Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í boði MBA námsins Opinn fyrirlestur 31. mars, kl. 12.00-13.00 Dr. Christopher K. Anderson: Raunverulegir kostir í kvikri verðlagningu og stýringu tekna Chris Anderson er verkfræðingur (MSc) en hefur jafnframt lokið MBA og PhD-prófi í viðskiptafræði með áherslu á aðgerðarannsóknir og rekstrarstjórnun. Chris starfar sem lektor við Richard Ivey School of Business og kennir aðgerðarannsóknir, tölfræði og fjármál í MBA námi í skólanum. Richard Ivey School of Business er í 6. sæti á lista yfir bestu MBA skóla í Evrópu og Kanada sem birtur var í tímaritinu Business Week í október sl. Fyrirlesturinn verður haldinn í Námunni, húsi Endurmenntunar H. Í., Dunhaga. Allir velkomnir. Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild www.mba.is NEFNDARSTÖRF einkenndu landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrir hádegi á laugardag en síðdegis var stefnt að því að hefja almennar um- ræður um drög að ályktunum flokksins. Í sjávarútvegsnefnd flokksins var m.a. samþykkt að setja inn í ályktun um sjávarútvegs- mál að sjálfstæðir rannsóknarað- ilar ættu að hafa aðgang að nið- urstöðum mælinga sem aflað væri um borð í rannsóknarskipum á veg- um opinberra aðila.Stefnt er að því að landsfundi flokksins ljúki í dag en áður verða afgreiddar ályktanir fundarins. Einnig fara fram kosn- ingar um miðstjórn flokksins, vara- formann og formann. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni tók þátt í umræðum í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins fyrir hádegi í gær. Sjálfstæðir aðilar hafi aðgang að rannsóknargögnum EYMUNDUR Runólfsson, verk- fræðingur í áætlanadeild Vega- gerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki skoðað ítarlega kosti þess að gera hálendisveg milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur sem liggi um Stórasand. Hann segist ekki telja að snjóalög hamli slíkri veg- arlagningu en hefur áhyggjur af veðurhæð á fjallvegi í þessari hæð, en vegurinn færi hæst í um 800 metra yfir sjávarmáli. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is og fyrrverandi samgönguráð- herra, hefur sett fram hugmyndir um veg úr Borgarfirði um Stóra- sand og Kjöl norður í Skagafjörð, en slíkur vegur myndi stytta leið- ina milli Akureyrar og Reykjavík- ur um 42 km. Hann hefur einnig bent á að hægt væri að fara með veginn um Kaldadal og Mosfells- heiði, en það myndi stytta leiðina um 81 km. Kostar 4,4–5,5 milljarða Eymundur sagði að gróf áætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir að það myndi kosta 4,4 milljarða að leggja hálendisveg úr Borgar- firði og um 5,5 milljarða ef farið væri um Kaldadal. „Við þekkjum ekki vel veður- hæð á þessu svæði. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjó á þessari leið, en óttast frekar veðurhæð. Það er oft mjög vont veður á há- lendinu. Vegurinn fer í mikla hæð eða um 800 metra hæð þar sem hæst er,“ sagði Eymundur. Til samanburðar má geta þess að Hellisheiði fer hæst í um 400 metra hæð og Öxnadalsheiði fer hæst í um 500 metra. Eymundur sagðist telja að fyrsta skref í þessu máli væri að rannsaka veðurlag á þessu svæði. Hann sagði að þegar menn voru að velta fyrir sér vegarlagningu á Sprengisandi hefðu menn skoðað mælingar úr sjálfvirkum veður- mæli við Sandbúðir og hann hefði sýnt að þarna kæmu stundum slæm veður. Það væri hins vegar alltaf matsatriði hversu miklu þessi veðurþáttur ætti að ráða þegar kæmi að ákvörðun um veg- arlagningu. „Vegagerðin hefur almennt verið þeirrar skoðunar í mörg ár, að það beri að leggja áherslu á að efla byggðavegi áður en byrjað er á nýjum verkefnum,“ sagði Ey- mundur. Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri sagðist ekki hafa skoðað þetta svæði sérstaklega, en það lægi þó fyrir að norðvesturhluti landsins væri alls ekki snjó- þyngsti hluti landsins. „Mér finnst í ljósi reynslu okkar óvarlegt að fara með vegi upp í 800 metra hæð. Ég held að það verði stefna okkar á næstu árum og áratugum að reyna að komast í gegn um heiðar sem eru flestar þó ekki nema í 400–500 metra hæð. Þessar heiðar eru oft á tíðum erf- iðir og hættulegir farartálmar. Ég get nefnt Vaðlaheiði sem er virki- lega leiðinlegur fjallvegur þó hún sé ekki há.“ Magnús sagði að ef farið yrði út í að leggja vegi yfir hálendið yrðu menn jafnframt að gera sér grein fyrir að slíkum vegi yrði að loka öðru hverju vegna veðurs. „Menn verða að átta sig á að þarna verða verri veður en á láglendi. Vind- hraði er oft á tíðum hættulega mikill til að óhætt sé að vera þarna á ferð,“ sagði Magnús. Verkfræðingur Vegagerðar og veðurstofustjóri um hálendisveg Hafa áhyggj- ur af mikilli veðurhæð KOSNINGAMIÐSTÖÐ Samfylk- ingarinnar í Lækjargötu í Reykja- vík var opnuð í hádeginu í gær að viðstöddu fjölmenni. Miðstöðin er staðsett í byggingunni þar sem verslunin Top Shop var áður til húsa. Það voru Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, sem tóku á móti gestum við opnun miðstöðv- arinnar. M.a. var boðið upp á hádeg- isverð og tónlistarflutning en klukkan 14 var haldið til mót- mælafundar á Lækjartorgi þar sem stríðsrekstri í Írak var mót- mælt. Dagskránni lauk svo með beinni útsendingu landsleiks Skota og Íslendinga í knattspyrnu á risa- skjá í kosningamiðstöðinni. Morgunblaðið/Sverrir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók á móti gestum við opnun kosningamiðstöðvarinnar í gær. Samfylkingin opnar kosningamiðstöð MD-flugfélagið, sem hefur verið með höfuðstöðvar í Hamraborg í Kópa- vogi, hefur verið tekið til gjaldþrota- skipa að beiðni eigenda félagsins. Var þrotabúinu skipaður skiptastjóri í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtu- dag, Helgi Jóhannesson hrl. Félagið var í fyrrasumar með fjór- ar McDonnell Douglas MD-83-þotur í ferðum milli norður-evrópskra borga og áfangastaða við Miðjarðar- haf. Flaug MD einkum leiguflug fyr- ir ferðaskrifstofur í Svíþjóð en einnig fyrir írskar skrifstofur og voru al- gengir áfangastaðir félagsins til dæmis Malaga, Alicante, Nice, Bol- ogna, Palermo, Róm, Þessalóníka og Aþena. Flugliðar voru allir erlendir og leigðir sem verktakar til MD, en 10 til 15 manns störfuðu á vegum fyrirtækisins hér á landi og hættu þeir síðustu störfum í liðinni viku. Helsta viðskiptafyrirtæki MD, sænska ferðaskrifstofan Traffic Europe Svenska a.b., var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember sem leið og hafði það mikil áhrif á rekstur MD. MD-flugfélagið var stofnað árið 1997 og hóf flugrekstur árið 2000. Flugfélagið MD tekið til gjald- þrotaskipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.