema í leiðurum blaðsins. Annað dæmi um hvernig lesendur sjá efni í Morgunblaðinu er gagnrýni, sem ritstjórn blaðs- ins fékk vegna birtingar á upplýsingum um skatta- mál Jóns Ólafssonar, aðaleiganda Norðurljósa hf. Þar var um að ræða að Jón Ólafsson óskaði sjálfur eftir því við blaðið, að unnið yrði upp úr greinar- gerð skattrannsóknarstjóra um skattamál hans en jafnframt unnið upp úr andsvörum hans til birt- ingar í blaðinu. Ritstjórn Morgunblaðsins ákvað að verða við þessum óskum Jóns og frá þeim var sagt í blaðinu. Þegar þessar upplýsingar höfðu verið birtar á 10 síðum að lokinni mikilli vinnu blaðamanna barst ritstjórn blaðsins bréf, þar sem spurt var hvers vegna verið væri að þjóna flokks- hagsmunum Sjálfstæðisflokksins með þessari birtingu. Þegar því var svarað að ekki væri um slíka þjónustusemi við Sjálfstæðisflokkinn að ræða heldur væri blaðið að verða við óskum Jóns Ólafssonar sjálfs, sem hefði viljað hreinsa and- rúmsloftið með þessum hætti, var spurt hvað það ætti að þýða að verða við óskum Jóns í þessum efn- um. Það er vandlifað! Töluverðar umræður hafa orðið um greinaflokk Morgunblaðsins, sem Agnes Bragadóttir skrifaði um baráttuna um Íslandsbanka. Vangaveltur hafa m.a. verið uppi um hvað hafi vakað fyrir blaðinu með vinnslu og birtingu þess greinaflokks. Svarið við þeim spurningum er einfalt og skýrt. Fyrir Morgunblaðinu vakti ekkert annað en að gefa les- endum sínum tækifæri til að kynnast því nýja þjóðfélagi, sem er að verða til á Íslandi. Markmiðið með greinum Agnesar var ekki að koma því á framfæri að sumir í viðskiptalífinu væru góðir kallar og aðrir væru vondir kallar. Blaðið taldi hins vegar brýnt að fólk áttaði sig á því, hvað væri að gerast í samfélagi okkar. Framundan er einhver harðasta kosningabar- átta á Íslandi um langt árabil. Morgunblaðið legg- ur áherzlu á að auðvelda stjórnmálamönnum að koma á framfæri upplýsingum um baráttumál sín. M.a. með því að veita þeim sérstakan sess í blaðinu fram að kosningum. Þegar nær dregur munu blaðamenn Morgunblaðsins auka fréttaskrif og frásagnir af viðburðum kosningabaráttunnar. Áherzla verður lögð á að í þeim efnum sitji allir við sama borð. Annað mál er hvaða skoðunum Morgunblaðið lýsir í forystugreinum. Með sama hætti og allir aðrir hafa tækifæri til þess að lýsa sínum skoð- unum á síðum blaðsins telur ritstjórn Morgun- blaðsins að hún hafi fullan rétt á að setja fram skoðanir blaðsins í ritstjórnargreinum án þess að liggja undir sérstökum ásökunum fyrir þær skoð- anir utan eðlilegrar gagnrýni og málefnalegra um- ræðna. Það virðist vera útbreiddur misskilningur að Morgunblaðið hafi einhvern tíma lýst yfir hlut- leysi í þjóðfélagsátökum á Íslandi. Það hefur blað- ið aldrei gert. Hins vegar hefur ritstjórn Morgun- blaðsins lagt áherzlu á tvennt, sem ástæða er til að undirstrika nú þegar kosningar nálgast: Ritstýring Morgunblaðsins er í höndum rit- stjórnar þess og engra annarra. Skoðanir blaðsins, sem eru settar fram í rit- stjórnargreinum, eru eitt. Fréttir eru annað. Morgunblaðið/RAX Á Reykjanesi. Sú harða sam- keppni, sem nú er á blaðamarkaðnum á milli þriggja dag- blaða, er fagnaðar- efni og lesendur blaðanna munu njóta hennar í betri blöðum. Morgun- blaðið, sem frá upphafi útgáfu blaðsins hefur verið málsvari frjálsrar samkeppni, lítur svo á að samkeppni á fjölmiðlamark- aðnum sé af hinu góða og að keppi- nautar blaðsins séu ekki bara DV og Fréttablaðið heldur einnig sjónvarps- stöðvar og útvarps- stöðvar. Laugardagur 29. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.